Morgunblaðið - 28.06.2005, Page 10

Morgunblaðið - 28.06.2005, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Veiðin hófst í gær og þá komu upp níulaxar. Í morgun veiddust tveir ogannar þeirra var 21 punds hrygnasem tók keilutúpu,“ sagði Borgar Bragason, veiðivörður við Hofsá í Vopnafirði, í gær og sagði hann veiðimenn mjög ánægða með byrjunina. „Fiskurinn hefur dreifst um alla á. Þriðji efsti hylur er búinn að gefa lax en flestir koma af miðsvæðinu. Þetta er eingöngu tveggja ára fiskur, átta pund og yfir. Einn 16 punda veiddist í gær.“ Hitstúpur hafa krækt í flesta laxana. Hljóðið var ekki síður gott í Guðmundi Við- arssyni, kokki við Norðurá. „Hollið sem var að ljúka veiðum fékk 99 laxa. Þetta er með betri vorveiði hér í mörg ár. Smálaxinn hellist inn þessa dagana – áin er að verða blá!“ Guðmundur segir nokkra laxa hafa veiðst fyrir ofan Glanna. Veiðist ýmist á maðk og flugu. Streyma úr hafi Ingvi Hrafn Jónsson, staðarhaldari við Langá á Mýrum, sagði að þar á bæ væru veiði- menn að ná 100 laxa markinu. „Það er þrusu- gangur í göngunum og áin eins og hönnuð af meistara höndum – vatnið eins og gull!“ Hann var ánægður með fréttirnar úr Norð- urá. „Mér líst gríðarlega vel á ganginn þar. Það er þumalputtaregla að fjórfalda má veiði júnímánaðar í Norðurá til að fá lokatöluna og samkvæmt því verður hún á bilinu 1.600 til 2.000 laxar. Það þýðir stórveiði í ánum í grennd, þar á meðal hjá okkur. Hjá laxa- bændum streymir féð nú úr hafi.“ Í veiðihúsinu við Laxá í Leirársveit varð Ásta Björk Magnúsdóttir fyrir svörum. „Þetta er allt í lagi en veiðin mætti vera meiri. Sex laxar veiddust í opnuninni en svo kólnaði, varð ansi vatnslítið og veiðin datt alveg niður. En í fyrradag komu sjö upp og síðan hefur veiðst áfram – nú eru 22 laxar í bókinni.“ Ásta sagði lax aðallega sjást við Laxfoss og neðst í ánni en nú væri búið að rigna og hann hlyti að dreifa sér meira úr þessu. Þeir sem tengjast Laxá í Kjós binda vonir við að nú fari veiðin að glæðast, en í gærmorg- un veiddust átta laxar og flestir í Kvíslafossi. Um 60 eru komnir á land. Annars er það af Laxá að frétta, að nýtt veiðifélag, leitt af þeim Gísla Ásgeirssyni og Jóni Þór Júlíussyni, sem eignaðist á dögunum erlenda félagið sem leigt hafði veiðiréttinn, hefur framlengt leigusamn- inginn til fimm ára. Þá hefur verið ákveðið að reisa nýtt veiðihús við ána og verður þar tilbú- ið að ári. Frekar rólegt hefur verið í Miðfjarðará en Jóhanna Hólmfríður Helgadóttir hússtýra sagði hollið, sem lauk veiðum í gær, hafa land- að 12 löxum.“ „Talsvert sést af fiski og meðal annars sýnir sig fiskur í Grjóthyl,“ sagði hún. 39 laxar eru komnir úr ánni. Vænar bleikjur En það veiðist ekki bara lax þessa dagana, silungsveiðin er víða góð. Dagur Jónsson, sem veiddi í Hlíðarvatni í Selvogi fyrir helgi, sagði yfir 600 bleikjur skráðar hjá Ármönnum og ef- laust hefur veiðin verið svipuð hjá hinum félög- unum sem aðgang hafa að vatninu. „Ég fékk átta bleikjur, allar í Botnavíkinni,“ sagði Dag- ur. „Sú stærsta var 55 cm og tvö kíló, mjög fal- legur fiskur.“ Allar tóku þær Mobutu. Bleikjan í Hlíðarvatni þykir óvenju væn í ár. Fréttist af einum veiðimanni sem náði 64 cm langri bleikju og þótti hún svo ófrýnileg að hann sleppti henni aftur í vatnið. Annað veiðisvæði sem gefið hefur mjög fal- lega bleikjuveiði í sumar er Hraunsfjörður á Snæfellsnesi, en þar hafa veiðimenn verið að setja í sprettharðar bleikjur og hafa skemmt sér vel við þurrfluguveiði. Hinn vinsæli veiðivefur Flugur.is er fimm ára um þessar mundir. Að sögn Stefáns Jóns Hafstein, stofnanda og eiganda vefjarins, er búið að lesa greinar 500.000 sinnum á vefnum og skráðir notendur eru tíu þúsund talsins. ,,Þetta hefur verið ævintýri líkast,“ segir Stefán Jón: ,,Núna eru 10.100 skráðir not- endur á vefnum, við höfum haldið úti litríku tölvu-fréttablaði alla föstudaga öll árin, sam- tals eru þetta yfir 260 tölublöð. Mér er ekki kunnugt um neina netútgáfu á Íslandi sem hefur staðið svo að málum fyrir sérstakan markað.“ Níutíu og níu laxa holl í Norðurá Morgunblaðið/Einar Falur Sigurður Árni Sigurðsson tekst á við lax í Neðri-Hlaupum í Miðfjarðará. Laxinn tók Green Butt. veidar@mbl.is STANGVEIÐI FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur heimildir til að afla upplýsinga frá einstaklingum eða lögaðilum um eignarhluti í fjármálafyrirtækjum sem þeir eiga eða hyggjast eignast og stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar er ekki aðili að slíkri athugun, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu sem Fjármálaeftirlitið sendi frá sér í gær. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri FME, segir stofnunina hafa ótví- ræðar heimildir og skyldur til að kanna hvort virkur eignarhlutur sé að stofnast hjá fjármálafyrirtækj- um. „Þær heimildir ná til allra sem eiga hlut í fyrirtækjunum,“ segir Páll Gunnar og bætir við að FME hafi skýrar heimildir gagnvart stofnfjáreigendum. „Það eru einmitt settar strang- ari reglur varðandi eigendur í sparisjóðum ef eitthvað er, til að tryggja eftirlit með virkum eign- arhlutum þar.“ Þá segir Páll alveg ljóst að eft- irlitsheimildir stofnunarinnar nái einnig til einstaklinga, eins og fram komi í 102. gr. laga um op- inbert eftirlit með fjármálastarf- semi. Geta krafist hvers konar gagna Í tilkynningu FME er ummæl- um Páls Pálssonar, stjórnarfor- manns Sparisjóðsins, í Morgun- blaðinu í gær svarað. Ummæli hans í blaðinu í gær eru rakin og segir FME m.a. svo í tilkynning- unni: „Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með eigendum virkra eignarhluta samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. VI. og VIII. kafla laganna. Með virkum eignarhlut sam- kvæmt 2. mgr. 40. gr. laganna er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fyrirtæki sem nemur 10% eða meira af eigin fé, stofnfé eða atkvæðisrétti, eða aðra hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórn- un viðkomandi fyrir- tækis. Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. sömu laga ber aðilum sem hyggjast eignast virkan eignar- hlut í fjármálafyrir- tæki að leita sam- þykkis Fjármálaeftir- litsins fyrirfram. Samkvæmt 2. mgr. 107. gr. laganna getur Fjármála- eftirlitið krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá einstaklingum eða lögaðilum sem eiga eða hyggj- ast eignast eða fara með eignar- hlut í fjármálafyrirtækjum í því skyni að meta hvort þeir falli undir tilkynningarskyldu skv. VI. kafla og hvort þeir teljist hæfir til að fara með virkan eignarhlut. Heimildir geta náð til minni hluthafa Samkvæmt 8. mgr. 107. gr. er heimilt að beita ákvæðum laga um opinbert eftirlit með fjármálastarf- semi um dagsektir og leit og hald á gögnum við upplýsingaöflun og eftirlit samkvæmt greininni. Í skýringum í frumvarpi því er varð að lögum nr. 161/2002, um fjár- málafyrirtæki kemur fram að í 2. mgr. 102. gr. [nú 2. mgr. 107. gr.] sé kveðið á um rétt Fjármálaeft- irlitsins til að krefja um gögn og upplýsingar frá eigendum eða væntanlegum eigendum eignar- hluta í fjármálafyrirtæki. Heimildin taki ekki einungis til þeirra sem fara með virkan eign- arhlut heldur allra sem fari með eignarhlut, hversu stór sem hann er. Þannig geti Fjármála- eftirlitið metið hvort minni hluthafar í fjár- málafyrirtæki mynda saman aðila sem líta beri á sem einn virkan eiganda. Jafn- framt sé ákvæðinu ætlað að tryggja að Fjármálaeftirlitið hafi aðgang að upplýsing- um til að meta hæfni þeirra sem eiga eða hyggjast eignast eign- arhlut í fjármálafyrir- tæki, sbr. VI. kafla frumvarpsins.“ Stjórn sparisjóðs ekki aðili Í lok tilkynningarinnar eru þrjú atriði áréttuð: i) FME hefur heimildir til að afla upplýsinga frá einstaklingum eða lögaðilum sem eiga eða hyggj- ast eignast eða fara með eignar- hlut í fjármálafyrirtækjum í tengslum við eftirlit með virkum eignarhlutum. ii) Stjórn sparisjóðs er ekki aðili að slíkri athugun eftirlitsins. Henni ber hins vegar að vísa máli til FME telji hún að væntanlegur kaupandi stofnfjár falist eftir virk- um eignarhlut í sparisjóði, sbr. 1. mgr. 64. gr., sbr. einnig 70. gr. lag- anna. iii) Til viðbótar við heimildir FME samkvæmt lögum nr. 87/ 1998, um opinbert eftirlit með fjár- málastarfsemi, til að beita tiltekn- um úrræðum vegna eftirlitsskyldra aðila er heimilt skv. 8. mgr. 107. gr. laga nr. 161/2002 að beita sömu úrræðum samkvæmt 107. gr. lag- anna, þ.m.t. vegna eftirlits með virkum eignarhlutum og eigendum eignarhluta í fjármálafyrirtækjum. Telur sig hafa fulla heimild til eftirlits Fjármálaeftirlitið svarar stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar Páll Gunnar Pálsson EIÐUR Smári Guðjohnsen knatt- spyrnumaður fylgdi Eggerti Skúla- syni úr hlaði í hjólreiðaferð Egg- erts hringinn í kringum landið í gær, en ferðin er farin til styrktar Hjartaheill, Landssamtökum hjartasjúklinga. Eiður og Eggert hjóluðu saman frá Reykjavík að Litlu kaffistofunni í Svínahrauni þar sem þeir hittu fyrir Bjarna Ármannsson, forstjóra Íslandsbanka. Í vor keypti Íslands- banki treyju Eiðs Smára á uppboði fyrir hálfa milljón króna en ágóð- inn rann til Neista, samtaka hjart- veikra barna. Í gær gáfu Bjarni og Eiður Birki Árnasyni treyjuna, en Birkir er tólf ára og glímdi við hjartveiki þegar hann var yngri. Bjarni hjólaði svo með Eggerti til Hveragerðis og þar tók Árni Magn- ússon félagsmálaráðherra við og hjólaði með honum síðasta spölinn að Selfossi. Eggert Skúlason er stjórn- armaður í Hjartaheill og segir að tildrög ferðarinnar hafi verið tví- þætt. „Annars vegar þurfti ég sjálf- ur nauðsynlega að koma mér í betra form. Hins vegar datt mér í hug að það yrði góð hvatning fyrir mig að spyrða þetta persónulega átak við góðan málstað,“ sagði Eggert í samtali við Morgunblaðið í gær. 1.400 km á þremur vikum Eggert áætlar að vera þrjár vik- ur á leiðinni og leggja að baki 1400 km. „Ef þessi áætlun á að standast þarf ég að hjóla 90-120 km á dag og við bestu aðstæður tekur það 5 stundir, en þegar veðrið er eins og í dag má búast við að sá tími teygist upp í 8-9 stundir,“ segir Eggert. „Mig langar til að þakka öllum þátttakendum og styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn. Það er ótrúlega góð tilfinning að finna fyr- ir þessum hlýhug sem mér hefur verið sýndur,“ sagði Eggert enn fremur. Morgunblaðið/ÞÖK Eggert Skúlason hjólar nú hringinn í kringum Ísland til styrktar Hjarta- heillum. Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður og verndari söfn- unarinnar, og Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, afhentu Birki Árnasyni árituðu Chelsea-treyjuna hans Eiðs sem var í eigu Íslandsbanka. Hjólað til styrktar Hjartaheillum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.