Morgunblaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Togarar
í 100 ár
Úr verinu á morgun
ÚR VERINU
BÁTASMIÐJAN Trefjar í Hafn-
arfirði afgreiddi nú í júní nýjan
Cleopatra 33 bát til Seahouses,
norður af Newcastle á austur-
strönd Englands. Kaupendur báts-
ins eru feðgarnir Stephen og Neal
Priestley. Neal Priestley verður
skipstjóri á bátnum. Báturinn hef-
ur hlotið nafnið Portia. Portia er
bátur af gerðinni Cleopatra 33,10
metra langur og mælist 10 brúttó-
tonn.
Heimahöfn bátsins er í Seahous-
es. Báturinn er sérútbúinn til hum-
ar- og krabbaveiða með gildrum.
Áætlað er að báturinn muni draga
á bilinu 700–800 gildrur á dag.
Lest bátsins er fyrir 14 380 lítra
fiskikör. Lestin er einnig útbúin
með úðunarkerfi til að halda humri
lifandi um borð.
Í lúkar er svefnpláss fyrir tvo
ásamt eldunaraðstöðu með eldavél,
örbylgjuofni og ísskáp. Aðalvél
bátsins er af gerðinni Cummins
430 hestöfl. Siglingatæki eru af
gerðinni Simrad og Furuno. Bát-
urinn hefur þegar hafið veiðar.
Trefjar selja bát
til Bretlands
KOLMUNNAAFLINN er nú orð-
inn ríflega 207.000 tonn, þrátt fyr-
ir slaka veiði í lok síðustu viku. Þá
lönduðu fjögur skip afla sínum hér
á landi, þar af eitt færeyskt. Leyfi-
legur heildarafli er 345.000 tonn
og því eru óveidd tæplega 138.000
tonn.
Erlend skip hafa landað hér
90.000 tonnum og því hafa fiski-
mjölsverksmiðjurnar tekið á móti
297.400 tonnum samkvæmt upp-
lýsingum Samtaka fiskvinnslu-
stöðva. Síldarvinnslan á Seyðis-
firði hefur tekið á móti mestu af
kolmunna, 67.600 tonnum. Næst
kemur Eskja á Eskifirði með
63.300 tonn, Síldarvinnslan í Nes-
kaupstað hefur tekið á móti 40.800
tonnum, Loðnuvinnslan á Fá-
skrúðsfirði er með 36.300, Ísfélag
Vestmannaeyja er með 33.700
tonn. HB Grandi á Vopnafirði hef-
ur tekið á móti 23.200 tonnum,
Nordic Factory á Djúpavogi hefur
tekið á móti 12.800 tonnum, Hrað-
frystistöð Þórshafnar er með 9.900
tonn og Vinnslustöðin í Vest-
mannaeyjum er með 9.800 tonn.
Þá hafa verksmiðjurnar tekið á
móti 23.000 tonnum af norsk-ís-
lenzkri síld í sumar, þar af 5.000
tonnum af erlendum skipum. Mest
hefur borizt til Norðfjarðar, tæp-
lega 7.000 tonn. HB Grandi á
Vopnafirði er með tæp 6.000 tonn,
Vinnslustöðin er með 3.800, til
Krossaness hafa borizt 2.400 tonn,
2.000 tonn til Ísfélagsins, 1.800
tonnum hefur verið landað á Fá-
skrúðsfirði og 80 tonnum á Djúpa-
vogi.
Nærri 300.000 tonn
af kolmunna á land
VAXANDI áhugi hefur verið meðal fjárfesta á fé-
lögum í norsku fiskeldi að undanförnu. Ástæðan er
hagstæðara rekstrarumhverfi félaga í greininni.
Frá þessu er greint í Morgunkorni Íslandsbanka og
segir þar ennfremur: „Fiskeldisfélög í Norsku Kaup-
höllinni hafa átt erfitt uppdráttar undanfarin ár. Af-
koman hefur verið léleg sökum lágs afurðaverðs á
mörkuðum. Gengi félaganna hefur þannig lækkað tals-
vert á síðastliðnum árum. Á þessu ári hefur verð á
laxaafurðum hins vegar hækkað um 25% auk þess sem
ESB samdi nýlega við Norðmenn um lágmarksverð á
afurðum sem fluttar eru inn til landa sambandsins.
Þetta hefur vakið áhuga fjárfesta á félögunum.
Stærstu tíðindin áttu sér stað fyrr í þessum mánuði
þegar John Fredriksen, ríkasti maður Noregs, keypti
óvænt 48% eignarhlut í Pan Fish fyrir um átta millj-
arða íslenzkra króna. Í kjölfarið hefur Fredriksen lagt
fram yfirtökutilboð í félagið. Frá því Fredriksen
keypti hefur gengi félagsins hækkað um 44%. Í lok síð-
ustu viku tilkynnti Fredriksen svo um kaup á 25%
eignarhlut í Fjord Seafood auk þess sem annar fjár-
festir, Jens Ulltveit-Moe, keypti 10,8% hlut í félaginu.
Það sem af er ári hefur gengi fiskeldisfyrirtækjanna í
Kauphöllinni í Osló hækkað umtalsvert.“
Meiri áhugi á fiskeldi
Sjóminjasafnið í
Reykjavík heimsótt
UMFERÐARRÁÐ sendi frá sér
ályktun á dögunum um akstur tor-
færumótorhjóla. Í ályktuninni segir
að stórátak þurfi að gera til að
stemma stigu við hverskonar ólög-
legum akstri torfærubifhjóla, sem og
utanvegaakstri á þessum tækjum.
Ólafur Guðmundsson, fulltrúi í
umferðarráði, hélt fyrirlestur um
vandann á fundi umferðarráðs. Að
sögn hans er víða pottur brotinn í
þessum efnum og vandinn varðar
ökuréttindi, skráningu, tryggingar,
löggæslu og náttúruvernd. „Aðal-
málið er að það er bannað að aka á
ótryggðum og óskráðum hjólum yf-
irhöfuð, nema þegar sérstök leyfi
fyrir akstursíþróttir gilda. Þetta eru
sömu reglurnar og gilda fyrir akstur
torfærujeppa og hingað til hafa þeir
ekki verið til vandræða. Því miður er
ekki hægt að segja það sama um tor-
færuhjólin,“ segir Ólafur.
Ástæðan fyrir þessari þróun á síð-
ustu árum er margþætt að mati
Ólafs. Í fyrsta lagi er hér aga- og
ábyrgðarleysi nokkurra hjólamanna
um að kenna. Í öðru lagi eru lög og
reglur um þessi mál hér á landi ekki
nægilega ljós og úr takti við nú-
tímann.
„Umferðarlögin hér eru þannig að
þau gilda allstaðar og fyrir öll
vélknúin tæki. Annarsstaðar gilda
umferðarlögin gjarnan fyrir al-
menna umferð og önnur lög gilda
fyrir akstur utan umferðar. Í Bret-
landi er mönnum t.d. frjálst að aka á
ótryggðu og óskráðu hjóli á landi í
einkaeign eða á lokuðu svæði, en þá
keyra menn á sína eigin ábyrgð. Hér
máttu ekki hreyfa við ökutæki nema
það sé tryggt og slík trygging kostar
töluverðar fjárupphæðir.“
Að mati Ólafs gerir þetta fyrir-
komulag það að verkum að menn
freistast til að halda hjólunum sínum
fyrir utan kerfið.
Í þriðja lagi nefnir Ólafur að mjög
erfitt er fyrir lögregluna að fram-
fylgja þessum lögum. Morgunblaðið
hafði samband við Þorgrím Guð-
mundsson, yfirmann umferðardeild-
ar, og staðfesti hann ummæli Ólafs.
„Okkur berast oft kvartanir vegna
þessara hjóla en þegar við mætum á
svæðið eru þau ekki lengi að forða
sér og ómögulegt fyrir okkur að
veita þeim eftirför um fjöll og firn-
indi. Ef hjólin eru þar að auki óskráð
eru engin númer sem við getum rak-
ið til eigenda þeirra,“ sagði Þorgrím-
ur.
Umferðarráð ályktar um akstur mótorhjóla utan vega
Stórátak brýnt gegn
akstri utan vega
Umferðarráð vill átak gegn utanvegaakstri torfærumótorhjóla.
Menn freistast til
að halda hjólum
fyrir utan kerfið
SUMARSKÓLI um smáríki hófst í
þriðja skipti í gær og setti Páll
Skúlason, fráfarandi rektor HÍ, skól-
ann sem mun standa í tvær vikur.
Í tilkynningu frá Háskóla Íslands
segir að á þriðja tug nemenda sæki
sumarskólann víðs vegar að frá Evr-
ópu og Bandaríkjunum, auk þess
sem allir fyrirlestrar verða sendir
beint út til bandarískra háskólastúd-
enta í gegnum fjarfundabúnaði.
Meðal kennara við skólann eru
Neill Nugent og Clive Archer sem
báðir koma frá Manchester Met-
ropolitan háskólanum á Englandi,
Alyson Bailes, forstöðumaður
sænsku friðarrannsóknastofnunar-
innar (SIPRI), og Christine Inge-
britsen frá Washington-háskóla í
Seattle en öll eru þau meðal þekkt-
ustu fræðimanna í Evrópu- og smá-
ríkjafræðum og varnarmálum í
heiminum, að því er fram kemur í til-
kynningu HÍ.
Íslendingar munu einnig nýta sér
fjarfundatæknina því stúdentar hér
á landi geta hlustað á fyrirlestra sem
Christine Ingebritsen heldur í
Seattle.
Sumarskólinn er samstarfsverk-
efni tíu háskóla, níu frá löndum í
Evrópu, þ.e. Litháen, Eistlandi,
Möltu, Noregi, Svíþjóð, Bretlandi,
Hollandi og Íslandi en sá tíundi er
Washington-háskólinn í Seattle í
Bandaríkjunum.
Sumarskóli um smáríki settur í gær