Morgunblaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT EITT umdeildasta mál pakist- anskrar réttarsögu er um það bil að ná hámarki en Hæstiréttur landsins hóf í gær að hlýða á mál konu, Mukhtar Mai, sem var í júní árið 2002 fórnarlamb hópnauðgunar sem þorpsráðið í heimabæ hennar hafði fyrirskipað. Fjórtán menn voru strax sóttir til saka fyrir ódæðið, sumir fyrir beina þátttöku og aðrir fyrir að hafa ekkert að- hafst til að koma í veg fyrir nauðg- unina. Undirréttur sýknaði átta mann- anna en dæmdi sex þeirra til þyngstu refsingar, dauða. Mai áfrýjaði málinu til æðra dómsstigs, þar sem hún krafðist refsingar yfir þeim átta mönnum sem sýknaðir höfðu verið. Úrskurður fékkst í mars síðastliðnum og var hann reið- arslag fyrir Mai og kom mannrétt- indasamtökum um allan heim í opna skjöldu. Áfrýjunardómstóllinn sýknaði fimm mannanna, sem und- irréttur hafði dæmt seka, vegna skorts á sönnunargögnum. Auk þess var dauðadómnum yfir þeim sjötta breytt í lífstíðarfangelsi. „Auga fyrir auga“ Nú hefur Mai áfrýjað dómnum til Hæstaréttar og lögmaður hennar segir hana einnig áfrýja upphaflega sýknudómnum yfir hinum mönnun- um átta. Mai var vongóð er hún mætti í dómshúsið í gær. „Ég vona að upprunalegi dómurinn fái að standa og að árásarmönnum mínum verði refsað,“ sagði hún. Nauðgunin var fyrirskipuð af þorpsráðinu á sínum tíma sem refsing fyrir það að tólf ára gamall bróðir Mukhtar Mai, Abdul Shakoor, sást í fylgd með konu af Mastoi-ættflokki en það hefði sett smánarblett á Mastoi. Fjölskylda Mai segir þær sakargift- ir vera uppspuna til að hylma yfir með nokkrum Mastoi-mönnum sem hafi misnotað Shakoor kynferðis- lega. Shakoor var stuttu síðar handtekinn fyrir hórdóm og Mai var kölluð fyrir þorpsráðið í Meerwala, heimabæ hennar, þar sem hún átti að biðjast afsökunar á framferði bróður síns. Er hún kom þangað var hún dregin afsíðis þar sem fjórir menn komu fram vilja sínum við hana í klukkustund. Þorpsráðið réttlætti nauðgunina með því að segja að hórdómur væri þess eðlis að gjalda þyrfti fyrir hann með „auga fyrir auga“. Bannað að yfirgefa landið Frá því að nauðgunin átti sér stað hefur Mai barist fyrir rétt- indum kvenna og m.a. komið á fót skóla fyrir stúlkur í Meerwala þar sem ungar stúlkur læra að lesa en 72% pakistanskra kvenna eru ólæs. Fyrr í þessum mánuði ætlaði hún að fara til Bandaríkjanna og tala þar um mál sitt á vegum áhugahóps um réttindi kvenna, en pakistönsk stjórnvöld settu hana í farbann og var nafn hennar sett á lista yfir glæpamenn og andstæðinga Perv- ezar Musharrafs forseta. Auk þess var vegabréf hennar gert upptækt. Musharraf tjáði fjölmiðlum að hann hefði fyrirskipað bannið vegna þess að erlend samtök hefðu leitað eftir því að Mai talaði illa um Pak- istan vegna hryllilegs hlutskiptis kvenna í landinu. Farbanninu var aflétt í kjölfar mikillar gagnrýni frá bandarískum yfirvöldum og mann- réttindasamtökum um allan heim. Mai hefur nú fengið vegabréf sitt aftur. Mikilvægur úrskurður Áfrýjunin til Hæstaréttar verður prófmál og úrskurður dómstólsins kemur til með að hafa fordæmis- gildi í svipuðum málum í Pakistan og víðar í Suður-Asíu, en þar er al- gengt að konum sé refsað harka- lega fyrir brot sem skyldmenni þeirra hafa framið. Refsingin getur falist í því að konurnar eru brennd- ar með sýru, þeim nauðgað eða þær jafnvel líflátnar. „Það eru ekki aðeins árásarmenn Mukhtar Mai sem eru fyrir rétti í þessu máli. Það er líka réttað yfir pakistönsku þjóðflokkakerfi,“ sagði Naveed Zafar, sem segist tala fyrir munn margra Pakistana. Í allri umfjöllun um málið gleym- ist stuðningur pakistanskra stjórn- valda við málstað Mai. Í þrjú ár, frá því að nauðgunin átti sér stað, hef- ur ríkisstjórnin séð henni fyrir vernd sem annars er aðeins veitt fyrirmennum. Einnig eru mennirnir fimm, sem sýknaðir voru fyrir áfrýjunardómstóli, enn í fangelsi fyrir tilstuðlan stjórnvalda. Mesti stuðningurinn felst þó líklega í því að stjórnvöld, sem áfrýja málinu til Hæstaréttar með Mai, hafa skipað teymi lögmanna til að tala máli hennar fyrir réttinum. Þótt vilji ríkisstjórnarinnar sé ef- laust góður í því að skipa lögreglu- menn til verndar Mukhtar Mai á heimili hennar, hefur hún líkt ástandinu við stofufangelsi. „Er frjálst fólk svona? Ég get ekki einu sinni talað við fólk,“ segir hún. „Réttað yfir þjóð- flokkakerfinu“ Hæstiréttur Pakistans hlýðir á fórnarlamb hópnauðgunar Eftir Jóhönnu Sesselju Erludóttur jse@mbl.is Reuters Mukhtar Mai gengur um götur Meerwala, heimabæjar síns, ásamt bróður sínum, Abdul Shakoor, en hann var sagður sekur um hórdóm. ’Ég vona að uppruna-legi dómurinn fái að standa og að árásar- mönnum mínum verði refsað.‘ Margt bendir til þess að þekktastipredikari í seinni tíma söguBandaríkjanna, Billy Graham,hafi um helgina haldið sína síð- ustu útisamkomu. Um 90.000 manns sóttu fund hans í Queens-hverfinu í New York á sunnudag og alls er talið, að sögn BBC, að um 250.000 manns hafi tekið þátt í þriggja daga bænasamkomum hans sem lauk á sunnudag. Voru margir tímanlega á ferðinni til að ná sér í gott sæti en ekki var greiddur aðgangseyrir á samkomum hans, kostnaðurinn var greiddur með framlögum kirkna á svæðinu og sam- skotum. „Þetta er söguleg stund,“ sagði Joe Lin, há- skólanemi frá Singapúr. „Enginn annar hefur haft jafnmikil áhrif á fólk.“ Graham er nú 86 ára gamall og þjakaður af Parkinsonsveiki, vökvasöfnun við heila og krabbameini í blöðru- hálskirtli, hann styður sig við göngugrind. Hann er suðurríkjamaður, hann fæddist í Norður-Karólínu árið 1918, var vígður árið 1939 og er sagður hafa lært margt um beitingu nútímafjölmiðla af veru sinni í Kaliforníu 1949 þar sem hann gerðist predikari. Þjóðþekktur varð hann loks 1957 þegar hann hóf eins konar krossferð fyrir trúna í Madison Square Gard- en í New York og átti hún að standa í sex vik- ur. En svo miklar urðu vinsældirnar að ferð- inni lauk ekki fyrr en fjórum mánuðum síðar. Bænasamkomur um allan heim Graham er talinn hafa, á 60 ára ferli sínum, predikað yfir um 200 milljónum manna í meira en 180 löndum, þ. á m. á Íslandi. Hann sagði á sunnudag að svo gæti farið að fjöldasamkom- urnar yrðu ekki fleiri. En aðspurður sagði hann þó síðar, þegar minnt var á að honum hefði verið boðið að halda bænafund í London: „Ég segi aldrei aldrei.“ Predikarinn segist hafa valið New York fyr- ir síðustu samkomurnar vegna þess hve fjöl- breytt mannlífið sé í borginni, þar eiga allar þjóðir og þjóðarbrot sína fulltrúa. Ræðan var þýdd á yfir 20 tungur, þ. á m. ungversku og hindí og hægt að hlusta á hana í heyrnartólum. Mjúk barítonrödd Grahams er orðin veikari en áður en viðstaddir hlýddu sem fyrr með inn- lifun á manninn sem hefur haft meiri áhrif á trúarlíf landa sinna en flestir ef ekki allir aðrir núlifandi menn. Hóf evangelíska söfnuði til vegs og virðingar Graham er alinn upp í bókstafstrú og til- heyrir þeim hópi kristinna manna vestra sem kennir sig við evangelíska trú, þá er átt við mótmælendasöfnuði sem leggja áherslu á að breiða út fagnaðarerindið. En hann ákvað snemma á ferli sínum að milda mjög bók- stafstrúna og leggja áherslu á sameiginlegan grundvöll allra kristinna manna. Er hann hóf starf sitt var stíllinn að sögn blaðsins Christian Science Monitor mjög al- þýðlegur en síðar var klæðaburður hans og öll tjáning meira í ætt við hefðir millistéttarinnar. Ekki spillti að hinn hávaxni Graham þótti af- burða glæsimenni, hæfileikar hans til að tala mál sem allir skildu voru ótvíræðir. Ráðandi stéttir litu áður niður á alþýðlega kennimenn sem predikuðu einfalda barnatrú. Mennta- menn fóru hjá sér og fannst hegðun þeirra ósmekkleg og þankagangurinn frumstæður. En nú eru breyttir tímar. Bush forseti og um- talsverður hluti Repúblikanaflokksins eru nú í stuðningsliði Grahams og annarra evangel- ískra leiðtoga. Graham hefur átt mikinn þátt í þessum umskiptum með hógværri stefnu sinni þar sem ekki er lögð áhersla á eld og brenni- stein til handa syndurum heldur samvinnu þvert á skil milli trúflokka, fyrirgefningu og hjálpræði. Hann fordæmdi hart kommúnisma í eina tíð. Svo vildi til að um sama leyti, snemma á sjötta áratugnum, varð sífellt meira um að fólk lýsti opinberlega yfir heitri, persónulegri trú sinni og litu margir svo á að þannig bæri að bregðast við guðleysi kommúnismans, að sögn trúarbragðafræðinga. En Graham hefur á síð- ari árum ekki látið draga sig inn í heitar um- ræður um fóstureyðingar, réttindi samkyn- hneigðra og fleiri deilumál eins og margir liðsmenn evangelísku safnaðanna hafa gert. Þeir fullyrða að afstaða manna í þessum efn- um skilji á milli sannra trúmanna og hinna. En Graham hefur hampað Biblíunni, sagt að hún væri undirstaðan sem allt byggðist á. „Það sem heimurinn þarfnast mest núna er umbreyting mannlegs eðlis þannig að við elsk- um í stað þess að hata,“ sagði hann. Óflekkað mannorð Graham vann það afrek í kalda stríðinu að fá heimild kommúnista til að efna til fjölda- funda bak við járntjaldið. Meira að segja sjálf- ur Kim Il-Sung, þáverandi leiðtogi Norður- Kóreu, lét undan óskum mælskumannsins mikla og fékk hann tvisvar í heimsókn, 1992 og 1994. Þess má geta að Graham hefur aldrei verið orðaður við hneyksli í tengslum við peninga eða kvennamál en slík mál hafa orðið mörgum, sem fetað hafa í fótspor hans, að falli. Allir Bandaríkjaforsetar síðustu áratugina hafa boðið Graham í Hvíta húsið, stundum hef- ur verið um vináttu að ræða, einn þeirra, George H. W. Bush eldri, kallaði hann „Sál- nahirði Bandaríkjamanna“. En einn af fáum blettum sem fallið hafa á skjöld Grahams er að á einni af segulbandsupptökum Richards Nix- ons forseta heyrist Graham fara niðrandi orð- um um gyðinga. Var spólan gerð opinber árið 2002 og baðst hann strax innilega afsökunar á ummælunum. Einn forsetanna fyrrverandi, Bill Clinton, sótti fundinn á sunnudag ásamt eiginkonu sinni, Hillary Rodham Clinton og sagðist hafa heillast af Graham þegar predikarinn ákvað árið 1953, skömmu áður en lög voru sett gegn aðskilnaði hvítra og svartra, að banna múra af því tagi á samkomum sínum. „Ég var bara smástrákur en ég gleymdi þessu aldrei og mér hefur þótt vænt um hann alla tíð síðan,“ sagði Clinton. „Hann er eiginlega eini maðurinn sem ég þekki og veit að hefur alltaf lifað í samræmi við trú sína.“ Billy Graham, einn þekktasti predikari í heimi, er orðinn af- ar heilsutæpur. En ekki er alveg víst að hann sé búinn að halda sína síðustu fjöldasamkomu. „Einn mesti sálna- hirðir Bandaríkja- manna“ að kveðja? AP Billy Graham predikar í Flushing Meadows Corona Park í Queens-hverfi í New York um helgina. Hann er nú 86 ára gamall. ’Ráðandi stéttir litu áður nið-ur á alþýðlega kennimenn sem predikuðu einfalda barnatrú.‘ kjon@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.