Morgunblaðið - 28.06.2005, Page 16
Ólafsvík | Óli Freyr sem er 6
ára gamall var að sýna vini sín-
um, Emanúel, sem er tveimur
árum yngri, hvað hann er klár á
hjólabretti á pallinum í Ólafsvík.
Emanúel virtist hafa meiri
áhuga á sleikipinnanum en að
sjá tilþrifin hjá vininum. Óli Þór
lét það ekki á sig fá og einbeitti
sér að því að ná sem mestri
leikni á hjólabrettinu og var orð-
inn sveittur og þreyttur áður en
yfir lauk. Það fer ekkert á milli
mála að hann ætlar sér að ná ár-
angri í greininni.
Morgunblaðið/Alfons
Áhugalítill vinur
Hjólabretti
Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Nú þegar sól er hæst á lofti og „nóttlaus
voraldar veröld“ ríkir í Skagafirði, eins og
um allt land, virðist sem mannlífið fái mýkri
og mildari svip og viðmót. Gömul deilumál
sem þóttu nær óleysanleg fyrir örfáum vik-
um leysast upp og hverfa rétt eins og þau
hafi aldrei verið til. Fjölmiðlar hafa verið
iðnir við að flytja fréttir af mörgum ásteyt-
ingarefnum innan sveitarstjórnar Skaga-
fjarðar, og jafnvel látið að því liggja að allt
samstarf innan þess hóps sé í uppnámi.
Hins vegar brá svo við fyrir rúmri viku að
sá hópur manna sem veit fátt veit betra og
skemmtilegra en þeysa um á vélfákum
heimsótti Skagafjörð, og nú brá svo við að
bæði sveitarstjóri og forseti sveitarstjórnar
áttu hvor í sínum bílskúr, gljáfægðan krómi
sleginn gæðing, og meira að segja leður-
galla. Íklæddir öllum öryggisgræjum óku
þeir svo í fylkingarbrjósti nokkurra kíló-
metra langrar skrúðreiðar frá Varmahlíð til
Sauðárkróks. Þykir nú öllum sýnt, ef koma
upp ágreiningsmál innan sveitarstjórnar
muni þessir tveir beisla fákana að fornum
sið og þeysa út í náttúruna þar sem leysa
má öll deilumál fjarri erli hversdagsins.
Náðst hefur sátt innan stjórnar hins
gamla Sparisjóðs Hólahrepps og er þar nú
allt ein kærleikskeðja, að vísu þurfti Hæsti-
réttur aðeins að koma að málinu og gefa
góðar leiðbeiningar, en það er annað mál.
Um helgina var haldinn árlegur kaþólskur
dagur á Hólum, sem að þessu sinni var
helgaður minningu um Guðmund biskup
góða Arason sem sat Hóla 1203 til 1237 og
varð umtalaður fyrir guðrækni sína og góð-
vild. Að vísu ríkti ekki alltaf sátt um ákvarð-
anir þessa ágæta biskups, og átti hann
meira að segja aðild að einni af þeim stór-
orrustum sem háðar voru á þrettándu öld-
inni og því ekki ólíklegt að hann hefði getað
fundið sig jafnvel í nútímanum, ef þannig
hefði staðið á. Fjöldi fólks lagði leið sína
heim til Hóla og hlýddi á dr. Stefán Karls-
son handritafræðing, ásamt ýmsum fleirum
fjalla um Guðmund góða og Hauk Guð-
laugsson leika á orgel kirkjunnar.
Úr
bæjarlífinu
SKAGAFJÖRÐUR
EFTIR BJÖRN BJÖRNSSON FRÉTTARITARA
Snorrastofa í Reyk-holti stendur fyriropnum fyrirlestri
um fornleifarannsóknir í
Reykholti í kvöld klukkan
20.30 í Bókhlöðusal stofn-
unarinnar. Guðrún Svein-
bjarnardóttir fornleifa-
fræðingur mun fjalla um
stöðu rannsóknanna, en
erindið er liður í röð Fyr-
irlestra í héraði.
Fornleifauppgreftr-
inum hefur miðað vel
áfram og hefur komið í
ljós fjöldi merkilega
minja, ekki hvað síst í
þeim kirkjugrunni, sem
haldið var áfram að rann-
saka nú í sumar, segir í
fréttatilkynningu frá
Snorrastofu. Guðrún
Sveinbjarnardóttir er
verkefnisstjóri þeirra
fornleifarannsókna sem
fram hafa farið í Reykholti
undanfarin ár.
Fyrirlesturinn er öllum
opinn.
Reykholts-
rannsókn
Sparisjóður Mýra-sýslu flutti síðast-liðinn föstudag í
nýtt húsnæði við Digra-
nesgötu. Húsið sem er
1.200 fm á þremur hæð-
um og afar glæsilegt,
blasir við þegar ekið er
yfir Borgarfjarðarbrúna
og inn í Borgarnes. Af því
tilefni var opið hús á
sunnudaginn fyrir Borg-
nesinga og nærsveitunga,
þar sem kostur gafst á að
skoða húsakynni, máta
betri sætin og njóta veit-
inga í boði Sparisjóðsins.
Sparisjóðurinn hefur
eflst á síðustu árum og
fram hefur komið að síð-
asta ár var það besta í
sögu sjóðsins. Sparisjóð-
urin hefur selt Borgar-
byggð sparisjóðshúsið við
Borgarbraut og verður
það gert að ráðhúsi.
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Skoða nýtt hús SPM
Sigrún Haraldsdóttirhorfði á lúp-ínufláka í fullum
blóma:
Iðjusemi aldrei brást
auðnir lífi gæddi.
Blómið sinni bláu ást
bera melinn klæddi.
Húsið sem hún býr í
stendur á blárri brekku-
brún nærri Rauðavatni
og segir hún lúpínuna
fara vel við vatnið:
Glóey vösk á vatnið skín,
vekur morgunblæinn.
Himinbláa brekkan mín
býður góðan daginn.
Kristján Bersi Ólafsson
hefur illan bifur á lúp-
ínunni sem „veður yfir
allt og eirir engu“:
Lúpínuna lofa ég vart,
landsins gróðri hún eyðir.
„Smávini fagra, foldarskart“
fyrst af öllu hún deyðir.
Halldór Blöndal var á
ferð um Rangárvallasýslu
og þótti lúpínan of áber-
andi í landslaginu:
Það er sagt í hálfum hljóðum
sem haft er eftir konum fróð-
um
að labbi um með land í skjóð-
um
lúpínan á Njáluslóðum.
Af lúpínu
pebl@mbl.is
Borgarnes | Uppsetningu á eimi til fram-
leiðslu á sérstöku gæðavodka er nú að
ljúka í vínblöndunarstöð Ölgerðar Egils
Skallagrímssonar hf. í Borgarnesi. Hér er
um að ræða afar vandaðan og dýran búnað,
að því er fram kemur á vef blaðsins
Skessuhorns. Undanfarið hefur verið unn-
ið að hækkun hússins að hluta eða þar sem
nýi eimirinn er undir.
Til þessa hefur farið fram vínblöndun í
stöðinni en nú á að framleiða sérstakt
gæðavodka og miðað sérstaklega við er-
lenda markaði en um 70% af núverandi
framleiðslu er flutt út. Kristmar Ólafsson
framkvæmdastjóri segir blaðinu að stefnt
sé að því að þessi nýi drykkur verði mark-
aðshæfur í september.
Hefja fram-
leiðslu á
vodka
Blönduós | Bæjarráð Blönduósbæjar hefur
samþykkt bókun þar sem átalið er vinnu-
ferli við ákvörðun um staðsetningu nýs
veiðihúss Veiði-
félags Blöndu og
Svartár og skorað
á stjórn Veiði-
félagsins að end-
urskoða ákvörðun
sína. Húsið verður
byggt á Hólabæ í
Langadal en einn-
ig voru kröfur um
að byggja það við
Blönduós, við að-
alveiðisvæði
Blöndu.
Fram kemur í bókun bæjarráðs að það
hafi lýst vilja sínum til að útvega lóð fyrir
veiðihús í nágrenni við veiðisvæði 1 í Blöndu
og staðsetja húsið í samvinnu við stjórn
Veiðifélagsins. Stjórnin hafi ekki séð
ástæðu til að svara því erindi.
Bæjarráðið átelur vinnubrögð við
ákvörðun um staðarval veiðihússins og tel-
ur þau hafa verið ófagleg. Vakin er athygli á
því að kynningargögn og undirbúningur
fyrir þessa miklu fjárfestingu hafi verið
ábótavant. Fram kemur að um er að ræða
fjárfestingu upp á hundruð milljóna kr.
Átelja vinnu-
brögð við
staðsetningu
veiðihúss
♦♦♦