Morgunblaðið - 28.06.2005, Page 21

Morgunblaðið - 28.06.2005, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 21 DAGLEGT LÍF Þeir ferðalangar sem heimsækja SanFrancisco komast fljótt að því aðfjölbreytni veitingastaða í þeirriborg er með ólíkindum. Heilmikil matarupplifun felst í því að fara um ólík hverfi með ólíkri matarmenningu og prófa hina ýmsu veitingastaði, sem finnast í öllum gæðaflokk- um og öllum verðflokkum. Eins og gefur að skilja er ítölsk matargerð í hávegum höfð í Ítalska hverfinu (North Beach) og óhætt að mæla sérstaklega með því að rölta niður að höfn (Fisherman’s Wharf) þar sem gómsætt ferskt sjávarfang og spriklandi krabbar eru á boðstólum og boðið upp á smökkun yfir vinnu- borðið hjá fiskimönnunum. Ítalska hverfið og Kínahverfið mætast á breiðgötunni Broadway og eðli málsins samkvæmt eru kínverskir veit- ingastaðir á hverju horni í Kínahverfinu. Ann- arra þjóða veitingastaðir eru einnig í borginni við flóann og má þar meðal annars nefna ind- verska, japanska og mexíkóska veitingastaði. Veitingahús í eigu fyrirsætu Og svo eru það litlu ódýru staðirnir sem láta ekki mikið yfir sér en leyna á sér. Einn slíkur stendur við Pacific-götuna í húsi númer 584, en sú gata er næsta gata við Broadway- götuna. Þessi litli veitingastaður heitir Prague og kennir sig við hina fögru austur-evrópsku borg Prag sem Íslendingum er að góðu kunn. Eigandinn Alena Kucerovi er verkfræðingur frá Tékklandi og fyrrverandi fyrirsæta. Hún og maður hennar, Mirek, fluttu til San Franc- isco fyrir fimmtán árum og eru nú bæði bandarískir ríkisborgarar. Veitingahúsið settu þau á legg fyrir sex árum og kokkurinn er að sjálfsögðu frá Tékklandi. Staðurinn er mjög vinsæll meðal Tékka sem eru búsettir í borg- inni og þeir koma mikið saman á þessum stað og halda tryggð við sitt fólk. „Leiðsögumenn sem ferðast með Tékka hér um borgina koma með hópana sína hingað. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að allir Tékkar sem heim- sækja San Francisco komi hingað og fái sér að borða,“ segir tékkneska þjónustustúlkan Zuz- ana og orðum sínum til staðfestingar bendir hún á myndir á veggjunum af háttsettum mönnum frá Tékklandi sem hafa líka heimsótt staðinn og þar á meðal er forseti heimalands- ins. Úrvals tékkneskt gúllas Stemningin innanbúðar er einstaklega heimilisleg og mátulega kæruleysisleg þar sem öllu ægir saman. Veggskreytingarnar eru frá Prag, meðal annars er máluð stór mynd af dómkirkju þeirrar borgar. Sérstakir tékk- neskir réttir eru á matseðlinum eins og gúll- asréttir með soðkökum og hvítkáli og til að fullkomna máltíðina er hægt að fá tékkneskan bjór til að skola gómsætinu niður. Einnig er hægt að fá ýmislegt annað alþjóðlegt, svo sem samlokur, salöt, fjölbreyttar súpur, pasta og fisk. Verðinu er mjög svo stillt í hóf og sem dæmi kosta matarmiklir gúllasréttirnir ekki nema tíu dollara, eða um 650 krónur. Töframyndir með steikinni Heimshornaflakkara ættu að kannast við Morton’s-steikhúsin en veitingahúsakeðja undir því nafni er með 65 veitingastaði um gervöll Bandaríkin, í Hong Kong, Singapore og Kanada. Eitt slíkt er í San Francisco í Nob Hill-hverfinu, nánar tiltekið við Post street, milli breiðgatnanna Mason og Powell. Unn- endur alvöru amerískra nautasteika ættu ekki að láta Morton’s fram hjá sér fara því þar er hægt að gæða sér á úrvals nautasteik og óhætt að segja að skammtað sé ríflega og þjónustan öll til mikillar fyrirmyndar. Þeir sem lítið eru fyrir kjöt geta allt eins átt erindi þarna inn því þó að þeir sérhæfi sig vissulega í nautasteikum er líka hægt að fá humar og aðra fiskrétti, salöt, grænmetisrétti og ólíkustu tegundir af kartöflum. Skemmtilegar myndir á veggjum staðarins eru þeim undrum gæddar að þær hreyfast þegar horft er á þær. Göldrum líkast taka augu á mynd að horfa á gesti eða öðlast líf á annan hátt. Þetta gefur máltíðinni þó nokkurt aukakrydd og gestir detta annað kastið inn í dularfullan töfraheim. Staðurinn vill halda ákveðnum staðal og því er mælst til að gestir mæti ekki til borðhalds í gallabuxum, stuttermabolum, stuttbuxum eða sandölum. Full máltíð með drykkjum fyrir tvo kostar að meðaltali 150 dollara eða tæpar 10.000 krónur. Morton’s steikhúsin eru líka með sérstakan sal eða herbergi (Private Boardroom) fyrir þá sem vilja vera út af fyrir sig við borðhaldið, til dæmis vegna viðskiptafunda eða annarra til- efna.  FERÐALÖG | Tveir ólíkir veitingastaðir í San Francisco Risavaxin bandarísk nauta- steik og gúllas frá Tékklandi Morgunblaðið/Þorkell Steikhúsið virðulega með alvöru nauta- steikum og töframyndum. Morgunblaðið/Þorkell Sjóari niður við höfn á Fisherman’s Wharf gerir að sjávarfangi til smökkunar fyrir gesti og gangandi. Morgunblaðið/Kristín Heiða Slakir viðskiptavinir utan við tékkneska veit- ingahúsið Prague. CAFÉ PRAGUE 584 Pacific Ave SF 94 133 cafeprague@earthlink.net Pöntunarsími: (415)-433-3811 MORTON’S The steakhouse 400 Post Street at Powell UNION SQUARE SanFrancisco CA 94102 S: (415)-986-5830 eða -5829 gm.msf@mortons.com www.mortons.com Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Hvers vegna geta sumar 45 ára konur auðveldlega eignast börnþegar miklu yngri konur eiga í erfiðleikum með að verða ólétt- ar? Þessari spurningu veltir vefmiðill MSNBC NEWS upp. Svarið, samkvæmt vísindamönnum, liggur líklega í genunum. Að eignast náttúrulega getið barn eftir 45 ára aldur er sjaldgæft. En dr. Neri Laufer hjá Haddassah háskólasjúkrahúsinu í Jerúsalem hefur kom- ist að því að sumar af þessum eldri mæðrum virðast hafa sérstök gen. „Við fundum ákveðinn hóp af genum sem var augljóslega öðruvísi hjá þessum konum. Þær hafa sjaldgæfari genahneigð sem verndar þær fyrir DNA skemmdum og frumuöldrun.“ Náttúruleg frjóvgun eftir 45 ára aldur er sjaldgæf vegna þess að eggjabirgðir kvenna rýrna eftir því sem þær verða eldri og nálgast breytingaskeiðið. Allar eldri frjósömu konurnar í rannsókninni voru gyðingar sem komu frá gyðingasamfélagi Mið- og Austur-Evrópu. Flestar áttu þær sex eða fleiri börn, notuðu ekki getnaðarvarnir og höfðu lága tíðni fósturláts. Dr. Laufer fann svipaðar erfðir hjá Bedúin hirð- ingjakonum sem áttu líka börn seint á ævinni. En þeir hafa ekki komist að því hvort þessi frjósemi, svona seint á lífsleiðinni, sé tengd seinkuðu breytingaskeiði eða auknu langlífi. Þriðjungur kvenna getur ekki frjóvgast eftir fertugsaldur og er aldur eggjanna líklega ástæða þess. Eggjaframleiðsla er ekki ævi- langt ferli hjá konunni. Þrátt fyrir aukna ófrjósemi og erfiðleika hjá eldri konum við að verða óléttar eru fleiri konur að fresta því að eignast börn. Flestar frjósemisaðgerðir eru gerðar á konum á aldrinum 30 til 39 ára. En besti aldurinn til að eignast börn er 25 til 35 ára. Lengri frjósemistími er í genunum  BARNEIGNIR Morgunblaðið/Arnaldur BÍLALEIGAN AKA Vagnhöfða 25 • 112 Reykjavík • Sími 567 44 55 • Fax 567 44 53 VIÐ HÖFUM ALLAR GERÐIR BÍLA 5-9 MANNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.