Morgunblaðið - 28.06.2005, Page 22

Morgunblaðið - 28.06.2005, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Ef trúin væri ekki til, þáværum við ekki læs. Þaðþurfti nefnilega að kennaungviðinu lestur svo að það gæti stautað sig áfram í Bibl- íunni. Það þótti hins vegar ekki ástæða til hér áður fyrr að kenna stelpum reikning eins og strákun- um,“ segir Pálína Kjartansdóttir, 74 ára húsmóðir við Fellsmúla í Reykja- vík, sem á sér fjölmörg áhugamál, einkum og sér í lagi eftir að hafa tek- ið upp á því að fara í skóla á gamals aldri. „Öll menntun eykur víðsýni hugans enda má segja að öll mín til- vera hafi breyst við námið.“ Eftir að Pálína útskrifaðist sem gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur öfundaði hún alla þá fé- laga sína sem fengu tækifæri til að ganga menntaveginn. „Sjálf var ég bláfátæk, komst ekki einu sinni í skólaferðalagið að loknu námi enda var komið að þeim tímapunkti að ég færi að vinna fyrir mér. Var svo heppin að fá herbergi hjá góðu fólki á Hraunteigi og ég passaði börn þeirra tvö kvöld í viku í staðinn.“ Fljótlega kynntist hún eiginmann- inum tilvonandi, Haraldi Her- mannssyni frá Skógarströnd á Snæ- fellsnesi, sem lengst af starfaði sem rafvirki á röntgendeild Landspít- alans. „Við byrjuðum búskapinn í hanabjálka við Grundarstíg, síðan í kjallaraíbúð við Sólvallagötu, þá í risíbúð við Ránargötu og loks flutt- um við með fjórar dætur í eigin íbúð við Fellsmúla þar sem ég hef búið í fjörutíu ár. Í þá daga var einkaneysl- an ólíkt minni en nú enda bjó þjóðin við skort. Ég saumaði fötin á krakk- ana og gáfu vinkonur mínar mér gamla kjóla af sér svo að ég gæti saumað upp úr þeim náttföt á börn- in.“ Pálína útskrifaðist með BA-próf í almennri bókmenntafræði frá Há- skóla Íslands árið 2000, þá 69 ára að aldri. Hún segist hafa verið heimavinn- andi húsmóðir þar til sonurinn var orðinn átta ára, en þá hóf hún störf sem afgreiðslustúlka hjá Vogue við Háaleitisbraut. „Það var mikið að gera í efna- og tölubúðum í þá daga og ég kynntist mörgum skemmti- legum konum, sem voru úti á vinnu- markaðnum eða í skóla. Eftir ná- kvæmlega tíu ár í starfi hjá Vogue, stóð ég einu sinni við afgreiðslu- borðið og fékk barasta nóg. Ég ákvað að hætta og fara í skóla, eins og hug- ur minn hafði alltaf staðið til.“ Áhugamálið var Guðs gjöf Hún var 52 ára gömul þegar hún skráði sig í nám á félagsfræðibraut öldungadeildar Menntaskólans við Hamrahlíð og útskrifaðist þaðan átta árum síðar, þá sextug að aldri. „Mér þótti þetta afskaplega spennandi. Heimilisfólkið hjálpaðist að við heim- ilisstörfin og þó að kvöldmaturinn væri ekki alltaf á réttum tíma á borð- inu, gerði það ekkert til vegna þess að ég átti góðan mann, sem studdi mig. Ég fann ekki fyrir því að vera með mun yngra fólki í náminu, en kynntist góðri vinkonu og jafnöldru, Árnýju Þorsteinsdóttur, sem ég átti svo samleið með í háskólanáminu. Ég held að þar hafi ég fundið sjálfa mig. Við förum reglulega saman á kaffi- hús og berum saman bækur okkar.“ Það kom þó bakslag í mennta- skólanámið hjá Pálínu því að hún greindist með legkrabbamein í miðjum klíðum sem hún hefur nú náð sér af en varð til þess að seinka nám- inu töluvert. „Námið var mín Guðs gjöf á þessu tímabili og dreifði hug- anum frá veikindunum.“ Eiginmaður Pálínu lést árið 1999 úr parkinsonveiki. Elsta dóttirin, Halldóra, lést úr krabbameini árið 2003 og dóttursonur Pálínu, Hjálmar Björnsson, fannst látinn í Hollandi árið 2002, þá sextán ára gamall, eftir að hafa tekið sitt síðasta próf í eðlis- fræði. „Missir sinna nánustu er alltaf sár, en missir barns er nístandi sár. Enginn botn hefur ennþá fengist í það sem nákvæmlega gerðist, en ég veit með sjálfri mér að sannleikurinn mun koma í ljós.“ Bókabúðirnar vinsælar Pálína er harðákveðin í því að ferðast um heiminn á meðan hún hef- ur heilsu til. Hún er nýkomin úr mán- aðarreisu frá Portúgal þangað sem leiðin lá líka í fyrravor og vílar það ekkert fyrir sér að fara ein ef ferða- félaginn er enginn. Hún hefur auk þess í tímans rás ferðast m.a. til Þýskalands, Frakklands, Spánar, Hollands, Skotlands, Englands, Sví- þjóðar og síðast en ekki síst til Nýja- Sjálands með viðkomu í Singapúr. Hugurinn stefnir næst til Danmerk- ur því hana langar orðið að upplifa Kaupmannahöfn við fyrsta tækifæri. Eftirlætis verslanir Pálínu eru bókabúðir, en þar segist hún geta gleymt sér tímunum saman. „Á ferðalögunum er nauðsynlegt að hafa lesið eitthvað af bókmenntum sér- hvers lands sem maður heimsækir. Það eykur næmi manns á umhverfið. Í háskólanum sótti ég námskeið hjá prófessor Helgu Kress í femínískum bókmenntarannsóknum. Þessi áfangi breytti lestrarvenjum mínum. Einn- ig hafði hann mikil áhrif á allt annað nám. Undanfarið hef ég snúið mér að verkum arabískra kvenrithöfunda þar sem sögupersónurnar hafa allt nema frelsið. Rithöfundurinn Hanan al-Shaykh leiðir lesandann inn í heim kvenna, sem lúta pólitískum trúar- brögðum og er veröldin á bakvið myndmálið önnur en við eigum að venjast. Menningarheimur kvenna í heimi íslams er gjörólíkur hinum vestræna heimi.“ Pálína nefnir eina bók eftir fyrr- nefndan höfund sem ber titilinn „Only in London“ þar sem sögusviðið er arabíski heimurinn við Edgware Road til Harrods og Queens Way. Þar segist Pálína hafa margsinnis labbað um og upplifað mannlífið.  MENNTUN | Pálína Kjartansdóttir tók stúdentspróf þegar hún var sextug og lauk háskólanámi 69 ára Tilveran breyttist við námið Pálína Kjartansdóttir tók stúdentsprófið sextug og háskólaprófið 69 ára. Hún hefur gengið í gegnum þá lífsreynslu að missa barnabarn, dóttur og eigin- mann, en sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að áhuga- málin ferðalög, bókmenntir og skriftir deyfðu sárin. Morgunblaðið/Eyþór „Á ferðalögunum er nauðsynlegt að hafa lesið eitthvað af bókmenntum sérhvers lands sem maður heimsækir,“ segir Pálína Kjartansdóttir. join@mbl.is FÁTT finnst börnum skemmtilegra en að fara í sund . En skemmtileg sundferð getur hæglega snúist upp í alvöru ef ekki er varlega farið. Herdís Storgaard, verkefnisstjóri Árvekni hjá Lýðheilsustöð, segir foreldra verða að hugsa út í kúta- kaup fyrir börnin sín. „Þegar þú ferð í sund þá er ekk- ert til sem heitir öryggisbúnaður sem slíkur. Það er til búnaður sem er til sundiðkunar eða til að aðstoða börn sem eru ósynd við að synda.“ Flest yngstu börnin eru með svo- kallaða armkúta sem eru settir upp um sinn handlegginn hvor. „Armkútarnir eru seldir eftir þyngd barnsins, það stendur á leið- beiningunum og fólk á alltaf að lesa leiðbeiningar. Þetta er búnaður sem eru gerðar miklar kröfur til.“ Herdís segir að þegar börn séu með armkúta þá sé stellingin á þeim í vatninu á ákveðinn hátt. „Þeir eru ætlaðir til þess að halda öxlunum og höfðinu upp úr og þau geta ekki lagst auðveldlega á mag- ann. Þessir kútar eru meira fyrir börnin þegar þau eru að busla, ekki til að þau liggi lárétt í vatni.“ Sundjakkar eru annar búnaður sem Herdís nefnir. „Þeir eru eins og vesti og eru ætlaðir þegar krakkarnir eru að fara að læra að synda almennilega. Í sund- jakkanum er hægt að leggjast á magann og læra að taka sundtökin. En foreldrar þurfa að fara út í vatn- ið með börnunum sínum því flotið í jakkanum er öðruvísi en í hringj- unum og börn fara sjálfkrafa á bak- ið eða magann í þessu og þurfa því aðstoð.“ Armkútarnir og sundjakkarnir eru búnaður sem er notaður til sundiðkunar ásamt fleiri útgáfum sem eru notaðar í skólasundi og fólk er ekki almennt að kaupa. Ekki til sundiðkunar „En það sem fólk er mikið að kaupa og fá gefins eru hringlaga kútar sem eru settir um mittið. Þessir kútar eru ekki til sundiðk- unar heldur er þetta leikfang og í þokkabót stórhættulegt leikfang ef maður veit ekki hvað getur gerst með það,“ segir Herdís sem gerði rannsókn fyrir nokkrum árum þar sem hún skoðaði drukknunartíðni íslenskra barna. Í þeirri rannsókn kom í ljós að börn voru oft næstum því drukknuð í þessum mittis- hringjum við hliðina á foreldrum sínum. „Ef hringurinn er mjög víð- ur þá hafa börnin smogið niður úr honum. Ef hann er mjög þröngur og börnin eru eitthvað að busla eða leggjast á magann þá hefur það gerst að þau hafa snúist við, fæt- urnir staðið upp úr vatninu og hringurinn haldið barninu undir vatnsyfirborðinu. Kúturinn þvingar þau í raun undir yfirborðið. Lítil börn bregðast ekki rétt við í vatni og geta því ekki snúið sér aftur við.“ Að mati Herdísar ætti ekki að leyfa mittishringi á sundstöðum. „Þetta er mjög hættulegur búnaður sem vekur falskt öryggi. Það er mælt með því að ósynd börn noti sundjakka og armkúta sér til að- stoðar. Það er mjög mikilvægt að sundlaugaverðir bendi fólki á hætt- una af mittishringjum og hleypi því ekki í laugina með þetta. Svo á bara að kenna börnunum sundtökin og þá líður að því að þau þurfa ekki að nota neinn sérstakan búnað.“ Nokkuð hefur verið um það að fólk hafi samband við Herdísi og kvarti yfir eftirlitsleysi af hálfu for- eldra á sundstöðum. Foreldrar eru þá langt í burtu frá barninu sínu. „Það er mjög mikilvægt að undir- strika það að foreldrar bera fyrst og fremst ábyrgð á barninu sínu. Á sólríkum sumardegi geta sund- laugaverðir ekki fylgst með öllum börnunum í lauginni.“  ÖRYGGI | Hringlaga mittiskútar sem ætlaðir eru börnum geta verið stórhættulegir Geta þvingað barnið undir vatnsyfirborðið Reuters Það er mælt með því að ósynd börn noti sundjakka og armkúta sér til aðstoðar en fullorðnir mega þó aldrei víkja frá ósyndum börnum. MARKAÐSSETNING gagnvart börnum og foreldrar sem ekki þora að setja mörk getur leitt til alvar- legra heilsufarsvandamála seinna meir, að mati sænskra sérfræðinga. Offituvandamál fara vaxandi hjá börnum og unglingum og það er al- varlegt, að því er m.a. kemur fram í Göteborgs Posten. 5% af 5–6 ára börnum í Svíþjóð þjást af offitu og 15–20% eru of þung. Börn sem þjást af offitu deyja að meðaltali 5–10 ár- um fyrr en önnur. Foreldrar bera mikla ábyrgð, að mati Johnny Lud- vigsson barnalæknis, sem er á meðal þátttakenda á ráðstefnu um þróun heilsufars. „Það er ekki alltaf hægt að skella skuldinni á skólann, sjón- varpið og allt mögulegt annað,“ segir hann. Hlutverk skólans er þó einnig mik- ilvægt. Skólamötuneyti eru oft í sam- keppni við skyndibitastaði en það er fáránlegt að skólabörn geti keypt sætabrauð og sælgæti í skólanum, að mati Ludvigsson. ESB stendur fyrir áætlun gegn barnaoffitu og í kynningu á henni kom m.a. fram að mikilvægt væri að börn væru vernduð gegn þeirri miklu markaðsherferð sem þau verða fyrir í fjölmiðlum, á Netinu og jafnvel í skólanum. Auglýsingar af þessu tagi eru mikilvægar fyrir framleiðendur óhollustu en samkvæmt tillögum ESB er bann við sjónvarpsauglýs- ingum á óhollustu ætlaðri börnum.  UPPELDI | Um 25% sænskra barna of þung Foreldrar bera mikla ábyrgð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.