Morgunblaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 27 ÁSTAND þorskstofnsins, mikilvægasta nytjastofns Ís- landsmiða, er til umræðu eins og oft áður. Ástand stofnsins er slæmt og hefur verið svo lengi. Ýmsar ástæður eru nefndar í umræðunni sem orsök þessa ástands, svo sem röng stýring veiðanna með tilliti til stærðar þorsks eða erfðabreytileika, mistök fiskifræðinga og um- hverfisaðstæður. Allt eru þetta ástæður sem kunna að eiga hlut að máli. Sumar eru utan við okkar áhrifasvið, t.d. umhverf- isaðstæður, en við getum haft veruleg áhrif á aðrar, t.d. stýr- ingu veiðanna. Í þessari grein er gerð tilraun til að lýsa tengslum hrygningarstofns og nýliðunar þorsks, tveggja und- irstöðuþátta í lífsögu stofnsins. Nýliðun er sá þáttur sem ræður mestu um afkomu stofnsins og afrakstur úr honum. Stærð og samsetning hrygningarstofnsins er á hinn bóginn eini áhrifa- valdur nýliðunar sem unnt er að móta með tiltölulega einföld- um hætti, þ.e. með stjórn veiða. Viðkoma þorskstofnsins ræðst af því hversu hæfur hann er til að gegna endurnýj- unarhlutverki sínu, þ.e. að framleiða nýliða. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig þróunin hefur verið síðustu 50 árin hvað þetta varðar (sbr. Ástands- skýrslu Hafrannsóknastofn- unarinnar, Fjölrit nr. 121, bls. 97). Hrygningarstofninn var um 900 þúsund tonn fyrir 50 árum en féll niður fyrir 200 þús. tonn á næstu 20 árum og var 187 þús. tonn árið 1974. Stofninn stækkaði um 1980 og fór yfir 300 þús. tonn en minnkaði síðan á ný. Frá 1982 til 2004 var stofninn um og undir 200 þús. tonnum, stærstur 215 þús. tonn árið 2004, en minnstur 123 þús. tonn árið 1993. Á þessu ári er stofninn 262 þús. tonn en nýlið- un ársins er enn óþekkt stærð. Svokallaður golþorskastofn, þ.e. 10 ára fiskur og eldri, minnkaði enn hraðar og fór úr 640 þús. tonnum árið 1955 niður í 13 þús. tonn 1969, sveiflaðist nokk- uð næstu tvo áratugina en hef- ur verið í mikilli og langvarandi lægð frá 1987, þ.e. 6 til 16 þús- und tonnum. Þegar nýliðun stofnsins er skoðuð er augljóst að mikil breyting hefur átt sér stað um 1985. Nýliðun hrapaði úr 340 milljónum fiska árið 1983 niður í 87 milljónir 1986. Fyrir 1986 hafði nýliðun aldrei farið mjög nálægt 100 milljón fiska mörk- unum, en hefur verið neðan þeirra marka 6 sinnum á síð- ustu 20 árum. Fyrir 1986 voru nokkrir árgangar stærri en 250 milljónir og jafnvel stærri en 300 milljónir. Fyrir 1986 var annar hver árgangur stærri en 200 milljónir fiska. Frá 1986 hefur enginn árgangur náð því að vera 200 milljónir fiska hvað þá stærri. Það fer því vart á milli mála að afdrifaríkar breyt- ingar hafa átt sér stað í lífsögu þorskstofnsins, og valdið því að hann er ekki lengur fær um að gegna endurnýjunarhlutverki sínu með sama hætti og hann gerði áratugina á undan og væntanlega um aldir. Sveiflan í nýliðun þorsks seg- ir okkur margt um hæfni stofnsins til að bregðast við breytilegum umhverfisað- stæðum. Tímabilið 1955–85 var nýliðun minnst 129 milljónir ár- ið 1959 og mest 368 milljónir 1973 og sveiflan var því um 240 milljónir fiska. Tímabilið 1986– 2004 var nýliðun minnst 67 milljónir 1996 og mest 193 milljónir árið 2000 og sveiflan þar með 126 milljónir fiska eða aðeins um helmingur af fyrri sveiflu. Meðalnýliðun var 208 milljónir fiska á fyrra tíma- bilinu en 133 milljónir á því síð- ara. Meðalafrakstur (afli) í fyrra tilvikinu er um 350 þús. tonn, en um 230 þús. tonn í því síðara. Reglubundnir toppar með mjög góðri nýliðun tímabil- ið 1955–85 eru til marks um að stofninn hefur verið vel í stakk búinn til að nýta sér hagstæð umhverfisskilyrði, hver sem þau skilyrði eru nákvæmlega, þegar slík skilyrði voru til staðar. Sú staðreynd að slíkir toppar hafa ekki sést síðustu 2 áratugi er skýrt merki um að hrygning- arstofninn er ekki lengur fær um að nýta sér hagstæð um- hverfisskilyrði til aukinnar við- komu. Tiltölulega há neðri mörk nýliðunar 1955–85, þ.e. um 130 milljónir fiska, eru til marks um að jafnvel við óhag- stæð skilyrði hafi stofninn, í krafti stærðar sinnar og fjöl- breytileika, náð að dempa nei- kvæð áhrif þeirra á viðkomu. Augljóst er að síðustu tvo ára- tugi hefur þessi hæfni stofnsins minnkað mjög þar sem neðri mörk hafa verið í námunda við 70 milljónir fiska. Ljóst er því að hæfileiki hrygningarstofns- ins til að bregðast við breyti- legum umhverfisskilyrðum hef- ur minnkað mjög. Í reynd verður sú þróun sem hér er lýst vart skilgreind öðruvísi en sem nýliðunarbrestur eða jafnvel sem umhverfisslys. Á undanförnum árum og ára- tugum hafa fiskifræðingar ítrekað bent á mikilvægi þess að viðhalda stórum og fjölþætt- um hrygningarstofni til þess að tryggja viðkomu þorskstofnsins. Í skýrslu Hafrannsóknastofn- unarinnar árið 1978 um ástand nytjastofna á Íslandsmiðum, var þetta orðað þannig: „Lítill hrygningarstofn samsettur af tiltölulega fáum aldursflokkum, kemur til hrygningar á tak- mörkuðu tímabili og veltur því á miklu, að umhverfisaðstæður séu hagstæðar einmitt þá. Þeg- ar hrygningarstofn er stór og í honum eru margir aldurs- flokkar, dreifist hrygning yfir lengri tíma, sem stuðlar að því að einhver hluti stofnsins hrygni við hagstæðar aðstæður. Líta má á stóran hrygning- arstofn sem aðlögun tegund- arinnar að breytilegum um- hverfisaðstæður og tryggingu fyrir viðhaldi hennar.“ (Haf- rannsóknir, 13. hefti, bls. 9–10). Á síðasta áratug fóru fram víðtækar rannsóknir á hrygn- ingu og klaki þorsks hér við land, undir stjórn Guðrúnar Marteinsdóttur, prófessors í fiskifræði. Niðurstöður þessara rannsókna leiddu í ljós að „gol- þorskar“, þ.e. mjög stórar hrygnur, væru sérstaklega mik- ilvægar hrygningarstofninum þar sem þær hrygndu stærri hrognum, sem gæfu af sér stærri og lífvænlegri lirfur en smærri hrygnur. Slíkar hrygn- ur hrygna auk þess marg- földum fjölda eggja miðað við minni fiska og hrygning þeirra stendur því yfir í lengri tíma. Með þessum rannsóknum var sýnt fram á að fjölbreytileiki hrygningarstofnsins er lyk- ilatriði í því að tryggja hæfni stofnsins til að bregðast við breytilegum umhverfisað- stæðum. Í ljósi núverandi þekkingar hlýtur hnignun hrygning- arstofnsins að teljast meg- inorsök slakrar nýliðunar síð- ustu tvo áratugi. Umhverfis- aðstæður hafa að sjálfsögðu afgerandi áhrif á nýliðun eins og ljóst má vera af því sem þegar er sagt. Ekkert liggur þó fyrir um að breyttar umhverf- isaðstæður á síðustu 20 árum séu meginorsök þessarar þró- unar, en vissulega er ekki auð- hlaupið að meta slíkt. Hvað sem því líður er ljóst að við ráðum ekki við umhverfisaðstæður. Á hinn bóginn getum við haft úr- slitaáhrif á þróun hrygning- arstofnsins með stjórn veið- anna. Við getum lyft stofninum á hærra stig á nokkrum árum og þá má ætla að nýliðun muni, að yfirgnæfandi líkum, aukast til mikilla muna og þar með af- rakstur stofnsins. Í nýútkominni Ástands- skýrslu Hafrann- sóknastofnunarinnar er enn og aftur ítrekað að nauðsynlegt sé að draga úr sókn í þorskstofninn, en þar segir m.a.: „… samkvæmt núgildandi aflareglu eru verulegar líkur á að stofninn minnki á tímabilinu, en með veiðihlutfalli 20% og lægra eru yfirgnæfandi líkur á að hrygning- arstofninn stækki.“ (Haf- rannsóknastofnun Fjölrit nr. 121, bls. 25 og Mynd 2.1.13). Á þessu ári eru 30 ár liðin frá því Hafrann- sóknastofnunin birti fyrsta mat sitt á ástandi nytjastofna. Þar var lagt til að þorskafli færi ekki yfir 230 þúsund tonn árið 1976. Heildarþorskaflinn varð hins vegar 348 þús- und tonn og þar af var afli Íslendinga 281 þús. tonn. Þessi munur á til- lögu vísindamanna og endanlegum afla markaði þá stefnu sem síðan hefur verið einskonar leiðarljós í stjórn þorskveiðanna. Í reynd hafa stjórnvöld aldrei treyst sér til að fylgja til fulls tillögum Haf- rannsóknastofnunarinnar um þorskaflamark , þrátt fyrir veigamikil fræðileg rök til stuðnings tillögum á hverjum tíma. Rétt er þó að taka fram að munur á tillögum um þorsk- aflamark og endanlegum þorsk- afla hefur verið minni allra síð- ustu ár en áður var raunin. Ákvörðun stjórnvalda um þorskaflamark á hverjum tíma ræðst að verulegu leyti af af- stöðu helstu hagsmunaaðila í sjávarútvegi, þ.e. samtaka út- vegsmanna, sjómanna og fisk- verkenda. Samskipti þessara aðila og Hafrannsóknastofn- unarinnar hafa verið mjög mikil og hreinskiptin í áranna rás og er óhætt að fullyrða að óvíða í heiminum eru samskipti af þessu tagi jafn víðtæk og hér á landi. Þessir aðilar búa yfir mjög yfirgripsmikilli þekkingu á ástandi helstu fiskstofna og áhrifum veiða á þá til lengri og skemmri tíma litið. Jafnframt hafa þeir mestra hagsmuna að gæta varðandi skynsamlega nýtinga auðlinda sjávar. Á und- anförnum árum hefur samráð stjórnvalda við aðila í sjávar- útvegi aukist mjög mikið, ekki síst varðandi ákvörðun afla- marks einstakra nytjastofna. Þessari þróun ber að fagna. Af þessu leiðir óhjákvæmilega að ábyrgð umræddra aðila í stjórn veiðanna er mikil. Því er stund- um haldið fram að sjávar- útvegsráðherra fari í einu og öllu eftir tillögum fiskifræðinga (þ.e. Hafrannsóknastofnunar- innar) og að ekkert sé hlustað á aðila í sjávarútvegi, sérstaklega ekki á sjómenn. Þetta er öf- ugmæli varðandi aflamark þorskveiða, sem er mikilvæg- asta ákvörðun í stjórn fiskveiða hér við land. Reynsla síðustu 30 ára er til marks um að ekki hefur verið hlustað á fiskifræð- inga þegar kemur að aflamarki þorskveiða. Þegar allt kemur til alls er, sem betur fer, hlustað á útvegsmenn, sjómenn og fisk- verkendur, áður en ákvörðun um aflamark er tekin. Það er því að miklu leyti á valdi þess- ara aðila hvort tekið verður meira tillit til ráðgjafar fiski- fræðinga, hér eftir en hingað til, varðandi ákvörðun þorsk- aflamarks. Hrygningarstofn og nýliðun þorsks – enn og aftur Eftir Ólaf Karvel Pálsson, Einar Hjörleifsson og Höskuld Björnsson ’Í reynd hafa stjórn-völd aldrei treyst sér til að fylgja til fulls tillögum Hafrann- sóknastofnunarinnar um þorskaflamark, þrátt fyrir veigamikil fræðileg rök til stuðnings tillögum á hverjum tíma.‘ Ólafur Karvel Pálsson Höfundar eru fiskifræðingar og verkfræðingur á Hafrann- sóknastofnuninni. Einar Hjörleifsson Höskuldur Björnsson Hrygningarstofn og nýliðun þorsks 1955-2004 0 50 100 150 200 250 300 350 400 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 N ý li ð u n ( m il lj ó n ir f is k a ) 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1000 H ry g n in g a r - o g g o lþ o rs k a s to fn (þ ú s u n d ir t o n n a ) Nýliðun Hrygningarstofn Golþorskastofn Þá er eins og gefur að skilja varasamt að hlaupa í myrkrinu síðasta hluta leiðarinnar, eitt feilspor getur orðið til þess að keppendur eru úr leik. „At- hyglin verður að vera algjör alla hluta leiðarinnar því hætturnar eru svo margar.“ Tilviljun réð för Gunnlaugur hljóp 100 kílómetra hlaup á Borg- undarhólmi á síðasta ári og hitti þar Bandaríkja- mann sem sagði honum frá Western States hlaup- inu. Hann segir því í raun tilviljun að hann hafi komist á snoðir um hlaupið og ákveðið að taka þátt. Hann segir það hafa vakið töluverða athygli að Íslendingur tæki þátt í hlaupinu. Enginn Ís- lendingur hefur að hans sögn áður gert það. Gunnlaugur segist vel tilbúinn að hlaupa leiðina aftur en þó sé hann ekki búinn að ákveða hvort hann fari í Western States-hlaupið aftur að ári. „Það fer mjög mikill tími í að undirbúa sig fyrir svona hlaup og kostar sitt. Svo er þetta auðvitað alltaf spurning um forgangsröðun.“ En var Gunnlaugur aldrei að því kominn að gef- ast upp á leiðinni? „Ekki eina sekúndu,“ svarar hann um hæl. „Það kom aldrei annað til greina en að klára þetta.“ Gunnlaugur segir að sér heilsist vel eftir átökin. Hann hafi verið svolítið stífur í fótunum fyrst á eftir en að öðru leyti sé hann í fínu formi. „Þetta var geysilega skemmtilegur sólarhringur. Ég setti mér það markmið að klára, það var aðal- atriðið. Tíminn sem ég kláraði á var bara bón- usinn.“ st ir ki . na - ir r á m o k- að st á il Gunnlaugi Júlíussyni gekk vel í fjallahlaupinu. n sunna@mbl.is auðveldara. Sjaldheyrt er að fara í doktorsnám í beinu framhaldi af BS-námi, en Kristján segir það vera val. Hann er með styrk til þriggja ára náms, en býst við að taka muni fjögur ár að ljúka gráð- unni. Hann segir það frábært framtak að veita styrki sem þessa og að þeir séu hvatning fyrir aðra nemendur. „Þetta er alveg frábært og ég er stoltur að fá þessi verðlaun“. Kristján vinnur í sumar við rannsóknir hjá raunvísindastofnun Háskólans og segist aðspurður vera að kanna skammtafræðilegt endurvarp í tveimur víddum með tilliti til hraða- fasta. Blaðamaður gerir sér þá grein fyrir að hann er kominn út fyrir sitt svið, en spyr að lokum hver sé lykillinn að árangrinum og það stendur ekki á svari: „Að hafa áhuga á því sem maður er að gera.“ ð- ni a m p í naðir fa áhuga á ð gera Morgunblaðið/Þorkell Guðmundar P. Bjarnasonar, fyrrverandi netagerðar- Guðmundur G. Haraldsson, verðlaunahafarnir Sigurður on, þá Birgir Örn Arnarson og Hafliði Pétur Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.