Morgunblaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN T ónlistarmaðurinn setur tólið niður. Beðinn um að redda laugardags- kvöldinu fyrir gamlan vin. „Bara spila svona ellefu til þrjú, létt gigg ...“ segir hann við vini sína, samsveitung- ana. Þeir kinka kolli, hver í sinn gemsann og ballið er ákveðið. „Hey, við getum þá haldið smá- tónleika á undan og spilað okkar eigið efni eins og okkar er von og vísa,“ segir tónlistarmaðurinn brosandi. Föstudagskvöldið er brúðkaup. Brúðkaup vina eru alltaf skemmti- leg og tónlistarmaðurinn elskar að geta gefið gjafir sem felast í því að nýta eigin hæfileika. „Fólk fær hvort eð er allt of mikið af ein- hverju dóti,“ segir tónlistarmað- urinn hress í bragði. Hann stígur á svið og syngur kynstrin öll af hressum slögurum fyrir vini sína og ættingja brúðhjónanna, sem tjútta nóttina á braut. Um nóttina var sofið í tjaldvagni vinafólks. Um morguninn var skundað í yfirgefinn brúðkaupssal- inn. Græjunum, sem vega um 400 kíló allt í allt, er skutlað í bílinn og síðan húrrað á næsta áfangastað. Rótað upp, mikið stúss. Það er erf- itt en gaman að vera tónlistar- maður. Puð og stuð fara saman. Eftir rótið er haldið í smáferðalag. Fólk fær sér að borða, skoðar um- hverfið og jafnvel kíkir til vinafólks í bústað. Samt má ekki dvelja lengi, klukkan tíu um kvöldið þurfa allir að vera klárir í bátana. Klukkan er ellefu. Nokkrir gest- ir sitja og sötra kaffi og bjór og hljómsveitin og velunnarar hennar skeggræða málin. Tónlistarmað- urinn hefur tónleikana með nokkr- um lögum á kassagítarinn og síðan slást hinir í bandinu með í leikinn. Smám saman taka við hressari lög. Fólk stappar fótum og brosir. Tveir vinir hoppa allt í einu inn á „dansgólfið“ á þessum litla stað. Þeir hafa á sér austur-evrópskt yf- irbragð. Við nánari athugun kemur í ljós að þar eru Pólverjar á ferð. Kannski eru þeir úr einhverjum nágrannabæjanna? Varla eru þeir úr þessum bæ, enda lítið um „Pól- verjavinnu“ í honum. Annar Pólverjinn er þrekinn og sköllóttur, hinn langur og mjór og ofsalega glaður. Sá þrekni öskrar „Super-Rock! Rock and roll!“ Hann stekkur í loftið, beygir sig í hnjánum og tekur lúftgítarsóló. Lagið sem hljómsveitin er að leika er á rösklegum gönguhraða. Hljómsveitarmeðlimir líta undr- andi hver á annan. Fljótlega kemur í ljós að þessir vinir eru æði ólíkir. Sá langi og mjói lætur sér nægja að dansa full- ur kátínu, brosandi eins og barn um jól. En sá þrekni vill endilega að kassagítarleikari og söngvari sveitarinnar spili þungarokksgít- arsóló á kassagítarinn sinn. Fyrst gefur hann það til kynna með lát- bragði, en síðan reynir hann að færa fingur tónlistarmannsins. Þetta er pirrandi ... Það urgar í tónlistarmanninum ... En hann brosir og heldur áfram að spila. Biður gestinn vinsamlegast að virða sín takmörk. Þremur mínútum síðar dettur þrekni Pólverjinn á söngvarann, sem rétt nær að spyrna við. Hljóð- neminn skellur í andlitinu á söngv- aranum og gesturinn heldur áfram ferð sinni inn á sviðið, stímir á bassaleikarann. „Á svona kvöld- um ...“ hugsar söngvarinn. Dyravörðurinn biður gestinn um að hafa sig hægan. „ROCK AND ROLL! SUPER ROCK AND ROLL!“ Hljómsveitin hlær létt. Kannski pínulítið taugaveiklað. Þetta er svolítið eins og að mæta svona en- demis hressum og glöðum grá- birni. Það er ekkert mikið þægi- legri tilfinning en að mæta pirruðum og svöngum grábirni. Gesturinn sest niður hjá vinum sveitarinnar og pantar sér skot. Hann drekkur áfengið, brýtur glasið á borðinu og étur það síðan. Hann kjamsar á glerinu og kyngir. Tónlistarmaðurinn er agndofa af undrun. „SUPER ROCK!!!“ Pólverjinn káti dregur sig í hlé fyrir tilstuðlan fallegrar konu sem býður sig fram til að halda athygli hans. Hljómsveitin heldur leiknum áfram. Nú fyllist staðurinn af fólki. Allir hressir, langar að dansa. Hljómsveitin leikur taktríka gleði- tónlist úr ýmsum áttum, samt eng- in lög sem þeim sjálfum leiðist. Það er eitthvað svo afkáralegt að spila lög sem maður fílar ekki sjálfur. Fjórum sinnum um kvöldið kemur fólk til hljómsveitarinnar, út úr dansandi hópnum fullum af glöðum andlitum, og segir: „Spiliði nú eitthvað með Bítlunum/Stones/ Creedence, eitthvað sem allir kunna. Eitthvað sem allir geta dansað við! Ekki eitthvað svona leiðinlegt! Eitthvað íslenskt! Heyrðu, kunniði ekki eitthvað með Hljómum? Eruð þið aumingjar?“ Eins og vanþakklát börn biðja þau sveitina endalaust um eitthvað annað en hún er að spila. Tónlist- armaðurinn brosir bara og kinkar kolli. Einhvern veginn virðist þetta fólk halda að hann geti haldið uppi hrókasamræðum við það í miðju lagi. Sama sagan. Þegar tónleikunum/ballinu er lokið velta hljómsveitarmeðlimir því fyrir sér hvort kokkar á veit- ingastöðum eða myndlistarmenn lendi einhvern tíma í þessu sama? „Geturðu ekki eldað eitthvað sem allir kunna? Spælegg eða ham- borgara? Geturðu ekki málað eitt- hvað sem allir kunna? Óla prik eða kannski Mónu Lísu? Kanntu ekki eitthvað með Kjarval?“ Um nóttina setjast tónlist- armennirnir í heitan pott í sum- arbústað. Appelsín í hönd. Mið- nætursólin skín á dauðþreytta vinina. Þröstur sest á stafn bústað- arins og syngur lagið sitt. „Heyrðu! Vertu ekki alltaf að syngja eitthvert svona kjaftæði! Kanntu ekki eitthvað með lóunni? Eitthvað sem allir kunna!“ Eftir allt saman er samt gaman að vera tónlistarmaður. Eitthvað sem allir kunna Hljómsveitin hlær létt. Kannski pínulítið taugaveiklað. Þetta er svolítið eins og að mæta svona endemis hressum og glöðum grábirni. VIÐHORF Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is SMÁÞJÓÐ eins og okkur Ís- lendingum er það lífsnauðsyn að halda lífi í menning- ararfi sínum. Við megum ekki láta Ís- lendingasögurnar, eddukvæðin og Sturl- ungu rykfalla inni í skáp. Ef við eigum að halda velli sem þjóð verður hver ný kyn- slóð Íslendinga að umskapa menningar- arfinn og vinna úr honum á sinn hátt. Lifandi menning og lifandi tungumál er það sem gerir okkur að þjóð. Án þess er hætt við að við myndum týnast í risastórum enskumælandi afþreyingarpotti. Nýlega var gerð kvikmynd úr hluta Brennu-Njáls sögu. Myndin Njáls saga spannar einn þátt sög- unnar, þáttinn þar sem segir frá átökum Gunnars við þá Otkel og Skammkel. Otkell neitar Gunnari um mat og hey í harðindum þótt hann eigi nóg en Gunnar sé orð- inn uppiskroppa, af því hann hef- ur verið gjafmildur við þá sem til hans hafa leitað. Hápunkti nær þessi þáttur sögunnar þegar Hall- gerður lætur þrælinn Melkólf stela mat frá Otkatli og uppsker frægan kinnhest frá manni sínum. Jafnvægi næst svo þegar Gunnar vegur þá Otkel og Skammkel. Við íslenskukennarar finnum fyrir því hversu lítið stuðnings- efni er til í tengslum við Íslendingasög- urnar. Þegar við kennum Njálu sýnum við að sjálfsögðu ljóð ort út frá efni sög- unnar og ýmislegt fleira tínum við til. Auðvitað gripum við nú tækifærið og sýndum myndina Njáls sögu í kennslu- stund. Nemendur mínir horfðu áhuga- samir á myndina og sögðu að hún hefði bæði aukið áhuga þeirra á sög- unni og fengið þá til að hugsa um efnið á nýjan hátt, eins og ég hafði vonað. Á vorprófinu spurðum við svo sérstaklega út í þann þátt sög- unnar sem myndin spannar. Okk- ur kennarana langaði nefnilega að vita hvort myndin virtist hjálpa nemendum eða hvort betra væri að við kenndum áfram upp á gamla móðinn. Verkefnið var þó þannig að ekki nægði að hafa séð myndina, það varð einnig að koma til þekking á texta sög- unnar. Það er skemmst frá því að segja að nemendur stóðu sig sér- lega vel í þessu verkefni, þau at- riði sem myndin tók á sátu greinilega vel í nemendum og betur en mörg önnur mikilvæg atriði sögunnar. Þannig studdi myndin vel við bókina og auðveld- aði unglingunum bæði að lifa sig inn í atburðarásina, skilja hana og túlka. Kannski vildum við helst að börnin okkar tækju sér Íslend- ingasögurnar í hönd og læsu sér til skemmtunar frá unga aldri. En það gera börnin ekki nema þeim sé hjálpað til þess. Auðvitað er það unglingum ofraun að komast í gegnum stórvirki á borð við Njálu hjálparlaust. En eitt kunna börn- in okkar betur en við. Þau kunna að horfa á myndir. Það getum við nýtt okkur og auðveldað þeim að- gengi að menningararfinum með því að sýna þeim myndir á borð við Njáls sögu. Lifandi menning Ragnhildur Richter fjallar um kennslu í Íslendingasögum ’… nemendur stóðu sigsérlega vel í þessu verk- efni, þau atriði sem myndin tók á sátu greinilega vel í nem- endum …‘ Ragnhildur Richter Höfundur er íslenskukennari í MH. RUNÓLFUR Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, hefur farið mikinn á liðnum vikum í um- ræðu um misrétti kynjanna og hefur sérstaklega verið tíðrætt um þá birt- ingarmynd þess sem hann telur fel- ast í mun á launum karla og kvenna. Ástæða þess að orð Runólfs eru mér sér- staklega hugstæð, um- fram annarra sem um þessi mál tjá sig, eru af hve óvenjulegu tilefni þau hafa fallið og eins hve djúpt er í árinni tekið. Nýlega var á Bif- röst gerð fróðleg könn- un á launamun milli kynja útskrifaðara Bif- restinga. Var að þessu sinni ekki verið að kanna mun á launum fyrir svokölluð sam- bærileg og jafnverðmæt störf, held- ur var mældur vergur launamunur, og þá ekki tekið tillit til þess hvaða störf hinir útskrifuðu nemendur sinntu, né lengdar vinnudags. Var niðurstaða könnunarinnar að um rösklega helmingsmun á launum kynja væri að ræða meðal þessa hóps. Í útskriftarræðu sinni á liðinni önn sagði rektor að hann „skamm- aðist sín“ fyrir þennan „óhugn- anlega“ launamun, sem sé „smán- arblettur“ á íslensku atvinnulífi. Rektor bætir svo við þeirri ályktun sinni að fyrir þessum kynbundna launamun séu engin „…sjáanleg rök önnur en vanmat atvinnulífsins á konum.“. Svo mörg voru þau orð! Það er mér ánægjuefni að rektor Viðskiptaháskólans skuli hafa svo skýra sýn á málefni sem virðast mér svo býsna flókin. Í könnun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga kom í ljós að kynbundinn launamun- ur félagsmanna, í hinum hefðbundna skilningi, þ.e. þegar allir ytri þættir aðrir en kynferði væru útilokaðir, sýndi fram á um það bil 7% launa- mun. Ef við gefum okkur að þessar tvær kannanir á launum áþekkra stétta séu hvor um sig nákvæmar, miðað við gefnar forsendur, má segja að um 43% launamunur skýr- ist af einhverju öðru en að kynferði hafi bein áhrif á launagreiðslur. Við þessu á rektor greið svör sem birt- ust á vefritinu tíkin.is þann 20. júní: „Flestar þær tölfræðilegu „leiðrétt- ingar“ sem framkvæmdar eru til að fá „betri“ mynd af launamun eru að mínu mati bæði rangar og villandi.“ Af hverju á að „leiðrétta“ vegna þess að karlar hafi meiri mannaforráð? Af hverju á að „leiðrétta“ vegna þess að fleiri konur eru í hlutastörfum eða vinna skemmri vinnudag? Eru þess- ar breytur ekki einmitt hluti af vand- anum? Af hverju eigum við að við- urkenna þá staðreynd að konur eru síður ráðnar til stjórn- unarstarfa en karlar sem eðlilegan hlut og draga þá breytu frá „óútskýrðum launa- mun“. Rektor bendir hér á að auðvitað hafi engar þær konur sem rætt var við í umræddri launakönnun valið sér það slæma hlutskipti af frjálsum vilja að vinna skemmri vinnudag, hlutastarf, nú eða jafn- vel að kjósa sér ekki mannaforráð. Rektor virðist hafa um það vitneskju að allar þessar konur hafi sótt það stíft að vinna eins langan vinnudag og frekast er unnt, með tilheyrandi fórnum í persónulegu lífi. Því liggur beint við að álykta að engu nema vanmati atvinnulífsins á konum sé um að kenna að þessi „óhugnanlega“ staða er raunin. Nú ber hinsvegar svo ein- kennilega við að á tíkarslóðum bend- ir rektor Viðskiptaháskólans á spánný rök, sem í fljótu bragði virð- ast í algerri mótsögn við fyrri full- yrðingar. Hin nýju rök er þau að kröfur til kvenna inná heimilinu leggi „…á þær ríkari skyldur sem endurspeglast í styttri vinnutíma og minni atvinnuþátttöku þeirra“. Mig langar að spyrja rektor hvort hér gætu hugsanlega verið á ferðinni önnur rök en þau einu sem hann áð- ur sá. Auk þess langar mig að spyrja hvort þau gildi að eyða tíma á heimili með börnum séu konum til minn- kunnar, jafnvel svo skömm sé að? Einnig langar mig að spyrja hvort það sé hugsanlegt að einhverjar kon- ur sem taki þessar skyldur á sig geri það ótilneyddar, án kúgunar og jafn- vel svo nokkur ánægja hljótist af? Ef það er enn svo að fleiri konur en karlar sinni ríkari skyldum á heim- ilinu eða gagnvart börnum, við hvern er að sakast í þeim efnum? Konur fyrir að meta slíkan óþarfa meiri en starfsframa? Karla fyrir að beita valdi sínu svo hinum hefð- bundnu hlutverkum verði ekki rask- að? Eða hinni vondu skepnu sem nefnist atvinnulíf, og þá af einskærri kvenfyrirlitningu?! Ég geri mér grein fyrir að stórt er spurt, en ég sæti færist þar sem Runólfi virðast þessi mál eins og op- in bók, óvinurinn í augsýn og ekki annað að gera en að ráðast til atlögu. Svo ég vitni í orð rektors í niðurlagi tíkurgreinarinnar: „Ef við viljum brjótast út úr því hrópandi óréttlæti sem kynbundinn launamunur á vinnumarkaði er, þá hljótum við að ráðast á þessa þætti en láta ekki eins og þeir séu eðlilegir og sjálfsagðir.“ Nú spyr sá enn sem ekki veit, í hverju á þessi árás að vera fólgin? Og fyrst við erum byrjuð að velta fyrir okkur hinum dularfulla og „óútskýrða“ mun sem enn virðist á kynjunum, við hvern er að sakast að yfirgnæfandi hlutfall refsifanga á Ís- landi eru karlmenn, hlutfall sem er langt umfram hið „hrópandi órétt- læti“ sem kynbundinn launamunur er? Eigum við að viðurkenna þessa staðreynd? Hvað þarf að gera til að kynbundnum fangelsisrefsimun verði útrýmt? Liggur vandinn hjá dómstólum, fordómum lögreglu, nú eða úreldri hugmyndafræði ákæru- valdsins? Þurfa konur kannski að láta meira til sín taka á sviði rána og ofbeldis? Ég vona svo sannarlega að rektor hafi við þessu öllu svör, svo við get- um fylkt okkur að baki Runólfi í komandi árás á hin margvígslegu, kynbundnu samfélagsmein. Ég bíð svara með eftirvæntingu, enda kem- ur mér ekki annað í hug en að þeirra sé snarlega að vænta. Það er óhugs- andi að stóryrði míns virðulega rekt- ors séu ekki á traustum grunni byggð. Að þeim kosti væru þau jú ekkert annað en – lýðskrum, og slíkt kæmi mér aldrei til hugar! Af kúgun kvenna Þórólfur Beck svarar Runólfi Ágústssyni, rektor Viðskipta- háskólans á Bifröst ’Það er mér ánægjuefniað rektor Viðskiptahá- skólans skuli hafa svo skýra sýn á málefni sem virðast mér svo býsna flókin.‘ Þórólfur Beck Höfundur er nemi í viðskiptalögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.