Morgunblaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 31
UMRÆÐAN
ÞAÐ VAR meðal annars í fréttum
Morgunblaðsins á þjóðhátíðardag-
inn að hreinsun strandlengjunnar í
Reykjavík væri
nú lokið. Borg-
arstjóri hefði
gangsett nýja
dælustöð í Gufu-
nesi daginn áður
og við sama til-
efni afhent borg-
arminjaverði til
varðveislu skilti
sem varaði við
mengaðri fjöru í
Grafarvogi en væri nú orðið óþarft.
Já miklir kappar eru það sem halda
um stjórnvölinn hér í borginni og
mikil eru þeirra verk.
Því var nefnilega lofað fyrir
borgarstjórnarkosningar 1998 að
hreinsun strandlengjunnar í
Reykjavík skyldi verða lokið á því
kjörtímabili en við það loforð var
ekki staðið. Samt hrósuðu fram-
bjóðendur R-listans sér kinn-
roðalaust af því fyrir kosningarnar
2002 að eitt afrekum þeirra á liðnu
kjörtímabili væri að hafa lokið
hreinsun strandlengjunnar í borg-
inni.
Þegar bent var á þá staðreynd að
þvert á þessar fullyrðingar þá vall
skólp upp rétt undan ströndinni við
eitt fjölmennasta hverfi borg-
arinnar og strendurnar þar langt
yfir mengunarmörkum voru hinir
kokhraustu ekki lengi að breyta til
og hrósuðu sér þá sem ákafast af
því að vera „næstum“ búnir að
hreinsa alla strandlengjuna í
Reykjavík. Þar sem ég þekki til
hefur það aldrei þótt ástæða til
sjálfhælni að vera næstum búinn að
gera það sem á að vera löngu lokið.
Ekki bætti það úr skák að slæmt
ástand varð verra þegar skólpi frá
Grafarholtshverfi var einnig veitt í
sömu lagnir og úr Grafarvogi.
Þannig lengdist loforðakeðjan.
Því sem átti að vera lokið fyrir 2002
átti síðan að vera lokið á miðju ári
2004, því næst var því lofað í jóla-
gjöf sama ár og því spáð að nýárs-
sólin myndi skína á „hreinsaðar
fjörur Grafarvogs“. Síðast var okk-
ur svo lofað skólpdælingu í „sum-
argjöf“. Nú eiga menn svo að fagna
og klappa borgarstjóra og borg-
arstjórn lof í lófa fyrir vel unnin
verk.
Halda þeir sem ráða í borginni
að það sé virkilega hægt að teyma
borgarana endalaust áfram á fölsk-
um loforðum? Halda þeir að það sé
endalaust hægt að gefa sömu lof-
orðin og halda þeir að það sé hægt
að fresta jólagjöfunum fram á sum-
ar ef þeim hentar svo?
Allavega sé ég ekki ástæðu til að
lyfta glasi og fagna því hve lengi
þetta verk hefur dregist og hve
lengi yfirvöld hafa komist upp með
að svíkja okkur.
Skiltið góða fer hinsvegar á rétt-
an stað og minnir okkur á að eitt er
það sem sameinar hinn sundurleita
hóp R-listans: Þetta fólk kann ekki
að skammast sín.
EMIL ÖRN KRISTJÁNSSON,
leiðsögumaður og Grafarvogsbúi.
Þetta fólk kann
ekki að skammast sín
Frá Emil Erni Kristjánssyni
Emil Örn
Kristjánsson
ÞAÐ VILDI mér til happs á sjálf-
an Kvennadaginn 19. júní að ég
var á leið á kvennamessu, sem
haldin er ár hvert við Þvottalaug-
arnar í Laugardal. Brá ég mér þá
inn á Kaffi Flóru á leiðinni. Þar sá
ég að verið var að undirbúa tón-
leika síðar um kvöldið með Páli
Óskari og Moniku Abendroth.
Keypti ég miða því Páll og Monika
eru í uppáhaldi hjá mér. Rölti ég
síðan til kvennamessu. Messan var
haldin í þeirri mestu rigningu sem
ég hef upplifað á þessu landi, en
var svo heppin að hafa tekið með
mér stóra regnhlíf.
Þarna var sungið undir berum
himni af mikilli einlægni með Guði.
Fyrir bragðið varð þessi messa al-
veg sérstök. Þarna var stór hópur
fólks sem stóð undir mislitum
regnhlífum og myndaði skjól fyrir
lítið barn sem verið var að skíra.
Vakti sú athöfn mikla gleði í hug-
um viðstaddra. Að messu lokinni
dreif ég mig á Kaffi Flóru, fékk
mér gott sæti, slakaði á og beið
meðan Páll og Monika voru að
stilla saman rödd og hörpu. Þau
hurfu síðan á braut, en í salnum í
Flóru var notalegt andrúmsloft og
fólk dreif að, dauðfegið að sleppa
inn úr rigningunni.
Klukkan var tíu að kvöldi. Þá
birtust listamennirnir, þetta líka
fín og falleg bæði tvö, hún í krem-
uðum siffonkjól skreyttum blóm-
um, hann í svörtum smóking sem
bryddaður var með semelíu-
steinum. Þetta gat enginn annar
gert en Páll Óskar. Allt var þetta
á léttu nótunum hjá þeim Páli og
Moniku jafnvel þótt erfitt reyndist
að stilla hörpuna vegna rakans í
gróðurhúsinu. Síðan tekur Páll að
syngja með sinni hljómþýðu rödd,
lag sem hann tileinkar föður sínum
og fleiru góðu fólki, þarna voru
flutt bæði erlend og íslensk lög,
textar eftir Gunnar Dal, Halldór
Kiljan Laxness og Shakespeare.
Þarna voru líka flutt lög eftir
Magnús Þór og ungan lagahöfund.
Þessi lög, í flutningi Páls Óskars,
eru eitt af því fallegasta sem ég
hef fengið að upplifa í langan tíma
og ekki er síðra að fá að njóta
hörpuleiksins sem fyllti blómaskál-
ann af fögrum tónum.
Allt í einu var Guð farinn að
keppa um athygli okkar, en það
kallaði Páll litla þröstinn sem
flögraði milli trjánna og fannst svo
mikið til koma um söng Páls að
hann tók undir á alveg réttum
stöðum svona til að lýsa velþóknun
sinni á þessum tónleikum. Í lok
tónleikanna var Guð kominn í svo
mikið söngstuð að Páll mátti hafa
sig allan við í samkeppninni. Þarna
var mikið samspil, og maður
skynjaði svo mikla gleði og kær-
leik milli allra í salnum. Augna-
blikið var fullkomið. Í síðasta lag-
inu þurfi svo Páll að hafa sig allan
við og tókst með mikilli snilli að
halda út lagið því það þarf mikinn
viljastyrk til að syngja í kapp við
háværan fugl sem syngur eins og
hann eigi lífið að leysa, og þegar
þeir enduðu síðustu tónana, Páll
og Guð, sá maður að það glitruðu
gleði- og lotningartár í augum Páls
og hann rétt náði að ljúka síðasta
tóninum áður en hann og allur sal-
urinn sprungu af hlátri yfir þess-
um litla sigurvegara sem þandi sig
af öllum lífs- og sálarkröftum Al-
mættinu til dýrðar. Ekki leiðinlegt
að vera á tónleikum með Páli, Guði
og Moniku.
AÐALHEIÐUR KRISTÍN
MAGNÚSDÓTTIR,
Lindarsmára 1, 201 Kópavogi.
Að syngja
með guði
Frá Aðalheiði Kristínu
Magnúsdóttur
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
MINNINGAR
✝ Páll Marel Jóns-son fæddist í
Reykjavík 28. júní
1928. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 18. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Guðleif Ólafsdóttir, f.
í Jafnaskarði í Mýra-
sýslu 12. ágúst 1893,
d. í Rvík 2. desember
1977, og Jón Pálsson,
f. í Vallarhúsum í
Gerðahreppi í Gull-
bringusýslu 26. júní
1886, d. í Rvík 25.
nóvember 1950. Páll var fjórði í
aldursröðinni af fimm börnum
þeirra hjóna. Eldri systur hans
eru: Þóra Sigríður f. 6. mars 1922,
Kristín Olga, f. 28. nóv. 1923, og
Helga Jóhanna, f. 11. mars 1925.
Yngstur systkinanna er Sigurður
Sveinn, f. 4. janúar 1933. Einnig
ólst Jón Björnsson, sonur Helgu
systur hans, upp hjá ömmu sinni
og afa.
Hinn 5. maí 1951 kvæntist Páll
Maríu Ásgeirsdóttur, f. 27. mars
1931. Hún er dóttir
hjónanna Ásgeirs
Guðmundsson og
Valdísar Tryggva-
dóttur. Hinn 14.
febrúar 1954 fæddist
sonur þeirra, Jón.
Hann var kvæntur
Beata Pálsson og
eru synir þeirra Páll
Marel, 14 ára, og
Jakob Einar, 10 ára.
Jón gekk syni Beata,
Jonathan, einnig í
föður stað.
Páll stundaði sjó-
mennsku í nokkur ár
en fór síðan í Stýrimannaskólann í
Reykjavík og lauk þaðan prófi ár-
ið 1953. Stundaði hann sjó-
mennsku allt til ársins 1957 en þá
réðst hann til Tollpóstsins í
Reykjavík og vann þar til ársins
1968 er hann hóf störf hjá Inn-
heimtudeild Ríkisútvarpsins. Þar
vann hann til starfsloka, síðustu
árin sem innheimtustjóri.
Útför Páls verður gerð frá
Digraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Minn kæri frændi og vinur, Páll
Marel, lést laugardaginn 18. júní sl.
eftir erfið veikindi.
Persóna hans er ein af mínum
bestu æskuminningum. Bræðurnir
Palli og pabbi byggðu sér hvor sitt
heimilið hlið við hlið, ásamt Tótu
systur sinni, í raðhúsinu á Otrateigi.
Ég og Jón sonur hans urðum óað-
skiljanlegir leikfélagar, enda jafn-
aldrar nær upp á dag. Palli var allt-
af hrókur alls fagnaðar, yndislegur
maður sem hafði ákaflega létta
lund.
Við Jón vorum heimagangar hvor
hjá öðrum og skipti ekki máli á
hvorum staðnum leikvöllurinn var.
Morgnarnir hófust á því að klæða
sig og út að leika. Við brölluðum
ótrúlegustu hluti. Eitt sinn, sem
kannski oftar, fórum við þó yfir
strikið. Við tókum traustataki nokk-
ur kínverjabúnt úr bílskúr yfirlög-
regluþjónsins í Reykjavík og vorum
ekkert að tvínóna, heldur hófst mik-
il flugeldasýning á næsta hól. Eftir
hana vorum við svo fljótir að hverfa
í grenið í nýbyggingunni í Laug-
ardalslauginni, þar sem við lágum í
felum með hjartslátt upp á 220. Eft-
ir nokkra tíma hittum við stráka
sem spurðu hvort við værum Jón og
Viggó, maður að nafni Páll Marel
hefði verið þarna að leita að okkur.
Púlsinn fór í 300. Gat það verið að
Palli væri reiður? María hafði sent
eftir honum úr vinnunni. Þá vissum
við að þetta var ekki fyndið, enda
júlí og hásumar. Um kvöldmatar-
leytið gáfust tveir prakkarar upp,
komu niðurlútir á Otrateiginn, farn-
ir á taugum. Jón fékk einhvern
þann mesta málmyndarassskell sem
sögur fara af, en Siggi var í
vinnunni og ég slapp.
Ég þorði varla að banka hjá Jóni
daginn eftir. En viti menn, Palli
mætti brosandi í dyragættinni,
örugglega búin að hlæja sig mátt-
lausan og fannst vont að hafa orðið
okkur reiður. Hann lék á als oddi og
gleypti meðal annars fyrir okkur
bíla.
Palli var alltaf sannur eðalkrati
og hefur aldrei sagt eitt niðrandi
orð um þá alla sína tíð. Bræðurnir
voru bestu vinir og ekki leið sá dag-
ur að þeir töluðust ekki við í síma
eða hittust. Fjölskylduboðin boðuðu
líka yfirleitt mikla pólitíska réttlæt-
isherferð. Bræðurnir fóru á kostum
í sannleikslestri um jafnaðar-
mennskuna og ég man svo vel þeg-
ar mágur þeirra fékk rosalegan yf-
irlestur í sófanum í sitt hvort eyrað
frá bræðrunum, en hann hafði samt
verið steinsofandi síðasta klukku-
tímann.
Fram átti hug og hjarta frænda
míns alla tíð, og var hann á kafi í
starfi fyrir félagið á velmektarárum
handboltans í Fram. Auðvitað
mætti liðið alltaf í kaffi til Maju fyr-
ir stórleiki og þá lá ég á glugganum
og sá stórstjörnurnar streyma í
kaffi. Það voru einu rifrildi bræðr-
anna: Fram og Víkingur.
Palli starfaði í áraraðir í inn-
heimtudeild RÚV. Nútíma inn-
heimtuaðferðir hentuðu ekki per-
sónu hans, enda var hann elskaður
jafnt af viðskiptamönnum sem sam-
starfsfólki.
Maðurinn með ljáinn gerði marg-
ar atlögur að frænda mínum. Hans
frábæra lund og hans yndislega eig-
inkona Maja hrundu atlögunum
hvað eftir annað. Maja annaðist
hann af slíkri ást og hlýju að unun
var að fylgjast með, þökk sé henni.
Blessuð sé minning yndislegs
manns sem aldrei mátti vamm sitt
vita.
Viggó Sigurðsson.
Sumarið er gengið í garð og
björtustu dagar ársins framundan.
En um leið og sólin nær sínum
hæstu hæðum þá dimmir skyndi-
lega í brjóstum okkar, við fráfall
vinar okkar Palla. Við vissum að
hann gengi ekki heill til skógar, en
aldrei heyrði maður hann kvarta,
það var alltaf allt í lagi með hann,
eins og hann orðaði það. Hann bar
mikla umhyggju fyrir öðrum sem
áttu um sárt að binda.
Það koma ótal minningar upp í
hugann þegar maður staldrar við.
Fyrst ber að nefna hans miklu
hjálpsemi þegar við byggðum okkur
sumarbústað en þá var hann alltaf
boðinn og búinn að rétta hjálpar-
hönd, því hann var einstaklega
handlaginn. Ekki má gleyma ferða-
lögunum sem við fórum með þeim
hjónum, Maju og Palla, jafnt innan-
lands sem utanlands. Alltaf var
Palli bestur með kortið og komumst
við allt sem við ætluðum okkur.
Þetta voru yndislegar samveru-
stundir sem við geymum í huga
okkar.
Palli var einlægur Framari og
vann mikið fyrir félagið sitt og var
sæmdur Framstönginni og gull-
merki félagsins fyrir vel unnin
störf.
Palli var mikill gæfumaður í lífinu
enda ljúfmenni mikið. Hann elskaði
mest Maju sína, sína góðu konu,
soninn Jón og sonarsynina. Inni-
legar samúðakveðjur. Megi Guð
styrkja ykkur í sorginni. Hvíl í friði,
kæri vinur.
Helga og Birgir.
Öðlingurinn Páll Jónsson er allur.
Við Handboltadrengirnir hjá meist-
araflokki Fram upp úr 1970 áttum
því láni fagna að hafa Pál sem liðs-
stjóra á þessum árum. Þar kynnt-
umst við manni sem hafði til að
bera afar fágaða og hreinskiptna
framkomu. Það var mikið líf í hand-
boltanum í þá daga sem endranær
og það voru ekki bara þeir sem tóku
þátt í leiknum á leikvellinum sjálf-
um sem voru mikilvægir, aðkoma
þeirra sem voru í stjórnunarstörf-
um, þjálfara og aðstoðarmanna, var
sá bakhjarl sem kannski mestu máli
skipti þegar á reyndi.
Páll Jónsson hafði afar hlýja og
góða nærveru. Hann reyndist okkur
mjög vel á öllum sviðum, var þessi
föðurlega manngerð sem tók þátt í
gleði og sorg strákanna sinna. Hann
hafði alltaf tiltækar ráðleggingar
um hvernig hlutirnir mættu betur
fara og það var afar hvetjandi að
hafa hann með í ráðum.
Fram varð Íslandsmeistari í
handbolta árið 1972 og þar var auð-
vitað Páll Jónsson með í hópnum
sem aðstoðarmaður Karls Bene-
diktssonar þjálfara. Þetta var sam-
stæður og skemmtilegur hópur sem
náði að stilla strengina vel saman.
Stór þáttur í undirbúningi liðsins
fyrir leiki voru fundirnir sem haldn-
ir voru á Otrateignum, heimili Páls
og Maríu eiginkonu hans. Þar var
sannkölluð gestrisni í fyrirrúmi og
öllum leið vel.
Við Framarar úr Íslandsmeist-
araliðinu 1972 þökkum Páli Jóns-
syni samfylgdina og sendum Maríu
og hennar fjölskyldu ásamt öðrum
ættingjum og vinum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Axel Axelsson,
Pétur Jóhannesson.
Kveðja frá Þjálfa
Félagi okkar Páll M. Jónsson er
kvaddur í dag frá Digraneskirkju í
Kópavogi. Hann gekk í Þjálfa, þá
félag ungra Alþýðuflokksmanna,
fyrir meira en 40 árum. Hann var
alla tíð mikill og einlægur Alþýðu-
flokksmaður.
Við félagar hans kveðjum hann
og þökkum honum fyrir gott sam-
starf á liðnum árum.
Við færum eftirlifandi eiginkonu
hans og öðrum ættingjum innileg-
ustu samúðarkveðjur okkar.
Hrafnkell Ásgeirsson,
formaður.
PÁLL MAREL
JÓNSSON
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
(smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda
inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr-
ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn-
ur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd-
ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda
inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um,
fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn-
ingargreinunum.
Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning-
argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda
hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina
vita.
Minningargreinar