Morgunblaðið - 28.06.2005, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðrún Ingi-björg Jónsdóttir
fæddist að Ytri-
Veðrará í Önundar-
firði hinn 11. ágúst
1922. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu í
Sunnuhlíð 14. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Jón
Guðmundur Guð-
mundsson frá Görð-
um í Önundarfirði, f.
29. september 1892,
d. 4. október 1971,
bóndi á Ytri-Veðrará
og síðar bókavörður
og oddviti á Flateyri, og Jóna Guð-
rún Jónsdóttir, f. 7. ágúst 1892, d.
24. október 1930, ljósmóðir frá
Ytri-Veðrará. Jóna var tvígift.
Fyrri maður hennar var Guðmund-
ur Franklín Guðmundsson, bú-
fræðingur frá Mýrum í Dýrafirði,
f. 17. febrúar 1887, d. 3. nóvember
1918. Börn þeirra voru Jón Frank-
lín, f. 16. apríl 1914, d. 23. júlí 1995;
Guðmundur Hagalín, f. 28. apríl
1915, d. 15. ágúst sama ár; Guðrún
Ingibjörg, f. 28. september 1916, d.
7. desember sama ár. Alsystkini
Guðrúnar eru: Franklín, f. 25. júní
1921, d. 2. júní 1990; Gróa Margrét
Hildur, f. 23. júlí 1923, d. 15. júlí
2001; Haraldur, f. 30. september
1924, d. 20. október 1988; Oddur, f.
2. janúar 1926; Stefán, f. 4. júlí
1927, d. 19. september 1995. Ólaf-
ur, f. 17. júní 1930, d. 5. desember
1994.
Vegna veikinda móður þeirra
var öllum börnunum komið í fóstur
hjá vinum og vandamönnum. Guð-
rún og Gróa ólust upp hjá móður-
foreldrum sínum að Ytri-Veðrará,
þeim Guðrúnu Ingibjörgu Jóns-
dóttur, f. 2. febrúar 1877, d. 24.
mars 1948, og Jóni Guðmundssyni
búfræðingi, f. 11. desember 1864,
og Gísli Marteinn, f. 2002. 2) Sig-
urjón Guðbjörn, f. 12. september
1943, d. 20. maí 2005, eiginkona
hans er Anna Elísabet Ásgeirsdótt-
ir, f. 22. mars 1947. Þeirra börn
eru: A) Guðrún Freyja, f. 18. nóv-
ember 1966, gift Þóri Sigurgeirs-
syni, f. 15. október 1966. Börn
þeirra eru Arnar Freyr, f. 1989,
Hlynur, f. 1992, og Sigurjón Orri, f.
1994. B) Ásgeir, f. 30. júní 1969,
kvæntur Silju Sverrisdóttur, f. 11.
maí 1971. Börn þeirra eru Andrea
Bára, f. 1989, Atli Steinn, f. 1994,
Alexander Breki, f. 1999, Anna
Yrsa og Aþena Kolka, f. 2004. C)
Drífa, f. 20. maí 1973, gift Ólafi
Baldurssyni, f. 10. apríl 1969. Börn
þeirra eru Emilía Sara, f. 1993,
Elísabet Mist, f. 2000, og Baldur
Nói, f. 2004. 3) Guðjón Svanur, f.
20. nóvember 1944, d. 3. júní 1990.
Börn hans eru: Eyþór Kristján, f. 5.
febrúar 1968, hans dóttir er Karen
Björk, f. 1995; Léger Walcott, f. 20.
maí 1971, og Ragnheiður Steina, f.
18. ágúst 1972. 4) Viðar, f. 5. nóv-
ember 1951. Kona hans er Ólöf
Jónsdóttir, f. 8. apríl 1954. Þeirra
dóttir er Sunna, f. 5. apríl 1974.
Hennar dóttir er Lóa, f. 1999. 5)
Gunnhildur, f. 29. júlí 1955. Barn
hennar og Þrastar Víðissonar, f.
16. ágúst 1953, er Birta, f. 17. apríl
1976. Hennar maki er Þórhallur
Magnússon. Dóttir þeirra er Mirra,
f. 2004. Gunnhildur giftist Ólafi
Mogensen, f. 24. maí 1951. Þau
skildu. Sonur þeirra er Pétur Við-
ar, f. 2. janúar 1980.
Seinni maður Guðrúnar var
Bárður Jakobsson, þýðandi og
hæstaréttarlögmaður, f. 29. mars
1913, d. 21. júní 1984.
Guðrún starfaði m.a.við bóksölu
hjá Almenna bókafélaginu auk
annarra verslunarstarfa. Einnig
starfrækti hún eigið innflutnings-
fyrirtæki um skeið.
Um árabil starfaði Guðrún sem
þingvörður á Alþingi Íslendinga,
þar sem hún lauk sinni starfsævi.
Útför Guðrúnar verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
d. 8. febrúar 1938.
Guðrún sótti Héraðs-
skólann á Núpi í Dýra-
firði. Hún fluttist ung
til Reykjavíkur þar
sem hún vann við
verslunarstörf.
Fyrri maður Guð-
rúnar er Sigurjón
Hólm Sigurjónsson,
pípulagningameistari
frá Hörgshóli í Vest-
ur-Húnavatnssýslu, f.
21. apríl 1922. For-
eldrar hans voru Guð-
björg Sigurðardóttir,
f. 27. nóvember 1881,
d. 25. maí 1969, og Árni Sigurjón
Árnason, f. 16. júní 1888, d. 25.
mars 1937. Börn Guðrúnar og Sig-
urjóns eru: 1) Hanna Jóna Mar-
grét, f. 13. febrúar 1942, d. 6. maí
2005. Hennar maður er Þórður
Marteinn Adólfsson, f. 14. nóvem-
ber 1938. Börn Jónu og Þórðar
eru: A) Margrét Þórunn, f. 26. febr-
úar 1960, d. 3. desember 1960. B)
Sólborg Hulda, f. 10. júní 1961.
Hennar maður er Atli Karl Páls-
son, f. 5. maí 1963. Dóttir þeirra er
Margrét Heba, f. 1997. C) Sigurjón,
f. 8. mars 1963, kvæntur Hrafn-
hildi Garðarsdóttur, f. 9. mars
1962, börn þeirra eru Garðar
Hrafn, f. 1985, Kristinn Örn, f.
1992 og Hanna Jóna, f. 1999. D)
Ragnheiður Margrét, f. 2. júlí 1964,
hennar maður er Jón Oddur Magn-
ússon, f. 31. október 1959, börn
þeirra eru a) Margrét Þórunn, f.
1981, í sambúð með Björgvini
Fjeldsted, f. 1976, synir þeirra eru
Óliver Dofri og Mímir Máni. b)
Þórður Ingi, f. 1988. c) Áslaug
Þóra, f. 1992, d) Sigrún Ósk, f. 1995
og e) Hanna María, f. 1996. E) Gróa
María, f. 16. júní 1967, maki Bald-
vin Kárason, f. 7. nóvember 1967.
Synir þeirra eru Páll Helgi, f. 1999,
Nú er það önnur jörð
sem grænkar undir fótum
annar blær strýkur vanga
ókunnir fuglar syngja
Elsku mamma mín. Á síðustu vik-
um hafa tvö elstu börnin þín kvatt
þetta líf. Það var þungt högg.
Eftir að ég flutti úr landi fyrir níu
árum hef ég heimsótt þig í Sunnu-
hlíð þar sem þú hefur dvalið und-
anfarin sex ár í höndum góðra
kvenna. Þökk sé þeim.
Við vorum alltaf að kveðjast. Ég
lagði höfuð mitt að brjósti þér, þú
straukst mér um vangann og þerr-
aðir tár litlu stelpunnar þinnar,
sagðir: „Nú ert þú orðin stór og ég
er orðin lítil.“ Það var svo gott að fá
að nudda hendur þínar og fætur
með rósaolíu.
Þegar ég var lítil skildir þú að þú
þurftir að sofa með hreinu sæng-
urfötin mín eina nótt, því ég var svo
viðkvæm. Þú gekkst á milli her-
bergja og straukst börnunum þínum
um bakið til þess að við gætum sofn-
að. Þú kenndir mér snemma að sjá
fegurð í því smáa og bentir mér á
hvað himinn var fallegur, stráin og
steinarnir í rykugum vegkantinum
þegar ég var bílveik.
Þau voru ófá dýrin sem þú sinntir.
Andahjónin sem verptu í garðinum í
Skerjafirðinum og gogguðu á
gluggann þinn til að fá brauð og
andamamma kom sérstaklega til að
kveðja þig áður en hún fór með
ungahópinn niður að Tjörn. Þú tókst
í fóstur hann Snóa okkar, hundinn
hennar systur þinnar sem kom alla
leið frá Boston 1958 og bjó hjá okk-
ur alla tíð í Kópavoginum í samlæti
við kettina; villilæðuna, sem þú
leyfðir að vera í kjallaranum í mestu
vetrarhörkunum og eignast kett-
linga og þegar hún fór um vorið
horfði hún djúpt í augu þín og bað
þig fyrir þann veika, hann Lúsífer,
sem varð heimilisköttur.
GUÐRÚN INGIBJÖRG
JÓNSDÓTTIR
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
KONRÁÐ GÍSLASON
frá Frostastöðum,
Furulundi 4,
Varmahlíð,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstu-
daginn 24. júní sl.
Helga Bjarnadóttir,
börn, tengdabörn
og afabörn.
Elskuleg móðir okkar, tendamóðir, amma
og langamma,
ÁSTA LAUFEY HARALDSDÓTTIR
frá Reyni,
Krókatúni 18,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn
25. júní.
Helga Jónsdóttir, Diðrik Jóhannsson,
Elísabet Jónsdóttir, Jóhann Jóhannsson,
Guðrún H. Jónsdóttir, Guðmundur Stefánsson,
Haraldur Jónsson, Sólveig Jóhannesdóttir,
Guðmundur Páll Jónsson, Sigurlína Júlíusdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
BERGÞÓRA G. JÓNSDÓTTIR,
Hjálmholti 9,
Reykjavík,
lést á Landspítala Fossvogi laugardaginn
25. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Hrafnkell Björnsson, Dagbjört Aðalsteinsdóttir,
Aðalsteinn Hrafnkelsson, Kristín María Guðjónsdóttir,
Björn Hrafnkelsson,
Viðar Hrafnkelsson.
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
INGÓLFUR JÓHANNSSON,
Iðu,
Biskupstungum,
sem andaðist mánudaginn 20. júní, verður
jarðsunginn frá Skálholtskirkju fimmtudaginn
30. júní kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á að láta hjúkrunar-
heimilið Ljósheima, Selfossi, njóta þess.
Margrét Guðmundsdóttir,
Jóhanna Bríet Ingólfsdóttir, Haraldur Sveinsson,
Guðmundur Ingólfsson, Elinborg Sigurðardóttir,
Hólmfríður Ingólfsdóttir, Baldvin Árnason,
Loftur Ingólfsson, Guðrún Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ÓLÍNA JÖRUNDSDÓTTIR,
Eikjuvogi 17,
Reykjavík,
sem lést á Landspítala Fossvogi mánudaginn
20. júní, verður jarðsungin frá Grafarvogs-
kirkju í dag, þriðjudaginn 28. júní, kl. 15.00.
Svavar Kristjónsson,
Guðný Svavarsdóttir, Sveinn Óttar Gunnarsson,
Jörundur Svarvarsson, Sif Matthíasdóttir,
Erla Kristín Svavarsdóttir, Smári Ragnarsson,
Lilja Steinunn Svavarsdóttir, Bjarni Jónsson,
Auður Ólína Svavarsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, systir, amma og langamma,
RAKEL SÆMUNDSDÓTTIR
hárgreiðslumeistari,
Stangarholti 28,
Reykjavík,
lést á heimili sínu að morgni föstudagsins
24. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Óskar Hallgrímsson,
Jóhann Gunnar Óskarsson, Sigríður Ásmundsdóttir,
Kristín Ósk Óskarsdóttir, Sævar Fr. Sveinsson,
Óskar Sveinsson, Rakel Sveinsdóttir,
systkini, ömmu- og langömmubörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa-
langafi,
GEIRMUNDUR GUÐMUNDSSON,
Bexhill on Sea,
Englandi,
áður á Laugarnesvegi 51,
Reykjavík,
lést á sjúkrahúsi í Englandi laugardaginn
25. júní.
Guðmundur H. Guðjónsson,
Sigurrós Geirmundsdóttir, Vilhjálmur Pétursson,
Móses Geirmundsson, Dóra Haraldsdóttir,
Ingibjörg Geirmundsdóttir, Sigurpáll Grímsson,
Sædís Geirmundsdóttir, Snæþór Aðalsteinsson,
Torfi Geirmundsson,
Númi Geirmundsson, Björg Jóhannesdóttir,
Rúnar Geirmundsson, Kristín Sigurðardóttir,
Elínborg Geirmundsdóttir, Sigfús Halldórs,
afabörn, langafabörn
og langalangafabörn.