Morgunblaðið - 28.06.2005, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ólína Jörunds-dóttir fæddist á
Bíldudal 18. júní
1924. Hún lést á LSH
20. júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jörundur
Bjarnason, skipstjóri
á Bíldudal, f. 5. sept-
ember 1875, d. 30.
maí 1951, og eigin-
kona hans, Steinunn
Halldóra Guðmunds-
dóttir, f. 17. janúar
1884, d. 20. desember
1963. Systkini Ólínu
voru Sigurmundur, f.
3. september 1908, d. 17. maí
1999, Lilja, f. 17. júlí 1910, d. 11.
janúar 1995, Bjarni Dufland, f. 1.
desember 1912, d. 25. maí 1990,
og Garðar, f. 9. ágúst 1916.
Ólína giftist 25. nóvember 1949
Svavari Kristjónssyni, rafverk-
taka, f. 4. júní 1927. Börn þeirra
eru: 1) Guðný, f. 17. september
1950, maki hennar Sveinn Óttar
Gunnarsson, f. 5. september 1950,
sonur þeirra Kristjón Freyr, f.
1970, maki Jóra Jóhannsdóttir. 2)
Jörundur, f. 25. ágúst 1952, maki
Sif Matthíasdóttir, f. 1. júní 1954,
dætur þeirra Hrönn Ólína, f.
1978, maki Georg Friðriksson,
Katla, f. 1982, og Hildur, f. 1987.
3) Erla Kristín, f. 2.
september 1957,
maki Smári Ragn-
arsson, f. 13. febrúar
1954, synir þeirra
Sveinn Ívar, f. 1986,
Andri Sævar, f.
1990, og Einar
Sindri, f. 1992. 4)
Lilja Steinunn, f. 23.
apríl 1960, maki
Bjarni Jónsson, f. 23.
febrúar 1959, börn
þeirra Íris Hlín, f.
1982, Svavar Jón, f.
1985, og Lilja Dögg,
f. 1990. 5) Auður
Ólína, f. 13. desember 1962, börn
hennar og Arnórs Steingríms
Guðjónssonar, f. 6. júlí 1961, skil-
in, Nanna Ólína, f. 1996, og Vil-
hjálmur Svavar, f. 1999.
Ólína fæddist og ólst upp á
Bíldudal, fór í Húsmæðraskólann
á Laugarvatni 1944 og Héraðs-
skólann á Núpi 1946. Svavar og
Ólína hófu búskap í Vestmanna-
eyjum en bjuggu í Reykjavík frá
árinu 1951. Ólína var heimavinn-
andi húsmóðir frá giftingu en síð-
ari árin vann hún við bókhald
vegna reksturs manns síns.
Útför Ólínu fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Ég veit að mamma hefði ekki vilj-
að mikla lofræðu en mér er bæði ljúft
og skylt að minnast hennar í nokkr-
um orðum.
Hún var skemmtileg kona sem
gaman var að umgangast, glaðlynd
og vildi hafa mikið líf í kringum sig.
Hún hafði gaman af að fara út á með-
al fólks, hafði gaman af að dansa og
fara í leikhús, fara í lengri og styttri
ferðalög sem hún var óþreytandi við
á yngri árum og hafði einnig áhuga á
andlegum málefnum. Hún var list-
ræn, snillingur í höndunum, fróð-
leiksfús og hafði gaman af að tileinka
sér nýja kunnáttu og prófa eitthvað
nýtt. Ég hef ekki tölu á þeim fjölda
námskeiða sem hún sótti en þau
spönnuðu vítt svið því áhugamálin
lágu víða. Hún var líka framsýn og
hugmyndarík og sumar hugmyndir
sem hún fékk sýndi sig seinna að
voru langt á undan sinni samtíð. Hún
var næm, hógvær, vinnusöm og heið-
arleg, stolt og glæsileg kona.
Ég vildi, fyrir rúmum áratug,
verða kennd til beggja foreldra. Á
þeim tíma var slíkt ekki leyfilegt
þannig að í staðinn tók ég upp henn-
ar nafn sem millinafn í virðingar-
skyni við hana. Hún sagði aldrei neitt
um hvort henni líkaði þessi breyting
eður ei, en stuttu eftir breytinguna
afhenti hún mér hring í „skírnar-
gjöf“.
Hún bar takmarkalausa umhyggju
fyrir og elsku til barna og barna-
barna. Ef hún fékk nasasjón af því að
eitthvað vantaði einhvers staðar eða
einhverrar aðstoðar væri þörf, leið
ekki á löngu þar til hún var búin að
leggja sitt lóð á vogaskálarnar. Hún
var örlát með eindæmum og ekkert
var of gott fyrir fólkið hennar.
Já, ég átti frábæra mömmu og er
stolt af því að vera dóttir hennar. Ég
sakna hennar sárt og hefði svo gjarn-
an viljað fá að hafa hana lengur en ég
er þakklát fyrir að hún skyldi hafa
verið þátttakandi í mínu lífi svona
lengi.
Ég þakka mömmu fyrir allt sem
hún var mér og mínum.
Auður Ólína.
Með nokkrum orðum vil ég minn-
ast elsku mömmu minnar. Hún hefði
sjálf ekki viljað neitt orðskrúð um
eigið ágæti því hún vildi láta verkin
tala. Margar minningar hrannast
upp í hugann. Ég hef alltaf litið mjög
mikið upp til hennar og hún verið
mér fyrirmynd í svo ótalmörgu.
Hún var hugmynda- og hæfileika-
rík á mjög mörgum sviðum, fram-
takssöm og fylgin sér, glæsileg kona
að öllu leyti, hress, skemmtileg og
mjög heiðarleg í samskiptum við
aðra. Þá var hún mjög ern og minn-
ug. Hún var félagslynd og vildi hafa
líf í kringum sig. Hún mjög dugleg
við að fara út á meðal fólks og í leik-
hús með okkur og síðar barnabörnin.
Hún bar takmarkalausa umhyggju
fyrir okkur börnunum og barnabörn-
unum. Reyndi að komast að því hvort
eitthvað vantaði án þess að spyrja
beint heldur að komast að því í um-
ræðunni.
Þegar ég átti afmæli núna í vor
spurði hún hvað ég vildi í afmælis-
gjöf, hvort mig vantaði eitthvað. En
þetta voru einmitt spurningar sem
við fengum alltaf þegar við áttum af-
mæli eða að jólin nálguðust. Var eitt-
hvað sem okkur vanhagaði um? Við
fórum síðan í bæinn og fundum það
sem mig langaði í. Eftir það bauð hún
okkur á kaffihús en það var alveg ein-
kennandi fyrir hana að bjóða upp á
eitthvað eftir svona verslunarferðir.
Þetta lýsir henni vel því henni þótti
sælla að gefa en að þiggja.
Mamma var mikil útivistarmann-
eskja og hafði mjög gaman af því að
ferðast. Þegar við vorum að alast upp
fórum við mikið í tjaldferðir og sum-
arhús. Fyrir tveimur árum komu
mamma og pabbi með okkur á útihá-
tíð í Galtalæk um verslunarmanna-
helgi og voru hjá okkur. Þau leigðu
herbergi rétt hjá og keyrðu á útihá-
tíðarsvæðið.
Mikið hlúði mamma að sumarbú-
staðnum í Kjósinni og sami glæsileik-
inn þar að verki eins og í Eikjuvog-
inum. Hún hlúði að plöntum og
hugsaði vel um sjálfsprottna græð-
linga sem hún flutti til þannig að þeir
ættu betri vaxtarskilyrði.
Elsku mamma, ég kveð þig með
miklum söknuði, harmur okkar allra
er mikill en minning þín lifir hjá okk-
ur. Kærar þakkir fyrir allt og allt.
Lilja Steina.
Fallin er frá móðir mín Ólína Jör-
undsdóttir eftir stutt en erfið veik-
indi.
Mamma var mikil dugnaðarkona
og fyrirmyndar húsmóðir. Heimili
hennar og pabba var alla tíð afar
glæsilegt. Pabbi og mamma voru
mjög samhent hjón og áttu fimmtíu
og fimm ára brúðkaupsafmæli á síð-
asta ári.
Mamma hafði mjög gaman af því
að ferðast og fóru þau pabbi mikið í
ferðalög um landið með okkur börnin
og seinna út um allan heim. Mamma
var mikil fjölskyldumanneskja og var
mjög ánægð þegar hún hafði fjöl-
skylduna í kringum sig. Barnabörnin
dýrkuðu hana og sóttu mikið í hana.
Ég kveð þig með söknuði.
Þín dóttir,
Erla Kristín.
Ég kynntist Ólínu tengdamóður
minni fyrir rúmum þrjátíu árum.
Hún var mjög pólitísk kona og hafði
ákveðnar skoðanir á hlutunum. Það
var því einstaklega gaman að ræða
við hana. Hún fylgdist vel með. Mér
eru kærar þær stundir sem við áttum
saman við eldhúsborðið í Eikjuvogi,
en þar var rætt landsins gagn og
nauðsynjar. Hún var mikill femínisti
og jafnréttissinnuð, en þó ekki ein-
göngu til handa kynsystrum sínum,
henni var í mun að allir ættu jafnan
rétt. Hún var áhugasöm um að kynn-
ast nýjum hlutum. Hún var alltaf til í
ýmisleg uppátæki.
Hann er ómetanlegur stuðningur-
inn sem við hjónin fengum frá Ólínu
og Svavari alveg frá upphafi búskap-
ar okkar. Fyrir hann er ég eilíflega
þakklát.
Ólína og Svavar voru í hesta-
mennsku lengi. Þó Ólína væri hætt
að fara á bak, hafði hún ekki síður
gaman að því að umgangast hestana
og fylgjast með því sem fjölskyldan
var að gera. Þar áttum yndislegar
stundir í saman.
Þau hjón hafa komið sér upp bú-
stað í Kjósinni. Það var oft mikið
sungið og dansað þegar komið var í
sveitina eftir sleppitúr. Þar var Ólína
yfirleitt fremst í flokki. Hún var mik-
ill dansari og hafði gaman af. Ólína
var alla tíð mikil íþrótta- og útivist-
arkona. En í seinni tíð hefur mestur
tími þeirra Svavars farið í að gróð-
ursetja og rækta landið sitt í Kjós-
inni.
Ólína hafði gaman af því að um-
gangast yngri kynslóðina og gerði
sér far um að sinna barnabörnunum
vel. Hún gat dregið fram leikföng við
allra hæfi. Það voru ófá leikritin sem
voru sýnd í Eikjuvoginum í fjöl-
skylduboðum. Það var endalaust
hægt að fara í klæðaskápana hjá
Ólínu og finna föt, skó, hárkollur og
annað djásn sem hentaði hverjum
karakter. Ólína var mikil gæfumann-
eskja, hún átti fyrirmyndar eigin-
mann og fimm börn, sem öll hafa orð-
ið að myndarfólki.
Elsku Ólína, ég vil þakka þér allan
stuðninginn og góðu stundirnar sem
ég höfum átt saman. Þær hefðu
vissulega mátt vera miklu fleiri. Ég
bið góðan guð að styrkja Svavar í
missi sínum sem og aðra fjölskyldu-
meðlimi.
Sif Matthíasdóttir.
Það var fallegur morgunn og ég
hafði mætt snemma til vinnu. Síminn
hringdi og ég fann á mér að það hafði
eitthvað alvarlegt hafði komið fyrir.
Tengdamamma hafi veikst alvarlega
um nóttina. Við slíkar fréttir stöðvast
tíminn og hugurinn fer að reika aftur
til liðinna tíma. Næstu sólarhringar
liðu meðan við sátum við hliðina á
þér, stundum öll börnin þín ásamt
mökum og hluta af barnabörnum.
Við rifjuðum upp liðna tíma og sagð-
ar voru ýmsar sögur frá fyrri tíð. Þá
kom í ljós hversu samheldin fjöl-
skyldan þín er og hversu mikil virð-
ing var borin fyrir þér. Alla tíð hélst
þú vel utan um börnin þín og barna-
börnin og það var þér mikið hjartans
mál að þau menntuðu sig. Þú varst
alltaf til staðar ef einhver þurfti á
hjálp að halda og tilbúin að rétta
hjálparhönd. Þú varst í senn bæði
orðheldin og heiðarleg og fram-
kvæmdagleðin í þér sá um að því
væri komið í verk sem þurfti að fram-
kvæma. Sá griðastaður frá skarkala
hversdagslífsins sem þú og Svavar
bjugguð fjölskyldunni í sumarhúsi
ykkar í Lækjarási í Kjósinni er ein-
stakur. Hann ber vott um samheldni
og snyrtimennsku ykkar hjóna um
ókomin ár. Ræktarsemi þín er ekki
bara við börnin þín heldur fengu litlu
sjálfsánu græðlingarnir sem þú hlúð-
ir að í Kjósinni á hverju vori að njóta
þess líka. Af þinni einskærri alúð og
grænu fingrum er kominn vísir að
skógi sem við munum njóta á næstu
árum.
Það verður frábrugðið næsta
gamlárskvöld því að þá vantar glað-
væra konu sem glatt hefur okkur
með nærveru sinni flest okkar bú-
skaparár en ég veit að hún verður
með okkur í anda.
Ég kveð þig, Ólína, með söknuði í
hjarta og þakka þér fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir okkur Lilju og börn-
in okkar. Viska þín mun fylgja börn-
um okkar um ókomin ár.
Kæri Svavar, missir þinn er mikill,
en með Guðs hjálp munum við Lilja
ásamt börnum okkar gera okkar
besta til að styrkja þig í sorginni.
Guð geymi þig, elsku Ólína.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engill, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Bjarni Jónsson.
Elsku amma. Það er erfitt að setj-
ast niður og rita þér kveðjubréf.
Helst vill maður engan þurfa að
kveðja og þá síst af öllu ástvini sem
eru manni kærir eins og þú. Við átt-
um ekki von á slíkum fréttum, en
hver á hins vegar nokkurn tíma von á
slíku? Þín er sárt saknað og er það
djúpt tómið sem þú skilur eftir þig.
Við hugsum til allra þeirra stunda
sem við höfum átt með þér og hörm-
um nú að þær verði ekki fleiri. Öll
þau skipti sem við hittumst í Kjósinni
að skemmta okkur á hestum og hvert
með öðru, að mála bústaðinn, spila
vist, gróðursetja eða bara til að sýna
sig og sjá aðra. Einnig allar stund-
irnar í Eikjuvoginum, ómælda magn-
ið af nýbökuðum pönnukökum, heita-
pottsferðirnar í gamla daga og hin
fjölmörgu fjölskylduboð þar sem við
frændsystkinin eyddum miklum
tíma í að undirbúa skemmtiatriði
kvöldsins. Það tekur okkur sárt að
þér gefist ekki færi á að kynnast
fyrsta langömmubarninu þínu sem
fæðast mun nú í sumar og sömuleiðis
að viðkomandi alist upp án þess
nokkurn tíma að kynnast þér, sem
varst okkur hinum ómetanleg. Ávallt
höfum við litið upp til þín, enda hefur
þú ætíð staðið fast á þínum skoðun-
um og haft eitthvað um öll mál að
segja, lítil sem stór.
Sárast af öllu þykir okkur hins
vegar að við komum aldrei aftur til
með að heyra rödd þína eða að inni-
legt bros þitt eigi ei framar eftir að
hlýja okkur um hjartarætur. Allt
verður öðruvísi en áður.
Vita máttu, elsku amma, að við
munum ávallt geyma minninguna um
brosið, hláturinn og stundirnar sem
við áttum saman svo lengi sem við lif-
um. Þú hefur haldið áfram á næsta
áfanga ferðar þinnar um veröldina, á
undan okkur hinum og getum við því
aðeins beðið þess að leiðir okkar
mætist þegar hin alvalda klukka slær
okkur hinum síðustu hljómum.
Þínar sonardætur,
Hrönn, Katla og Hildur.
Elsku amma. Nú ertu farin og eftir
sitjum við með sorg í hjarta. Það eru
ógleymanlegar stundirnar sem við
áttum saman. Þegar við vorum yngri
komum við oft í Eikjuvoginn á góðum
sumardögum til þess að fara í pollinn
hjá þér eins og þú kallaðir heita pott-
inn ykkar alltaf. Þegar við komum til
ykkar afa voru ávallt ýmsar kræs-
ingar á borðum. Þú fórst einnig oft
með okkur í bæinn eða eitthvað ann-
að og ósjaldan endaði sú ferð á kaffi-
húsi, ísbúð eða á matsölustað.
Þegar við komum í heimsókn til
þín eða þú til okkar tókstu okkur oft
á eintal til þess að ræða við okkur,
hvernig gengi í skólanum, hvort okk-
ur vanhagaði um eitthvað og ræddir
við okkur hvort þú gætir liðsinnt
okkur á einhvern hátt. Þú varst svo
ung í anda, fjörug og alltaf til í að
gera eitthvað skemmtilegt með okk-
ur.
Þegar þið afi buðuð börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
heim var það til siðs hjá okkur
frændsystkinunum að vera með ýmis
skemmtiatriði, til dæmis frumsamin
leikrit eða tískusýningar þar sem við
fórum í fataskápinn hennar ömmu.
Öll barnabörnin voru sjálfkrafa með-
limir klúbbsins og kölluðum við hann
Bleiku bólurnar og sáum við eldri um
að stjórna öllu saman.
Amma var mikill dýravinur og
passaði vel upp á að smáfuglarnir
væru ekki truflaðir þegar þeir lágu á
eggjum. Til dæmis mátti enginn
labba yfir brúna upp í sumarbústað
sumarið sem fuglanir voru með
hreiður undir brúnni. Hundurinn
okkar, Líf, var í miklu uppáhaldi hjá
ömmu. Hún þekkti hljóðið í bílnum
þegar þau komu í heimsókn og vældi
við útidyrnar til að komast út til að
taka á móti ömmu og afa og fá harð-
fiskroð frá þeim.
Við fráfall þitt hefur ákveðið tóma-
rúm myndast í hjörtum okkar. Það er
undarleg tilfinning að hugsa til þess
að hitta þig aldrei aftur þegar við för-
um í heimsókn í Eikjuvoginn. En við
eigum margar yndislegar minningar
um þig og minnumst þín með hlýhug.
Guð blessi minningu þína, elsku
amma.
Íris Hlín, Svavar Jón
og Lilja Dögg.
Þetta er undarlegt líf. Stundum er
gleði og stundum er sorg, án ástæðu
eða tilgangs. Óútreiknanlegt og ófyr-
irsjáanlegt, eins og veðrið eftir ár.
Stundum er fólk veikt og stundum
heilsuhraust, hver og hvers vegna,
enginn veit. Það eina sem virðist
öruggt í þessu lífi er að engu er lofað í
upphafi. Það er enginn viðstaddur
fæðinguna sem segir: Þú munt lifa í
85 ár og hljóta þetta mikla hamingju
og þetta miklar sorgir. Búa við þetta
góða heilsu eða heilsuleysi. Ekki hafa
áhyggjur, lífshamingjunni mun
verða réttlátt skipt niður hjá þér eins
og öllum öðrum. Lífið fær maður
ekki með innbyggðu réttlæti. Það
eina sem maður getur gert er að vera
þakklátur fyrir það góða í lífinu. Fyr-
ir það sem maður fær, því enginn lof-
aði því í upphafi. Stundum er maður
heppinn.
Það undarlegasta við þetta líf er
hins vegar þegar það hverfur. Þegar
það stoppar, hættir, er ekki lengur.
Fólk deyr einhvern veginn ekki, en
gerir það samt. Fólk hverfur bara
ekki si svona, en gerir það samt. Fólk
deyr og hverfur og eftir stöndum við
með tómarúm í hjartanu og lífinu.
Einhvern veginn er allt í einu komið
gat og maður getur ómögulega skilið
hvers vegna eða hvað maður á að
gera. Heill heimur horfinn. Þar sem
áður voru minningar, saga, reynsla,
hlátur, dans, þvottur og skúringar, er
allt í einu ekki neitt. Nema steinn í
garði. Það eina sem maður getur gert
er að vera þakklátur fyrir að þessi
manneskja, amma mín, var eitt af því
góða í lífinu, þar sem maður var
heppinn. Takk, amma mín, fyrir allt,
þú varst frábær. Minningarnar um
þig geymi ég á sérstökum stað.
Kveðja.
Kristjón Freyr.
ÓLÍNA
JÖRUNDSDÓTTIR
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning