Morgunblaðið - 28.06.2005, Page 39

Morgunblaðið - 28.06.2005, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 39 FRÉTTIR YFIR 300 hundar af tæplega 40 tegundum voru sýndir á sumarsýningu Hundaræktarfélags Ís- lands um helgina, sem fór ákaflega vel fram að sögn aðstandenda sýningarinnar. Um 40 börn og unglingar tóku jafnframt þátt í keppni ungra sýnenda, sem orðin er fastur liður í hundasýn- ingum félagsins. Þrír dómarar komu til landsins til að dæma hundana og voru þeir allir sammála um að sýn- ingin hafi verið ákaflega glæsileg í alla staði. Enrique Filippini frá Argentínu fór jafnframt fögrum orðum um land og þjóð, sagði að Íslend- ingar kæmu sér fyrir sjónir sem vingjarnlegt fólk sem byggði fallegt land. Enrique ferðast allan ársins hring um heiminn til að dæma á hundasýn- ingum og segist reyna að nýta sýningar til að miðla reynslu sinni til hundaeigenda og rækt- enda. Hann segir að almennt hafi hundarnir á sýningunni verið í háum gæðaflokki og ljóst sé að íslenskir ræktendur leggi metnað í ræktunina, enda hafi um 80% af hundunum sem hann dæmdi verið afar fallegir. Karl-Erik Johanson frá Svíþjóð hefur áður komið til Íslands til að dæma á hundasýningum og segist sjá þó nokkrar framfarir í rækt- unarmálum frá því hann var hér síðast fyrir nokkrum árum. Um sigurvegara sýningarinnar, whippet-tíkina ungu, segir hann að þar sé á ferð- inni stórglæsileg tík, sem þrátt fyrir ungan aldur hafi allt til að bera sem sigurvegara geti prýtt. Hún sé í senn gullfalleg, með gott geðslag og framúrskarandi hreyfingar. Karl-Erik dæmdi jafnframt hvolpa á aldrinum 6–9 mánaða og valdi úr hópi þeirra írsku settertíkina Cararua Alana, sem sigurvegara, tík sem eigi sannarlega fram- tíðina fyrir sér. Hans Åke Sperne er orðinn íslensku hunda- áhugafólki að góðu kunnur, enda hefur hann margoft komið hingað til lands og haldið hér fyr- irlestra og námskeið, auk þess að dæma hunda. Hann hefur átt og ræktað íslenska fjárhunda í tvo áratugi og þykir sérfræðingur um þjóð- arhund okkar Íslendinga. Hann segir að vissu- lega hafi margir fallegir íslenskir fjárhundar ver- ið á sýningunni, en þeir hafi þó verið býsna misjafnir að gæðum. Auk þess hafi suma hundana skort hugrekki, eiginleika sem þurfi að vera til staðar hjá hundum af þessari tegund. Hans Åke leggur áherslu á að við ræktun ís- lenska fjárhundsins verði í framtíðinni hugað vel að lunderni jafnt sem útliti. Áhersla á þjálfun barna og unglinga Hann dæmdi jafnframt yngstu hvolpana, 4–6 mánaða og sagði þá marga hafa verið bráð- efnilega. Agnarsmár síðhærður chihuahua- hvolpur, Stjörnuskins Karl, var sigurvegari í yngri hvolpaflokki og segist Hans Åke hafa séð í honum afar vel byggðan hvolp, með dásamlegt lunderni, hugrakkan og glaðan. Hluti af starfsemi Hundaræktarfélags Íslands er þjálfun barna og unglinga í þeirri sérstöku tækni að sýna hunda, en í keppni á því sviði eru meðal annars metin samskipti barns við hund og hæfni í að draga fram helstu kosti hvers hunds. Það kom í hlut Hans Åke að dæma ungu sýnend- urna og segist hann bæði hafa verið með kökk í hálsi og tár í augum þegar hann horfði á börnin með hundana. Þau hefðu sýnt mikla færni og væru í langflestum tilvikum betri í sýningarhring en fullorðnir sýnendur. Hann segir ljóst að barna- og unglingastarf félagsins hafi eflst til muna og nú orðið séu fjölmargir ungir sýnendur komnir í fyrsta klassa. Hundarnir þóttu í háum gæðaflokki Morgunblaðið/ÞÖK Unga fólkið setti mikinn svip á hundasýninguna. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Besti öldungur sýningarinnar var írska settertíkin Tandra-Ásta Sóllilja. Eigandi hennar er Arinbjörn Friðriksson og á myndinni er Enrique Fil- ipgini frá Argentínu, en Þorbjörg Ásta Leifsdóttir sýndi tíkina. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Besti hvolpur í flokki 6 til 9 mánaða var valinn írska settertíkin Cararua Alana, en með henni á myndinni eru Karl Erik Johanson, dómari frá Sví- þjóð, og Auður Sif Sigurgeirsdóttir. Sumarsýning Hundaræktar- félagsins var um helgina. Brynja Tomer fylgdist með. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ágústa Pétursdóttir fædd 1991 varð hlutskörpust ungra sýnenda í eldri flokki. Með henni á myndinni er dómarinn Hans Åke Sperne og ameríski Cocker Spaniel-hundurinn Gull-Gæfu Wet N Vild. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Besti hundur sýningarinnar var að þessu sinni Whippet-tíkin Courtborne Keyzers Arwen sem keppti sem ungliði, en eigandi hennar er Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir sem jafnframt er á myndinni. Höfundur er áhugamaður um hundarækt. FJÓRIR nemendur landskeppninnar í efnafræði, sem fram fór í febrúar sl., voru valdir til að keppa fyrir hönd Íslands á 37. Ólympíuleikunum í efnafræði sem fara fram í Taívan dagana 16.–25. júlí í sumar. Þeir eru: Tomasz Halldór Pajdak, Arnar Þór Stefánsson, Hildur Knútsdóttir og María Óskarsdóttir. Jakob Tómas Bullerjahn getur ekki verið með þar sem hann verður orðinn tvítugur í sumar, en kepp- endur á ólympíuleikunum verða að vera yngri en 20 ára. Inga Steinunn Helgadóttir ákvað að taka heldur þátt í Ólympíuleikunum í stærðfræði og Þórey María Maríusdóttir tekur þátt í Ólympíuleikunum í eðlisfræði. Í júní og júlí verður ólympíuliðið í tveggja vikna þjálfun í Háskóla Ís- lands fyrir Ólympíuleikana. Tveir þjálfarar fara með ólympíuliðinu til Taívans, en þeir eru Finnbogi Ósk- arsson og Gísli Hómar Jóhannesson. Félagar úr Efnafræðifélagi Ís- lands og Félagi raungreinakennara höfðu umsjón með landskeppninni en markmið keppninnar er að efla áhuga framhaldsskólanema á efna- fræði. Menntamálaráðuneytið veitti styrk fyrir ferðinni til Taívans en aðrir styrktaraðilar eru Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Actavis, Seðlabanki Íslands, Málning, VGK verkfræðistofa, Sementsverk- smiðjan, A&P Árnason, Prókaría, Lyfjaþróun og Ensímtækni. Ólympíuleikarnir í efnafræði Fyrir ríkissátta- semjara Í frétt blaðsins á laugardaginn var sagt frá því að þau þrjú bæjarstétt- arfélög sem slitu sig frá samflotsvið- ræðum á sínum tíma hefðu náð sam- komulagi um nýja samninga. Var einnig tekið fram að þeir hefðu verið samþykktir af félagsmönnum. Hið rétta er að bæjarstéttarfélag Hafnarfjarðar hefur náð samkomu- lagi, sem félagsmenn hafa staðfest en bæjarstéttarfélög Akraness og Kópavogs náðu ekki samkomulagi við launanefnd sveitarfélaga og hef- ur deilu þeirra verið vísað til ríkis- sáttasemjara. Glaðr og reifr skyli gumna hverr Í minningargrein Heimis Áskels- sonar um Ketil Högnason á blaðsíðu 24 í Morgublaðinu í gær, mánudag- inn 27. júní, urðu tvær leiðar misrit- anir. Önnur varð í örstuttri tilvitnun í Hávamál. Þar átti að standa: Glaðr og reifr skyli gumna hverr unz sinn bíðr bana Hin villan var í tilvitnun í Hómer. Þar átti að standa: „En hvort heldur okkur þykja orð Hómers um að hinir ódauðlegu guðir muni „flytja þig til hins Elysiska vallar“ við hæfi eða við tökum undir inn- gangsorð hinnar íslezku Hóm- ilíubókar um að „Fögnuður verður þessa heims sá hæstur er góður maður fagnar engla tilkvomu á dauðastund sinni“, er víst að minningin lifir um góðan dreng.“ LEIÐRÉTT ♦♦♦                      

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.