Morgunblaðið - 28.06.2005, Page 44

Morgunblaðið - 28.06.2005, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Þriðjudagstónleikar Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvík. www.lso.is - lso@lso.is 28. júní kl. 20:30 Helga Þórarinsdóttir víóla og Kristinn H. Árnason gítar Samhljómur víólu og gítars. Verk eftir Marcello, Vivaldi, Carulli, De Falla og Árna Thorsteinsson. HAFI einhver búist við að Toccata quinta eftir Girolamo Frescobaldi, sem Hörður Áskelsson flutti á opnunartónleikum raðarinnar Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju, væri eitthvað í lík- ingu við hina frægu Tokkötu og fúgu eftir Bach, þá hlýtur sá sami að hafa orðið vonsvikinn. Verk Frescobaldis er innhverft og spunakennt; það var að vísu fullt af hröðum nótnahlaupum eins og lög gera ráð fyrir (toccata er þýtt sem snertla á ís- lensku – organistinn þarf að spila svo hratt að hann rétt snertir nóturnar) en það var aðallega í formi skrauts sem virtist ekki hafa neinn sérstakan til- gang. Hvergi var greinanleg sú magnþrungna spenna sem einkennir Tokkötu og fúgu eftir Bach. Að mínu mati var það samt allt í lagi; hver segir að tónlist þurfi alltaf að vera einhver flugeldasýning? Verk Frescobaldis var fyrst og fremst fallegt þó það væri laust við drama og skrautið, trillur og annað í þeim dúr, virkaði skemmtilega spontant. Túlkun Harðar var líka ómþýð og sannfærandi og hann átti greinilega ekki í neinum vandræðum með tæknileg atriði tónlistarinnar. Tónleikarnir báru yfirskriftina Á milli tokkata, enda var efnisskráin eins og samloka þar sem brauðsneiðarnar voru tokkötur en áleggið allt mögulegt annað. Prelúdía í e moll eftir Nicolaus Bruhns, sem var næsta atriði dagskrárinnar, var þó frekar í ætt við brauðsneið en álegg – á vissan hátt var hún meiri tokkata en tónsmíð Frescobald- is. Hún hófst á dramatískum tónum sem Hörður útfærði af viðeigandi tilfinningaþunga og von bráð- ar komu hröð og glæsileg nótnahlaup sem náðu áhrifamiklum hápunkti í lokin. Svipaða sögu er að segja um túlkun Harðar á hinum tónsmíðunum fyrir hlé; Grand dialogue eftir Louis Marchand var fullur af tilfinningum og tvö verk eftir Bach voru sérlega hrífandi í meðförum Harðar. Hið síðara, Fantasía í G-dúr, var afburða- vel leikið; flutningurinn einkenndist af skýru, jöfnu fingraspili og túlkunin var svo markvisst byggð upp og stílhrein að unaður var á að hlýða. Persónulega fannst mér ekki eins gaman að hlýða á fyrsta kóral Cesars Franck, sem Hörður flutti eftir hlé. Vissulega var spilamennskan aðdá- unarverð, en fyrirsjáanleg rómantíkin passaði ekki alveg á eftir heiðríkjunni í tónlist Bachs. Hinsvegar var verulega gaman að Tokkötu til minningar um Pál Ísólfsson eftir Jón Nordal, sem var síðasta atriði tónleikanna. Tokkatan var hin brauðsneiðin í samlokunni sem fyrr var nefnd, ekki franskbrauð heldur gróf með vænum slatta af sól- kjörnum og gott ef það var ekki rúgur í henni líka! Tónlistin var þrungin andstæðum og kom stöðugt á óvart; andrúmsloftið var myrkt, nánast hryss- ingslegt og sama hendingin sem kom fyrir aftur og aftur í ýmsum myndum skapaði sterka heild- armynd. Öll megineinkenni verksins komu vel fram í hnitmiðaðri og nákvæmri túlkun Harðar; flutningurinn var glæsilegur og lokahnykkurinn, þar sem allt ætlaði um koll að keyra, var beinlínis brjálæðislegur. Þó maður hafi verið hálfheyrn- arskertur á eftir er alltaf gaman að heyra orgelið keyrt í botn í Hallgrímskirkju. Meira svona! Engin flugeldasýning, og þó … TÓNLIST Hallgrímskirkja Hörður Áskelsson flutti tónsmíðar eftir Frescobaldi, Bruhns, Marchand, Bach, Franck og Jón Nordal (auka- lagið var eftir Pál Ísólfsson). Sunnudag, 26. júní. SUMARKVÖLD VIÐ ORGELIÐ Hörður Áskelsson við orgelið í Hallgrímskirkju. Hörður er listrænn stjórnandi tónleikaraðar- innar Sumarkvöld við orgelið. Morgunblaðið/Jim Smart Jónas Sen SEXÞÆTTUR Oktett Franz Schu- berts í F-dúr frá 1824 fyrir klarínett, horn, fagott og strengjakvintett á sér hvað form, blæ og hljóð- færaskipan varðar augljósa fyr- irmynd í Septett Beethovens (1800). Varð septettinn raunar snemma svo feikivinsæll að það fór að lokum í taugarnar á snillingnum, enda frá hans hendi aðeins skemmtiverk í anda dívertímentóa 18. aldar og sízt ætlað að skyggja á veigameiri smíð- ar. En vinsældirnar gátu brátt fjölda eftirlíkinga, og komust verk fyrir slíkar „örsinfóníusveitir“ beinlínis í tízku á Biedermeyerskeiðinu. Non- etta Spohrs (1813) er kannski eitt bezt heppnaða dæmið í greininni, einkanlega hvað jafnvægi snertir, þökk sé grandvörum rithætti tón- skáldsins gagnvart raddmisvægi áhafnar. Þetta svo að segja „innbyggða“ ósamvægi er nefnilega stærsti höf- uðverkur slíkra blandaðra spilhópa með aðeins einskipað í strengjaradd- ir. Það kom berlega í ljós í litla högg- myndasalnum í Laugarnesinu á sunnudag, þar sem einkum horn og klarínett breiddu sig svo valds- mannslega yfir mjósleginn strengja- hljóminn að ekki hefði veitt af a.m.k. tvöföldum strengjakvartett ofan á bassann. Varla var við blásarana að sakast, er trúlega léku eins varfærn- islega og þeir gátu. Smæð húsnæð- isins gerði mönnum né heldur auð- veldara fyrir. En þó að sjaldan borgi sig í litlum salarkynnum að gefa mjög hraustlega í, hefði strengja- kvintettinn – einkum fiðlur og víóla – samt mátt taka meira á. Gruppo Atlantico var stofnaður 2003 og hefur einkum haldið hljóm- leika að sumarlagi. Hann lék hér með gestaleikurum á selló og blást- urshljóðfæri, og burtséð frá téðum jafnvægisvanda og örlitlum stirð- leikavotti í byrjun tókst honum yfirleitt ágætlega upp. Bezt í Scherzóinu (III), tilbrigðunum um ástardúett Schuberts úr „Die Freunde von Salamanka“ (IV) og hröðum síðasta og sinfónískasta þætti verksins. Adagíóið (II) og Menúettinn (V) voru hins vegar í daufara lagi og skorti flesta þá spennu er byggja má upp með mark- vissri stórmótun. Sú næst aftur á móti sjaldnast nema með þrotlaus- um samæfingum, og fer þar dæmi- gerður aðaldragbítur íslenzks kammertónlistarflutnings. Pantandi þessa himneskt langa „húsmúsík“-verks Schuberts, von Troyer greifi í Vínarborg, var klar- ínettleikari, og skýrir það hlutfalls- lega fyrirferð klarínettraddar – ólíkt Septett Beethovens sem kalla mætti hálfgildings fiðlukonsert. Var margt bráðvel spilað af þeim Rúnari, Emil og Darren, þó að stundum hefði mátt heyrast betur í fagottinu. Hæverskur kontrabassi Þóris og ávallt velbalanserað selló Sigurgeirs mynduðu pottþéttan strengjabotn. Hins vegar heyrðist ívið of lítið í víól- unni, og snyrtilegar en oft óþarflega hlédrægar fiðluraddirnar hefðu í heild mátt vera atkvæðameiri og blóðríkari. Með inn- byggðu misvægi TÓNLIST Sigurjónssafn Schubert: Oktett í F fyrir strengi og blás- ara D803. Gruppo Atlantico (Sigurlaug Eðvaldsdóttir og Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla, Guðrún Þórarinsdóttir víóla og Þórir Jóhannsson kontrabassi) ásamt Sig- urgeiri Agnarssyni selló, Rúnari Ósk- arssyni klarínett, Emil Friðfinnssyni horn og Darren Stonham fagott. Sunnudaginn 26. júní kl. 17. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Bezt var Gruppo Atlantico í tilbrigðunum um ástardúett Schuberts úr Vinunum frá Salamanka. Mál og menning hefur gefið út bók- ina Móðir í hjá- verkum eftir Allison Pearson í þýðingu Oddnýjar Sturludóttur. Bók- in fjallar um Kate Reddy, sem er framakona í fjár- málaheiminum en einnig eiginkona og tveggja barna móðir. Kate á í basli við að samhæfa vinnu og einkalíf; kljást við kröfuharða yfirmenn, eig- inmann og þurftafrek börn. Í ritdómi Entertainment Weekly seg- ir m.a.: „Ímyndið ykkur Kate Reddy sem Bridget Jones, eldri, þroskaðri, gifta, útivinnandi tveggja barna móð- ur… Bráðskemmtilegt.“ Skáldsaga Edda útgáfa hefur gefið út bókina Ást- argaldra sem Rakel Pálsdóttir og Jón Jónsson tóku saman. Bókin kemur einnig út í enskri þýðingu Önnu Ben- assi undir heitinu Love Charms. Í bókinni er að finna úrval ástar- galdra alls staðar að úr Evrópu og nokkrar skemmtilegar sögur með. Sumt byggir á heimildum en annað á þjóðsögum. Bókin er hugsuð sem skemmtun. Afþreying Mál og menning hefur einnig gefið út spennusöguna Fimmtu konuna eftir Henning Mankell í þýðingu Vigfúsar Geirdal. Gamall, hæg- látur maður finnst hengdur á odd- hvössum bambusstöngum úti á engi. Skömmu síðar hverfur blóma- sali sporlaust en finnst síðan myrtur úti í skógi. Hvers vegna er verið að myrða þessa rosknu hæglætis- menn? Henning Mankell, sem hlotið hefur margskonar verðlaun fyrir bækur sín- ar, er einn vinsælasti rithöfundurinn um þessar mundir. Gerðar hafa ver- ið fjölmargar kvikmyndir eftir bókum hans. Fimmta konan er sjötta bókin sem kemur út á íslensku í röð glæpa- sagna Mankells sem fjalla um lög- regluforingjann Kurt Wallander. Spennusaga Edda útgáfa náði nýlega samn- ingum við litháíska bókaforlagið Zara um útgáfu á þremur íslensk- um verðlaunabókum fyrir börn. Bækurnar eru: Sagan af bláa hnett- inum eftir Andra Snæ Magnason, Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Guð- rúnu Helgadóttur og Engill í vest- urbænum eftir Kristínu Steins- dóttur. Andri Snær hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir bók sína og hefur hún verið gefin út m.a. í Færeyjum, Eistlandi, Ítalíu og Kóreu. Bók Guð- rúnar um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna er vel þekkt og er ein vin- sælasta barnabók landsins. Hún hefur nú þegar komið út m.a. í Dan- mörku, Noregi og Hollandi. Engill í vesturbænum hlaut á síðasta ári Norrænu barnabókaverðlaunin. Litháen er fjórða landið sem verkið ferðast til en áður hefur bókin verið þýdd á sænsku, færeysku og græn- lensku. Barnabækur MIKIL barátta hefur verið um útgáfuréttinn á glæpasögu Ævars Arnar Jósepssonar, Svörtum Englum, í Hollandi. Barátta hollenskra bókaút- gefenda stóð yfir í níu daga og var uppboðið mjög fjörugt samkvæmt upplýsingum frá útgefanda. Valgerður Bene- diktsdóttir hjá réttindastofu útgáfufélagsins Eddu segir þetta mikið gleðiefni en bókin þrefaldaðist í verði frá fyrsta tilboði í þessum slag. Bókin var tilnefnd til Norrænu glæpasagnaverðlaunanna í ár og Valgerður telur að það hafi mikið að segja um sölu henn- ar. „Það eru margir að skoða handritið víða um heim, bæði á Norðurlöndum og í Evrópu. Til- nefningin til norrænu glæpasagnaverðlaunanna hjálpar mjög mikið og vekur mikla athygli.“ Útgefendur treysta oftar en ekki á dóm- greind annarra útgefanda og í þessu tilfelli er það góðs viti fyrir áframhaldandi sölu. „Þegar fréttist að verk hafi þótt svona fýsilegt þá kem- ur það sér vel fyrir seljendur.“ segir Valgerður. Það var forlagið Signature sem hreppti hnossið en það forlag gefur meðal annars út verk Arnaldar Ind- riðasonar og Kristínar Marju Baldursdóttur. Að sögn Valgerðar kom útgefandinn til Íslands fyrir ári síðan á glæpasagna- ráðstefnu og kynntist þá höfundinum og verkum hans. Salan hefur því haft nokkuð langan aðdraganda. Meðal annarra höf- unda forlagsins eru Jostein Gaarder, Ingvar Ambjörnsen, Sjöwall & Wahlöö, Kurt Aust, Leena Lehtolainen, Åke Edvardson, og Carlos Ruiz Zafón. Metsölubók Ruiz Zafón, Skuggi vindsins, er væntanleg í íslenskri þýð- ingu í haust hjá Máli og menningu. Í Þýskalandi hefur hið þekkta forlag RandomHouse tryggt sér réttinn að Svörtum englum. Ævar Örn Jósepsson Barist um útgáfurétt á Svörtum englum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.