Morgunblaðið - 28.06.2005, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 47
RAPPARINN og kvikmynda-
stjarnan Ice Cube hefur átt mis-
jöfnu gengi að fagna á hvíta tjald-
inu. Það hefur blásið nokkuð
byrlega hjá honum að undanförnu
hvað vinsældir varðar, en Cube
var drifkrafturinn á bak við hina
vinsælu gamanmynd Barbershop
sem síðar var fylgt eftir með
framhaldsmynd. Nýjasta verkefni
leikarans, Are We There Yet?, er
búin til í sama anda fjölskyldu-
væns gróðabrasks. Metnaðurinn
sem einkenndi upphaf ferils Ice
Cube hefur heldur dalað en hann
vakti fyrst athygli sem meðlimur í
hinni árásargjörnu rappsveit
NWA (Niggers With Attitude) og
stóð sig afar vel í fyrstu mynd
John Singleton, Boyz N the Hood.
Þessar rætur leikarans eru þó
víðsfjarri í nýju myndinni sem
fjallar um ungan mann sem hefur
eignast nýjan bíl og kynnst nýrri
konu. Lærdómsferli sögupersón-
unnar leiðir hann síðan að þeirri
niðurstöðu að konan sé mikilvæg-
ari en bíllinn, þó svo að sam-
keppnin sé hörð allt fram á síð-
ustu stundu.
Það er varla að taki því að lýsa
söguþræði myndarinnar, þar sem
slík lýsing útheimtir sennilega
meiri framkvæmdarsemi en höf-
undar handritsins töldu við hæfi
að leggja í skriftirnar. Látum því
nægja að segja að persónan sem
Ice Cube leikur, Nick nokkurn
Person, sem tekur að sér það hlut-
verk að aka tveimur börnum kon-
unnar sem hann er skotinn í til
Kanada. Myndin lýsir ferðalaginu
sem vitanlega gengur ekki vel.
Nick er með eindæmum illa við
börn og við tekur endalaus röð
„skondinna“ atriða þar sem
árekstrar hans við börnin eru í
forgrunni. Uppistaða þessara
gamanatriða eru uppköst og kló-
settferðir. Væmnin kemur til sög-
unnar þegar Nick byrjar að
mynda tengsl við börnin en þá
birtist djúpstæð tilfinningaleg hlið
myndarinnar í öllu sínu veldi:
börnin þrá að eignast pabba og að
lokum tekur ísmolinn að bráðna
frammi fyrir „krúttlegum“ uppá-
tækjum krakkanna. Uppátækin
hafa vitanlega þau áhrif að skaða,
síðan skemma og að lokum eyði-
leggja bílinn sem Cube stoltur í
bragði fjárfesti í á fyrstu mínútum
myndarinnar.
Fátt er um myndina að segja
annað en að formúlunni er fylgt í
hvívetna, en jafnvel ókræsilegustu
klisjur eru á einhvern dularfullan
máta afskræmdar í meðförum að-
standenda. Þá situr áhorfandi uppi
með einhverja verstu barnaleikara
sem sést hafa um langt skeið, og
er þá mikið sagt þar sem Holly-
wood er annars vegar, og úrlausn
myndarinnar nær að vera jafnvel
enn hjákátlegri en hún er fyrir-
sjáanleg.
KVIKMYNDIR
Smárabíó og Laugarásbíó
Erum við komin? (Are We There Yet?)
Leikstjórn: Brian Levant. Aðalhlutverk:
Ice Cube og Nia Long. Bandaríkin,
90 mín.
Langdregið ferðalag
Heiða Jóhannsdóttir
Miðað við þessa nýjustu mynd Ice
Cube er hann kominn á kaf í
formúlumyndirnar, að því er
fram kemur í umsögn um „Are
We There Yet?“.
ur spilum sem gestir frá Íslandi.“
Ferðina til Ítalíu verða þeir þre-
menningar að greiða úr eigin vasa
og því hafa þeir ákveðið að blása
til styrktartónleika í Stúdenta-
kjallaranum þriðjudagskvöldið 28.
júní.
„Tónleikarnir eru hugsaðir til
að hjálpa okkur að standa á eigin
fótum og einnig til að landsmenn
nái að heyra í okkur svona rétt
áður en við verðum heimsfrægir,“
segir Gunnar hvergi banginn.
„Þetta er í fyrsta sinn sem það
kostar inn á tónleika með okkur.
Okkur finnst frekar skrýtið að
rukka fólk en við vonum að fólk
fyrirgefi okkur það þar sem þetta
er til að reyna að koma okkur að-
eins á framfæri.“
HLJÓMSVEITINA Malneiro-
phrenia skipa þeir Gunnar Theo-
dór Eggertsson píanóleikari, Hall-
grímur Jónas Jensson sellóleikari
og Hallur Örn Árnason bassaleik-
ari. Hljómsveitin hefur spilað sam-
an í nokkur ár en tekið tals-
verðum breytingum á þeim tíma,
bæði hvað varðar liðsmannafjölda
og tónlistarstefnu.
„Við vorum sex þegar mest var
og spiluðum þá þungarokk. Nú er-
um við þrír og leikum tónlist sem
oft hefur verið líkt við kvikmynda-
tónlist. Þetta eru klassísk hljóð
stundum blönduð við pönk og
óhljóð,“ útskýrði Gunnar Theodór
í samtali við Morgunblaðið.
Hljómsveitin leikur frumsamin
lög, mörg þeirra voru samin á
fyrstu árum hljómsveitarinnar en
þau eru nú leikin í breyttum út-
setningum.
Þrátt fyrir stuttan lífaldur
hljómsveitarinnar Malneirophren-
ia eru þeir þremenningar nú á leið
til Ítalíu til að leika á tónlistar-
hátíð. Um er að ræða árlega hátíð
sem fer fram í pínulitlum bæ sem
heitir Acquaviva delle Fonti og er
á Suður-Ítalíu.
Aðdraganda ferðarinnar lýsir
Gunnar: „Kærasti vinkonu okkar
sem er búsett er á Suður-Ítalíu
sér um þessa hátíð ásamt vinum
sínum. Þetta eru einskonar mús-
íktilraunir Suður-Ítalíu þar sem
ýmsar hljómsveitir koma og
keppa. Þeim datt svo í hug að fá
okkur til að vera gestahljómsveit
og leika fyrir viðstadda. Við tök-
um þó ekki þátt í keppninni held-
Þeir Markús Bjarnason og Guð-
laugur Kristinn Óttarsson sem
ætlar að leika á gítar koma auk
þess fram á tónleikunum auk
Malneirophrenia.
„Við hvetjum alla til að koma og
styrkja okkur, kynnast okkur og
heyra í okkur,“ segir Gunnar að
lokum.
Þess má til gamans geta að
hægt er að heyra nokkur laga
Malneirophrenia á tónlistarvefnum
rokk.is, þó með örlítið breyttu
sniði en hljómsveitin leikur þau í
dag.
Tónlist | Hljómsveitin Malneirophrenia leikur á Ítalíu
Klassík í bland
við pönk og óhljóð
Tónleikar Malneirophrenia hefjast
í Stúdentakjallaranum klukkan 21.
Aðgangseyrir er 500 krónur.
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
Frá leikstjóra Bourne Identity
400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktarmeð rauðu
Sýnd kl. 8
553 2075☎
- BARA LÚXUS
INNRÁSIN HEFST 29. JÚNÍ
INNRÁSIN HEFST 29. JÚNÍ
Eru allir klárir í ævintýralega fyndið ferðalag?
Það sem getur farið úrskeiðis, fer úrskeiðis!
Sýnd kl. 6
Frábær gamanmynd fyrir alla fjölskylduna
sem fór beint á toppinn í USA
Bourne Identity
„Þrælgóð skemmtun“
Ó.Ö.H - DV
Ó.Ö.H - DV
Blaðið
Blaðið
ÞÞ - FBL
Miðasala opnar kl. 17.00
Hinn eini rétti
hefur aldrei verið
eins rangur!
Frábær
gamanmynd
sem fór beint á
toppinn í USA. Missið ekki af svölustu
mynd sumarsins með
heitasta pari heims!
Blaðið
Sýnd kl. kl. 6, 8.30 og 10.40
„Skotheld frá A-Ö
Afþreying í hæsta klassa“
K&F - XFM
„Þrælgóð skemmtun“
Ó.Ö.H - DV
Missið ekki af svölustu mynd
sumarsins með heitasta pari heims!
YFIR 26.0
00 GESTIR
YFIR 26.000 GESTIR
AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINSyfir 37.000 gestir
x-fm
Sýnd kl. 6 og 9 B.i 10 ÁRA Sýnd kl. 5.40 og 8 B.i 16 ÁRA
FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ
LEIKSTJÓRA LEGALLY BLONDE
JANE
FONDA
JENNIFER
LOPEZ
„Þrælgóð skemmtun“
Ó.Ö.H - DV
„Skotheld frá A-Ö
Afþreying í hæsta klassa“
K&F - XFM
ÞÞ - FBL
Sýnd kl. 8 og 10.20 B.i 14 ára
kl. 10.10 B.i 16 ÁRA
INNRÁSIN HEFST 29. JÚNÍ
ÞÞ - FBL
Bourne Identity
Blaðið
„Skotheld frá A-Ö ---- Afþreying í hæsta klassa“
K&F - XFM
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i 14 ára
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20
Kevin Costner og Joan Allen fara á
kostum í hættulega fyndinni og
mannlegri gamanmynd.
Ó.Ö.H - DV
Ó.Ö.H - DV
Síðustu sýningar
Síðustu sýningar
Síðustu sýningar