Morgunblaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur áhyggjur af
frágangi á afrein á gatnamótum Miklubrautar
og Kringlumýrarbrautar og telur að breytingar
sem gerðar hafa verið á afreininni séu afturför.
Árni Friðleifsson varðstjóri í umferðardeild
hefur skoðað aðstæður og komið ábendingum á
framfæri við Gatnamálastofu.
Ekki hefur verið tilkynnt um óhöpp á þessum
stað eftir breytingarnar, sem felast í því að
bílar á leið norður Kringlumýrarbraut hafa ekki
lengur sérafrein þegar þeir beygja til austurs
inn á Miklubraut. Nú verða þeir að bíða við
þrengingu á afreininni eftir umferð á Miklu-
brautinni. Segir Guðmundur Guðnason, verk-
efnisstjóri hönnuða fyrir gatnamótin, að þessar
breytingar hafi verið gerðar til að fækka óhöpp-
um.
„Þetta var óhappastaður og þá var farið í að
gera gatnamótin einsleit,“ segir hann og vísar
til þess að í öllum hinum beygjunum hafi afrein-
ar verið með biðskyldu og bílar þurft að víkja
fyrir umferð á aðalbrautinni. „Umferðin sem
tekur hægri beygju af Kringlumýrarbraut þarf
því nú að bíða eftir umferð á Miklubraut. Þar
sem þetta er stuttur kafli var það mat hönn-
unarhópsins að þetta væri betri kostur upp á
umferðaröryggi en það sem fyrir var.“
Gamla fyrirkomulagið órökrétt
Guðmundur segir að vissulega sé þessi breyt-
ing óþægilegri fyrir þann sem beygir af
Kringlumýrarbraut og þarf að bíða eftir umferð
á Miklubraut en að sama skapi þægilegri fyrir
umferð á Miklubraut. Muni það minnka hættu á
óhöppum.
Hann segir að gamla fyrirkomulagið, þar sem
umferð á Miklubraut þurfti að þvera afrein af
Kringlumýrarbraut til að komast inn að Kringl-
unni, hafi verið órökrétt að því leytinu að um-
ferð á Miklubraut sem er aðalbraut hafi ekki
átt réttinn inn að Kringlu.
Árni Friðleifsson lögregluvarðstjóri segir á
hinn bóginn að gamla fyrirkomulagið hafi geng-
ið ágætlega og hann minnist þess ekki að óhöpp
hafi verið tíð á afreininni þótt óhöpp hafi hins
vegar orðið á sjálfum gatnamótunum. „Við höf-
um nokkrar áhyggjur af svona aðgerðum og
sjáum fyrir okkur að hugsanlega geti orðið
þarna mikið af óhöppum a.m.k. til að byrja með,
s.s. aftanákeyrslum, og við höfum komið ábend-
ingum okkar til Gatnamálastofu,“ segir hann.
„Það getur þó vel verið að í framtíðinni muni
þetta ganga vel en maður setur alltaf varnagla
þegar breytingar af þessu tagi eiga sér stað.“
Morgunblaðið/RAX
Bíll kemur af Kringlumýrarbraut og þarf að bíða eftir umferð á Miklubraut. Til bóta segir hönnuður. Lögreglan segir breytinguna afturför.
Lögreglan óttast óhöpp í kjölfar
breytinga við Kringlumýrarbraut
FRAMKVÆMDIR eru nú hafnar á
svæði Vals á Hlíðarenda en þar
stendur til að byggja nýtt íþrótta-
hús með áfastri stúku og nýjan
keppnisvöll. Grímur Sæmundsen,
formaður Vals, segir að tengibygg-
ingin verði einnig stækkuð en í
henni verður félagsaðstaða sem og
aðstaða fyrir skrifstofuhald og
þjónustu.
„Við ætlum að klára þetta í
áföngum. Íþróttahúsið verður tilbú-
ið haustið 2006 en tengibyggingin
vorið 2007,“ segir Grímur.
Á Hlíðarenda eru nú tvö íþrótta-
hús en það nýrra verður rifið. Að
sögn Gríms er það hluti af heildar-
endurskipulagningu á svæðinu.
„Þetta hefur staðið til mjög lengi og
verið í vönduðum undirbúningi,“
segir Grímur sem gerir ráð fyrir að
þetta verði besta aðstaða á Íslandi
til að iðka knattspyrnu, körfubolta
og handbolta.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Framkvæmdir
hafnar á Hlíðarenda
AFDRIFARÍKAR breytingar urðu
á þorskstofninum um árið 1985 sem
valda því að stofninn er ekki lengur
fær um að endurnýjast með sama
hætti og hann gerði áratugina á und-
an og væntanlega um aldir. Þróun
hrygningarstofnsins og minnkandi
nýliðun „verður varla skilgreind
öðruvísi en sem nýliðunarbrestur
eða jafnvel sem umhverfisslys“.
Þetta kemur fram í grein í Morg-
unblaðinu í dag eftir þrjá starfsmenn
Hafrannsóknastofnunar, fiskifræð-
ingana Ólaf Karvel Pálsson og Einar
Hjörleifsson og verkfræðinginn
Höskuld Björnsson.
Í greininni kemur fram að nýliðun
þorsks, þ.e.a.s. viðbót við stofninn á
hverju ári, var 340 milljón fiskar árið
1983 en þremur árum síðar hrapaði
hún í 87 milljónir. Fyrir 1986 hafði
nýliðun aldrei farið nálægt 100 millj-
ón fiska mörkunum en frá 1986 hefur
nýliðun sex sinnum verið neðan
þeirra marka. Fyrir 1986 var annar
hver árgangur stærri en 200 milljón
fiskar en eftir 1986 hefur enginn ár-
gangur náð þeirri stærð.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Einar Hjörleifsson, einn greinarhöf-
unda, að þó að mörkin væru dregin
við árið 1985 væri hugsanlegt að
þáttaskilin hefðu orðið nokkrum ár-
um fyrr. Á hinn bóginn hefði verið
gengið svo harkalega fram gegn
þorskárgöngunum frá 1983 og 1984
að þeir árgangar hefðu aldrei skilað
sér í hrygningarstofninn og því væri
gild ástæða til að draga mörkin við
1985.
Aðspurður sagði Einar ekki úti-
lokað að aðstæður í sjónum hefðu
breyst með þeim afleiðingum að ný-
liðun minnkaði en þar sem ekkert
lægi fyrir um það væri fráleitt að
miða við að orsakanna væri að leita í
umhverfinu. Ástæðan fyrir minnk-
andi nýliðun væri sú að veiðar hefðu
gengið of nærri hrygningarstofnin-
um. Það mætti því líkja hnignun
þorskstofnsins við umhverfisslys af
mannavöldum. | 27
Líkt við umhverfis-
slys af mannavöldum
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Hrygningarstofn þorsks minnkar og dregur úr nýliðun
Meira á mbl.is/ítarefni
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ telur
sig hafa fullar heimildir til afla
upplýsinga jafnt frá einstaklingum
sem lögaðilum um eignarhluti í
fjármálafyrirtækjum sem þeir eiga
eða hyggjast eignast. Þetta kemur
fram í fréttatilkynningu sem FME
sendi frá sér í gær vegna ummæla
Páls Pálssonar, stjórnarformanns
Sparisjóðs Hafnarfjarðar, um að
FME hafi farið út fyrir valdheim-
ildir sínar.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
FME, segir að stofnunin hafi ótví-
ræðar heimildir og skyldur til að
kanna hvort virkur eignarhlutur sé
að stofnast hjá fjármálafyrirtækj-
um. Þær heimildir nái til allra sem
eigi hlut í fjármálafyrirtækjum og
heimildir þeirra gagnvart stofn-
fjáreigendum sparisjóða séu skýr-
ar.
Fjármálaeftirlitið svarar stjórnarformanni Sparisjóðs Hafnarfjarðar
Hefur fulla heimild til eftirlits
Telur sig | 10
SÓLIN fer umhverfis jörðina. Rétt
eða rangt?
Þessi fullyrðing var lögð fyrir
þátttakendur í Eurobarometer-
viðhorfskönnun til vísinda og
tækni, sem gerð var á vegum fram-
kvæmdastjórnar ESB í 32 Evr-
ópulöndum, þ. á m. á Íslandi. Nið-
urstaðan fyrir löndin öll var sú að
29% töldu þessa fullyrðingu vera
rétta. 66% vissu hins vegar að hún
er röng.
Séu svörin greind eftir ein-
stökum löndum kemur í ljós að 36%
svarenda á Íslandi sögðu fullyrð-
inguna vera sanna en 61% ranga.
Í könnuninni voru m.a. lagðar 13
fullyrðingar fyrir þátttakendur til
að kanna almenna vísinda- og
tækniþekkingu þeirra. Þegar heild-
arniðurstaða allra svaranna er
dregin saman kemur í ljós að með-
altal réttra svara var 68% á Íslandi.
12 þjóðir gátu hins vegar oftar gef-
ið rétt svör í könnuninni en íslensku
þátttakendurnir. Svíar náðu best-
um árangri og svöruðu að meðaltali
79% rétt í könnuninni, næstir komu
Danir (74%) og Hollendingar (74%).
Íslendingar voru hins vegar sú
þjóð sem gaf sjaldnast röng svör í
könnuninni. Að meðaltali svöruðu
Íslendingarnir rangt í 15% tilvika,
en 17% sögðust annaðhvort ekki
vita svarið eða neituðu að svara
spurningunum. Meðaltal rangra
svara í löndum ESB var 21%, 66%
svöruðu rétt og 13% sögðust ekki
vita svarið eða neituðu að svara.
36% Íslend-
inga sögðu
sólina snú-
ast um jörðu