Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Viltu hætta að reykja?
Við getum aðstoðað þig
NDAÐU
LÉTTAR
800 6030
SKIPAÐUR SEM FYRST
George W. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, hvatti í gær öldungadeild
þingsins til að staðfesta John Ro-
berts sem hæstaréttardómara áður
en rétturinn kæmi saman á ný 3.
október næstkomandi.
Demókratar hafa á móti heitið því
að fara vel yfir feril Roberts og fá á
hreint hver afstaða hans sé í til-
teknum málum.
Vill ráðstefnu í baráttu
gegn al-Qaeda
Tony Blair sagðist í gær íhuga að
boða til alþjóðlegrar ráðstefnu um
aðferðir í baráttunni gegn íslamskri
öfgahyggju.
Á ráðstefnunni yrði lögð áhersla á
að berjast gegn því að öfgahyggja sé
kennd í trúarskólum.
Störfum í iðnaði fækkar
Störfum í iðnaði öðrum en bygg-
ingariðnaði og mannvirkjagerð hef-
ur fækkað um 1.300 frá árinu 1998.
Að sögn Hannesar G. Sigurðssonar,
aðstoðarframkvæmdastjóra SA,
koma gengisháðar greinar illa út.
Vilja efla Seðlabankann
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur
að efla þurfi starfsemi Seðlabanka
Íslands og jafnvel endurskoða laga-
legan grundvöll hans að hluta til að
hann sé betur í stakk búinn til að
fylgjast með efnahagskerfinu og
fjármagnslífinu.
Kári opnar Nasdaq
Kári Stefánsson, forstjóri de-
CODE, var í gær fenginn til að opna
fyrir viðskipti á Nasdaq-markaðin-
um bandaríska í gær í tilefni af því
að fimm ár eru liðin frá skráningu
deCODE Genetics, móðurfélags Ís-
lenskrar erfðagreiningar.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Forystugrein 26
Úr verinu 10 Viðhorf 28
Erlent 12/13 Minningar 28/36
Minn staður 14 Hestar 37
Höfuðborgin 15 Myndasögur 40
Akureyri 16 Dagbók 40/43
Landið 16 Víkverji 40
Austurland 17 Staður og stund 42
Neytendur 18/19 Leikhús 44
Daglegt líf 20 Bíó 46/49
Umræðan 22/24 Ljósvakamiðlar 50
Bréf 24 Veður 51
Menning 24, 43/49 Staksteinar 51
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
SKATTSTJÓRINN í Reykjavík hef-
ur óskað eftir gögnum um skattfram-
töl stórs hluta dagforeldra í Reykja-
vík aftur til ársins 2003. Er í bréfi
skattstjóra beðið um sundurliðun á
kostnaði og tekjum auk nafna á öllum
börnum og foreldrum á tímabilinu.
Inga Hanna Dagbjartsdóttir,
stjórnarmaður í Barnavistun, félagi
dagforeldra í Reykjavík, segir vissu-
lega eðlilegt að starfsstéttir lendi í at-
hugun hjá skattayfirvöldum. „Það
sem kannski mun hafa áhrif er að
þeir eru að óska eftir svo miklu magni
af gögnum, sem ekki allir dagforeldr-
ar hafa haldið,“ segir Inga Hanna.
„Það hefur aldrei verið gefið upp ná-
kvæmlega hvernig við eigum að gefa
upp tekjur og kostnað við þetta.
Margar okkar hafa ekki haldið mjög
nákvæmt bókhald, enda ekki vanar
svona miklu bókhaldi. Við höfum
haldið okkar bókhald, en aldrei sund-
urliðað það eins og þarna er farið
fram á. Við erum öll sjálfstæðir at-
vinnurekendur með okkar kostnað
og tekjur, en hver hefur sína leið til
að telja fram.“
Kurr meðal dagforeldra
Nokkur kurr er meðal dagforeldra
vegna síaukinna krafna um öryggi og
eftirlit, sem ekki er mætt með auknu
tilliti til kostnaðar. Inga Hanna segir
dagforeldra leggja út í mikinn kostn-
að, en ekki sé komið til móts við það í
skattlagningu eða niðurgreiðslu á
gjöldum foreldra. Þetta geri starfið
sífellt erfiðara og tekjumöguleika af
því minni.
Inga Hanna segir líklegt að þetta
verði til þess að dagforeldrum fækki
enn frekar, en þeim fækkaði úr 210 í
160 á síðustu fimm árum. „Ég held að
foreldrar sem leita nú að plássi hjá
dagforeldrum eigi eftir að eiga erf-
itt,“ segir Inga Hanna og bætir við að
ekki sé unnið að því að gera foreldr-
um auðveldara fyrir að koma börnum
til dagforeldra. „Við höfum farið fram
á að niðurgreiðslur til foreldra verði
hækkaðar svo þeir eigi betra með að
koma börnum til dagforeldra, en það
virðist aldrei vera til peningur til að
styrkja foreldrana í því.“
Skattstjóri óskar
eftir gögnum frá
dagforeldrum
RÚMLEGA þúsund manns hafa
heimsótt dýragarðinn í Slakka í
Laugarási í Biskupstungum síðast-
liðna tvo daga að sögn Helga Svein-
björnssonar, umsjónarmanns dýra-
garðsins.
Þar er að finna alls kyns dýr –
meðal annars kanínur, hvolpa, kett-
linga, kalkúna, ref, geit, gæsir, end-
ur, hænur og gríslinga. „Þá var ég
að bæta við rottum en einnig eru
hér mýs og stökkmýs og ekki má
gleyma tömdu páfagaukunum.“
Garðurinn verður opinn alla
daga frá klukkan 10–18 til 15. sept-
ember.
Kisur á útkikkinu
Ljósmynd/Helgi Sveinbjörnsson
„KOSTNAÐURINN hefur rokið upp frá áramót-
um,“ segir Sigþór Sigurðsson, rekstrarstjóri
Hlaðbæjar-Colas, um áhrif hækkandi olíuverðs á
malbiksframkvæmdir. „Lágt gengi dollarans hef-
ur eitthvað vegið á móti hækkuninni en það hef-
ur ekki dugað til að brúa bilið. Fyrirtækið okkar
veltur í kringum einum milljarði og við erum að
horfa upp á kostnaðarhækkun upp á 60 milljónir
þegar við berum saman verðið núna við það sem
það var um áramótin. Arður af malbiksfram-
kvæmdum hefur því dregist töluvert saman.“
Daníel Árnason, forstöðumaður rekstrardeild-
ar Vegagerðarinnar, segir að heimsmarkaðsverð
á bikinu (olíunni sem notuð er við malbikun) hafi
hækkað um 60% frá áramótum. „Birgðastaða
okkar þá var hins vegar góð og það hefur dregið
úr áhrifum hækkunarinnar á framkvæmdirnar í
sumar. Lágt gengi dollarans hefur einnig vegið
eitthvað á móti. Kostnaðarhækkunin við verkefni
Vegagerðarinnar er þannig í kringum 20% það
sem af er sumri.“
Samkeppni vegur á móti verðhækkunum
Að sögn Höskulds Tryggvasonar, sviðstjóra
framkvæmdasviðs borgarinnar, hafa þeir ekki
orðið varir við að tilboð í malbikunarverk hafi
hækkað að undanförnu. „Okkar útboð fóru fram í
vor og þá var hækkunin ekki enn komin fram.“
Sigþór segir að samkeppni á þessum markaði
sé mjög hörð og því hafi olíuhækkunin ekki enn
skilað sér út í verðið. „Það er mikill slagur um
verkefnin og menn halda aftur af hækkunum í
lengstu lög. Margir tóku þá áhættu að gera ráð
fyrir að olíuhækkunin gengi til baka. Það hefur
hins vegar ekki verið raunin, hækkunin virðist
komin til að vera og eflaust eru einhverjir komn-
ir í vandræði af þessum sökum.
Núna erum við ekki með heildarsýn yfir
hvernig framkvæmdirnar í sumar munu koma
út. Þegar rykið sest einhvern tímann í október
eða nóvember þá kemst það á hreint,“ segir Sig-
þór.
Kostnaður við malbikun hefur hækkað umtalsvert í kjölfar hækkandi olíuverðs
Bik hækkað um 60% frá áramótum
LÖGREGLAN á Akranesi
handtók í gær þrjá menn
vegna fíkniefnamáls og lagði
hald á 63 grömm af hassi.
Rannsókn lögreglunnar
hafði vakið grun um að menn-
irnir væru viðriðnir fíkniefna-
misferli.
Við húsleit sem gerð var
heima hjá tveimur þeirra
fannst hassið. Tveir mannanna
voru fljótlega látnir lausir en
yfirheyrslur leiddu í ljós að
einungis einn þeirra átti fíkni-
efnin. Maðurinn sagði efnið
hafa verið ætlað til eigin
neyslu.
Hass tekið
á Akranesi
EKKI verður lögð fram kæra á
hendur fólkinu sem mótmælti á
stíflusvæðinu við Kárahnjúkavirkj-
un í fyrradag að sögn Þorsteins
Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa
Landsvirkjunar.
„Nei, það er ekki ætlunin að kæra.
Þetta fólk hlýddi lögreglunni þegar
hún bað það að fara af svæðinu og við
vonum bara að málið sé búið,“ segir
Þorsteinn og bætir við að lögregla
ætli að fylgjast áfram með svæðinu.
Um 15 til 20 manns fóru inn á
stíflusvæðið við Kárahnjúka um há-
degið í gær og stöðvuðu vinnuvélar.
Hlekkjuðu þeir sig við bíl og vinnu-
vél, og settu borða með slagorðum
utan um tæki. Vinna stöðvaðist á
svæðinu á meðan. Lögregla var köll-
uð til og flutti hún fólkið burt. Voru
þetta útlendingar, flestir Bretar.
Þorsteinn segir að vonast sé til að
fólk fari ekki að leggja þetta í vana
sinn enda sé hættulegt fyrir
ókunnuga að fara inn á svæðið.
„Þetta er lokað vinnusvæði, fólk þarf
að vera með viðeigandi öryggisbún-
að og menn á svæðinu þurfa að vita
af fólki.“
Mótmælendurnir
ekki kærðir
Ljósmynd/Sverrir Þór