Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 13 ERLENT ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 29 01 6 0 7/ 20 05 LANDSMÓT Í GOLFI. Hólmsvöllur í Leiru frá 21. til 24. júlí. Komdu og sjáðu alla helstu snillinga landsins keppa um eftirsóttustu verðlaunin í íslensku golfi. Hópur af snillingum www.toyota.is Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070 George W. Bush, Banda-ríkjaforseti, hefur tilnefntJohn G. Roberts í embættidómara við hæstarétt landins og er nær öruggt að tilnefn- ingin verði staðfest þegar kosið verð- ur um hana í öldungadeildinni í haust, enda eru repúblíkanar þar í meirihluta. Að Roberts skyldi verða fyrir val- inu kemur nokkuð á óvart, enda er hann ekki svo þekktur og þykir í raun óskrifað blað að mörgu leyti. Roberts er 50 ára, lærði lögfræði og útskrif- aðist með láði frá Harvard-háskóla. Hann á glæsilegan feril að baki sem lögmaður og dómari, og starfar nú við áfrýjunardómstól í Washington DC. Roberts er hliðhollur repúblíkön- um og núverandi stjórnvöldum og telst óumdeilanlega íhaldssamur, þó að fjölmiðlar hafi í gær efast um að skoðanir hans væru „of íhaldssamar“. Styrkir stöðu íhaldssamra viðhorfa innan réttarins Hæstiréttur Bandaríkjanna er valdamikil stofnun, enda er lögð þung áhersla á þrískiptingu ríkisvaldsins þar í landi. Dómstólar gegna mik- ilvægu hlutverki við túlkun lagabók- stafa og hefur hæstiréttur úrslitavald í því að úrskurða hvort lög sem sett eru af þinginu standist stjórnarskrá landsins. Forseti tilnefnir hæstarétt- ardómara, sem eru skipaðir ævilangt, og er því gjarnan haldið fram að með því að velja í réttinn dómara með skoðanir og lífssýn sem samræmist þeirra eigin hafi forsetar tækifæri til að tryggja áhrif sín á stjórn landsins eftir að sjálfri valdatíð þeirra lýkur. Roberts kæmi í stað Söndru Day O’Connor sem tilkynnti fyrr í þessum mánuði hún hygðist setjast í helgan stein. Þetta er í fyrsta sinn í ellefu ár sem sæti eins þeirra níu dómara sem skipa réttinn losnar, en síðast til- nefndi Bill Clinton dómarann Steph- en Breyer sem telst frjálslyndur. Ronald Reagan tilnefndi O’Connor árið 1981 en þó að repúblíkanar hafi stutt hana til embættisins reyndist hún hófsöm miðjumanneskja í mörg- um málum. Var gjarnan talað um at- kvæði hennar sem sveiflu-atkvæði (swing-vote) þar sem hún hallaðist ýmist á sveif með íhaldssömum eða frjálslyndum meðdómurum sínum. Strax og fregnir bárust af afsögn O’Connor komu upp á yfirborðið áhyggjur frjálslyndra Bandaríkja- manna af því að nú gæti Bush breytt hlutföllum innan réttarins þannig að íhaldssöm viðhorf fengju þar meira vægi. Áhyggjurnar eru ekki minni í ljósi þess að Bush gæti senn fengið tækifæri til að skipa annan hæsta- réttardómara – en um tíma hefur verið búist við afsögn Williams Rein- quist, forseta réttarins, vegna alvar- lega veikinda hans – og þannig yrði staða íhaldssamra viðhorfa innan réttarins styrkt til lengri tíma. Mestar áhyggjur af rétti kvenna til fóstureyðinga Þegar rætt er um völd og áhrif hæstaréttarins er titringurinn yf- irleitt mestur þegar kemur að sið- ferðismálum, svo sem réttindum samkynhneigðra, rannsóknum í læknavísindum og fóstureyðingum. Rétt kvenna til fóstureyðinga ber raunar hæst í umræðunni um hæsta- réttinn og áhrif hans, en frjálslynd öfl í landinu óttast mjög að hæstiréttur setji á hann takmarkanir. Það var tal- inn mikill sigur í jafnréttisbaráttu bandarískra kvenna þegar réttur þeirra til fóstureyðinga var tryggður árið 1973 með frægum dómi hæsta- réttar sem gengur undir nafninu Roe gegn Wade. Spenna hefur ríkt um hver afstaða verðandi hæstarétt- ardómara gagnvart fóstureyðingum yrði og í gær birtu bandarískir fjöl- miðlar brot úr skjali frá árinu 1993 sem Roberts skrifar undir, en þar segir: „Niðurstaðan í Roe gegn Wade var röng og ætti að verða ómerkt.“ Skjalið er meðal gagna sem lagt var fram í dómsmáli sem Roberts vann að og þegar hann var spurður út í þessa fullyrðingu árið 2003, í ráðn- ingarferlinu vegna núverandi dóm- arastöðu sinnar við áfrýjunardóminn í Washington, sagði hann: „Roe gegn Wade eru lög landsins … Ekkert í persónulegum viðhorfum mínum hindrar mig í því að nota þau sem for- dæmi af fullum og heilum hug.“ Enginn veit „í raun hverjar skoðanir hans eru“ Þegar Bush tilkynnti um tilnefn- ingu sína sagði hann að Roberts væri einn af „allra gáfuðustu lögfræð- ingum sinnar kynslóðar“. Einnig að í störfum sínum myndi Roberts „ein- göngu beita ákvæðum stjórnarskrár- innar“ en ekki „stunda lagasetningu úr dómarastóli“. Almenn ánægja er með tilnefn- inguna í röðum repúblíkana og það hversu lítið er vitað um skoðanir Ro- berts veldur því að erfiðara er fyrir demókrata að gagnrýna hann en ella. Næsta skref í ferlinu er að öld- ungadeildarþingmenn spyrja Ro- berts út í skoðanir sínar og leggja demókratar áherslu á að ekkert verði gefið eftir í þeim efnum. „Skoðanir hans munu hafa áhrif á heila kynslóð Bandaríkjamanna og það er skylda hans á meðan á tilnefningarferlinu stendur að kynna þessar skoðanir fyrir bandarísku þjóðinni,“ sagði Charles Schumer, öldungadeild- arþingmaður demókrata, í gær. Undir þetta sjónarmið tóku stærstu dagblöð Bandaríkjanna í leiðurum sínum. „Ef hann er venju- legur íhaldsmaður … þá ætti að stað- festa tilnefninguna. En ef hann reyn- ist, við nánari athugun, vera öfgakenndur í hugmyndafræði sinni og með áform um að afnema mik- ilvæg réttindi, þá ætti ekki að gera það,“ sagði í leiðara New York Times. Washington Post sagði í leiðara að Roberts væri „málsmetandi þunga- vigtarmaður“ og benti á að þrátt fyrir að tilnefningin væri ekki „ögrun við demókrata“ þá „viti enginn í raun hverjar skoðanir hans eru“ því hann hafi „gætt þess óvenju vel að ræða ekki viðhorf sín“. Á fréttavef BBC var í gær talað um að val Bush á Roberts væri veru- lega klók pólitísk aðgerð af hans hálfu. Hægri öfl í landinu fögnuðu henni þar sem talið væri víst að Ro- berts hefði íhaldssamar skoðanir á sviði samfélags- og siðferðismála, en jafnframt hefði Bush valið mann sem væri almennt vel liðinn og ekki jafn umdeildur og margir aðrir þeirra sem komu til greina. Þannig þykir líklegt að þó ferlið fram að staðfest- ingunni verði átakamikið komi varla til sögunnar það stríð sem hefði getað orðið og er efast um að demókratar grípi til málþófs þegar málið verður tekið fyrir í öldungadeildinni. Reuters John Roberts og George Bush fyrir utan Hvíta húsið í fyrrakvöld. Íhaldssamur en óskrif- að blað að mörgu leyti Fréttaskýring | Einn af „gáfuðustu lögfræð- ingum sinnar kynslóðar“ er lýsingin sem George W. Bush gaf á John Roberts þegar hann hafði tilnefnt hann sem dómara við hæstarétt Bandaríkjanna. Birna Anna Björnsdóttir fjallar um tilnefningu Roberts. bab@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.