Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 43
MENNING
Hjá Smith & Norland færðu
allan rafbúnað í sumarhúsið þitt.
Þú þarft ekki að leita annað.
Rafmagnsþilofnar frá Siemens
í stærðum 150 upp í 2000 W.
Hitakútar frá Nibe í stærðum frá
15 lítrum upp í 500 lítra.
Rafhitastrengir frá Nexans til að
halda vatnsinntakinu frostfríu.
Sólarrafhlöður frá Shell Solar.
Heimilistæki stór og smá
frá Bosch og Siemens.
Mikið úrval inni- og útiljósa.
Gólflistarennur frá Tehalit.
Raflagnaefni á borð við rofa
og tengla, vír og strengi,
rafmagnstöflur, varbúnað
og fleira.
Fjarstýribúnaður frá Safetel.
Farsímar og þráðlausir símar
frá Siemens.
Við tökum vel
á móti þér!
GH
-S
N
05
07
00
1
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Gestalæti, klassískur
tónlistarhópur, söngur, píanó og fiðla.
5 ungar konur skemmta kl. 15 eftir
Bingó á föstudag, allir velkomnir.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handa-
vinna kl. 9–12. Boccia kl. 9.30. Leik-
fimi kl. 11. Hjólahópur kl. 13.30. Pútt-
völlur kl. 10–16.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, fótaaðgerð, hárgreiðslustofan
lokuð vikuna 18. til 22. júlí.
Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, kl. 9–16.45 hárgreiðslu-
stofan opin, kl. 11.15–12.15 matur, kl.
14.30–15.30 kaffi.
Félag eldri borgara Kópavogi, ferða-
nefnd | Ferð um Kjöl og Vatnsnes 11 og
12. ágúst. Brottför frá Gjábakka 11.8.
kl. 8.30 og Gullsmára kl. 8.45. Leið
m.a: Kerlingarfjöll, Hveravellir,
Blönduvirkjun, Blönduós. Gist á Húna-
völlum. Vatnsdalur, Þingeyrar, Víðidal-
ur, Kolugljúfur, Borgarvirki, ekið fyrir
Vatnsnes, o.fl. Skráning í Gjábakka s:
554–3400 eða Þráinn s. 554–0999
eða Bogi s. 560–4255.
Félag eldri borgara, Reykjavík | 14.–
16. ágúst: Eldgjá, Lakagígar, Ingólfs-
höfði. Ekið um Þjórsárdal til Land-
mannalauga og Eldgjár og um Skaft-
ártungu til Klausturs. Ekið að Laka og
Lakagígum. Dagsferð 30. júlí: Kaldi-
dalur, Húsafell, Reykholt. Ekið til Þing-
valla um Kaldadal að Húsafelli. Uppl.
og skráning í s. 588–2111.
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall og
dagblöðin. Kl. 9 hárgreiðsla. Kl. 10
pútt og boccia. Kl. 12 hádegismatur.
Kl. 14 félagsvist. Kl. 15 kaffi.
Hvassaleiti 56–58 | Böðun virka
daga fyrir hádegi. Hádegisverður. Fé-
lagsvist kl. 13:30, kaffi og meðlæti.
Hársnyrting s. 517 3005. Dagblöðin
liggja frammi til aflestrar.
Hæðargarður 31 | Betri stofa og
Listasmiðja opin kl. 9–16. Púttvöll-
urinn opinn alla daga. Gönguhópurinn
Sniglarnir kl. 10. Sönghópur kl. 13.30.
Aðstoð við böðun kl. 9–16. Hádeg-
ismatur. Síðdegiskaffi. Skráning í
haustnámskeið lýkur 1. ágúst. Uppl. í
síma 3568–3132.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14 aðstoð við
böðun. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl.
9–10 boccia. Kl. 10.15–11.45 spænska.
Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13–
14 leikfimi. Kl. 13–16 glerbræðsla. Kl.
14.30–15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa-
vinnustofan opin. Hárgreiðslu– og
fótaaðgerðastofur opnar. Frjáls spila-
mennska.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr-
irbænastund kl. 12.
Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund er hvert fimmtudagskvöld í Ví-
dalínskirkju kl. 22. Tekið er við bæna-
efnum af prestum og djákna. Boðið
upp á kaffi í lok stundarinnar.
Grundarfjarðarkirkja | Friðrik Vignir
Stefánsson, organisti og kórstjóri,
heldur orgeltónleika í Grundarfjarð-
arkirkju fimmtudagskvöldið 21. júlí kl.
20.30. Á efnisskrá eru verk eftir J.S.
Bach, Max Reger, Théodore Dubois,
Boëllmann og fleiri. Aðgangur er
ókeypis og eru tónleikarnir hluti af
hátíðinni „Á góðri stundu í Grund-
arfirði“.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Eld-
urinn kl. 21 fyrir fólk á öllum aldri. Lof-
gjörð, vitnisburðir og kröftug bæn.
www.gospel.is.
Staður og stund
http://www.mbl.is/sos
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Dc7 5. c4 Rf6 6. Rc3 Rxe4 7.
Rxe4 De5 8. Be3 Dxe4 9. Rb5 De5
10. Dd2 a6 11. f4 Db8 12. Rc3 e6
13. 0-0-0 b5 14. cxb5 axb5 15. Bxb5
Dc7 16. f5 Be7 17. fxe6 fxe6 18.
Hhf1 Bf6 19. Bc5 De5
Staðan kom upp á Evrópumeist-
aramóti einstaklinga sem lauk fyr-
ir nokkru í Varsjá í Póllandi. Vas-
sily Ivansjúk (2.739) hafði hvítt
gegn Sergei Movsesjan (2.628).
20. Hxf6! Dxc5 20. ... Dxf6 hefði
verið svarað með 21. Re4 og hvíta
sóknin verður óstöðvandi. 21.
Hxe6+! dxe6 22. Dd8+ Kf7 23.
Dxh8 Dg5+ 24. Kb1 Bb7 25. Dxh7
Dxg2 26. Hf1+ Ke7 27. Dh4+ hvít-
ur þvingar nú svartan til að fara
með kónginn sinn á vergang og
þarf þá ekki að spyrja hver leiks-
lok urðu. 27. ... Kd6 28. Df4+ e5
29. Hd1+ Kc7 30. Df7+ Kb8 31.
Df8+ Kc7 32. Rd5+ Dxd5 33.
Dxg7+ og svartur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
MARGT verður um glens og gaman í
Grundarfirði yfir helgina en í dag
hefst bæjarhátíðin Á góðri stund í
Grundarfirði.
Hátíðin á rætur sínar að rekja til
ársins 1997 þegar haldin var hátíðin
100 ár í Nesinu, en þá var fagnað 100
ára verslunarafmæli Grund-
arfjarðar: „Okkur fannst svo rosa-
lega gaman að halda hátíðina og allir
höfðu svo góða stund, að við héldum
aðra hátíð 1998, sem hét Á góðri
stund og hefur verið árlegur við-
burður síðan,“ sagði Rósa Guð-
mundsdóttir, framkvæmdastjóri há-
tíðarinnar, í viðtali við blaðamann.
Heimamenn í aðalhlutverki
Mikið er um tónleika á hátíðinni í
bland við fjölbreytt skemmtiatriði.
„Grundfirðingar eru svo heppnir að
við eigum mjög mikið af góðu tónlist-
arfólki.“ Þannig verða heimamenn í
flestum aðalhlutverkum, þó að
hljómsveitin Sálin hans Jóns míns
hafi verið fengin úr bænum til að
spila á balli á föstudagskvöld „Svo
koma kannski einhverjir aðkomnir
tónlistarmenn á pöbbana,“ bætir
Rósa við.
Rósa segir að einstök stemning
skapist á hátíðinni: „Hér ríkir fyrst
og fremst fjölskyldustemning og við
leitumst við að allir bæjarbúar og
gestir skemmti sér sem allra best.
Við höfum mjög breiða dagskrá svo
allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.
Til dæmis erum við með hálanda-
leika, krakkarnir hér hafa æft stíft til
að sýna dans- og leiklist, götuleikhús
verður í bænum og ýmislegt þvíum-
líkt.“
Hverfin takast á
Erfitt er fyrir Rósu að tilgreina
eitthvað sem sérstaklega stendur
upp úr, enda segir hún alla við-
burðina skemmtilega: „Þó er á laug-
ardaginn bryggjuskemmtun og
hverfahátíð, en bænum er skipt upp í
fjögur hverfi: gult, rautt, grænt og
blátt, og keppa þau sín á milli. Hverf-
in hafa undirbúið sig frá því síðustu
hátíð lauk og mikil leynd hvílir yfir
því hvernig hver mun skreyta sitt
hverfi og haga sinni skrúðgöngu.
Við hittumst öll á laugardags-
eftirmiðdeginum með grillveislu og
leikjum og skrúðgöngur mætast
niðri á bryggju þar sem verður húll-
umhæ og hvert hverfi flytur
skemmtiatriði. Þá veitum við verð-
laun fyrir bestu skreytingarnar,
skemmtilegustu gönguna, skemmti-
legasta atriðið og valið verður hverfi
ársins 2005.“ Rósa verður mjög upp-
rifin þegar hún segir frá þessu: „Það
skapast alveg rosaleg stemning í
kringum þetta sem ekki er hægt að
lýsa.“
Íbúafjöldi bæjarins hér um bil þre-
faldast yfir hátíðina, en um 3.000
gestir skemmta sér í Grundarfirði
þessa daga. Tjaldstæði eru ókeypis
og býður Rósa alla velkomna.
Nánari upplýsingar um dagskrá
Góðrar stundar í Grundarfirði má sjá
á heimasíðu bæjarins www.grund-
arfjordur.is. Dagskráin stendur frá
21. til 24. júlí.
Gleðin ríkir í
Grundarfirði
Af hátíðinni Á góðri stund í Grundarfirði á síðasta ári.
RÓSANNA Ingólfsdóttir Welding
leirlistakona opnar í dag sýningu í
galleríinu Undir stiganum á Bæj-
arbókasafninu á Þorlákshöfn. Rós-
anna hefur unnið leirmuni sína
undanfarið og brennt í svokölluðum
raku-ofni, en slíkir ofnar eru reistir
utandyra úr hitaþolnum steinum.
Er ofninn kyntur rækilega og leir-
inn loks brenndur undir stöðugu
eftirliti. Hefur Rósanna haldið
mörg námskeið þar sem hún hefur
kennt byggingu og notkun raku-
ofna.
Verk Rósönnu á sýningunni hafa
form þekktra húsdýra en með sér-
stakri screen-tækni er myndum
þrykkt á leirmunina og þær síðan
brenndar inn í glerunginn. Leir-
munirnir byggjast, að því er segir í
tilkynningu, að forminu til á þekkt-
um húsdýrum en með myndunum
fá þau á sig dulúðlegan blæ, enda
vísi myndirnar til vætta úr nor-
rænni goðafræði.
Rósanna hefur búið í Svíþjóð í
tuttugu ár en er uppalin í Vest-
mannaeyjum þaðan sem hún flutti í
kjölfar eldgossins 1973 til Noregs
þar sem hún bjó í 10 ár. Þar lauk
hún listnámi og opnaði vinnustofu.
Býr Rósanna að staðaldri í Gauta-
borg þar sem hún þróar list sína.
Sýningin verður opnuð kl. 17 og
stendur til 30. júní. Bókasafnið er
opið frá kl. 11 til 18 mán.–mið. 14–
20 fim., 11–17 fös. og 13–16 lau.
Dulúðug
húsdýr
Rósanna sýnir börnum á leikja-
námskeiði hvernig leir er brenndur
í svokölluðum raku-ofni.
Rósanna Ingólfsdóttir Welding með
eitt verka sinna.