Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SENDIRÁÐ Á INDLANDI
Utanríkisráðuneytið stefnir aðþví að opna sendiráð á Ind-landi fljótlega. Ríkisstjórnin
fjallaði um málið á fundi sínum í fyrra-
dag og upplýsti Illugi Gunnarsson, að-
stoðarmaður Davíðs Oddssonar utan-
ríkisráðherra, í Morgunblaðinu í gær
að stefnt væri að því að opna sendiráð-
ið í kringum áramót.
Illugi sagði jafnframt frá því að
þessi áform væru í samræmi við þá
stefnu utanríkisráðuneytisins að auka
samskipti við ríki í Asíu, en á undan-
förnum árum hafa verið opnuð sendi-
ráð í Japan og Kína. Á móti opnuðu
Japanar sendiráð í Reykjavík – Kín-
verjar hafa lengi haft hér sendiráð –
og það sama hyggjast Indverjar gera,
ef íslenzkur sendiherra tekur upp bú-
setu í Nýju-Delí. Illugi bendir á að við-
skiptasamningum við Asíuríki hafi
fjölgað undanfarið, bæði tvíhliða
samningum og samningum á vegum
EFTA.
Illugi Gunnarsson segir í Morgun-
blaðinu í gær að ekki liggi fyrir hver
kostnaður við íslenzkt sendiráð á Ind-
landi verði, en stefnt sé að því að hag-
ræða í utanríkisþjónustunni á móti.
Þannig sé verið að skoða hvort sinna
megi störfum hjá alþjóðastofnunum í
Strassborg frá sendiráðinu í París.
Fólk sér oft ofsjónum yfir þeim upp-
hæðum, sem varið er til utanríkisþjón-
ustunnar og skilur ekki tilganginn
með því að opna sendiráð hingað og
þangað um heiminn. Staðreyndin er
þó sú að oft getur það verið arðbært að
opna sendiráð erlendis, þar sem það
getur greitt verulega fyrir viðskipta-
tengslum við viðkomandi ríki. Sendi-
ráðin í Japan og Kína hafa gegnt mik-
ilvægu hlutverki við að afla íslenzkum
fyrirtækjum viðskipta í þessum lönd-
um. Í ríkjum, þar sem menning og
samskiptahættir eru Íslendingum al-
mennt framandi er enn mikilvægara
að hafa sendimenn, sem mynda lang-
varandi tengsl við heimamenn, en í
vestrænum ríkjum, þar sem samfélag-
ið stendur okkur að öllu leyti meira
opið.
Indland er eitt mikilvægasta ríki
heims, bæði vegna þess að það er fjöl-
mennasta lýðræðisríki jarðkringlunn-
ar og vegna þess gífurlega efnahags-
uppgangs, sem þar á sér nú stað – og
er raunar líklegur til að leiða af sér
sterkari stöðu Indlands í alþjóða-
stjórnmálum þegar fram líða stundir.
Indland gerir nú tilkall til sætis í ör-
yggisráði Sameinuðu þjóðanna, sem
erfitt er að sjá að rök séu fyrir að neita
því um. Nýtt samkomulag Bandaríkj-
anna og Indlands um samstarf í kjarn-
orkumálum, þrátt fyrir að Indland
hafi ekki viljað gerast aðili að samn-
ingnum um bann við útbreiðslu kjarn-
orkuvopna, sýnir sömuleiðis að Ind-
verjar eru teknir alvarlega sem
rísandi stórveldi.
Indverjar leggja nú mikla áherzlu á
að opna landið fyrir fjárfestingum og
viðskiptum. Það kom skýrt fram í
tengslum við opinbera heimsókn for-
seta Indlands, dr. Abduls Kalam, fyrr
í sumar að á Indlandi eru gífurlegir
möguleikar fyrir íslenzk fyrirtæki;
fjárfestingartækifæri og markaðir.
Hugsunarháttur og vinnubrögð í utan-
ríkisþjónustunni hafa breytzt, þannig
að nú er lögð miklu meiri áherzla á
þjónustu við viðskiptalífið en áður. Í
því ljósi getur nýtt sendiráð á Indlandi
orðið íslenzkum hagsmunum að miklu
gagni. Asía er eitt helzta vaxtarsvæði
heimsins og ljóst að þangað beina
mörg íslenzk fyrirtæki nú sjónum sín-
um.
Hitt er svo annað mál að það er
löngu kominn tími til þess, um leið og
utanríkisþjónustan er efld og þjónusta
hennar aukin, að hagræða í rekstri
hennar. Það er jákvætt ef stofnun
sendiráðs á Indlandi á ekki að leiða til
meiri kostnaðar, heldur verði hagrætt
á móti annars staðar. Til þess eru
vafalaust ýmsir möguleikar.
Sums staðar er t.d. án nokkurs vafa
hægt að komast af með minna og ódýr-
ara húsnæði, bæði fyrir skrifstofur og
sendiherrabústaði. Í sumum löndum
þarf e.t.v. ekki fullbúið sendiráð, held-
ur fremur skrifstofu með einum eða
tveimur starfsmönnum. Sums staðar
kann að vera hægt að sinna verkefnum
hjá alþjóðastofnunum annars staðar
frá, eins og nú eru uppi hugmyndir um
í Strassborg. Sums staðar geta verið
meiri möguleikar á samstarfi við hin
norrænu ríkin, eins og t.d. í Berlín og
London, um samnýtingu skrifstofu-
húsnæðis.
Síðast en ekki sízt er hægt að nýta
þau stöðugildi, sem utanríkisþjónust-
an hefur yfir að ráða, mun betur. Með
því að áherzlan á þjónustu við við-
skiptalífið eykst liggur í augum uppi
að leggja þarf áherzlu á að ráða til
starfa hæft starfsfólk, sem hefur
menntun, þekkingu og reynslu á sviði
alþjóðaviðskipta og atvinnulífs. Slík
fjárfesting í hæfu fólki er raunar for-
senda þess að fjárfestingar í sendi-
ráðsbyggingum og embættisbústöð-
um skili einhverju.
AÐ TELJA MANNSLÍF
Talið er að um 25.000 óbreyttirborgarar hafi fallið í átökum í
Írak frá því að bandamenn réðust inn í
landið í marz 2003. Talan, sem sagt
var frá í Morgunblaðinu í gær, er nið-
urstaða rannsókna áhugamannasam-
takanna Iraq Body Count á fréttum
fjölmiðla um mannfall, en byggist ekki
á opinberum tölum frá íröskum
stjórnvöldum eða herjum Breta og
Bandaríkjamanna. Ástæðan er sú, að
þær tölur eru ekki til. Þeim er ekki
haldið saman.
Óbreyttir borgarar falla iðulega í
stríði. Íraksstríðið er engin undan-
tekning. Aðeins um þriðjungur þeirra,
sem týnt hafa lífi, er talinn hafa fallið í
hernaðaraðgerðum Breta og Banda-
ríkjamanna. En um þau mannslát eru
heldur engar opinberar tölur til. Her-
irnir halda hins vegar nákvæmar
skrár um mannfall í eigin liði.
Þessi vinnubrögð ýta undir þá til-
finningu, að bandamönnum standi
nokkurn veginn á sama um mannfall
meðal almennra borgara. Ef þeir
reyndu hins vegar að halda skrár um
það hversu margir óbreyttir borgarar
féllu vegna hernaðaraðgerða yrði
meira mark á því tekið að þeir gerðu
allt, sem í þeirra valdi stæði til að forð-
ast slíkt mannfall. Því að auðvitað er
líf írasks borgara jafnmikils virði og
líf brezks eða bandarísks hermanns.
K
irkjuleiðtogar frá Suður-
Afríku saka Robert Mu-
gabe, forseta Zimbabwe,
um að „traðka á mannkyn-
inu“ með hreinsunar-
aðgerðum í heimalandi sínu. Áætlunin
kallast „Murumbatsvina-aðgerðin “
(„rekum ruslið burt“) og í henni felst að
markaðir og hjallar í borgum landsins eru
rifnir niður. Opinberar tölur segja að-
gerðirnar hafa skilið 200 þúsund manns
eftir heimilislaus, en kunnugir segja allt
að eina og hálfa milljón manna á ver-
gangi.
Segjast útrýma glæpum
Stjórnarandstaðan, kennarar, læknar,
trúarhópar og Sameinuðu þjóðirnar hafa
fordæmt aðgerðirnar og kirkjuleiðtog-
arnir fóru nýlega til Zimbabwe til að
kanna áhrif þeirra á fólkið sem orðið hef-
ur fyrir þeim. Ríkisstjórn Zimbabwe seg-
ist með þessum aðgerðum vera að útrýma
glæpamönnum úr borgunum. Suður-
afrísku kirkjuleiðtogarnir segja aðgerð-
irnar þó einungis skapa mikla þjáningu.
„Fólk hefur verið rifið upp frá heim-
ilum sínum og komið fyrir á afskekktum
stað þar sem það hefur fátt annað en
plastábreiður og nokkra viðarklumpa til
að hlífa sér í vetrarkuldanum,“ segir Ed-
die Make, framkvæmdastjóri kirkjuráðs
Suður-Afríku.
Hann segist skilja það að stjórnvöld
vilji reyna að koma á lögum og reglu í
landinu. „Þetta skapar hins vegar enga
reglu,“ segir hann. „Þetta eyðileggur
bara líf fjölda fólks.“
þetta fólk e
vetur í Zimb
kalt á okkar
getur hitinn
Engin
Nú þegar
a.m.k. sex h
aðgerðinni“
önnur þeirr
Huld seg
Mugabe sé
gera skuli v
sem nú er á
„Stjórnvö
þorpin ykka
ekkert farið
þess. Svo er
Bændur þu
tvo til þrjá s
er ekki tryg
kílómetrala
einustu ben
vegna þess
babwe sem
fást ekki næ
inn. Þeir se
viðskiptunu
fyrir fólk að
tapar á.“
Reyna
Stjórnara
Mugabe ver
sínum að re
flestallt kau
í nýafstöðnu
telja að Mu
sveitirnar þ
við það, end
þar. Í sveitu
blindni og þ
flokkinn ha
Opinbera
aðgerðunum
hafi ekki ve
að eða bygg
raun ekki h
kannski Mu
starfsmenn
stjórn á því
borgum hei
en hvernig h
Huld Ingimarsdóttir
er fjármálastjóri á
svæðisskrifstofu Al-
þjóðasambands lands-
félaga Rauða krossins
og Rauða hálfmánans
fyrir sunnanverða Afr-
íku og hefur aðsetur í
Harare, höfuðborg
Zimbabwe. Blaðamaður
Morgunblaðsins ræddi
við hana um ástandið í
Zimbabwe, en hún er fríi hér á landi
þessa dagana.
„Hinn 19. maí síðastliðinn hóf rík-
isstjórn Roberts Mugabe hreinsunar-
aðgerðir sínar. Þeir hreinsuðu alla mark-
aði af götum Harare. Fólk er náttúrlega
ofboðslega fátækt og þarf að bjarga sér.
Á þessum mörkuðum er fólk vant að
kaupa og selja ýmiss konar dót. Eflaust
hafa einhverjir verið að selja stolinn
varning og eflaust hafa einhverjir verið
að skipta peningum á ólöglegan hátt.
Fólk hafði ekki tilskilin leyfi
Yfirskinið fyrir hreinsununum var að
fólk hefði ekki tilskilin leyfi til að reka
sölubása þannig að markaðirnir voru
bara hreinsaðir út úr borginni með miklu
offorsi.
Einn góðan veðurdag mættu menn og
brutu allt og brömluðu. Fólki var varla
gefinn neinn frestur til að yfirgefa svæð-
ið,“ segir hún. Huld segir einnig frá því að
Mugabe hafi fyrirskipað sams konar
hreinsunaraðgerðir í ákveðnum hverfum í
borgunum. „Þetta voru svæði þar sem
fólk hafði fengið að byggja lítil múrsteins-
hús, kannski 15 fm að stærð með tveimur
svefnherbergjum. Víðast hvar hafði fólk
byggt við hjallinn sinn og þannig bætt við
einu eða tveimur herbergjum sem það
leigði út, en það var náttúrlega enginn
með leyfi til þess. Auðvitað þarf leyfi til
að byggja í borgum Zimbabwe eins og
annars staðar í heiminum,“ bætir hún við.
„Þetta gerðist bara allt svo hratt. Í fyrstu
mættu menn bara á staðinn og brutu allt
niður, en svo var fólki gefinn frestur,
kannski vika, til að brjóta niður sjálft og
þá gat það tekið niður húsin, múrstein
fyrir múrstein. Það breytir því ekki að
Saka Mugabe um
„traðka á mannkyn
Fréttaskýring | Hreins-
unaraðgerðir stjórnvalda í
Zimbabwe sæta harðri
gagnrýni. Jóhanna Sesselja
Erludóttir ræddi við Huld
Ingimarsdóttur, fulltrúa
Rauða krossins sem búsett
er í landinu.
Huld
Ingimarsdóttir
JEPPARNIR fjórir sem Íslenska frið-
argæslan mun nota við störf sín í Afganistan
fóru af stað áleiðis til Noregs í gær þar sem
þeir verða notaðir við æfingar. Frið-
argæsluliðarnir halda síðan til æfinga í lok
mánaðarins. Íslendingar
hafa skuldbundið sig til
að taka þátt í frið-
argæslu í norður- og
vesturhluta Afganistan í
a.m.k. eitt ár og er
kostnaður vegna þess
áætlaður 300–350 millj-
ónir króna.
Tveir 8–9 manna hóp-
ar verða að störfum,
annar með bækistöð í
borginni Meymana í
norðurhlutanum og hinn í Chaghcharan í
vesturhlutanum. Gert er ráð fyrir að hver
hópur verði í landinu í fjóra mánuði í senn.
Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri Ís-
lensku friðargæslunnar, segir að eitt af
meginhlutverkum íslensku friðargæslulið-
anna verði að ferðast um afskekkt þorp og
héruð til að safna upplýsingum um ástand
þessara staða, skilgreina hvers konar aðstoð
þurfi að veita og hjálpa við að samræma og
skipuleggja uppbyggingu. Einnig geta þeir
kallað eftir neyðaraðstoð við íbúana.
Upplýsingum sem aflað er í þessum ferð-
um er komið til þróunarfulltrúa sem er hluti
Íslenska friðargæslan á leið til starfa í Nor
af íslenska hópnum og hann á að sjá um að
koma þeim áfram til viðeigandi hjálp-
arstofnana. Friðargæsluliðarnir mynda svo-
kallaða hreyfanlega athugunarsveit.
Annað meginhlutverk er, að sögn Arnórs,
að efla samskipti milli yfirvalda í Afganistan
og hins almenna borgara, en þau samskipti
eru í meira lagi stirð eftir áratugalanga
borgarastyrjöld. Friðargæsluliðunum er
ekki ætlað að taka þátt í löggæslu og þeir
eiga því að láta ópíumsmygl, sem er land-
lægt á þessum slóðum, algjörlega óáreitt.
Aðspurður segir Arnór að ef Íslendingarnir
skiptu sér af því væri öryggi þeirra teflt í
tvísýnu
Ein kona er í hópnum sem fer til Vestur-
Afganistan og gegnir hún starfi þróunarfull-
trúa. Til stendur að ráða konu í þá stöðu í
Vestur-Afganistan. Að öðru leyti eru hóp-
arnir skipaðir karlmönnum.
Jeppar friðargæsluliðanna er af Nissan
Kanna þörf á aðstoð
í þorpum og héruðu
Jepparnir eru vel búnir, þeir eru nú á 38" dekkjum en eru
Patrol-gerð
þjónustunni
þannig að þe
um, drifum
o.þ.h. og jafn
unarsveitarb
istankar og
eldsneyti á j
Arnór seg
sé á bilinu 6
ið tillit til þe
niður þar se
koma ekki a
bætast við k
fjarskiptatæ
að samstarf
eitthvað af þ
seldir í Afga
ekki þörf fyr
um að marg
hversu öflug
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Arnór
Sigurjónsson