Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 47
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16
H.L. MBL
-H.L. MBL- . .
Sýnd kl. 8 og 10
T O M C R U I S E
Sýnd kl. 3, 8 og 10.15 B.i 14 ára
Sýnd kl. 3, 5 og 6 íslenskt tal
MYND EFTIR Steven spielberg
„Innrásin er
girnileg
sumarskemmtun,
poppkornsmynd
af bestu gerð!“
-S.V, MBL
I N N R Á S I N E R H A F I N
„EKTA
STÓR-
SLYSAMYND“
-Ó.Ö.H, DV
-KVIKMYNDIR.IS
-Ó.H.T, RÁS 2
-Blaðið
Ekki missa af einni skemmtilegustu mynd sumarsins.
-KVIKMYNDIR.IS
BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT!
Þorir þú í bíó?
Frá framleiðanda Texas Chainsaw Massacre
Kemur magnaðasta hrollvekja ársins!
Fór beint á toppinn í USA
Byggt á sannri sögu
Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 10.10 B.i 14 Sýnd kl. 5.30 B.i 10 ÁRA
-Blaðið
-Þ.Þ. FBL
-Blaðið
T.V. kvikmyndir.is
Sýnd kl 6, 8 og 10 B.I. 16
Þ.Þ. FBL
BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT!
-S.V. Mbl.
-Steinunn
/Blaðið
SÍÐUS
TU SÝ
NING
AR
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.15
400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktarmeð rauðu
Miðasala opnar
kl. 16.30
Sýnd kl 6, 8.30 og 11
SKEMMTILEGASTA STÓRMYND
SUMARSINS.
FÓR BEINT Á TOPPINN Í
BANDARÍKJUNUM!
Nú eru það fangarnir
gegn vörðunum!
SKEMMTILEGASTA STÓRMYND
SUMARSINS.
FÓR BEINT Á TOPPINN Í
BANDARÍKJUNUM!
Nú eru það
fangarnir gegn
vörðunum!
. .
553 2075☎
- BARA LÚXUS
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 47
aruppákomum. Laugardaginn 30. júlí
koma meðal annarra fram Jonathan
Richman, Cat Power, Apparat, Mug-
ison, Rass, Dr. Gunni, Brim og Singa-
pore Sling. Á sunnudeginum eru það
svo The Raveonettes, Blonde Red-
head, Trabant, Hjálmar, Skátar,
Hudson Wayne og Norton svo fáir
einir séu nefndir.
Miðaverð er 3.900 krónur fyrir
báða dagana og 2.900 krónur fyrir
annan daginn.
Hljómsveitin Brimkló efnir til
Innihátíðar á veitingahúsinu Broad-
way á laugardagskvöldið. Miðasala
hefst klukkan 23 samdægurs og
miðaverð er 2.500 krónur.
Það vakti töluverða athygli í fyrra
þegar ÍTR efndi til heljarinnar útihá-
tíðar í Fjölskyldu- og húsdýragarð-
inum þar sem Stuðmenn komu, sáu
og spiluðu fyrir 18.000 gesti garðsins.
Í ár verður leikurinn endurtekinn en
í stað Long John Baldry, sem var
Stuðmönnum til halds og trausts í
fyrra, stígur annar leynigestur á
stokk í ár. Nánar verður skýrt frá því
síðar. Miðaverð er 500 kr.
Sídarævintýri á Siglufirði
Síldarævintýrið verður í ár haldið í
15. sinn á Siglufirði. Ekkert kostar á
tjaldstæði svæðisins og fjöldi dag-
skrárliða er í boði fyrir viðstadda.
Auk þeirra eru nokkrir atburðir sem
gestir þurfa að greiða sig inn á.
Á Ráðhústorginu, sem og víðar,
verður fjölbreytt dagskrá í boði, tón-
leikar og barna- og skemmtidagskrá.
Auk þess verður bryggjuball að
vanda. Meðal þeirra sem fram koma
eru ÓB kvartett ásamt Helenu Eyj-
ólfs, Örvar Kristjánsson ásamt fé-
lögum, Heba, Von, tvöföld áhrif, Kar-
íus og Baktus og liðsmenn
Ávaxtakörfunnar.
Auk þess er hægt að fara í sund og
golf að ógleymdu Síldarminjasafninu.
Sæludagar í Vatnaskógi
Árlegir Sæludagar í Vatnaskógi
eru sannkölluð fjölskylduhátíð og eru
þeir með öllu vímulausir. Sæludagar
hafa undanfarin ár verið styrktir af
Forvarnasjóði. Á svæðinu er boðið
upp á bátsferðir og leiktæki af ýms-
um gerðum ásamt fullbúnu íþrótta-
svæði. Kvöldvökur, bænastundir,
fánahylling, knattspyrnuhátíð, kassa-
bílarall, tónleikar, söngvakeppni og
grillveisla er meðal þess sem í boði er
fyrir gesti Sæludaga.Verð er 2.000
krónur.
Frítt fyrir 13 ára og yngri í fylgd
með fullorðnum.
Unglingalandsmót UMFÍ
í Vík í Mýrdal
Fjölbreytt dagskrá og afþreying
fyrir alla fjölskylduna verður í boði
um verslunarmannahelgina í Vík í
Mýrdal. Frjálsíþróttakeppni, golfmót,
knattspyrnukeppni, sundkeppni og
körfuknattleiksmót eru meðal þess
sem gestir geta reynt með sér í auk
þess sem boðið er upp á göngukeppni
fjölskyldunnar alla mótsdagana.
Auk fjölbreyttrar íþróttaiðkunar
verða tónleikar haldnir föstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöld þar
sem fram koma meðal annarra Hildur
Vala, Á móti sól, Svitabandið og Ísa-
fold.
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er
orðin órjúfanlegur hluti af dagskrá
verslunarmannahelgarinnar ár hvert.
Í ár verða brekkusöngur, kvöldvök-
ur, brennur, dansleikir og barna-
dagskrá á sínum stað. Meðal þeirra
sem fram koma eru Í svörtum fötum,
Brúðubíllinn, Raggi Bjarna, Leoncie,
Skítamórall, Trabant, Bubbi Mort-
hens og Grafík. Auk þess munu þeir
Hreimur og Vignir flytja þjóðhátíð-
arlag ársins sem ber heitið „Með þér“.
Annað
Félag harmonikuunnenda í
Reykjavík stendur fyrir harmonik-
umóti í Árnesi í Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi um verslunarmanna-
helgina. Á staðnum eru
samkomuhús, tjaldsvæði, verslun og
sundlaug svo það ætti að fara vel um
gesti. Á föstudagskvöldið verður lag-
ið tekið í Árnesi og á laugardag
klukkan 15 verða tónleikar þar sem
margir af bestu harmonikuleikurum
landsins koma fram. Á laugardags-
og sunnudagskvöld verða dansleikir
klukkan 22 en þar leika meðal ann-
arra hljómsveitir undir stjórn Þor-
valdar Björnssonar, Guðmundar
Samúelssonar og Reynis Jónssonar
auk Vindbelgjanna.
Álfaborgarséns verður haldinn
fyrir austan þar sem dansleikir í
Fjarðarborg, Hensonmót í knatt-
spyrnu og ævintýraferð barnanna
ber hæst auk þess sem boðið verður
upp á fleiri dagskrárliði fyrir alla fjöl-
skylduna.
Iðandi dagar verða á Flúðum og
nágrenni en meðal fastra liða eru
traktorstorfæran, furðubátakeppni,
brekkusöngur, golf, sund, íþróttir og
gönguferðir.
Klausturlíf verður á Kirkjubæj-
arklaustri þar sem sölumarkaður og
ýmsar aðrar uppákomur einkenna
helgina.
Flughátíð verður í Múlakoti líkt og
undanfarin ár.
Morgunblaðið/RAX
Ávextirnir í Ávaxtakörfunni koma víða við um verslunarmannahelgina.
Verslunarmannahelgin verður annasöm hjá Hildi Völu.
Morgunblaðið/Kristinn
Hljómsveitin Grafík er komin saman á nýjan leik og verður á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
www.innipukinn.com
www.siglo.is
www.kfum.is
www.ulm.is
www.dalurinn.is