Morgunblaðið - 21.07.2005, Síða 37

Morgunblaðið - 21.07.2005, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 37 HESTAR L andsliðið í hesta- íþróttum fyrir Heimsmeist- aramótið í Svíþjóð hefur nú verið val- ið og lokaundirbúningur fyrir mótið að hefjast. Það var létt yfir liðinu í Grasagarðinum á mánudaginn þegar lands- liðseinvaldurinn Sigurður Sæ- mundsson tilkynnti fullskipað lið. „Næstu helgi söfnum við saman hestunum sem eru hér á landi og þá verður farið yfir öll smáatriði varðandi búnað, járn- ingar, beislabúnað og allt sem viðkemur reglum um mótið,“ sagði hann þegar hann var spurður um hvað væri fram- undan hjá liðinu. „Síðan förum við að gera hrossin klár í ferðina en þau fara utan 26. júlí. Einhverjir knapar fara með í þeirri ferð en flestir liðsmenn fara út 28. eða 29. júlí.“ Sigurður hefur fylgst vel með álitlegum knöpum í landsliðið að undanförnu, en fjórum sætum var enn óráðstafað að lokinni úrtöku- keppninni í júní. Hann hefur einnig fylgst með íslenskum knöpum sem starfa erlendis og hafa staðið sig vel á mótum undanfarið. Nið- urstaðan varð sú að úr þeim hópi komu allir fjórir knaparnir sem átti eftir að velja. Styrmir Árnason varð þýskur meistari í fimmgangi, Bergþór Eggertsson sigraði í skeiði á þýska meistaramótinu, Rúna Einarsdóttir Zingsheim náði góðum árangri þar líka og Vignir Jónasson varð sænskur meistari í fimmgangi. „Ég tel mig hafa valið með tilliti til þess að ég vil ná sem mestum árangri. Ég hef fylgst vel með knöpum bæði hér heima og er- lendis og því séð hvar var verið að gera góða hluti og eins hvar glufur eru í sýningum. Ég er ánægður með dreifinguna á greinarnar. Við höfum til dæmis átt við ramman reip að draga í skeiðgreinunum en nú erum við alla vega að senda út fljótasta skeiðhestinn sem við eigum, þ.e. Feykivind frá Svignaskarði.“ Eitt er víst að í þessu landsliði er óvenju- mikill reynslubanki. Jafnvel hjá ungu knöp- unum sem orðnir eru mjög keppnisvanir. Landslið Íslands í hesta- íþróttum sem fer á HM 2005: Hinrik Bragason á Sæla frá Skálakoti. Keppir í tölti og fjórgangi. Sigurður Sigurðarson á Silfurtoppi frá Lækjarmóti. Keppir í tölti og fjórgangi. Sigurbjörn Bárðarson á Sörla frá Dalbæ II. Keppir í tölti, fimmgangi og gæðingaskeiði. Styrmir Árnason á Hlyni frá Kjarnholtum I. Keppir í slaktaumatölti, fimmgangi, 250 m skeiði og gæðingaskeiði. Bergþór Eggertsson á Lótusi frá Aldeng- hoor. Keppir í 250 m skeiði, 100 m skeiði og gæðingaskeiði. Rúna Einarsdóttir Zingsheim á Nonu frá Mosfelli. Keppir í tölti og fjórgangi. Vignir Jónasson á Hrannari frá Svaða-Kol- Kir. Keppir í tölti, fimmgangi, 250 m skeiði, 100 m skeiði og gæðingaskeiði. Sylvía Sigurbjörnsdóttir á Vini frá Minni- Völlum. Keppir í tölti og fjórgangi. Valdimar Bergstað á Feykivindi frá Svigna- skarði. Keppir í 250 m skeiði og gæð- ingaskeiði. Sigurður Straumfjörð Pálsson á Prinsi frá Syðri-Skörðugili. Keppir í tölti, fimmgangi, 100 m skeiði og gæðingaskeiði. Núverandi heimsmeistarar sem verja ætla titla sína: Jóhann Skúlason á Hvini frá Holtsmúla. Keppir í tölti og fjórgangi. Berglind Ragnarsdóttir á Krapa frá Ak- ureyri. Keppir í slaktaumatölti, fimmgangi og gæðingaskeiði. Sigurður V. Matthíasson á Reyni frá Hóls- húsum. Keppir í tölti og fjórgangi. Kynbótahross sem valin hafa verið í landsliðið: Marel frá Feti, 5 vetra stóðhestur undan Von frá Feti og Orra frá Þúfu. Knapi Daníel Jónsson Von frá Efri-Rauðalæk, 5 vetra hryssa und- an Hrafntinnu frá Dalvík og Huga frá Haf- steinsstöðum. Knapi Baldvin Ari Guðlaugsson. Snorri frá Sauðanesi, 6 vetra stóðhestur, undan Skikkju frá Sauðanesi og Otri frá Sauð- árkróki. Knapi Baldvin Ari Guðlaugsson Maístjarna frá Útnyrðingsstöðum, 6 vetra hryssa undan Glöð frá Útnyrðingsstöðum og Gusti frá Hóli. Knapi Þórður Þorgeirsson. Númi frá Þóroddsstöðum, 7 vetra stóðhest- ur undan Glímu frá Laugarvatni og Svarti frá Unalæk. Knapi Daníel Jónsson Hekla frá Oddgeirshólum, 7 vetra hryssa undan Barónessu frá Oddgeirshólum og Kveiki frá Miðsitju. Knapi Sigurður V. Matthíasson. Lokaundirbúningur fyrir HM í Svíþjóð hafinn Óvenjumikill reynslubanki í þessu liði Sigurður er ánægður með landsliðið fyrir HM 2005 í Svíþjóð. VEL heppnuðu Íslandsmóti í hesta- íþróttum lauk á laugardaginn á Kjóa- völlum í Garðabæ. Mikil vinna var lögð í nýtt mótssvæði hjá hesta- mannafélaginu Andvara með góðri þátttöku bæjaryfirvalda. Auðvitað er það ekki draumastaðan hjá þeim sem eru að taka nýjan völl í notkun að fá úrhellisrigningu ofan í hann á úrslita- stundu. En allt fór þó vel. Völlurinn er 250 metra hringvöllur og var keppt samkvæmt FIPO- reglum á mótinu. Eftir fótaskoðun fóru keppendur inn á gamla völlinn, sem er bein braut, þar sem þeir gátu hitað upp. Síðan riðu þeir beint inn á völlinn og þegar keppni var lokið út annars staðar. Í hringnum voru verð- launapallar og stigu knapar af baki og upp á verðlaunapallinn. Það er spurn- ing hvort gamla aðferðin að veita knöpum verðlaun á baki virki ekki bara betur. Alltaf gaman að hafa hest- ana með á verðlaunamyndunum til dæmis. Þátttaka var góð á mótinu og marg- ir mjög sterkir knapar og hestar mættu til leiks. Keppni var því spenn- andi og þó nokkrar sviptingar urðu í nokkrum greinum. Helsti hástökkvari mótsins var Ísleifur Jónasson sem keppti á Sval frá Blönduhlíð, en hann varð efstur í B-úrslitum í fimmgangi í 1. flokki og vann þar með rétt til að keppa í A-úrslitum. Hann tók sig til og sigraði þar líka og hlaut að launum Íslandsmeistaratitil. Landsliðsmaðurinn Sigurður Sig- urðarson sýndi einnig og sannaði að hann og Silfurtoppur eru ekki í lands- liðinu af tilviljun. Hann sigraði glæsi- lega erfiðan keppinaut, Olil Amble á Suðra frá Holtsmúla, í fjórgangi í meistaraflokki. Það verður því spenn- andi að fylgjast með þeim félögum á HM í ágúst. Sigurbjörn Bárðarson var ánægður að lokinni keppni í fimmgangi á Sörla frá Dalbæ II og sagði sigurinn svo sannarlega gott veganesti á heims- meistaramótið. Upp kom sérkennilega staða þegar 9 knapar unnu sér sæti í A-úrslitum í fjórgangi í 1. flokki samkvæmt FIPO- reglunum. Þegar til úrslita kom var óneitanlega dálítið þröngt inni á vell- inum. Edda Rún Ragnarsdóttir á Reyni frá Hólshúsum hélt forystunni í úrslitunum frá fyrsta atriði og sigraði örugglega. Greinilegt að hún var eft- irlæti áhorfenda sem fögnuðu ákaft í lokin. Þrátt fyrir sýnishorn af öllum veðrum verður að telja þetta Íslands- mót vel heppnað. Boðið var upp á spennandi keppni á skemmtilegu mótssvæði sem eflaust á eftir að verða enn betra með tímanum. Áhorfendur fengu fjölbreytt veðursýnishorn, glampandi sól og úrhellisrigningu, en þá fylgdust flestir með úr bílum sínum frekar en úr áhorfendabrekkunni, sem reyndar er í brattara lagi. Úrslit er að finna á www.mbl.is/ mm/sport/hestar og www.andvari.is. Gott Íslandsmót á skemmti- legu mótssvæði á Kjóavöllum Ísleifur Jónasson á Sval frá Blönduhlíð vann sig upp úr B-úrslitum í fimm- gangi í 1. flokki og lét sig ekki muna um að vinna A-úrslitin líka. Edda Rún Ragnarsdóttir var eftirlæti áhorfenda á Reyni frá Hólshúsum. Hún hampaði titlinum í fjórgangi í 1. flokki eftir sigur við erfiðar aðstæður því alls voru níu keppendur inni á vellinum í úrslitunum. Sigurbjörn Bárðarson og Sörli frá Dalbæ. Viðar Ingólfsson, Íslandsmeistari í tölti í meistaraflokki, á Tuma frá Stóra- Hofi sigraði með glæsibrag. Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is Morgunblaðið/Eyþór Silfurtoppur var glæsilegur hjá Sigurði Sigurðarsyni. Sigurður hampar nú Íslandsmeistaratitli í fjórgangi í meistaraflokki eftir að hafa sigrað Olil Amble á Suðra frá Holtsmúla sem hefur verið þaulsetin á toppnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.