Morgunblaðið - 21.07.2005, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 31
MINNINGAR
myndarlegum hana. Eitt sumarið
kom hann með merar með folöldum
og seiðum var sleppt í ána. Svo það
var mikið líf og fjör þar fyrir krakk-
ana og okkur öll eins og alltaf í kring-
um Helga. Hann var síkátur og bros-
andi og við munum hann með
stríðnisglampann í augunum. Hann
naut þess að vera með krökkunum
enda löðuðust þeir að honum.
Helgi hefur nú verið kallaður til
annarra veiðilenda og er klárlega að
bralla eitthvað nýtt. Hans er sárt
saknað en við yljum okkur við frá-
bærar minningar um góðan dreng.
Ingvar, Helga, Þorleifur, Ját-
varður, Sigríður og Halldóra.
Elsku Helgi minn. Við höfum verið
vinir nánast frá fyrstu kynnum en
þau voru fyrir 16½ ári þegar þú
komst með mömmu að ná í Jónu
Maríu og passa hana á meðan ég fór
upp á fæðingardeild að eiga Evu
Björgu. Þriðja stelpan kom svo rúmu
ári seinna og þú hefur alla tíð verið
þeim mjög kær og góður afi. Það eru
margar skemmtilegar ferðir og sam-
verustundir sem við höfum átt með
þér og mömmu sem verða nú kær
minning fyrir okkur. Ég veit nú ekki
hvort þú lest blöðin þar sem að þú ert
núna en ætla samt að þakka fyrir allt
það góða og skemmtilega sem þú
gerðir fyrir okkur. Það var mér líka
mjög mikils virði að komast frá Spáni
þar sem við vorum að byrja í fríi og
vera hjá þér og fjölskyldunni síðustu
dagana á spítalanum. Síðustu dagar
hafa verið erfiðir fyrir mömmu og
okkur öll en við lofum að vera til stað-
ar fyrir hana og gera okkar besta í að
standa saman því að það var í þínum
anda, eins og til dæmis fjölskyldu-
ferðir, matarboð og litlu jólin þar
sem þú vildir allt það besta fyrir alla.
Með þessum orðum kveð ég elsku
Helga og vona að við finnum styrk
hvert frá öðru á þessum erfiðu tíma-
mótum.
Guðný Inga Þórisdóttir.
Elsku Helgi. Það er margt í lífinu
sem maður skilur ekki, og að þú sért
farinn frá okkur í blóma lífsins er
sannarlega eitt af því. En minningin
um góðan mann lifir kær í hjörtum
okkar allra. Það er svo margt sem ég
vil þakka þér fyrir og þá sérstaklega
að hafa verið svona góður við
mömmu og hugsað svo vel um hana,
við munum gera það hér eftir fyrir
þig. Ég mun reyna að lifa lífinu í
framtíðinni eftir því sem ég lærði af
þér, því betri mann er ekki hægt að
finna.
Eitt af því skemmtilegasta sem við
fjölskyldan gerðum var að koma í
heimsókn til ykkar mömmu, og ef
það var um kvöldmatarleyti þá var
öruggt að fjörugur og vel útilátinn
kvöldmatur var ekki langt undan, og
oftar en ekki stjórnaðir þú grillinu.
Ekki skipti máli hvort við gerðum
boð á undan okkur eða ekki, alltaf
var nóg til, það var svo í þínum anda,
betra að hafa meira en minna sagðir
þú alltaf. Við munum halda áfram
þessum skemmtilegu fjölskyldu-
skemmtunum og vitum að þú verður
ávallt í huga okkar við þau tækifæri.
Fjölskyldan var þitt líf og yndi og
þér leið best þegar þú varst með öll
börnin hjá þér og gast gefið þeim
nógu mikið af sleikjó, nammi og/eða
ís, þó svo að okkur foreldrunum
þætti oft nóg komið. En þetta var þín
leið og það var bara allt í lagi.
Við munum sakna þín, Helgi. Þeg-
ar litið er til baka þá hafa fáir ef
nokkur haft jafnmikil áhrif á líf mitt
og þú, Helgi minn, og kannski miklu
meira en þú vissir um, takk fyrir það,
Helgi minn. Ég er þér þakklátur fyr-
ir það sem þú gerðir fyrir mig og
mína fjölskyldu, á góðum tímum sem
erfiðum. Þær eru óteljandi minning-
arnar sem við eigum um þig, Helgi,
og erum við þakklát fyrir að eiga
þær. Á tíma sem þessum langar
mann að nota einn af þínum uppá-
haldsfrösum og segja „taka tvö“,
bæði til að geta haft tækifæri til að
segja þér enn betur hve mikið við
elskum þig, og til að fá fleiri ár með
þér. Ég vil þakka þér, Helgi minn,
fyrir það sem þú hefur gefið börnum
mínum og sérstaklega allt það sem
þú gerðir fyrir hana Telmu Rut mína
– ég veit að það verður þungt á vog-
arskálunum í framtíðinni.
Lífið verður erfitt án þín en við
munum halda áfram að standa okkur
eins og þú hefðir viljað og ef við lifum
eftir þínum gildum og hugarfari þá
fer allt vel. Við munum hugsa vel um
mömmu fyrir þig, Helgi. Megi Guð
gefa þinni stórfjölskyldu styrk á
þessum erfiða tíma. Blessuð sé minn-
ing þín, elsku Helgi.
Gylfi Þórisson og fjölskylda.
Kæri Helgi, þá ertu farinn frá okk-
ur, alltof snemma. Þú ert farinn í
veiði handan þessarar veraldar, á
grænum engjum og við straumfagr-
ar ár, það er ég viss um.
Það voru forréttindi að fá að kynn-
ast þér, hressari og jákvæðari mann
er vart hægt að ímynda sér.
Þegar fundum okkar bar fyrst
saman að Valshamri á Skógarströnd
snemma árs 1997 hafði ég nýlega
kynnst dóttur þinni Ástu Sigríði. Ég
var nokkuð spenntur að hitta þig
enda hafði ég mikið heyrt um þig tal-
að og vildi gjarna að allt gengi vel.
Allar áhyggjur um að ekki færi vel á
með okkur gufuðu upp á andartaki
við þétt handartakið og hlýjuna sem
frá þér stafaði sem var svo einkenn-
andi fyrir þig.
Alltaf var stutt í grínið hjá þér og
sérstaklega lagðir þú þig fram um að
gleðja barnabörnin. Myndin af þér
með inniskó dóttur okkar á eyrunum
að sprella fyrir hana stendur ljóslif-
andi fyrir hugskotssjónum og ég er
viss um að hún mun eiga þá minn-
ingu líka. Litlu jólin í Urðarhæðinni
voru ávallt tilhlökkunarefni og eng-
inn var spenntari en þú sjálfur að sjá
að allt gengi vel og að smáfólkið
myndi njóta andartaksins.
Þú varst sögumaður góður, marg-
ar perlur runnu af vörum þínum um
ýmsa atburði og uppákomur og ekki
síst um ástríðu þína, veiðimennsku.
Að mörgu var að taka, enda hafðir þú
farið víða og margan hitt. Aldrei varð
maður var við að þú færir í mann-
greinarálit eða upphefðir sjálfan þig
á nokkurn hátt.
Þó að stundum liði nokkur tími á
milli þess að við hittumst varst þú
alltaf hrókur alls fagnaðar þegar
mikið stóð til hjá okkur, brúðkaup
okkar Ástu kemur upp í hugann og
ekki síst skírn dóttur okkar þegar
þið Sigga lögðuð á ykkur langt ferða-
lag til vesturhluta Bandaríkjanna til
að vera viðstödd hana.
Ég þakka þér fyrir þær stundir
sem þú gafst okkur, þær hefðu átt að
verða miklu fleiri, en þær sem við
fengum verða hluti af fjársjóði minn-
inganna.
Góður drengur genginn er, en
minningin lifir.
Aðstandendum votta ég mína
dýpstu samúð.
Sigurgeir.
Helgi veiðimaður er látinn. Um-
hyggja þín fyrir öðrum og hjartalag
þitt var einstakt og því hefur nú
myndast mikið tómarúm í fjölskyld-
unni sem ekki verður fyllt. Þú varst
einstakur maður, Helgi, og mikill og
merkur afi í augum fjölskyldunnar.
Þú varst þekktur fyrir öll þín eftir-
minnilegu heimboð en þú vildir ætíð
hafa mikið líf í kringum þig. Afi Helgi
– það kemur enginn til með að feta í
þín fótspor hvað kærleika og um-
hyggju varðar.
Það var fyrir um 14 árum að ég
kom inn í fjölskylduna og það var
með eindæmum hvað við náðum
strax vel saman en það kom í ljós við
fyrstu kynni að þú hafðir verið mikill
vinur pabba heitins og unnið með
honum um tíma. Mér varð það fljótt
ljóst að þú varst mikill fjölskyldukall
og þú vildir ætíð hafa helst alla fjöl-
skylduna inni á gafli hjá þér alla
daga. Enda var það svo að þú versl-
aðir aldrei einvörðungu inn fyrir
ykkur hjónakornin heldur vildir þú
ætíð versla frekar myndarlega ef svo
vildi til að einhver myndi nú líta við.
Hin síðari ár urðum við enn tengdari,
enda nágrannar, og má segja að
börnin mín hafi átt annað heimili hjá
ykkur ömmu. Börnin voru fljót að
finna að það var gott að vera hjá afa
og ömmu og gekk það svo langt að
krakkarnir tóku mjög fljótt upp á því
að hringja yfir á matmálstímum og
kanna hvað yrði á boðstólum í kvöld-
matinn því ávallt vildu þau vera þar
sem betri matur var borinn fram að
þeirra mælikvarða. Ég gat ekki
keppt við þig á þessu sviði en ég man
að þegar ég taldi mig hafa vinninginn
hvað matseld varðaði þá tókstu bara
upp á því að bjóða öllum út að borða.
Það skipti engu máli hvort það var
McDonalds eða Perlan. Ég minnist
einnig þeirra daga sem ég var í loka-
prófum í Háskólanum og ég fékk að
lesa undir prófin heima í Urðarhæð-
inni á meðan þið hjónin voruð við
vinnu. Þrátt fyrir mótmæli mín
komstu ávallt aðeins fyrr heim úr
vinnu hlaðinn steikum fyrir 10
manna veislu. En það vorum bara við
tveir sem átum á okkur gat þessa
nokkra daga. Og ég tala nú ekki um
veiðiferðirnar þar sem þú kenndir
mér allt það sem ég kann í dag. Ég
lofa því, Helgi minn, að bera þessa
visku þína á veiðisviðinu áfram til
barnanna minna og barnabarna og
sjá til þess að veiðisögurnar af afa
Helga veiðimanni verði ódauðlegar.
Það var svo hin síðari ár að það
kom enn skýrar í ljós hve einstakur
maður þú varst, Helgi minn. Í gegn-
um þá erfiðleika sem ég og fjölskyld-
an höfum verið að feta okkur í gegn-
um síðustu misseri stóðst þú enn
nærri okkur en fyrr og tókst okkur
öll í þinn stóra faðm og þá sérstak-
lega hann Tóta okkar. Það er ekki of-
sagt að þú hafir gengið mér í föð-
urstað á vissan hátt og eins og
fjölskyldan öll veit ert þú honum
mikil fyrirmynd í dag. Ég verð þér
ávallt þakklátur og mér þykir miður
að hafa ekki þakkað þér nóg, Helgi
minn. Við söknum þín öll ógurlega
mikið en minningin um þig er sterk
og okkur mjög skýr. Minningarnar
eru margar og verða fjölskyldunni
ógleymanlegar. Og amma Sigga, við
stöndum öll þétt við bakið á þér á
þessum erfiðum tímum og minningin
um afa Helga er og verður okkur
ávallt ofarlega í huga. Og Ingvar
minn – hugur okkar er hjá þér og
fjölskyldu þinni.
Bjarni Sigurðsson.
Helgi mágur var einstaklega góð-
ur drengur og skemmtilegur. Ég
kynntist honum þegar ég fór að bera
mig eftir Júlíu systur hans. Fljótlega
komu leiðbeiningar um hvernig ég
ætti að umgangast slíka konu, svo
hvað biði ef ég klikkaði, loks hrossa-
hlátur. Í fjölskyldunni var hann
frægur af sölumennsku og bridsspili,
auk veiða á fuglum og fiskum, kallaði
sig Helga veiðimann við börn. Uppá-
tæki hans og stríðni hefðu orðið öðr-
um dýr, en kætin var svo fölskvalaus
að enginn erfði neitt við hann. Hann
var dæmalaust góður við börn og tók
á sig krók til að hlúa að þeim og
sprella við þau. Hann setti upp dýra-
garð á sumarsetri foreldra sinna á
Valshamri á Skógarströnd og gerði
alla krakka að dýrapössurum. Hann
leiðbeindi þeim á öngla og púður og
tók í ökutíma langt fyrir aldur, allt
frá því daginn eftir bílpróf, segir sú
sem naut kennslunnar. Barngæskan
var meðfædd. Fimm ára tók hann
ársgamla systur undir sinn verndar-
væng þegar þau lentu í sóttkví, langt
frá pabba og mömmu og hann sá hve
hún tók upplifunina nærri sér. Það er
munað og þakkað.
Það einkenndi líka Helga að hann
greip augnablikið af ákefð. Þannig
var bílskúrinn okkar Júlíu einungis
plata þegar Helgi ók í hlað á jeppa.
„Ég verð fyrstur í skúrinn,“ sagði
hann, og óð yfir sand og steypu-
styrktarjárn og skellihló út um bíl-
stjóragluggann. Sama var fyrir mán-
uði, þegar hann geystist með móður
sína á hermannajeppa yfir vegleysur
vestur á Valshamri. Ekkert hik á
Helga.
Kannski var hann flottastur þegar
heilsan bilaði. Enginn bar sig betur.
Hann skoraði á menn í kappgöngur
þótt hann fyndi fyrir hverju skrefi.
Fór í síðustu vikunni með rósabunka
handa hjúkkunum sem önnuðust
hann reglulega, eins og hann vissi
hvert stefndi. Notaði sérhvern sól-
skinsblett til að gleðjast með ástvin-
um. Það er út í hött þegar forsjónin
tekur mann sem á gáska, gleði og
hlýju upp á miklu meir. Konan hans,
móðir hans og krakkarnir hans eiga
samúð okkar alla. Hann gleymist
ekki, og við sem þekktum hann verð-
um ríkari af minningunni og farsælli
af fordæminu.
Markús Möller.
Fráfall Helga Ingvarssonar mágs
míns er erfið raun. Þegar Sigríður
systir mín kom með hann heim til
okkar hjóna við fyrstu kynni þeirra
laðaðist ég að þessum einstaka
manni og við bundumst sterkum
vinaböndum sem og öll mín fjöl-
skylda til enda hans lífdaga. Helgi
var einstakur maður í allri um-
gengni, hann var nærgætinn og góð-
ur við samferðamenn sína, skipti
ekki máli hvort hann tók á móti við-
skiptavinum inni á gólfi Ingvars
Helgasonar hf. eða í samskiptum við
fjölskyldufólk sitt, vini eða aðra á
lífsleiðinni.
Helgi var mikið náttúrubarn, lax-
og silungsveiðimaður, sem dáði og
virti náttúru Íslands og átti heima
„frammi í heiðanna ró.“ Hann var
konu sinni og börnum þeirra ástríkur
og yndislegur maður við allar að-
stæður. Í skemmtilegum fjölskyldu-
þorrablótum okkar lék hann stórt
hlutverk í „tengdasonafélaginu“ en
við „systurnar“ vorum alltaf heldur á
móti þeim félagsskap, sem allir gátu
hlegið að allt árið um kring og lifnaði
mikið upp við einhver fjölskyldutil-
efni eins og þorrablót. Helgi Ingv-
arsson skilur eftir sig í samfélaginu
ákveðin merki um nærveru góðs
manns, sem sýndi áræði, festu, góð-
vild og ástúð í garð samborgara
sinna á lífsleið sem mátti vera mikið
lengri.
Með þessum skrifum vil ég ásamt
systrum mínum og fjölskyldum okk-
ar senda Sigríði systur okkar, Sigríði
Guðmundsdóttur móður hans og
Ingvari syni hans, fjölskyldum
þeirra og velunnurum Helga Ingv-
arssonar samúðarkveðjur.
Gylfi Guðjónsson.
Fyrir tæplega tveimur áratugum
vorum við hjónin svo lánsöm að
kynnast miklum ágætismanni, Helga
Ingvarssyni, þegar hann gekk að
eiga Sigríði Gylfadóttur, systur konu
minnar.
Helgi reyndist öllum, sem honum
kynntust, traustur, alúðlegur, barn-
góður og í alla staði einstaklega góð-
ur heimilisfaðir. Hann var jafnframt
mikill athafnamaður, sem þó verður
ekki rakið í þessum fáu kveðjuorð-
um, en í hverju sem hann tók sér fyr-
ir hendur var hann raungóður og
heiðarlegur. Helgi var gestrisinn og
skemmtilegur heim að sækja og var
með í öllu sem fjölskyldan stóð að,
eins og fjölskyldufundum, þorrablót-
um og starfi „tengdasonafélagsins“
sem tók upp á ýmsu, til að sameina
fjölskylduna og nánustu ættingja og
vini.
Það er því sár söknuður eldri sem
yngri að Helgi skuli nú fallinn frá á
besta aldri og lifir aðeins í ljúfri
minningu um elskulegan heimilisföð-
ur og vin.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
Sigríði, móður hans, öll börnin og
barnabörnin og alla hans ættingja og
vini í söknuði þeirra, en erum jafn-
framt innilega þakklát fyrir að hafa
átt hann að og þökkum að leiðarlok-
um alla þá ástúð og þann kærleika,
sem hann veitti okkur öllum.
Reynir G. Karlsson.
Lífið spyr ekki að sanngirni. Að sá
skuli vera sviptur lífinu á besta aldri
sem unni því svo mjög og sem svo
margir unnu er mótsögn sem erfitt
er að sætta sig við. Helgi Ingvarsson
lifði lífinu af lífi og sál. Stundum bauð
hann lífinu byrginn en þá var það af
því að hann fann kraft þess ólga í sér.
Ógleymanlegar eru minningar frá
ferðalögum með honum og að hlusta
á hann skýra út fyrirbæri náttúru og
dýralífs sem sakir áhuga hans og at-
hyglisgáfu lágu fyrir honum eins og
opin bók sem hann las upphátt fyrir
ferðafélaga sína. Helgi Ingvarsson
var í umgengni við samferðamenn
sína eins og við náttúruna, kom fram
við alla af nærgætni og virðingu og
skipti þá ekki máli hvort í hlut áttu
háir eða lágir. Hann spurði ekki um
stöðu eða stétt manna sem á vegi
hans urðu, enda löðuðust allir að
þessum manni við fyrstu kynni. Ekki
er að efa að þessi þáttur í fari hans
átti drjúgan þátt í velgengi fjöl-
skyldufyrirtækisins en Helgi stjórn-
aði þar sviðum þar sem mikið reyndi
á mannleg samskipti. Á börn og ung-
linga virkaði hann sem segull sem
þeim sem ekki urðu vitni að kann að
þykja ósennilegt því maðurinn var
mikill að burðum, stór og með kraft-
mikla rödd. „Hver er stærstur, feit-
astur og sterkastur?“ spurði hann
gjarnan yngra fólkið í fjölskyldunni
með dillandi hlátri sem lýsti glettni
hans sem hann átti ríkulega. Spurn-
ingin þarfnaðist ekki svars því að
hann var uppáhaldsafinn og uppá-
haldsfrændinn. Það vissu bæði þau
og hann. Hjartalagið var þannig að
engum gat dulist að þar fór hrein-
skiptinn, kjarkmikill og heiðarlegur
maður.
Í sárum missi hlýtur það að veita
nánustu aðstandendum hugarfró að
vita að í Helga Ingvarssyni brann
lífsneistinn óvenju skært og að hafa
hlotnast þau forréttindi að sigla með
honum um skeið á fleyi hans undir
fullum seglum, í meðbyr sem mót-
byr. Blessuð mun minning Helga
Ingvarssonar.
Eggert B. Ólafsson.
„Skjótt hefir sól brugðið sumri.“
Þessi orð listaskáldsins koma í hug-
ann, er ég minnist frænda míns,
Helga Ingvarssonar. Hann var ein-
hver besti drengur sem ég hef
kynnst, ljúfur í lund, vammlaus og
góðviljaður.
Fyrstu minningar mínar um
Helga eru frá barnæsku hans. Ég sá
hann oft á Vífilsstöðum hjá ömmu
okkar og afa, þeim Guðrúnu Lárus-
dóttur og Helga Ingvarssyni lækni.
Helgi frændi var þá þegar hvers
manns hugljúfi og eftirlæti og auga-
steinn ættingja og vina.
Helgi var ekki hár í loftinu þegar
hann fór að hjálpa til við rekstur lít-
ils, en þó ört vaxandi fyrirtækis föður
síns. Þetta varð síðar ævistarf Helga
og hann átti drjúgan þátt í uppbygg-
ingu þess. Hann var glaðsinna og
bjartsýnn að eðlisfari, hann var hlý-
legur í framkomu, sanngjarn og mik-
ils metinn af viðskiptavinum.
Helgi var barngóður maður og
þess nutu börn á hans vegum. Hann
hafði greinilega yndi af því að gleðja
þau. Hann var og ræktarsamur við
aldraða og mér er minnisstætt hve
vel hann reyndist ömmu okkar og afa
er aldur færðist yfir þau.
En lífið var Helga stundum harla
erfitt. Hann missti í byrjun árs 1988
fyrri konu sína, Halldóru Guðrúnu
Tryggvadóttur, eftir þungbær veik-
indi. Hann tregaði hana mjög og
þetta varð honum erfið og sár
reynsla. En betri tíð fór þó í hönd í
lífi Helga er hann nokkru síðar
kynntist seinni konu sinni, Sigríði
Gylfadóttur. Þau voru greinilega
mjög samrýnd, og þau áttu saman
allmörg góð ár.
Ýmsar ytri aðstæður voru Helga
síðar erfiðar, en ekki skal um það
fjallað nánar hér. Hann var og
heilsuveill hin síðari ár, þótt hann
bæri sig jafnan vel, en hann hafði
sjálfur hugboð um að hann yrði ekki
langlífur. Fráfall hans var þó óvænt
og grimmt, 56 ár eru ekki hár aldur
og mér finnst að hann hefði átt skilið
að lifa mörg góð ár enn.
Ég sendi að lokum innilegar sam-
úðarkveðjur til eiginkonu, sonar,
móður og annarra ástvina, sem eiga
nú um sárt að binda. Það var sérstök
gæfa að fá að kynnast þessum góða
dreng. Blessuð sé minning Helga
Ingvarssonar.
Ólafur Oddsson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Ótrúlegt var að heyra að Helgi
Ingvarsson frændi væri látinn langt
um aldur fram. Hann var góður
drengur, skemmtilegur og gaf sér
alltaf tíma til að spjalla. Hann hafði
frá mörgu að segja, ekki síst ef
spjallað var um veiði og brids. Það er
mikill missir að þessum manni sem