Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 33 MINNINGAR Helgi var skólafélagi minn við Menntaskólann á Laugarvatni. Við vorum fá í bekk og náðum því öll vel saman. Þetta var á hippatímabilinu þegar vinátta og frjáls hugsun var í hámarki. Helgi var afbragðs félagi. Hann var ávallt glaðvær og léttur í lund. Spilaði vel bridge og átti sinn þátt í því að ML tapaði nánast aldrei bridgekeppni á þessum árum. Hann var stærstur í bekknum, en ég minnstur. Það varð ég áþreifan- lega var við þegar ég var látinn bera Helga á háhesti. Leiðin var frá heimavist ML og niður í Héramöt- uneyti. Tilefnið var eitthvert fárán- legt veðmál. Helgi var svo stór knapi á baki mínu að fætur hans náðu næstum til jarðar. Það var til bjargar því þannig gat hann stutt við mig þegar ég slangraði til hliðar. En við komumst alla leið …eins og alltaf. Við vorum einnig meðlimir í félagi antisportista. Þar var nánast dauða- synd að laumast í sport. Bridge og skák voru einu íþróttirnar sem voru leyfðar. Að loknu stúdentsprófi sneri Helgi sér að uppbyggingu fyrirtækis for- eldra sinna. Það var ánægjulegt að fylgjast með því hvernig fyrirtækið blómstr- aði. Það byrjaði með nokkrum Tra- böntum, en óx hratt og varð síðan eitt af stærstu bílaumboðum lands- ins. Mig grunar að Helgi hafi átt stóran þátt í velgengni fyrirtækisins. Hann átti auðvelt með að ná til fólks og kunni þá list að láta viðskiptavin- ina fara glaða heim. Það var ekki slæmt að vera Laug- vetningur þegar þurfti að kaupa bíl. En hvað er dýrmætara en ánægðir viðskiptavinir, þegar þú átt í sam- keppni? Helgi kunni einnig að gleðja erlenda umboðsaðila þegar þeir komu til Íslands í heimsóknir. Fór með þeim í óteljandi veiði- og land- kynningarferðir og beitti öllum brögðum til að gera þá ánægða. Ég hitti Helga fyrir stuttu. Hann var þá glaður eins og alltaf. Mig grunaði ekki þá að það yrði í hinsta sinn. Ég sendi ættingjum samúðar- kveðjur. Minningin lifir um góðan dreng. Andrés Magnússon. Við ótímabært fráfall Helga Ingv- arssonar vinar míns koma ótal minn- ingabrot upp í hugann honum tengd eftir hartnær 40 ára vináttu. Það var haustið 1966 sem ég og Helgi ásamt fleiri busum settumst í fyrsta bekk Menntaskólans á Laugarvatni. Það var þá sem ég, sveitastrákurinn og Helgi borgarbarnið, hittumst fyrst og varð það upphaf vináttu okkar sem æ síðan hefur haldist og dýpkað þó eðli málsins samkvæmt hafi verið mislangt á milli samverustundanna. Á Laugarvatni dvöldum við saman 4 vetur á heimavistarskóla, en á þessum árum vorum við unglingarn- ir þá eins og unglingarnir í dag að þroskast yfir í að verða fullorðið fólk. Ekkert var okkur ómögulegt og lífið snerist alfarið í kringum okkur að okkur fannst og áhyggjur heimsins voru víðs fjarri. Mér er í fersku minni ferð sem ég og Helgi fórum saman til Reykjavík- ur ásamt skólasystkinum okkar, Bangsa og Ollý, í janúar 1967, en Helgi var að sjálfsögðu fararstjórinn enda vel staðkunnugur í Reykjavík. Til stóð að halda þorrablót í bekkn- um og hafði verið pantaður þorra- matur í Múlakaffi af því tilefni, en ferðin var farin til að ná í hann. Mikl- ar vegaskemmdir höfðu orðið sunn- an- og suðvestanlands vegna mikilla rigninga þegar lagt var af stað. Ekki höfðu borist miklar fréttir af þessu ástandi að Laugarvatni, eða við ekki mikið hlustað á fréttirnar. Lagt var að stað á laugardagsmorgni, en við höfðum fengið frí í skólanum til þess- arar farar, sem okkur þótti ekki slæmt. Fljótlega kom í ljós að færið var ekki upp á það besta, en við Borg í Grímsnesi var vegurinn farinn í sundur, en yfir ófæruna var farið þótt vatnið næði upp á miðjar hliðar á Volkswagen Valiant skutbílnum sem ég hafði fengið lánaðan hjá Tryggva bróður til fararinnar, en ekki var öðrum bíl til að dreifa. Ég hafði orð á því við Helga og hin hvort við ættum að snúa við, en sam- eiginleg ákvörðun var tekin um að áfram skyldi haldi því mikið var í húfi að ná í matinn og annan varning sem greitt hafði verið tappagjald fyrir. Okkur sóttist ferðin vel þar til við vorum komin að Sandskeiðinu, en þá kom í ljós að vegurinn þar var lok- aður og svæðið eins og hafsjór yfir að líta, svo mikið var vatnið eftir leys- ingarnar. Vegagerðarmenn, sem þar voru staddir, tjáðu okkur að með öllu væri ófært til Reykjavíkur. Sand- skeiðið væri lokað, eins og sjá mætti og vegurinn einnig farinn í sundur við brýrnar yfir Elliðaár í Reykjavík. Það var því svekktur hópur sem sneri við því allar bjargir virtust bannaðar og ekki um annað að ræða en að fara heim aftur við svo búið. Fer þá Helgi að nefna það hvort ekki sé hægt að fara Krýsuvíkurleiðina. Ég hafði að vísu heyrt hana nefnda en ekkert okkar hafði farið þá leið áð- ur. Hýrnaði nú heldur betur yfir hópnum og þóttumst við nú með þessari snilldarhugmynd Helga hafa snúið á máttarvöldin og Vegagerðina sem hamlaði okkur för. Torsóttur reyndist hins vegar Krísuvíkurvegurinn, hann víða far- inn í sundur með djúpum skörðum sem ekki voru fær nema fuglinum fljúgandi. Það var því svo að við ók- um víðast hvar utan vegar, enda jörð frosin og klakinn þykkur. Til Reykja- víkur komumst við svo um miðjan dag og sóttum vistir þær sem við höfðum verið send eftir. Strax var hugað að heimferð, en Helgi taldi rétt að við yrðum sam- ferða rútum austur yfir fjall og fór- um við því niður að BSÍ til að fá að vera í samfloti við þær. Þegar þang- að kom, og við spurðumst fyrir um rútuferðir, var okkur tjáð að leiðin væri kolófær, bæði Hellisheiðin og Krýsuvíkurleið og engar rútur færu þennan daginn austur. Ekki fékk þetta þó stöðvað þessa fífldjörfu ferðalanga og haldið var af stað sömu leið til baka á drekkhlöðnum Volks- vagninum, einbíla eins og áður og enginn á ferð nema við. Gekk ferðin hægt en örugglega, en Helgi fór af og til út til að kanna dýpi verstu álanna með skóflu sem við höfðum meðferð- is. Í síðasta hvarfinu, nærri Laugar- vatni, missti Helgi hins vegar skófl- una við dýptarkannanir sínar og var nærri horfinn á eftir henni. Allt fór þó vel að lokum og um mið- nætti náðum við svo loks til Laug- arvatns, þreytt en sæl, og höfðum við þá verið 14 tíma í ferðalaginu. Skóla- félagar okkar voru orðnir langeygir eftir okkur og veisluföngunum sem gerð voru góð skil við komu okkar til baka. Því segi ég þessa sögu sem dæmi um það að hvað sem á gekk, eða hversu erfitt sem verkefnið var, sem Helgi tók að sér í lífinu, þá var aldrei um annað að ræða en að settu marki skyldi náð og engin uppgjöf var við þau verkefni sem hann tók að sér. Þegar menntaskólaárunum lauk skildust leiðir okkar Helga um tíma enda fórum við sinn í hvora áttina. Eftir að báðir höfðu stofnað til fjöl- skyldu urðu samverustundirnar þó tíðari aftur og varð ég meðal annars þeirrar ánægju aðnjótandi að að- stoða hann við byggingu einbýlis- húss hans á Seltjarnarnesinu. Sala nýrra bifreiða var aðalævist- arf Helga og naut ég þess síðastliðin 30 árin, fyrst þegar hann seldi bif- reiðar í Rauðagerðinu í fyrirtæki föð- ur síns og seinna í fjölskyldufyrir- tækinu Ingvari Helgasyni við Sævarhöfða sem hann veitti forstöðu ásamt stórfjölskyldunni. Þegar pant- aðir voru bílar í Rauðagerðinu hjá Helga gat maður yfirleitt verið nokk- uð öruggur um að fá þá gerð sem pöntuð var en hvort liturinn passaði var ekki alltaf eins víst, enda skipti það ekki svo miklu máli. Helgi var mikill höfðingi þegar kom að sölu bíla til vina og kunningja en oftar en ekki fór maður á nýjum bíl eftir heimsóknir til hans, þó það hafi nú ekki verið tilgangur heim- sóknarinnar. Ég veit að ég var ekki sá eini sem naut þessa höfðingsskap- ar Helga, því í gegnum árin hef ég orðið vitni að því að vinir hans og kunningjar skipta hundruðum, ef ekki þúsundum. Ég er svo lánsamur að hafa verið einn af þínum vinum í hartnær 40 ár og fyrir það er ég þér ævinlega þakk- látur, kæri vinur. Ég er viss um að þegar við hittumst hinum megin munum við fara saman í einhverjar svaðilfarir eins og forðum en vertu ekkert að kanna leiðirnar áður því það er svo miklu skemmtilegra að fara í óvissuferð. Elsku Sigga, Ingvar og fjölskyld- ur, ykkar missir er mikill. Sendi ég og fjölskylda mín ykkur innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Helga Ingvarssonar. Guðni Eiríksson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, fyrrverandi sambýlismaður, sonur og bróðir, GESTUR BJARNASON frá Fremri-Hvestu í Arnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 10. júlí. Minningarathöfn fer fram frá Bíldudalskirkju laug- ardaginn 23. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður í Bíldudalskirkjugarði. Elvar Geir Gestsson, Linda Ström, Ásdís Gestsdóttir, Ævar Örn Ómarsson, Arnar Geir Gestsson, Guðrún Geirsdóttir, Ragnhildur Finnbogadóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Guðbjartur Ingi Bjarnason, Margrét Bjarnadóttir, Guðbjörg Bjarnadóttir, Kristófer Bjarnason, Marinó Bjarnason, Jón Bjarnason, Ingibjörg Bjarnadóttir, Elín Bjarnadóttir, Gestný Bjarnadóttir, Katrín Bjarnadóttir, Dagur Bjarnason, Ragnar Gísli Bjarnason og aðrir aðstandendur. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN SÆMUNDSSON bryti, Ljósheimum 8a, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 17. júlí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 25. júlí kl. 13.00. Margrét Kr. Sigurpálsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HALLDÓR JÓNSSON frá Sunnutúni, Eyrarbakka, Baugstjörn 6, Selfossi, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugar- daginn 23. júlí nk. kl. 13.30. Valgerður Jóna Pálsdóttir, Ingunn Hinriksdóttir, Sigurður Ingólfsson, Jón Halldórsson, Svana Pétursdóttir, Stefán Anton Halldórsson, Erna Friðriksdóttir, Páll Halldórsson, Ingibjörg Eiríksdóttir, Anna Oddný Halldórsdóttir, Jón Arnar Sigurðsson, afabörn og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN TORFADÓTTIR, Miðtúni 12, Tálknafirði, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 20. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Björgvin Sigurbjörnsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR SVEINSDÓTTIR kennari, frá Kolsstöðum í Miðdölum, síðast til heimilis að Droplaugarstöðum, Snorrabraut 58, Reykjavík, lést þriðjudaginn 19. júlí sl. Helga Sveinsdóttir, Valdimar Guðnason, Jón R. Sveinsson, Guðrún Óskarsdóttir, Sigríður Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarathöfn um föður okkar, tengda- föður, afa, langafa og langalangafa, GEIRMUND GUÐMUNDSSON, Bexhill on Sea, Englandi, áður til heimilis að Laugarnesvegi 51, Reykjavík, sem andaðist í Englandi 25. júní, verður haldin í Árbæjarkirkju föstudaginn 22. júlí kl. 11.00. Jarðsetning verður sama dag kl. 15.30 í Setbergskirkjugarði, Grundarfirði. Guðmundur H. Guðjónsson, Sigurrós Geirmundsdóttir, Vilhjálmur Pétursson, Móses Geirmundsson, Dóra Haraldsdóttir, Ingibjörg Geirmundsdóttir, Sigurpáll Grímsson, Sædís Geirmundsdóttir, Snæþór Aðalsteinsson, Torfi Geirmundsson, Númi Geirmundsson, Björg Jóhannesdóttir, Rúnar Geirmundsson, Kristín Sigurðardóttir, Elínborg Geirmundsdóttir, Sigfús Halldórs, afabörn, langafabörn og langalangafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.