Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
LANDIÐ
Hengill | Landgræðslan hefur lokið einu af
sínum stærstu landgræðsluverkefnum í sum-
ar, uppgræðslu á heiðinni vestan Hengils og
Húsmúla. Á svæðinu, sem telst til Sveitarfé-
lagsins Ölfuss, eru um eitt þúsund hektarar af
illa förnu landi, sem samsvarar um fimmtán
þúsund einbýlishúsalóðum, og hefur verið
langversta landið í nágrenni höfuðborgarinn-
ar.
Að sögn Andrésar Arnalds, fagmálastjóra
Landgræðslu ríkisins, hefur Landgræðslan
lengi haft hug á því að græða þetta land enda
hafi það verið að blása upp með vaxandi
þunga. Það var þó ekki fyrr en Orkuveita
Reykjavíkur lagði veg að borstæði í jaðri
svæðisins að hægt var að koma þangað nauð-
synlegum tækjum. Á síðasta sumri var gerð
tilraunasáning í samvinnu við Orkuveituna og
gaf hún svo góða raun, að sögn Andrésar, að
ákveðið var að ráðast í það verkefni að græða
svæðið upp.
Í sumar var áburði og fræi dreift um meg-
inhluta svæðisins, alls um 170 tonnum á um
800 hektara. Á næsta ári verður lokið við sán-
ingu en síðan þarf að bera áburð á næstu árin,
á meðan gróðurinn er að ná sér á strik.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Orkuveit-
una, en á svæðinu er meginvatnstökusvæði
veitunnar vegna Hellisheiðarvirkjunar;
Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ, Mosfellsbæ
og fjáreigendur í Reykjavík og í Kópavogi.
Kostaði uppgræðslan í sumar um 8 milljónir
kr. Andrés segir að fjármögnun verkefnisins
sé tryggð í tvö ár til viðbótar.
Verst farna landið á höfuðborgarsvæðinu grætt upp
Vestmannaeyjar | Dalabúið í
Vestmannaeyjum hefur smám
saman verið að ganga í endurnýj-
un lífdaga þó hlutverkið sé breytt.
Dalabúið var áður kúabú sem sá
stórum hluta Eyjamanna fyrir
mjólk, síðar varð það tækja-
geymsla bæjarins og nú er þar
hesthús og síðast en ekki síst leik-
hús. Þar er hægt að kynnast
magnaðri sögu Tyrkjaránsins í
Vestmannaeyjum, þar sem stórum
hluta íbúanna var rænt og hann
hnepptur í þrældóm í Barbaríinu
og enn aðrir voru brytjaðir niður
miskunnarlaust.
Húsnæðið skapar þessu drama-
tískt umhverfi með svipi Þórðar
Svanssonar á sviðum í báðum end-
um, langborði, listaverkum á
veggjum og kertaljósum á borðum
og veggjum.
Komu Tyrkja minnst
Dalabúið er myndarleg bygging
í stíl gömlu torfkofanna, með
tveimur burstum og millibygg-
ingu. Í annarri burstinni hefur
Þórður Svansson komið upp vísi
að leikhúsi og/eða samkomusal
sem minnir á samkomuhúsið í
Stuðmannamyndinni, Með allt á
hreinu, því þegar inn er komið
kemur í ljós að þar er bæði hátt
til lofts og vítt til veggja. Þórður
hefur viðarklætt báða endana og
komið upp sviði báðu megin og
eftir endilöngu gólfinu eru borð
með áföstum bekkjum. Á berum
veggjum eru listaverk eftir Þórð
og fjöldi kerta sem saman skapa
dulúðlegt andrúmsloft þegar raf-
ljósin eru slökkt.
Laugardaginn 16. júlí síðastlið-
inn voru 378 ár frá því að Tyrkir
stigu á land í Vestmannaeyjum og
var þess minnst í Dalabúinu með
gjörningnum Ópinu sem Þórður
Svansson átti veg og vanda að.
Árni Johnsen las texta þar sem
atburðum var lýst og til að undir-
strika áhrifin hljómuðu undir um-
hverfishljóð, öldugjálfur, vopna-
brak, eldur og angastaróp fólks í
neyð. Allt var þetta vel gert og til
að leggja enn frekari áherslu á
óhugnaðinn stóðu svipirnir hans
Þórðar, skúlptúrar í mannsmynd
íklæddir dökkum kuflum, sem
leikmunir ásamt kertum og upp-
lýstum listaverkum Þórðar og
burstin í Dalabúinu var leiksviðið.
Blóðtaka í byggðarlaginu
Sennilega hefur ekkert byggð-
arlag á Íslandi orðið fyrir annarri
eins blóðtöku og þegar Tyrkir, eða
réttara sagt Alsíringar, höfðu á
brott með sér 242 Eyjamenn sem
þeir hnepptu í þrældóm og drápu
aðra 36. Þetta gerðist árið 1627.
Hér dvöldu þeir í þrjá daga, frá
16. til 19. júlí, og skildu eftir
byggðarlag í auðn.
Þórður og Sigurmundur Ein-
arsson, ferðafrömuður í Eyjum,
ætla að bjóða ferðamönnum og
öðrum að kynnast þessum dökka
kafla í sögu Vestmannaeyja. Það
er vel tímans virði auk þess sem
Dalabúið hentar vel fyrir alls kon-
ar uppákomur.
Saga Tyrkjaránsins sögð í Dalabúinu
Morgunblaðið/Sigurgeir
Hönnuður Þórður Svansson í Dala-
búinu með svipina sína í baksýn.
Eftir Ómar Garðarsson
GÖNGUGARPARNIR Bjarki Birg-
isson, sundþjálfari og afreksmaður í
sundi, og Guðbrandur Einarsson,
sem er nuddari, kennari og bóndi,
komu til Akureyrar í gær, en þeir
eru sem kunnugt er að ganga hring-
inn í kringum landið undir yf-
irskriftinni: Haltur leiðir blindan.
Bjarki er hreyfihamlaður og Guð-
brandur er nærri blindur. Þeir hófu
gönguna í Reykjavík 20. júní síðast-
liðinn þannig að þeir hafa verið á
ferðinni í einn mánuð. Þeir áætla að
ljúka hringferðinni 4. ágúst næst-
komandi.
Fjölmenni tók á móti félögunum,
m.a. félagsmenn í Sjálfsbjörgu, fé-
lagi fatlaðra og Félagi langveikra
barna á Norðurlandi, við komuna til
bæjarins. Einnig voru þar fulltrúar
úr bæjarstjórn og bæjarstjórinn á
Akureyri, Kristján Þór Júlíusson
sem gaf sig fyrst á tal við Bjarka og
innti frétta af göngunni. „Það er
hérna maður sem vill tala við þig,“
kallaði Bjarki svo til Guðbrands fé-
laga síns. „Hann getur bara fært sig
yfir til mín,“ svaraði Guðbrandur,
sem og bæjarstjóri gerði og saman
gengu þeir ásamt fjölda fólks áleiðis
að Ráðhústorgi þar sem var mót-
tökuathöfn síðdegis.
Á leiðinni í bæinn var opnuð inn-
setning á myndverki Karls Guð-
mundssonar og Rósu Júlíusdóttur.
Það heitir Hér og nú og er á flöt
skammt frá sambýli fyrir fatlaða við
Hafnarstræti. Hugmyndina að fékk
Kalli nokkru áður en þeir félagar
hófu gönguna, en Rósa sem lýsti
verkinu sagði það tákna landið,
jörðina, sjóinn, rauði hringurinn
umhverfis það væri hringurinn um-
hverfis landið og blá ísaumuð spor
skref þeirra félaga, Bjarka og Guð-
brands. Rósa gat þess að mikilvægt
væri að framlag og þátttaka fatl-
aðra í samfélaginu væri sýnileg og
að horft væri til þess sem fatlaðir
gætu, ekki bara horfa til þess sem
þeir gætu ekki.
Göngugarparnir Bjarki og Guðbrandur á Akureyri
Hann getur bara
fært sig til mín
Morgunblaðið/Kristján
Göngugarpar Félagarnir Guðbrandur Einarsson og Bjarki Birgisson við
verk þeirra Rósu Júlíusdóttur og Karls Guðmundssonar, sem komið hefur
verið fyrir á flöt sunnan við sambýli í Hafnarstræti.GUÐMUNDUR VE kom til lönd-
unar í Krossanesi í gær eftir hálfs
mánaðar veiðiferð á Svalbarðasvæð-
inu og í Smugunni. Aflinn var um
450 tonn af frystum síldarflökum og
um 700 tonn í bræðslu, þar af 250
tonn af síld og 450 tonn af afskurði.
Róbert Hafliðason skipstjóri í veiði-
ferðinni sagði að skipið hefði verið á
siglingu í um vikutíma í lögsögu
Svalbarða án þess að finna síld og
það var ekki fyrr en í norðarlega í
Smugunni að eitthvað fannst. Ró-
bert sagði að þar hefði verið ágætis
kropp í flottrollið í blíðuveðri en síld-
in þó verið heldur smá, eða um 200
grömm. „Við viljum hafa síldina
stærri, enda góðu vanir af heima-
miðum.“
Róbert sagði að frystu flökkunum
yrði landað í Ólafsfirði en þaðan yrði
svo haldið aftur á miðin. „Það þýðir
ekkert að hanga í landi. Við erum
búnir að sigla margar mílur í þessari
veiðiferð en vonandi erum við búnir
að finna blettinn aftur þarna í Smug-
unni.“
Fundu síld norðar-
lega í Smugunni
Morgunblaðið/Kristján
Síldveiðar Unnið við löndun úr Guðmundi VE í Krossanesi í gær.
Skipstjórinn Róbert Hafliðason í
brúnni á Guðmundi VE.
Djassinn dunar | Píanistinn Sunna
Gunnlaugs ásamt bandaríska tromm-
aranum Scott McLemore og norska
bassaleikaranum Eivind Opsvik leika
á Heitum fimmtudegi í Ketilhúsinu í
kvöld, fimmtudagskvöldið 21. júlí, kl.
21.30. Þau eru meðlimir í kvartett
Sunnu Gunnlaugs sem hefur gert út
frá New York og farið í tónleikaferðir
um Evrópu, Kanada og Japan und-
anfarin ár. Á efnisskránni er nýtt efni
eftir meðlimi tríósins í bland við eitt-
hvað eldra en það stendur til að hljóð-
rita nýja tríóplötu í næstu viku.
Sunna Gunnlaugsdóttir hefur um
árabil verið í röð okkar fremstu djass-
píanóleikara. Henni hafa hlotnast
margskonar viðurkenningar og hún
hefur vakið athygli með leik sínum
bæði austan hafs og vestan. Hún bjó
um árabil í New York en er nú flutt
heim.
Sýning | Eiríkur Arnar Magn-
ússon opnar myndlistarsýningu á
Café Karólínu á laugardaginn, 23.
júlí, kl. 14. Eiríkur Arnar er fæddur
á Akureyri 1975. Hann stundaði
nám á listasviði Fjölbrautaskólans í
Breiðholti, og nám við Myndlista-
skólann á Akureyri, en stundar nú
myndlistarnám í Listaháskóla Ís-
lands. Þetta er hans fyrsta einka-
sýning.