Morgunblaðið - 21.07.2005, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 21.07.2005, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi SINGSTAR, söngvakeppni barna og unglinga, kvöldvökur, bryggjuböll, sjóstangveiði, tísku- sýningar, graffítí-málun, flug- eldasýningar og brekkusöngvar er meðal þess sem ferðalangar geta notið á þeim fjölbreyttu há- tíðum sem haldnar verða víðs- vegar um landið um verslunar- mannahelgina. Fjölskylduhátíðir eru einkenn- andi fyrir verslunarmannahelgina í ár og á flestum viðburðum á landsbyggðinni virðist vera lögð mest áhersla á fjölskylduvænt umhverfi og dagskrá sem hentar ungum sem öldnum. Gestum er einnig boðið að taka þátt í margskonar keppnum, t.d. hjól- reiðakeppni í Galtalæk, söngva- keppni á Akureyri, þrautakeppni á Úlfljótsvatni, strandblakmóti í Neskaupstað og körfuboltamóti í Vík í Mýrdal. Að vanda verður tónlistin stór hluti af hátíðarhöld- unum og landsþekktir listamenn sjá til þess að dansinn mun duna og raddböndin verða þanin í fá- mennum sem stærri samkomum. Þetta er þó aðeins brot af þeirri dægradvöl sem í boði er um þessa mestu ferðahelgi árs- ins. Hátíðirnar Síldarævintýri á Siglufirði, Neistaflug í Neskaup- stað, Bindindismótið í Galtalæk, Kántrýhátíð í Skagafirði, Ein með öllu á Akureyri og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum verða allar á sínum stað auk annarra manna- móta. Borgarbúar sem ekki vilja eða geta lagst í ferðalög þurfa svo hreint ekki að láta sér leiðast í Reykjavík þar sem Innipúkinn auk annarra uppákoma ættu að geta haft ofanaf fyrir fólki. Fjölskyldan verður í fyrirrúmi í hátíðarhöldum verslunarmannahelgarinnar Singstar-keppni eða sjóstangveiði? Morgunblaðið/Kristinn Nóg verður af leiktækjum fyrir börnin þessa verslunarmannahelgina sem og síðustu þegar þetta augnablik var fangað í Galtalæk.  Fjölskylduhátíðir | 46–47 KÁRI Stefánsson, forstjóri deCODE, var í gær fenginn til að opna fyrir viðskipti á Nas- daq-markaðnum bandaríska í gær í tilefni af því að fimm ár eru liðin frá skráningu de- CODE Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar. Hlutabréf í deCODE voru upphaflega, hinn 17. júlí 2000, skráð á útboðsgenginu 18 dollarar á hlut en daginn eftir var opnunar- verðið 28,5 dollarar. Opnunarverð viðskipta í gær var 9,91 dollar. „Þetta hefur að mörgu leyti verið býsna erfiður tími,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri deCODE, í samtali við Morgunblaðið eftir opnun markaðarins í gær. „Frá árinu 2000 hefur hátæknimarkaður í heiminum almennt gengið í gegnum erfiða tíma. Við lögðumst til sunds í félagsskap hinna stóru á þessum markaði og höfum borið okkur saman við þá. Þegar manni er ögrað á þann hátt þá verður maður að leggja sig allan fram,“ sagði Kári. Aldrei gengið betur „Það sem gerir mönnum á Íslandi kannski erfitt fyrir að sjá þetta í skýru ljósi er að markaðurinn á Íslandi, þessi litli markaður sem við höfum þar, hefur verið að þenjast út á óskiljanlegan hátt á undanförnum árum. Gjörsamlega andstætt því sem hefur gerst annars staðar. En þar eru menn að leika sér í afar litlum drullupolli. Ekki úti á hinu stóra hafi með hinum stóru fiskunum. Við erum stolt af því að hafa verið innan um þá stærstu. Við höfum haldið okkar og aldrei gengið betur.“ Kári Stef- ánsson opn- ar Nasdaq Ljósmynd/Miles Ladin Forstjóri ÍE fagnar opnun Nasdaq í gær.  Lögðumst til | B1 BÍTLALÖG ómuðu um Laugaveginn í gær í flutningi þriggja ungra manna sem höfðu komið sér fyrir í góða veðrinu. Piltarnir fengu þá flugu í höfuðið að flytja öll lög Bítlanna af plötunni Stg. Pepper’s Lonely Hearts Club Band og ákváðu að framkvæma hugmyndina fyrir utan Skífuna á Laugaveginum í gær. Þeir Kristján Hrannar Pálsson píanóleikari, Daníel Friðrik Böðvarsson gítarleikari og Bragi Árnason söngvari segjast miklir aðdáendur Bítlanna og voru óhræddir við að útsetja lögin af plötunni eft- ir sínu nefi, enda platan rómuð fyrir frumleika á sínum tíma. Morgunblaðið/ÞÖK Óður til Bítlanna ARÐUR erlendra aðila af fjárfestingum sínum hérlendis hefur hækkað gífurlega seinustu ár og var í fyrra 26,4 milljarðar króna. Þetta er ríflega tvöföldun arðs erlendra aðila á Íslandi frá árinu 2003, þegar hann nam 12,1 milljarði króna og árið 2002 var hlutfallið neikvætt upp á 1,4 milljarða. Endurfjárfesting hagnaðar var stófelld í samræmi við það árið 2004, eða 23,8 milljarðar króna. Af þessum 16,4 milljörðum voru því um 2,5 millj- arðar króna arðgreiðslur og vaxta- greiðslur er hurfu úr landi. Til samanburðar má geta þess að áætl- aðar tekjur af fjárfestingum Íslendinga erlendis námu 24,2 milljörðum króna ár- ið 2004, en árið 2003 voru þær 15,6 milljarðar króna og 14,7 milljarðar 2002, sem var mikil breyting frá tekj- unum árið 2001, þegar þær voru um 5 milljarðar króna. Flest bendir til að helstu arðgreiðslurnar til erlendra fjárfesta séu í stóriðju og banka- viðskiptum. | B8 Arður af erlend- um fjárfesting- um tvöfaldast STÖRFUM í iðnaði öðrum en byggingariðnaði og mannvirkjagerð, hefur fækkað um 1.300 frá árinu 1998. Árið 1998 voru rétt rúmlega 18.200 störf í iðnaði en hafði fækkað niður í 16.900 á síð- asta ári eða um rúm 1.300 störf. Störfum í textíl- og fataiðnaði hefur fækkað um 600 og sama er uppi á teningnum í kjötiðnaði. Að sögn Hannesar G. Sigurðssonar, aðstoð- arframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins hefur orðið fækkun í flestöllum iðnaðargreinum, sérstaklega koma gengisháðar greinar illa út. Hann segir efnahagsstefnuna þurfa að stuðla að meira jafnvægi. Sú tilhneiging hefur verið á alþjóðavísu að störf í grunniðnaði færist frá hálaunalöndum til landa með lægri launakostnað og hafa Íslend- ingar að sögn Hannesar ekki farið varhluta af því. Við þessari þróun þurfi að bregðast. Bendir hann á að byggja þurfi upp þekkingariðnað í stað einfaldrar framleiðslu sem geti farið fram hvar sem er í heiminum. „Við sjáum að matvælaiðnaðurinn og greinar sem eru í beinni samkeppni við innflutning eru að láta undan síga og þar er störfum að fækka,“ segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Að hans mati ríður á að halda í störf tengd upplýsingaiðnaði og tækniiðn- aði. „Því það eru þau störf sem við verðum eink- um að byggja á í framtíðinni þar sem þau skapa þau launa- og lífskjör sem við gerum kröfu um. Þau þurfum við að halda í og megum ekki missa þau úr landi, því þá er ekkert eftir,“ segir Sveinn, en bendir á að í þeim málefnum séu ýmsar blikur á lofti þar sem íslensk fyrirtæki í hátækniiðnaði velji nú fremur að stækka við sig erlendis en hér- lendis. Störfum í iðnaði fækkað verulega  Efnahagsstefnan | 6 Mikilvægt að störf í tækniiðnaði fari ekki úr landi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.