Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju 21. júlí kl. 12.00: Pennsylvania Girl Choir, stjórnandi: Mark Anderson 23. júlí kl. 12.00: Nigel Potts, orgel 24. júlí kl. 20.00: Nýsjálenski orgelsnillingurinn Nigel Potts leikur fjölbreytta orgeltónlist. 2. sýn. fim. 21/7 kl. 19 sæti laus 3. sýn. sun. 24/7 kl. 14 uppselt 4. sýn. þri. 26/7 kl. 19 sæti laus Sígild tónlist í sögulegu umhverfi 22.-24. júlí 2005 Tónleikarnir verða haldnir í Reykholtskirkju. Miðapantanir í símum 891 7677 og 552 3208. Miðasala við innganginn. samhljomur@internet.is • www.vortex.is/festival Opnunartónleikar föstudaginn 22. júlí kl. 20.00 Flutt verður tónlist eftir Clöru og Robert Schumann. Miðdegistónleikar laugardaginn 23. júlí kl. 15.00 Donald Kaasch tenór og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytja ensk lög og þekktar óperuaríur. Kvöldtónleikar laugardaginn 23. júlí kl. 20.00 Brindisi tríóið flytur píanótríó eftir Haydn og Ravel. Einnig verður flutt strengjatríó eftir Beethoven. Lokatónleikar sunnudaginn 24. júlí kl. 16.00 Flutt verða m.a. verk eftir Mozart, Schubert og Chausson. Flytjendur: Auður Hafsteinsdóttir, Ásdís Valdimarsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Caroline Palmer, Donald Kaasch, Jacqueline Shave, Michael Stirling, Philippe Graffin og Steinunn Birna Ragnarsdóttir. ehf HVERNIG væri að skreppa í bíl- túr? Í stað þess að rúnta niður Laugaveginn væri tilvalið að keyra eitthvert utan alfaraleiðar. Jón G. Snæland hefur ekið þvers og kruss um landið, er mikill jeppa- maður, og hefur óþreytandi áhuga á að kynna landsmönnum ýmsar skemmtilegar og fallegar ökuleiðir sem ekki allir vita af. Árið 2003 skrifaði hann bókina Ekið um óbyggðir, þar sem lýst er á greinargóðan hátt 82 ökuleiðum um hálendið. En sú bók nægði Jóni ekki og nú hefur hann skrifað ann- að rit, Utan alfaraleiða, þar sem við bætast 60 spennandi jeppaleiðir í nágrenni höfuðborgarinnar sem og fjarri mannabyggðum. Meðlimur í Rottugenginu „Í bókinni eru leiðarlýsingar á þekktum og minna þekktum leiðum og ég reyni að skilgreina hverjir geti farið þessar leiðir. Einnig tek ég fram hversu vel út- búnir bílarnir þurfi að vera, GPS- punktar af leiðunum eru í bókinni ásamt gistimöguleikum og hversu lengi tekur að aka leiðirnar,“ út- skýrir Jón. Leiðirnar 60 eru á öllum stigum, bæði fyrir sumar- og vetrarakstur auk þess sem sagt er frá því hvern- ig sumarleiðirnar eru að vetri til. Jón segir bókina henta bæði fyrir jepplingaeigendur, þá sem eru á 44" og 49" dekkjum og allar stærðir jeppa þar á milli. Rottugengið er félagsskapur jeppafólks sem Jón er í og þeir ferðast mikið saman um landið en Jón einnig meðlimur í Ferða- klúbbnum 4x4. Báðir þessir hópar hafa hjálpað honum við bókina, bæði tekið myndir og lagt lykkju á leið sína þegar Jón þurfti að kanna að- stæður. Sprengisandur áhugaverður „Ég kíki á flestar slóðir sem ég sé og frétti af,“ segir Jón en telur þó að honum endist ekki ævin til að fara um allt landið. „Það er alltaf eitthvað eftir og í raun væri slæmt ef ég væri búinn að fara um allt. Þá þyrfti ég eflaust að flytja til Síberíu eða á einhvern annan nýjan stað.“ Það getur verið varasamt fyrir nýgræðinga að fara á óþekktar slóðir og því varar Jón fólk við þeim leiðum sem geta verið lúmskt hættulegar. „Oft geta leiðirnar breyst eins og hendi væri veifað en ég segi frá þeim eins og þær eru við venjuleg- ar aðstæður,“ lýsir hann. Búnaður er auðvitað mjög mik- ilvægur hluti jeppaferða og er að- eins farið í þau mál í inngangi bók- arinnar. Í fyrri bók Jóns var einnig fjallað um ýmis öryggismál en sjálf- ur segir hann að aldrei sé hægt að nefna allt. Í sumar ætlar Jón að þeysast út um allt land á jeppanum sínum og það sem af er sumri hefur hann mikið verið á Norðausturlandi. Vonarskarð að vetri til og Svína- skarð á sumrin eru tvær af þeim ökuleiðum sem eru í mestu uppá- haldi hjá Jóni. Þá fer hann oft á Sprengisand og er tíður gestur í skála 4x4-klúbbsins, Setrinu, við Hofsjökul. Þar í kring keyrir hann mikið. „Sprengisandur er áhugaverðari en margir halda. Þar er margt að sjá og skoða þótt mörgum finnist þar aðeins vera sandur þegar horft er yfir í fyrsta skipti. Þarna er mik- il saga,“ segir Jón. Jeppaferð með þingmönnum Í haust er á dagskránni skemmtilegt verkefni hjá 4x4- klúbbnum því hann hefur boðið öll- um þingmönnum landsins að fara með í jeppaferð um hálendið. Með þessari ferð vilja félagsmenn klúbbsins kynna landið og ekki síst starfsemi 4x4 fyrir þingmönnum. „Við munum svo gista í Setrinu, flottasta skála landsins, en hann tekur 67 manns,“ segir Jón. „Ef svo fer að allir þingmenn þiggja boðið þá munum við jeppamenn bara gista í bílunum en bílaflotinn er nægur til að fá alla alþingismenn með í ferð.“ Ferðaklúbburinn hefur starfað að stikun leiða og landgræðslu í 23 ár og Jón segir klúbbinn hugsa vel um landið og náttúruna en það vilji oft verða misskilningur á því úti í þjóð- félaginu. Klúbburinn hafi meðal annars unnið með umhverfisráðu- neytinu að ýmsum málum sem snerta hálendið. Auk þeirra hagnýtu upplýsinga sem í bókinni, Utan alfaraleiðar, eru hefur Jón fléttað inn í þó nokk- uð af sögupunktum og reynir að benda á hvenær leiðir voru fyrst farnar, ef það er vitað, og hverjir fóru leiðirnar fyrstir. Bókin er tilvalinn ferðafélagi þeirra sem ekki vilja alltaf aka sömu leiðirnar, en þau okkar sem keyrum um á litlum fólksbílum þurfum þó að endurnýja og fá okk- ur lítinn jeppling eða breyttan jeppa. Nú eða plata fjölskyldu- meðlimi og vini sem aka um á jepp- um til að kíkja með okkur á ein- hverjar af ökuleiðum Utan alfaraleiða. Bækur | 60 spennandi jeppaleiðir um landið Jeppaflokkur við Hjörleifshöfða. „Endist ekki ævin til að fara um allt landið“ Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Jón G. Snædal, höfundur bókarinnar Utan alfaraleiða. Á LÍKLEGA hlýjasta degi ársins í Reykjavík til þessa tókst áheyr- endum, þrátt fyrir einmuna kvöld- sólarblíðu úti fyrir og málamiðl- unarlaust framsækna dagskrá inni við 25° hita, nærri að hálffylla högg- myndasal Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi á þriðjudagskvöldið var. E.t.v. gerði áhöfnin útslagið. Án þess að hafa kannað heimsmetabók Guinness-brugghússins um óvenju- legustu hljóðfærasamsetningar í vestrænni tónlist má eflaust telja dúó harmóniku og kontrabassa með þeim sjaldheyrðustu héðra. Tilkoma þess réðst vísast af gagnkvæmum kynnum flytjenda í framhaldsnámi í sama skóla (í þessu tilviki Kgl. kons- ervatóríunni í Kaupmannahöfn) eins og algengt mun um hina og þessa „ad hoc“ spilhópa sem hér eiga til að koma fram í sumarleyfum sínum. En hvað sem ólíkleika téðrar tvennu líður, sem alllangt mun hand- an við klassískan skilning á því hvaða hljóðfæri þykja fara bezt sam- an, þá gat engu að síður að heyra sitthvað áheyrilegt úr handraða unga þýzk-íslenzka dúósins, er leik- inn var í einum rykk án klapps á milli. Dagskráratriðum var raðað í eins konar rondóform með fjórum örstuttum þáttum úr „Þrettán harmóníum“ eftir John Cage (1912– 92) sem A-kafla inn á milli annarra höfunda. Þeir reyndust jafnframt aðgengilegustu atriði kvöldsins, og þætti það eflaust ýmsum koma úr hörðustu átt, miðað við róttækt brautryðjendaorðspor bandaríska framherjans. En lengi skal manninn reyna, enda voru þessi endur- uppröðuðu brot Cages (útdráttur af „Apartment House 1776“, sömdu 1985) úr 18. aldar sálmalögum frá Vesturheimi samin fyrir „hvaða hljóðfæri sem er“, furðuljúf áheyrn- ar og minntu helzt á þáþráar- þrungnar draumslitrur úr löngu horfinni veröld. Af hinum verkunum reyndust hið fyrsta, Winter [16’] eftir Helmut Zapf (f. 1956) og þó einkum hið síð- asta, Molar [7’] eftir Inga Garðar Erlendsson (f. 1980) hlustvænlegust. Vetrarstykkið hafði, þrátt fyrir dauðvona hjátónræna efnisaðviðun úr veðurstofutölfræði, til að bera nokkra árstíðabundna andrúms- skírskotun (þótt á skjön væri við rjómablíðu sumarkvöldsins), og Mol- ar Inga höfðu sér til ágætis að brydda upp á púlsbundnum and- stæðum við taktlausa tremólókafla með dramatískum alþögnum inn á milli, þ. á m. súrrealískri tangó- skopstælingu. En ekki sízt með því að kunna sér magamál í tímalengd. Það hlotnaðist síður Secret Psalms eftir dr. Úlfar Inga Haraldsson [14’], er sór sig í alkunna ætt grasserandi kyrrstöðumókhyggju með efnis- grunni sem hefði fulldugað þriðjungi styttra verki. Figura III [8’], ein- leiksharmónikuverk Matthiasar Pintschers (f. 1971) var svipuðu marki brennt þótt mun styttra væri, enda hreyfðist það vart spönn úr rassi með innhverfri liggjandi þaul- könnun sinni á úttónsviðum bringu- orgelsins. Ekki var þó annað að heyra en að leikið væri af mikilli alúð og innlifun í oft furðuvel samhljómandi tvíleik dúósins. En kannski segir sú stað- reynd um leið sína sögu um sláandi hugmyndafátækt og jarðsambands- leysi margra yngri vestrænna nú- tímahöfunda – jafnvel þótt t.a.m. Pintscher sé „talinn eitt af efnileg- ustu tónskáldum samtímans í Þýzkalandi“, eins og stóð í vel frá- gengnu tónleikaskránni. Ríkarður Ö. Pálsson Innlifuð hugmyndafátækt TÓNLIST Sigurjónssafn Ný verk eftir Zapf, Cage, Úlfar Inga Har- aldsson, Pintscher og Inga Garðar Er- lendsson. Eva Zöllner harmónika og Kristján Orri Sigurleifsson kontrabassi. Þriðjudaginn 19. júlí kl. 20.30. KAMMERTÓNLEIKAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.