Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Helgi Ingvars-son fæddist í
Hafnarfirði 9. apríl
1949. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landspítala – há-
skólasjúkrahúss við
Hringbraut mið-
vikudaginn 13. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar Helga eru
hjónin Sigríður
Guðmundsdóttir
framkvæmdastjóri
f. 19.6. 1926 og
Ingvar Helgason
forstjóri, f. 22.7. 1928, d. 18.9.
1999. Helgi var elstur níu barna
þeirra. Systkini Helga eru: 1) Guð-
mundur Ágúst framkvæmdastjóri,
f. 13.4. 1950, maki Guðríður Stef-
ánsdóttir húsmóðir. 2) Júlíus Vífill
lögmaður, f. 18.6. 1951, maki
Svanhildur Blöndal hjúkrunar-
fræðingur. 3) Júlía Guðrún sér-
kennari, f. 7.8. 1952, maki Markús
K. Möller hagfræðingur. 4) Áslaug
Helga kennari, f. 21.6. 1954. 5) El-
ísabet, f. 20.7. 1955, d. 24.6. 1958.
6) Guðrún framkvæmdastjóri, f.
20.7. 1955, maki Jóhann G. Guð-
jónsson mjólkurfræðingur. 7) El-
ísabet framkvæmdastjóri, f. 5.9.
1957, maki Gunnar Hauksson fjár-
fósturbörn Helga eru: 1) Guðný
Inga Þórisdóttir leikskólakennari,
f. 27.5. 1964, maki Björgvin Gylfa-
son kerfisfræðingur, börn þeirra
Jóna María, Eva Björg og Sigríður
Þórey. 2) Gylfi Þór Þórisson mark-
aðsfræðingur, f. 17.11. 1966, maki
Katrín Lillý Magnúsdóttir, uppeld-
isfræðingur, börn þeirra Telma
Rut, Sigríður og Ingi Hrafn. 3)
María Rebekka Þórisdóttir húkr-
unarfræðingur, f. 28.9. 1970, maki
Bjarni Sigurðsson lögfræðingur,
börn þeirra Þórir Gylfi, Valborg,
Svandís Birna og Sigurður Frið-
rik. 4) Birna Tamone húsmóðir, f.
19.7. 1972, maki Harrison Tamone
verðbréfamiðlari, dætur þeirra
Tara Dís og Satine Rún.
Helgi ólst upp í Reykjavík í for-
eldrahúsum. Helgi lauk námi frá
Menntaskólanum á Laugarvatni.
Hann stundaði ýmis störf, áður en
hann ákvað að leggja alla sína
krafta til uppbyggingar á fjöl-
skyldufyrirtækinu Ingvari Helga-
syni hf. Hann var framkvæmda-
stjóri Ingvars Helgasonar hf.
mestan hluta starfsævi sinnar.
Hann sat í stjórn Bílgreinasam-
bandsins um árabil og var meðlim-
ur í Stangveiðifélagi Reykjavíkur
og Oddfellowreglu Íslands. Helgi
var keppnismaður í bridge. Hann
var mikill stang- og skotveiðimað-
ur og leigutaki í ýmsum ám lands-
ins.
Útför Helga verður gerð frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 11.
málastjóri. 8) Ingvar
læknir, f. 5.6. 1960,
maki Helga Þorleifs-
dóttir, grafískur
hönnuður.
Einkasonur Helga
er Ingvar Júlíus, f.
25.9. 1974. Móðir
hans er Sesselja Að-
alsteinsdóttir, f. 9.2.
1954, d. 24.11. 2001.
Maki Ingvars er Guð-
björg Sif Sigrúnar-
dóttir, f. 1.7. 1976.
Börn þeirra Helgi,
Sesselja Júlía og Kári
Jökull.
Helgi kvæntist árið 1976 Hall-
dóru Guðrúnu Tryggvadóttur, f.
9.9. 1948, d. 15.1. 1988. Dóttir
hennar og kjördóttir Helga er
Ásta Sigríður Ólafsdóttir innan-
hússarkitekt, f. 23.8. 1967, maki
Sigurgeir Tryggvason rafmagns-
verkfræðingur, börn þeirra
Tryggvi og Halldóra.
Helgi kvæntist 1989 eftirlifandi
eiginkonu sinni, Sigríði Gylfadótt-
ur, f. 21.11. 1946. Foreldrar Sig-
ríðar eru María Rebekka Sigfús-
dóttir verslunarmaður, f. 21.8.
1922, d. 18.4. 1985 og Gylfi Gunn-
arsson deildarstjóri, f. 28.12. 1920,
d. 10.5. 2000. Börn Sigríðar og
Venjulegur gangur lífsins er að
börnin standa yfir moldum foreldra
sinna. Nú er elsta barnið mitt þó far-
ið á undan. Mig langar að kveðja
hann með fáeinum orðum. Hann var
fyrstur, hann var stærstur og hann
var glaðastur. Hann var náttúrubarn
fram í fingurgóma, ákafur veiðimað-
ur og framúrskarandi sölumaður og
bridgespilari eins og faðir hans.
Hann var lífið og sálin í sölunni í fjöl-
skyldufyrirtækinu og allir kúnnar
urðu vinir hans. Samt hafði hann
tíma til að vera framúrskarandi fjöl-
skyldumaður og hann var svo mikil
barnagæla að allir krakkar löðuðust
að honum. Hann kenndi mörgum
þeirra á bíl og veiðistöng og byssu og
spurði kannski ekki alltaf hvað þau
væru gömul. Hann gekk með þeim
um holt og móa og kenndi þeim að
umgangast náttúruna af virðingu.
Síðustu árin var heilsan honum
erfið, en það bugaði hann aldrei og
breytti honum ekki heldur. Þó hann
væri sárlasinn sá hann jafnan til þess
að það voru rósir á borðinu hjá mér.
Ég get komist af án rósanna, en það
kemur ekkert í staðinn fyrir þennan
glaða dreng sem vildi alla gleðja. Ég
geymi hjá mér minninguna um síð-
ustu ferðina okkar á Valshamar fyrir
rúmum mánuði. Hann var illa hald-
inn, en lék samt á als oddi og dreif
mig í hreina svaðilför, ótrúlegustu
vegleysur í kringum hamarinn, í nýj-
asta leikfanginu sínu, berstrípuðum
willy’sjeppa. Seinna í ferðinni veiddi
hann nokkra silunga og flakaði þá og
ég sá að nú yrði veisla. Þá mundi
Helgi að Ingvar bróðir hans átti af-
mæli næsta dag og þá var ekki að
sökum að spyrja: Silungarnir áttu að
fara til að gleðja Ingvar. Þannig var
Helgi, oftast glaður, en aldrei eins og
þegar hann gat glatt aðra. Ég sakna
hans mikið, en ég á hann áfram í
hjartanu og í drengnum hans, sem
líkist honum svo mikið og hefur svo
margt gott frá honum.
Mamma.
Það er ekki hægt að minnast
Helga öðruvísi en með bros á vör.
Hann var nefnilega svo skemmtileg-
ur og stríðinn. Hann var heilsteyptur
maður, góður, umhyggjusamur og
elskaði að koma öðrum á óvart. Það
sem hann gerði var framkvæmt af
stórhug og mikið meira en mest var
það eina sem dugði.
Það var mín gæfa að Helgi og
mamma felldu hugi saman og giftust.
Þar sem við sátum þrjú saman í
fyrsta sinn í bjöllunni hennar
mömmu spurði ég þennan glæsilega
mann hvort hann ætlaði að verða
pabbi minn! Ég gleymi aldrei svipn-
um á þeim báðum og það var alveg
ljóst að þetta var einmitt rétta spurn-
ingin. Helgi átti eftir að reynast mér
hinn besti fósturfaðir og vinur.
Eitt af sameiginlegum áhugamál-
um okkar voru dýr og ræktun þeirra.
Fyrir utan páfagauk, tvo hunda og
gúbbía, sem okkur tókst að rækta
með svo flottu svörtu slöri, var bíl-
skúrinn fullur af kanínum og hæn-
um. Ekki langt undan stóð dúfnakof-
inn hans Ingvars og í Nesi voru
hestarnir. Mömmu var reyndar
stundum nóg boðið þegar útungun-
arkassar voru komnir á ofnana í stof-
unni.
Veiðimennskan var hans líf og
yndi og það sást best á veiðigræjun-
um hvaða árstíð var í vændum. Þeg-
ar borðstofuborðið heima var þakið
girni og önglum var vorið komið. Á
sumrin vorum við á ferðalögum. Ef
það voru ekki veiðiferðir þá voru það
söluferðir með nýjan Subaru eða
Patrol og þá var ferðin nýtt og bíllinn
fylltur af leikföngum og komið við í
öllum kaupfélögum á leiðinni.
Löngum stundum höfum við setið
og rætt um allt milli himins og jarð-
ar, alltaf eins og jafningjar. Helgi var
ekki strangur uppalandi heldur
traustur vinur. Þegar mamma veikt-
ist af illvígum sjúkdómi stóð hann við
hlið hennar eins og klettur þar til yfir
lauk. Nú sitja þau aftur saman við
eina af uppáhaldsveiðiám sínum.
Helgi var sjálfur búinn að vera
lengi veikur, vissi í hvað stefndi og
var sáttur. Sagði alltaf að hann hefði
átt gott líf. Ég á erfitt með að sætta
mig við að hann sé farinn en ég hugsa
um orðin hans.
Elsku besti Helgi minn, takk fyrir
allt sem þú hefur gefið mér.
Stelpan þín.
Elsku afi, við viljum kveðja þig
með þessu ljóði
Er leiðir skilja, afi elskulegi,
við eigum gull í minninganna sjóð.
Um allar þínar mörgu og góðu gjafir,
sem gleymast ei, þótt lokist gröfin hljóð.
Elsku afi, þökkum þér af hjarta,
þína leiðsögn, gæði þín og tryggð.
Öll þín merka ævisaga á jörðu,
er á visku og sönnum manndóm byggð.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Helgi, Sesselja Júlía og
Kári Jökull.
Elsku afi, við eigum svo erfitt með
að trúa því að þú sért farinn frá okk-
ur núna. Þegar við systurnar sitjum
hérna saman og erum að rifja upp líf
okkar með þér, þá sjáum við hvað við
erum ríkar af minningum sem við
eigum og erfitt er að skrifa aðeins
einhverjar tvær til þrjár minningar
niður vegna þess að allar eru þær
okkur jafn mikils virði.
Þegar við hugsum til baka varst þú
alltaf í huga okkar sem veiðimaður-
inn, töframaðurinn, stærstur, sterk-
astur, gáfaðastur, feitastur, bestast-
ur og við vorum svo montnar af því
að eiga svona stórkostlegan afa. Allt-
af fannst þér skemmtilegra að gefa
en þiggja og gerðir allt til að gleðja
okkur barnabörnin, allt sem þú
mögulega gast til þess að við gætum
upplifað, séð og skoðað sem mest.
Við eigum ófáar minningar af Vals-
hamri þar sem við fórum í jeppator-
færur, sleðaferðir, að veiða, tefla,
gefa hænunum og hafa það gaman og
kósí með þér og fjölskyldunni. Einn-
ig varstu þekktur fyrir prakkara-
skapinn og margar eigum við minn-
ingarnar af því þegar þú varst að
stríða okkur og pirra en ekki þykir
okkur minna vænt um þær, eins og
þegar þú komst „labbandi“ með putt-
ana tvo til að kitla okkur.
Elsku afi, þú átt án efa stærsta
þáttinn í því að við fjölskyldan erum
svona náin, öll litlu jólin, gamlárs-
kvöldin, Idol-partíin, grillveislurnar
o.fl. voru okkur mikils virði og mun-
um við reyna að halda því áfram í
þínum anda.
Við þökkum þér fyrir allt sem við
höfum átt með þér, afi okkar, við eig-
um margar minningar sem við geym-
um núna á góðum stað í hjarta okkar.
Við biðjum góðan Guð að gefa henni
ömmu okkar og allri fjölskyldunni
styrk á þessum erfiða tíma.
Hvíl í friði, elsku afi, við söknum
þín.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Jóna María, Eva Björg
og Sigríður Þórey.
Elsku afi minn.
Þótt þú hafir yfirgefið þennan
heim, þá á ég aldrei eftir að gleyma
þér. Þú átt alltaf eftir að vera í hjarta
mínu. Og minningunum um það sem
ég hefupplifað með þér mun ég aldrei
gleyma. Maður eins og þú deyr aldr-
ei heldur lifir áfram í hjörtum fólks
og minningum þess. Ég mun alltaf
muna þær stundir sem við áttum
saman, þegar við fórum í bíltúra á
laugardögum, veiðiferðirnar sem við
fórum. Ég sakna þín rosalega og mín
heitasta ósk er að þér líði betur þar
sem þú ert núna. Þú skildir eftir stórt
skarð í hjarta mínu, enginn getur
komið í stað þín, því þú varst besti afi
í heimi. Þú varst ekki bara bara afi,
þú varst einnig minn besti vinur. Þú
vildir alltaf gleðja alla og allir sem
þekktu þig og kannast við þig muna
ekkert nema gott, enda varstu ynd-
islegur maður. Vonandi líður þér vel
og ég skal passa ömmu fyrir þig.
Þórir Gylfi.
Elsku besti afi.
Við erum tómar í hjarta okkar og
þitt stóra skarð í hjarta okkar verður
aldrei fyllt. En við eigum endalausar
yndislegar minningar sem hlýja og
hjálpa okkur á þessari erfiðu stundu.
Við þökkum guði fyrir að hafa ver-
ið með þér þessar síðustu 2 vikur þín-
ar. Getað trítlað inn til þín á morgn-
ana og heyra „Ég er jólasveinninn“,
hoppa í hoppulínunni og getað kúrt í
þínum stóra hlýja faðmi.
Elsku afi, Afadís mun um ókomna
tíð eiga og hlusta á lagið sem þú vald-
ir og sendir henni til Flórída sem lag-
ið ykkar, og leyfa Satine að hlusta
með sér og muna þig að eilífu.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
(Páll Jónsson.)
Við elskum þig rosalega mikið,
elsku afi.
Tara Dís og Satine Rún.
Hann svaraði yfirleitt í síma með
orðunum: „Helgi veiðimaður“ og þá
skipti engu máli hver var hinum
megin á línunni. Veiðiskapurinn var
honum í blóð borinn. Mín fyrsta öku-
ferð daginn sem ég fékk bílpróf var
með Helga á Trabant í laxveiði í
Hrútafjarðará. Lífið snérist um
veiði. Kannski hefur afi og alnafni
hans, læknirinn á Vífilsstöðum, glætt
þennan áhuga drengsins með ferðum
út á Vífilsstaðavatn að vitja netja. Á
Vífilsstöðum leið Helga bróður vel og
var þar mikið sem drengur. Þeir
nafnarnir náðu vel saman; báðir með
stríðnisglampa í augum; líkir og ólík-
ir í senn. Þar var mikið af dýrum
enda var stefnt að því að berklahælið
væri sem mest sjálfbært ef nauðsyn-
legt reyndist að einangra spítalann
vegna smithættu. Helgi hafði brenn-
andi áhuga á dýrum staðarins og
bauð sig fram við að sinna öllum
störfum sem kölluðu á snertingu við
dýrin. Líkt og Kínverjar í tímatali
sínu gekk hann um ævina í gegnum
tímabil dýranna; tímabil kanína,
dúfna, hesta, hunda og gullfiska.
Svo lítið bar á fylgdumst við bræð-
urnir með því þegar flækingshestar
álpuðust inn á Vífilsstaðatúnin. Þótt
við værum lágir í loftinu litum við á
það sem sérverkefni okkar að vísa
áttavilltum hestum leiðina heim og
tókum að launum stutta útreiðatúra.
Þessi iðja var ekki hættulaus en það
kom sér vel að það var mjúkt undir
þegar við flugum af baki viljugri
gæðingum en við réðum við. Á tán-
ingsárunum eignuðumst við bræð-
urnir Helgi, ég og Guðmundur Ágúst
sjálfir okkar eigin hesta og riðum
mikið út saman og fórum jafnan
hratt yfir.
Hann vantaði ár upp á bílpróf og
ég var tveimur árum yngri þegar við
vorum tveir einir á gömlum árabát á
Þingvallavatni. Veiðin var treg en
það gerði ekki mikið til; veðrið var
gott og um margt að tala. Það var
komið nokkuð fram yfir kvöldmat og
tími til að fara í land með lítinn afla
þegar Helgi fékk þá stórkostlegu
hugmynd að sennilega svæfu fiskar á
öðrum tímum en við mannfólkið og
fengju sér þess vegna að borða á
nóttunni en aldeilis ekki þegar okkur
veiðimönnum hentaði best. Ég var
heldur tregur til en sannfæringar-
kraftur veiðimannsins var mikill.
Alla nóttina reyndum við á ýmsum
stöðum við vatnið, rérum fram og til
baka, og með öllum þeim aðferðum
sem við þekktum. Niðurstaðan var
að það eru nátthrafnar meðal fiska
eins og meðal manna. Eftir situr hins
vegar að við töluðum saman alla nótt-
ina á meðan silungurinn svaf vært,
vorum á trúnaðarstiginu og ræddum
framtíðina og okkar leyndustu
drauma og svo auðvitað hvernig
strákar næðu athygli stúlkna. Oft
rifjuðum við upp þessa fallegu,
björtu sumarnótt og hlógum að
könnun okkar á svefnvenjum silunga
sem við vorum sannfærðir um að
hefði verið tilraunarinnar virði.
Helgi var stór maður og stór í
flestu sem hann tók sér fyrir hendur.
Hann gat hlegið meira en aðrir,
borðað meira en aðrir og alveg
örugglega veitt meira en aðrir. Í tíu
ár fórum við á sama tíma í júlímánuði
í Laxá í Dölum. Helgi svaf þegar aðr-
ir þutu af stað á sína veiðistaði eld-
snemma á morgnana, kappsfullir og
lánlausir. Ef svo bar undir að Helgi
væri ekki með mestu veiðina á síð-
asta degi veiðitúrsins rétti hann það
við á síðustu klukkutímunum bara til
þess að enginn velktist í vafa um það
hver væri mesti veiðimaðurinn.
Hann tók það á endasprettinum enda
engin ástæða til þess að æsa sig; við
veittum honum ekki mikla sam-
keppni. Þegar veikindi hans voru
orðin alvarleg og ljóst hvert stefndi
bjóst maður þess vegna hálfpartinn
við að Helgi myndi taka þetta á enda-
sprettinum. Hann hafði svo gaman af
að koma mönnum á óvart. En í þetta
skipti réði hann ekki för heldur ann-
ar okkur öllum æðri og tími veiði-
mannsins var kominn.
En tilgangur veiðitúranna var
ekki bara að veiða lax. Matur var stór
þáttur ferðanna og það reyndi eng-
inn að skyggja á veiðimanninn þegar
hann fór að munda sig í eldhúsinu
eða við grillið. Best leið honum þegar
hann eldaði matinn sjálfur. Í Laxá í
Dölum gat hann horfið inn í eldhúsið
uppmunstraður með svuntuna og
dembt sér í eldamennsku með kokk-
inum. Sterk villibráðarsósa eða
krydduð nautasteik a la Helgi gátu
orðið eftirminnilegustu atburðir
veiðitúrsins.
Dagurinn sem Helgi gekk að eiga
Sigríði Gylfadóttur var hamingju-
dagur. Hann hafði verið ekkill um
skeið og kynnst sorginni og einsemd-
inni af eigin raun. Af smekkvísi bjó
Sigríður þeim hjónum fallegt og hlý-
legt heimili í Garðabæ. Þau báru með
sér að hjónaband þeirra var gæfu-
ríkt.
Hann var glaðsinna og málgefinn,
tilfinningaríkur og útsjónarsamur.
Best naut Helgi sín þegar stórir við-
skiptasamningar voru framundan og
fleiri áttu við hann erindi en hann gat
komist yfir með góðu móti. Álagið
efldi hann, spennan var orkugjafi.
Vinnan átti athygli hans og kappsemi
en næst hjarta hans stóð þó ætíð fjöl-
skyldan. Hann var stórhjartaður
barnakarl sem gaf gjafmildinni laus-
an taum í skiptum fyrir brosandi
barnsandlit. Það fannst honum góð
skipti.
Við kveðjum Helga bróður minn,
góðan dreng, sem farinn er að kanna
nýjar veiðilendur. Hans verður sárt
saknað og lengi minnst.
Júlíus Vífill Ingvarsson.
„Hver er stærstur, feitastur og
sterkastur?“ Það vissum við öll sem
hann þekktum þegar hann spurði
með grallarasvipinn, auðvitað var
það Helgi veiðimaður. Víst var Helgi
stór og myndarlegur, hafði gaman af
veiði og var náttúrubarn mikið.
Hann var sérlegur áhugamaður um
fugla, þekkti þá í mílufjarlægð og
lífsmynstur þeirra og svo átti hann
myndarleg fiskabúr heima þar sem
hann ræktaði hinar ýmsu tegundir
fiska. Ekki má gleyma fallegu mer-
inni sem hann beið svo spenntur eftir
að kastaði nú í sumar. Hann fór einu
sinni á dag, jafnvel tvisvar upp í sveit
til að gá hvort ekki væri komið folald,
það var því mikil gleði þegar það loks
kom. Helgi var nefnilega líka kominn
í hrossarækt. Já, hann var alltaf eitt-
hvað að bralla.
Unaðsreit fjölskyldunnar gerði
Helgi að sannkölluðu ævintýralandi
með því að koma þangað kanínum,
gæsum, andarungum, dúfum, ís-
lenskum hænum og að sjálfsögðu
HELGI
INGVARSSON
Við bekkjarfélagar viljum í
örfáum orðum minnast
skólabróður okkar og vinar
frá árunum á Laugarvatni.
Helgi var þar traustur fé-
lagi og vinur vina sinna og
hann hefur haldið þeim sess
þrátt fyrir að hafa staðið í
fararbroddi í viðskiptalífi
síðustu ára.
Samstúdentar frá
Laugarvatni.
HINSTA KVEÐJA