Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 195. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Óvænt faðmlag Sigríður Hulda Jónsdóttir hitti óvænt Nelson Mandela | 20 Viðskipti | Til sunds með þeim stóru  Svipmynd  Yfirmaður eBay Íþróttir | FH úr leik  Lukkan ekki með HK  Neftchi númeri of stórir Málið | Tískan  Sævar Karl  Sesamfræ  Ertu á sæmilegum launum? Viðskipti, Íþróttir og Málið EKKI geta allir fyrrverandi af- greiðslumenn í matvöruverslunum alið með sér drauma um að verða aðalsmenn. Bill Capell, sem er 52 ára og kominn á eftirlaun, er und- antekningin. Hann er Bandaríkja- maður og býr í Yuba í Kaliforníu. Ef núverandi jarl af Essex í Bret- landi fellur frá án þess að eignast erfingja er Capell næstur í röðinni. „Ég hef vitað þetta síðan 1966, ég var táningur, þá var hringt í pabba. Innst inni hef ég svo sem vitað þetta en ekki velt því fyrir mér að ráði.“ Núverandi jarl, Paul Capell, er 61 árs piparsveinn og barnlaus. Erfi Capell í Yuba titilinn verður hann hinn háæruverðugi William Capell lávarður, með rétt til setu í lávarða- deildinni og drottningunni bæri skylda til að ávarpa hann með orð- unum „okkar tryggi og mjög elsk- aði frændi“, segir Capell. „En þar með er allt upp talið. Maður fær tit- ilinn en enga peninga.“ Hann viðurkennir að möguleik- inn að geta kannski setið í lávarða- deildinni og tekið þar mikilvægar ákvarðanir í þjóðmálum kitli sig. Vandinn er að Capell verður að af- sala sér bandarískum ríkisborg- ararétti ef hann vill gerast breskur lávarður og hann er ekki viss um að hann vilji það. Af kassa í lávarða- deildina? AP Bill Capell á heimili sínu í Yuba í Kaliforníu. Hann gæti orðið næsti jarlinn af Essex í Bretlandi. ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN telur að efla þurfi starfsemi Seðlabanka Íslands og jafnvel endurskoða lagalegan grundvöll hans að hluta til að hann sé betur í stakk búinn til að fylgjast með efnahagskerfinu og fjármagnslífinu. Þá vill sjóð- urinn m.a. að aðgengi notenda að tölfræðilegum upplýsingum verði breytt og aðferðafræði að baki þeim verði breytt. „Sjóðurinn telur að lagastoðin mætti vera skýr- ari og ákveðnari þegar kemur að aðgengi bankans að upplýsingum á fjármagnsmarkaði. Það verður að viðurkennast að sumir aðilar í viðskiptalífinu hafa verið tregir til að veita okkur upplýsingar um umsvif sín. Því höfum við verið þeirrar skoðunar að æskilegt væri að geta beitt harðari viðurlögum til að tryggja þennan aðgang,“ segir Jakob Gunn- „Sjóðurinn hvetur einnig til aukinnar samvinnu við alþjóðlegar stofnanir, til að bregðast við aukn- um umsvifum fyrirtækja á erlendri grundu. Þeir vilja skerpa á eftirlitsþættinum, bæði hjá okkur og Hagstofunni, og ég hugsa að viðbrögðin verði þau að við tökum þetta til athugunar og gerum brag- arbót,“ segir Jakob. arsson, deildarstjóri á tölfræðisviði Seðlabanka Íslands. „Það er hins vegar ekki okkar hlutverk að grennslast fyrir um skattamál eða þess háttar, við viljum einungis hafa sem gleggsta mynd af hag- kerfinu á hverjum tíma í heild sinni. Hlutverk Seðlabankans er m.a. að stýra stöðu mála eftir vís- bendingum um hvert stefnir, og reyna að sjá fyrir hvað gerist á næstu misserum. Til þess þurfum við sem mestar upplýsingar.“ Hvatt til aukinnar samvinnu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur undanfarna mánuði gert úttekt á opinberri tölfræði þjóðarinn- ar, þar á meðal upplýsingum frá Seðlabanka Ís- lands. Samsvarandi úttekt fór fram á upplýsinga- gjöf fjármálaráðuneytisins og Hagstofu Íslands. Sjóðurinn ræðst í þessa úttekt að eigin frum- kvæði og liggja bráðabirgðaniðurstöður fyrir, en lokaniðurstaðna er að vænta í september. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill láta efla Seðlabankann Telur að styrkja þurfi lagalegan grundvöll bankans til að hægt sé að fylgjast betur með efnahagskerfinu og fjármagnslífinu á Íslandi Eftir Sindra Freysson sindri@mbl.is  Aðferðafræði | 4 Morgunblaðið/Brynjar Á MÁNUDAGINN fæddist þessi agnarsmáa kvíga á bænum Lækj- arbakka í Mýrdal en hún vó ein- ungis ellefu kíló við fæðingu. Ragnhildur Gísladóttir, bóndi á Lækjarbakka, segist ekki áður hafa séð svo smáa kvígu – það hafi heldur ekki neinn sem hana hefur augum litið. „Hún er fædd að minnsta kosti mánuði fyrir tímann en mjög spræk engu að síður,“ segir Ragn- hildur. Kvígan hefur fengið nafnið Grýta en hún dvelur í fjósinu við góðan kost þar sem henni er veitt- ur matur oft á dag – en einungis lítið í einu. Kúasmalarnir á Lækjarbakka, Hugi Þeyr Gunnarsson og Karen Ósk Guðlaugsdóttir, gefa Grýtu mjólkursopa.Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Agnarsmá kvígan Grýta á Lækjar- bakka Washington. AP. | George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hvatti í gær öldungadeild þingsins til að staðfesta John Roberts sem hæstaréttardóm- ara áður en rétturinn kemur saman á ný 3. október næstkomandi. Demókratar hafa á móti heitið því að fara nákvæmlega yfir feril Ro- berts og fá á hreint hver afstaða hans sé í tilteknum málum, sérstak- lega hvað varðar rétt kvenna til fóst- ureyðinga. Slíkt ferli tekur tíma en ekki er búist við að demókratar grípi til málþófs til að tefja staðfest- inguna. „Ég mun þrýsta á að ferlið gangi hratt og vel fyrir sig,“ sagði forset- inn. Repúblikanar fögnuðu tilnefningu Roberts, sem Bush segir að hafi „af- bragðs meðmæli“ til að gegna stöð- unni. Ljóst er að umræðan um skipan Roberts í dómarasæti mun að mestu leyti snúast um rétt kvenna til fóst- ureyðinga. Frjálslynd öfl í landinu óttast mjög að Roberts, sem er íhaldsmaður, muni taka afstöðu gegn fóstureyðingum og að hæsti- réttur muni takmarka rétt kvenna til þeirra. Ferlið gangi hratt fyrir sig Bush vill að Roberts fái dómarasæti fyrir haustið  Íhaldssamur | 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.