Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 23 UMRÆÐAN Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líf- fræðileg hönnun þeirra gaf fyr- irheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum til- vikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppnislög, hvern vanda þær eigi við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn, dýpka umræðuna og ná um þessi mál- efni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar KRÝSUVÍKURKIRKJA er lítil og lágreist en setur mikinn svip á umhverfi sitt þar sem hún horfir móti Arnarfelli. Blágræn vötn og mislit fjöll, jarðhitasvæði, grónar heiðar og hraun ein- kenna landslagið. Höfuðskepnur kveð- ast á og semja áhrifa- mikið náttúruljóð. Ein edler ort zum ausspannen und bes- innen, hefur Þjóðverji skrifað nýlega í gesta- bók kirkjunnar. „Göf- ugur staður til að slaka á og íhuga.“ Og Bandaríkjamaður rit- ar: What a blessing to worship the Lord in the awesome example of his creation. „Mikil er sú bless- un að dýrka Drottinn í máttugri sköpun hans.“ Það er sem erlend- ir menn greini oft betur en við sjálf, sem vaxin erum upp í ís- lenskum jarðvegi, tign og fegurð íslenskrar náttúru. Hún er gjöf- ulli auðlind en við, mörg hver, höfum enn glöggvað okkur á er gefur áþreifanlegar tekjur jafn- framt því að svala fegurðarþrá og sálarþorsta þeirra sem á vit henn- ar leita í virðingu og einlægni. Stríðsmynd Krýsuvík og kirkja hennar minna á erfiða lífsbaráttu þjóð- arinnar fyrr á tíð en líka dug hennar sem styrktist af Guð- strausti. Vígaslóð heimsins og ill- virki sem skera dýrmæta þræði í vefnaði sköpunarverksins eru þar fjarri. Fyrirhuguð kvikmyndataka við rætur Arnarfells, þar sem svipmyndir skelfingaratburða frá síðari heimsstyrjöld verða end- urskapaðar, er tilræði við friðsæla fegurð Krýsuvíkur, mynd hennar og minningar. Átökin á japönsku eyjunni Iwo Jima, sem voru grimmust við fjalls- hæðina Suribachi og Arnarfellið á að vera í kvikmyndinni „Flags of our Fat- hers,“ voru einn óhugnanlegasti at- burður Kyrrahafs- styrjaldarinnar. Til þess að breyta Krýsuvíkinni í þann vígvöll þarf að svíða og sundurtæta jörð. Skriðdrekar og önn- ur vígtól verða á ferð, þungar töku- vélar og hundruð manna. Þótt lof- að sé að vel verði farið með nátt- úruna og tjón hennar bætt er vafasamt að unnt verði að lagfæra skemmdir á lífríki, náttúru og menningarminjum. Og satt mun reynast að „betra er heilt en vel gróið“. Helgispjöll Það er ekki aðeins umhverfisvá sem steðjar að Krýsuvík með stríðsmyndatökunni. Hún er inn- rás í sögu Krýsuvíkur og dregur hörmungaratburði að henni. Hví er ekki kvikmyndað á eynni jap- önsku þar sem hildin var háð sem líkja skal eftir við kvikmyndatök- una? Vafasamt er að Japanar kærðu sig um það. Til þess eru sár þeirra of djúp og nístandi af skelfingum stríðsáranna. Það virðist eftirsóknarvert og freist- andi fyrir unga Íslendinga að leika hermenn í kvikmynd sem töffarinn svali Clint Eastwood stjórnar. En það er samt óæski- legt hlutverk. Sjómennskan er ekkert grín segja þeir í ver- stöðvum og á útnesjum enda hef- ur það kostað mörg mannslíf að draga lífsbjörgina að landi. Her- mennska sem felur í sér grimmi- leg átök og manndráp er enn síð- ur grín eða leikur og mun óvissara er um réttmæti hennar. Friðelskandi Íslendingar ættu ekki að líkja eftir hernaði fyrir fé og vafasaman frama. En sjá ein- hverjir sér hag í því að herjað sé á náttúru og helgi Krýsuvíkur til þess að hylla harðvítugt stríð og blóðsúthellingar? Ljósmyndin þekkta sem ljós- myndari tímaritsins Life tók stuttu eftir orrustuna á Iwo Jima og sýnir hermenn reisa fána á Suribachi-fjalli varpaði ljóma föð- urlandsástar á þennan hörmulega hildarleik. Fjölmennur her stríðir nú í Írak eftir innrás í landið. Sýnt er að átökin dragist á lang- inn og stuðningur minnki við þau. Gæti verið að kvikmyndin Flags of our fathers muni réttlæta þess- ar stríðsaðgerðir með því að vísa á fornar dáðir og áhrifaríka fána- hyllingu á Iwo Jima og gefa til kynna að innrásarstríðið í Írak sé engu síður réttlætanlegt en illvíg átök fyrrum við Japana á Kyrra- hafi? Og viljum við Íslendingar styðja það? Maður og náttúra Stríðsmyndagerðin í Krýsuvík stríðir gegn ímyndinni um frið- sælan fólkvang og „Samspil manns og náttúru“ svo sem ár- þúsundaverkefni Hafnarfjarð- arbæjar í Krýsuvík nefndist við aldaskil. Hún er einnig í ósam- ræmi við mannræktina í Krýsu- víkurskóla þar sem þeim er lið- sinnt er týnt hafa áttum og ánetjast vímuefnum og hún fer illa við málverkin í „bláa húsinu“ í Krýsuvík sem birta dulmögn lit- ríkrar náttúru og dýrmætt sam- band jarðlífs við himin Guðs. Krýsuvíkurkirkja minnir líka á þau tengsl sem ekkert líf má missa svo að það visni ekki í rót. Hún minnir á arfleifð fyrri kyn- slóða og þýðingu þess að tapa ekki áttum og finna hjartslátt Guðs í lífríkinu og virða það og elska. Styrjaldir og hermdarverk hafa keðjuverkandi áhrif til ills og vísa í öndverða átt. Þau votta tengsla- og kærleiksskort manna í millum og þjóða. Þau votta líka virðingarleysi fyrir lífinu þegar þau eru sýnd í kvikmynd og sveipuð dýrðarljóma og fyrir þeim flaggað. Krýsuvíkurkirkja er opin og veitir athvarf til að ná áttum og skynja verðmæti og háleitt mark- mið lífs. Kirkjan verður áfram op- in þótt aðkomuleiðir rofni. En það myndi samræmast helgi kirkj- unnar og lífsverðmætum að forða frá þeirri vá sem stríðsmynda- gerð er í friðsælli Krýsuvík. Vá í Krýsuvík Gunnþór Þ. Ingason fjallar um fyrirhugaðar kvikmyndatökur við Krýsuvík ’Til þess að breytaKrýsuvíkinni í þann vígvöll þarf að svíða og sundurtæta jörð.‘ Gunnþór Ingason Höfundur er sóknarprestur og um- sjónarmaður Krýsuvíkurkirkju fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.