Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Eyjólfur Sigurð-ur Bjarnason
fæddist á Suðureyri
við Súgandafjörð 3.
janúar 1929. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 12. júlí síð-
astliðinn. Hann var
sonur hjónanna
Bjarna G. Friðriks-
sonar, f. 1896,
d.1975 og Sigur-
borgar S. Jónsdótt-
ur, f. 1903, d. 1991.
Eyjólfur var fimmti
af sextán systkinum. Látin eru
óskírður drengur, Elísabet, Berg-
þóra, Friðrik, Þórhallur, Andrés,
Karl og Sigríður. Á lífi eru Ása,
Anna, Páll, Karl, Arnbjörg, Borg-
hildur og Hermann.
Eyjólfur kvæntist 25. júní 1960
Guðfinnu Vigfúsdóttur, f. 12. maí
1941, foreldrar hennar eru Vigfús
Sigurðsson, f. 1912 og Ásta Ó.
Júníusdóttir, f. 1916, d. 1999. Börn
Eyjólfs og Guðfinnu eru: 1) Ásta, f.
20. júní 1961, maður hennar er
Hermann Jónsson, synir Ástu eru
Atli, f. 1982, Tryggvi, f. 1983 og
Ísak, f. 1992. 2) Sigurborg, f. 7. júlí
1963, maður hennar
er Sverrir K. Krist-
insson, synir þeirra
eru Ingimar Bjarni,
f. 1990, og Eyjólfur
Árni, f. 1995. 3) Vig-
fús, f. 11. maí 1967,
kona hans er Rakel
Þórðardóttir.
Eyjólfur ólst upp á
Galtavita og á Suð-
ureyri, þar starfaði
hann lengst af við
sjómennsku. Eyjólf-
ur sat í stjórn Verka-
lýðsfélagsins Súg-
anda í fjölda ára og var formaður
þess í sjö ár. Eyjólfur bjó þar til
1970 en þá flutti hann til Hafnar-
fjarðar ásamt eiginkonu sinni og
átti hann heima þar síðan. Hann
starfaði hjá Íslenska álfélaginu í
rúm tuttugu ár, hann var trúnað-
armaður fyrir starfsmenn í ker-
skála um árabil. Þá átti hann trill-
una Haförn og stundaði sjóinn frá
Hafnarfirði í mörg ár. Einnig sat
hann í hafnarstjórn í Hafnarfirði í
fjölda ára.
Útför Eyjólfs fer fram frá Víði-
staðakirkju, Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Haförninn siglir inn höfnina, pabbi
stendur við stýrið í bláu lopapeys-
unni og appelsínugulu sjóbuxunum.
Þetta er sú minning sem er efst í
huga okkar þegar við lítum um öxl.
Það er skrýtið að sitja og skrifa
minningarorð um föður sinn. Við
höldum að foreldrar okkar verði allt-
af hjá okkur en það er því miður ekki
svo. En við eigum fjársjóð af minn-
ingum í hjarta okkar um yndislegan
föður, tengdaföður og afa. Minningar
af honum sparkandi bolta úti í garði
með afastrákunum sínum, sitjandi
við gluggann að ráða krossgátur, við
púttæfingar í garðinum eða sitjandi
á pallinum í sólinni með mömmu.
Pabbi hefur nú siglt skipi sínu úr
höfn í síðasta sinn og siglir nú til allra
ástvina sinna á æðri stöðum. Takk
fyrir allt sem þú skildir eftir hjá okk-
ur.
Sigurborg, Sverrir, Ingimar
Bjarni og Eyjólfur Árni.
Elsku pabbi minn, ég er ekki enn
farin að trúa því að þú sért ekki leng-
ur hér með okkur. Anna systir þín
sagði á þriðjudaginn: „Þeir hljóta að
vera að safna í gott lið þarna uppi.“
Þá hugsaði ég; nú fá þau góðan liðs-
auka þegar þau fá hann pabba minn.
Þú varst aldrei sáttur eftir að þú
misstir máttinn og fórst í hjólastól-
inn og aldrei hefði okkur grunað þeg-
ar við gengum saman inn í Landspít-
alann í nóvember, að aðeins átta
mánuðum seinna væri þinni þraut-
argöngu lokið. Ótal margar minning-
ar renna í gegnum hugann og margs
að minnast. Ég var víst ekki há í loft-
inu þegar ég þekkti hljóðið í bátnum
þínum heima á Súganda og þá var ég
bara rokin niður Hjallaveginn niður
á bryggju til ykkar afa. Þú stússaðist
í brennunum á gamlárskvöld, varst
út um allt á sjómannadaginn á Súg-
anda, þetta var bara sjálfsagður
hlutur hjá þér. Áhugi þinn á fótbolta
var gríðarlega mikill, hvort sem það
voru barnabörnin sem voru að spila
eða fullorðnu mennirnir skipti ekki
máli, þið mamma komuð með á
Lottó, Shell og Essó mótin þar sem
afastrákarnir voru að spila. Svo var
reynt að fara á alla leiki með FH og
yfirleitt sagðir þú þegar þú settist
inn í bílinn hjá mér; jæja nú verða
þeir að hafa það. Þú varst svo mikill
fjölskyldukarl og það var orðin hefð
að systkini þín kæmu í kaffi á afmæl-
isdaginn þinn, þetta var bara hluti af
þessu hefðbundna. Þú varst svo
ánægður þegar ættarmótið var hald-
ið í vor á afmælisdaginn hennar Línu
ömmu, um 140 manns komu og þú
varst orðinn dauðþreyttur, en samt
sastu þarna með bros á vör og hafðir
rosalega gaman af að sjá alla þessa
afkomendur frá Línu ömmu og
Bjarna afa. Handtak þitt var alltaf
þétt og þú vildir að fólk heilsaði
þannig og alveg fram á síðasta dag
tókst þú þétt í höndina á okkur og
það sýndi hvað þú varst sterkur, eins
og sagt var í einni ræðunni á ætt-
armótinu þá héldu strákarnir á Súg-
anda að þú værir Herkúles. Nei, að
gefast upp var ekki til í þínum huga
heldur átti að reyna eins og hægt
væri að láta hlutina ganga upp og
það gerðir þú, elsku pabbi minn,
fram á síðasta dag, þrjóskaðist við
eins lengi og þú gast. Þú varst ótrú-
legur í þessum veikindum þínum,
alltaf varst þú rólegur og yfirvegað-
ur, alveg sama hvaða aðstæður voru,
enda gefst maður ekki upp þótt móti
blási.
Nú situr þú ekki lengur við
gluggann og gerir krossgátur heldur
horfir þú út um stóra gluggann
þarna uppi og fylgist örugglega með
okkur öllum þaðan. Kannski heldur
þú litla ræðu þar sem þú ert núna
fyrir þau í systkinaliðinu sem tók á
móti þér og hún byrjar ábyggilega
þannig; mig langar að segja örfá orð.
Takk fyrir allt, elsku pabbi minn,
og megi minning þín lengi lifa.
Þín dóttir,
Ásta.
Það er bæði sárt og erfitt að þurfa
að kveðja þig elsku afi en þótt þú sért
sofnaður svefninum langa þá ertu
samt ennþá hérna hjá okkur.
Ég lít á það sem ómetanleg for-
réttindi að hafa átt þig sem afa. Þú
hefur gefið mér svo mikið og kenndir
mér svo margt sem mun nýtast mér
allt mitt líf. Allt frá því ég var lítill
kenndir þú mér að koma fram fyrir
annað fólk, kenndir mér að vera
ófeiminn og vera ég sjálfur. Eitthvað
sem hefur reynst mér ómetanlegt
síðustu ár og á eftir að reynast mér
ennþá betur í framtíðinni. Þú varst
alltaf mjög ofarlega í huga mér þegar
ég var að koma sem mest fram í fé-
lagsstörfunum í Flensborg. Hvort
sem það var kynning á söngkeppni,
veislustjórn á árshátíð eða stutt
kynning fyrir fullum matsal í skól-
anum þá hugsaði ég alltaf: Ég verð
að segja afa frá þessu.
Þú varst alltaf svo ótrúlega stoltur
af okkur afastrákunum þínum. Ég
mun aldrei gleyma því þegar ég
sagði þér frá því að ég myndi flytja
ávarp nýstúdents í útskriftinni
minni. Þá tókstu í höndina á mér,
brostir brosinu þínu og sagðir:
,,Manstu þegar þú varst lítill og
stóðst upp á stól?“ Ég sagði já og þú
sagðir: ,,Þetta er alveg eins!“ Og þú
hafðir svo sannarlega rétt fyrir þér.
Lítið ráð sem á eftir að hjálpa mér
svo ótrúlega mikið í framtíðinni. Þau
eru ófá ráðin sem þú hefur gefið mér
og hinum afastrákunum þínum í
gegnum tíðina. Þú fylgdist alltaf svo
vel með okkur, vissir alltaf hvert við
stefndum og varst alltaf jafn stoltur
afi. Ég veit það elsku afi að þú munt
halda áfram að vera stoltur af okkur
þegar þú fylgist með okkur í framtíð-
inni. Ég sakna þín sárt afi en veit að
þú ert komin á góðan stað þar sem þú
segir nýjum hlustendum sögurnar
sem þú sagðir svo oft. Ég er óend-
anlega stoltur af því að hafa átt þig
sem afa og mun alltaf líta jafn mikið
upp til þín. Þú ert sá maður sem ég
vil verða! Guð geymi þig,
Tryggvi.
Þá ertu farinn, elsku afi, sofnaður
hinsta svefninum. Við afastrákarnir
kveðjum þig með miklum söknuði en
við vitum þó að þú munt vera hjá
okkur, rétt eins og þú hefur alltaf
verið. Það skipti ekki máli hvað það
var sem við gerðum, spiluðum fót-
boltaleik, kláruðum próf eða þegar
við komum heim úr ferðalagi, alltaf
varst þú mættur fullur af áhuga á því
sem við gerðum og hlustaðir stoltur
þegar við sögðum frá afrekum okkar.
Þú kallaðir okkur alltaf stæl-gæja,
kúreka villta vestursins, stoltur og
ástríkur afi og alltaf vorum við
spenntir að koma í heimsókn til ykk-
ar ömmu á Víðivanginn. Þar eigum
margar af bestu minningum okkar, á
mínigolfvellinum úti í garði, ræðu-
keppninni í gamla daga, áramótun-
EYJÓLFUR SIG.
BJARNASON
Afi Eyjólfur var góður mað-
ur. Hann elskaði fjölskyld-
una sína og börnin sín.
Hann hjálpaði ömmu í
garðinum. Hann vann á báti
og veiddi rauðmaga, grá-
sleppu og ýsu, hann var góð-
ur veiðari. Afi var skemmti-
legur, hann spilaði fótbolta
við mig.
Eyjólfur Árni.
HINSTA KVEÐJA
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Sverrir
Einarsson
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
Elskuleg móðursystir okkar,
ÞÓRUNN EINARSDÓTTIR
fóstra,
Lindargötu 57,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn
22. júlí kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barna-
spítalasjóð Hringsins.
Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir,
Birna Magnúsdóttir
og fjölskylda.
Elsku móðir mín, tengdamóðir, amma og systir,
HELGA GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR,
Hraunbæ 80,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 12. júlí.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 22. júlí kl. 13.00.
Helga Margrét Söebech, Gunnar Örn Guðmundsson,
Þórður Freyr Söebech,
Guðmundur Örn Gunnarsson,
Helgi Valur Gunnarsson,
Jódís Þorsteinsdóttir, Jón Níelsson.
Innilega þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför ástkærs sonar
okkar, bróður og mágs,
GUNNÞÓRS ÆGISSONAR,
Brúarlandi,
Dalvík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar á
Akureyri fyrir frábæra aðstoð.
Guð blessi ykkur öll.
Ægir Þorvaldsson, Alma Stefánsdóttir,
Gylfi Ægisson, Björg Malmkvist,
Garðar Ægisson, Bryndís Reynisdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og tengdadóttir,
KOLBRÚN KRISTINSDÓTTIR,
Sunnuvegi 4,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
mánudaginn 25. júlí kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Engilbert Ó. H. Snorrason,
Jóhann Engilbertsson, María Kristjánsdóttir,
Helgi Karl Engilbertsson, Þóra Helgadóttir,
Snorri Engilbertsson,
Perla Kolbrún Jóhannsdóttir,
Baldur Kári Helgason,
Snorri Jónsson, Olga Hafberg
og aðrir aðstandendur.
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
VALGEIRS ÞORMAR,
Granaskjóli 74,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Elli- og
hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir einstaka umönnun.
Sigurlaug Pétursdóttir Þormar,
Sigmar Þormar, Alfa Kristjánsdóttir,
Anna Þormar, Auðunn G. Guðmundsson,
Pétur Þormar,
Sigurður Þormar
og barnabörn.