Morgunblaðið - 28.07.2005, Page 1

Morgunblaðið - 28.07.2005, Page 1
STOFNAÐ 1913 202. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Einlæg og ekta Emilíana Fjögurra stjarna dómur um Frí- kirkjutónleika Emilíönu | Menning ÞYRLA Landhelgisgæslunnar kom í gær fyrir GPS-mælingatækjum á toppi Hvannadalshnúks. Búnaður- inn mun verða á tindinum fram á föstudag og safna gögnum áður en hann verður sóttur aftur. Í fyrra mældu félagar í Jöklarann- sóknarfélagi Íslands hnúkinn og reyndist hann vera 2.111 metrar á hæð, eða átta metrum lægri en talið hefur verið. Þórarinn Sigurðsson, forstöðumaður mælingasviðs LMÍ, býst við svipaðri útkomu úr þessum mælingum. „Þetta verður örugglega einhvers staðar á milli 2.110 og 2.112 metra,“ segir hann. | 6 Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvað er hann hár? BRESKA lögreglan handtók í gær Yassin Hassan Omar, sem er einn fjögurra manna sem taldir eru hafa gert tilraunir til sprengjuárása í London síðastliðinn fimmtudag. Om- ar fannst við húsleit í Birmingham í gærmorgun og var skotinn með byssu sem gefur raflost áður en lög- regla tók hann höndum. Skömmu síðar handtók lögregla þrjá menn í húsi skammt frá staðnum þar sem Omar fannst. Mennirnir þrír, sem ásamt Omar eru grunaðir um að hafa gert tilraunir til árása fyrir viku, eru þó ekki í þeim hópi. Seint í gær hand- tók lögregla svo í suðurhluta London þrjár konur, sem eru grunaðar um að hafa skotið skjólshúsi yfir meinta hryðju- verkamenn. Auk Omars hefur einn hinna meintu sprengju- manna verið nafngreindur, Mukhtar Said Ibrahim. Omar og Ibrahim eru synir pólitískra flóttamanna, frá Sómalíu og Erítreu, og hafa búið í Bretlandi í 12-15 ár. Að sögn lögreglu voru það foreldr- ar Ibrahims sem sögðu til hans eftir að myndir voru birtar af honum í fjölmiðlum. Sögðu þau það hafa verið mikið áfall að komast að því að sonur þeirra væri tengdur hryðjuverka- starfsemi. Þau væru „friðsöm fjöl- skylda“ sem fordæmdi gjörðir hans. Ian Blair, lögreglustjóri í London, sagði í gær að frá því að árásirnar voru gerðar 7. júlí hefði lögregla 250 sinnum fengist við aðstæður þar sem talið var að um yfirvofandi sjálfs- morðsárás gæti verið að ræða. Sjö sinnum hefði lögregla næstum því verið búin að grípa til aðgerða. Lög- regla leggur nú mest kapp á að finna Ibrahim og hina grunuðu tilræðis- mennina tvo, að komast að tengslum milli tilræðanna 7. og 21. júlí og því hverjir skipulögðu þau. Að sögn BBC gætu grunaðir jafnvel átt von á vægari refsingu en ella, gegn upplýs- ingum sem lúta að brýnustu úrlausn- arefnum rannsóknarinnar. Grunaður sprengju- maður handtekinn Yassin Hassan Omar Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is ÞAU verðmæti, sem lágu í Eim- skipafélagi Íslands, hafa margfald- ast á þeim tuttugu mánuðum sem liðnir eru síðan Landsbankinn og tengdir aðilar eignuðust ráðandi hlut í félaginu. Burðarás hefur sam- tals selt eignir félagsins fyrir a.m.k. um 49,8 milljarða króna á þeim tutt- ugu mánuðum sem liðnir eru. Til samanburðar má geta þess að markaðsvirði Eimskipafélagsins var um 31,3 milljarðar króna um það leyti sem Landsbankinn eignaðist meirihluta í félaginu. Gera má ráð fyrir að heildarhagnaður af sölu þessara eignarhluta sé rúmir 24 milljarðar króna án tillits til skatts en rúmlega 19 milljarðar eftir skatt. Fyrst og fremst er um að ræða sjávarútvegssvið, húseignir og flutningssvið, en enn heldur Burðar- ás eftir þeim hluta Eimskipafélags- ins sem helgaður var fjárfestingum og verðbréfaviðskiptum og þykir nú orðið hvað verðmætastur. Sam- kvæmt hálfs árs uppgjöri 2005 voru heildareign- ir Burðaráss 117 milljarðar króna og eigið fé var 65 milljarðar. Sam- kvæmt greiningu Íslandsbanka er markaðsvirði Burðaráss nú 86,4 milljarðar króna. Samfara þeirri stórfelldu upp- stokkun sem varð í eignarhaldi nokkurra stórfyrirtækja 18.–19. september 2003, seldi Eimskipa- félagið hluti sína í Flugleiðum, Sjóvá-Almennum og Íslandsbanka. Áætla má að hagnaður félagsins af þessum viðskiptum hafi verið um það bil 5 milljarðar fyrir skatta. Næst var Brim, sjávarútvegssviðið, selt í janúar 2004, og var hagnað- urinn um 4,1 milljarður króna og loks flutningssviðið í maí síðastliðn- um, með ríflega 15 milljarða hagn- aði. Verðmætin margfölduð Eignir Eimskips seldar fyrir um 50 milljarða með 24 milljarða hagnaði Eftir Sindra Freysson sindri@mbl.is  Selt með | B4 París. AP. | Jacques Chirac, for- seti Frakklands, sagðist í gær vilja að skref yrðu tekin í þá átt að koma í veg fyrir að erlendir aðil- ar gætu yfir- tekið frönsk stórfyrir- tæki. Um- mælin koma í kjölfar þess að orðrómur var uppi um að banda- ríska fyrirtækið PepsiCo hygð- ist kaupa meirihluta í franska matvælafyrirtækinu Danone. Tilkynnt var fyrir fáeinum dögum að Pepsico hefði ekki í hyggju að kaupa Danone en málið í heild sinni olli talsverð- um áhyggjum í Frakklandi og segir Chirac það hafa dregið fram í dagsljósið hversu við- kvæm mörg frönsk fyrirtæki kunni að vera. Staðan eins og hún er feli í sér áhættu fyrir „at- vinnu fólks“ og „styrk iðnaðar“ í landinu. Chirac segir „ekki koma til greina“ að setja reglur sem banna allar yfirtökur er- lendra fyrirtækja en að stjórn- völd ættu að „rannsaka hvort gera þurfi breytingar á fyrir- tækjalöggjöf“ í landinu. Laurence Boone, hagfræð- ingur hjá Barclays-banka í Par- ís, segir að afskipti Chiracs muni örugglega fæla erlenda fjárfesta frá. „Þetta mun festa í sessi þau skilaboð sem Frakkar gáfu með því að hafna stjórnarskrá Evr- ópusambandsins,“ segir hún, „að Frakkland sé íhaldssamt, streitist gegn hnattvæðingunni og skilji ekki nútímann.“ Vill ekki erlendar yfirtökur Jacques Chirac HÓPUR atvinnubílstjóra ætlar að mótmæla gjaldi á dísilolíu og trufla umferð á háannatíma á tveimur stórum samgönguæðum til og frá höfuðborginni í dag eða á morgun. Menn á vegum lögregl- unnar í Reykjavík og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins funduðu með bílstjórunum í gærkvöldi. Sturla Jónsson atvinnuvörubíl- stjóri segir tilraunir lögreglu engu hafa breytt. Ökumenn megi búast við truflun á vegunum allt frá morgni til kvölds. „Við höldum okkar striki.“ Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, segir lögreglu hafa gert grein fyr- ir þeim afleiðingum sem aðgerð- irnar kynnu að hafa. „Við gerðum grein fyrir því hvað þetta kostaði og þýddi, bæði fyrir samfélagið og lagalega séð,“ sagði Geir Jón og bætti því við að stórhætta gæti skapast við þessar aðstæður. Hættulegt lögbrot Hann sagði jafnframt að mót- mælaaðgerðirnar brytu gegn um- ferðarlögum og hegningarlögum. „Við munum gera allt til þess að stöðva þessar aðgerðir og það kemur í ljós hvernig það verður. Okkar vilji er til þess að fá menn ofan af þessari áætlun,“ sagði Geir Jón. Bílstjórar ætla að trufla umferð Viðskipti | Verðfall í viðskiptamenntun?  Sigurður Bollason í svipmynd Íþróttir | Enginn slær Armstrong við Málið | Allt um verslunarmannahelgina, hátíðir, föt, grillmatur og fræðsla Viðskipti, Íþróttir og Málið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.