Morgunblaðið - 28.07.2005, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.07.2005, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÞAÐ ER misskilningur að við vilj- um varpa skugga á helgina hjá fólki með því að láta það hugsa um eitthvað óþægilegt, við viljum ein- faldlega að hver og einn einasti njóti helgarinnar,“ sögðu fulltrúar Karlahóps Femínistafélagsins og V- dags samtakanna í gær en báðir að- ilar standa fyrir átaki gegn nauðg- unum fyrir verslunarmannahelg- ina. Karlahópur Femínistafélagsins stendur nú fyrir átakinu „Karl- menn segja NEI við nauðgunum“ í fimmta sinn. Markmið átaksins er að virkja karlmenn í baráttunni gegn nauðgunum og fá þá til að velta fyrir sér hvað þeir geti gert til að fyrirbyggja nauðganir. Fulltrú- ar karlahópsins verða á helstu brottfararstöðum ferðamanna um verslunarmannahelgina og spjalla við karla auk þess að dreifa barm- merkjum, „frisbí“diskum, póst- kortum og bæklingum þar sem hvatt er til umræðu um nauðganir út frá upplýsingum um eðli og al- varleika þeirra. Munurinn á kynlífi og nauðgun Hjálmar Gunnar Sigmarsson og Gísli Hrafn Atlason frá karlahópn- um segja nauðsynlegt að endurtaka átakið aftur og aftur svo skilaboðin nái í gegn. Mikilvægt sé að halda á lofti umræðu um nauðganir en þeir velta því upp hvort, og þá hvernig, umræða skapist meðal karlmanna. Ekki sé víst að þeir ræði málið á al- varlegum nótum sín á milli og út- úrsnúningar á borð „nauðgun er kækur“ séu að minnsta kosti al- gengir. Öllum eigi hins vegar að vera ljóst að nauðgun sé ekkert grín. Skilaboðin frá körlum þurfi að vera skýr: „Karlar segja NEI við nauðg- unum.“ Yfirgnæfandi meirihluti nauðgara séu karlar en kastljósið hafi ekki beinst að þeim í um- ræðunni um nauðganir. Sama sinnis er Ingibjörg Stef- ánsdóttir, úr stjórn V-dags samtak- anna. Hún segir að tími sé til kom- inn að beina athygli að gerendum, ekki þolendum. Ingibjörg veltir einnig upp þeirri spurningu hvort fólk þekki alltaf muninn á kynlífi og nauðgun. Um verslunarmannahelgi sé ölvun algeng og til dæmis margir sem litla kynfræðslu hafi fengið að stunda kynlíf í fyrsta skipti. Mörkin séu hins vegar alveg ljós. Kynlíf sé aldrei kynlíf nema með samþykki beggja. „Nauðgun er ekki grín“ Morgunblaðið/Sverrir Karlahópur Femínistafélagsins leggur áherslu á að verslunarmannahelgin sé skemmtileg – fyrir alla. Jafnframt er hvatt til umræðu um nauðganir. Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is ALFREÐ Guðmundsson skolaði rykið af rút- unni, sem hann ekur í sumar, í góðviðrinu við Hvolsvöll. Hann kveðst eingöngu aka rútunni í sumar en megninu af árinu ver hann með fjöl- skyldu sinni á Filippseyjum. Hann er kvæntur þarlendri konu og hyggst hann reisa þar lítið strandhótel við baðströnd sem hann á. „Ég bý í paradís,“ segir hann og hvetur alla Íslend- inga til að leggja leið sína austur til Asíu að heimsækja hann á hótelið hans sem er á Cebu- eyju. Þar sé veðrið frábært og fólkið ekki síðra. „Ég er núna á Íslandi að vinna mér inn smá peninga til að fjármagna dæmið,“ segir Alfreð sem á ættir sínar að rekja í Hafnarfjörðinn. Morgunblaðið/Árni Torfason Ekur rútu í sumar og býr í paradís SIGURÐUR Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar, segir að Lands- virkjun muni greiða allan kostnað sem falli til vegna þeirra tafa sem hafa orðið við borun jarðganga við Kárahnjúkavirkjun. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær mun borun jarðganga við virkjunina ekki ljúka fyrr en næsta haust, en áætlanir gerðu ráð fyrir að henni lyki um mitt næsta ár. Erfiðleikar hafa komið upp vegna vatnsaga og misgengis í berginu. „Þessar seinkanir eru af jarð- fræðilegum ástæðum, sem ekki er hægt að kenna Impregilo [ítalska verktakafyrirtækinu] um. Í jarð- gangagerð er alltaf eitthvað sem getur komið upp á og tekur Lands- virkjun sjálf þá áhættu. Ef verk- takinn ætti að taka þá áhættu myndi hann verðleggja hana fyr- irfram svo hátt að það myndi örugglega ekki borga sig. Þegar upp er staðið er því hagkvæmara að Landsvirkjun taki á sig áhætt- una.“ Sigurður segir enn ekki ljóst hvað tafirnar muni kosta. „Lands- virkjun er hins vegar með ákveðinn sjóð, sem heitir ófyrirséður kostn- aður, og er hann einmitt notaður í svona tilvikum.“ Sigurður segir að seinkunin muni ekki hafa áhrif á afhendingu orku frá virkjuninni til álvers Fjarðaáls. „Hins vegar er það þannig, að ef Landsvirkjun afhend- ir ekki rafmagnið á réttum tíma eða ef álverið er ekki tilbúið á rétt- um tíma fara fram samningavið- ræður milli aðila, þ.e. Landsvirkj- unar, sem framleiðir rafmagnið, og Alcoa, sem kaupir það.“ Landsvirkj- un tekur á sig kostnað HÆSTIRÉTTUR staðfesti síðastlið- inn þriðjudag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 22. júlí um að kona, sem framvísaði fölsuðu bresku vega- bréfi og segist hafa ríkisfang í Líberíu en kann að vera frá Nígeríu, sæti gæsluvarðhaldi til 14. október næst- komandi. Konan framseldi hér á landi falsaðar erlendar ávísanir samtals, að andvirði tæpa milljón króna. Verið er að rannsaka hver konan er í raun og veru. Konan var handtekin í Danmörku í júní ásamt karlmanni en þau voru grunuð um stórfelld fjársvik og þjófn- að hér á landi. Konan var um miðjan júlí dæmd í 30 daga fangelsi fyrir að hafa framvísað fölsuðu vegabréfi en sýknuð af auðgunarbrotum og skjala- falsi að öðru leyti. Maðurinn var hins vegar sakfelldur fyrir skjalafals og auðgunarbrot og dæmdur til að sæta fangelsi í 15 mánuði. Í ljós hefur kom- ið að þau framvísuðu bæði fölsuðum vegabréfum. Innistæðulausar ávísanir Eftir að dómurinn var kveðinn upp lagði íslenskur banki fram kæru á hendur konunni fyrir að framselja tvær innstæðulausar ávísanir hér á landi. Konan viðurkenndi að hafa framselt ávísanirnar en kvaðst ekki hafa vitað að þær væru falsaðar og neitaði að hafa átt þátt í að falsa þær. Fram kemur í úrskurði héraðs- dóms að rannsókn þessara nýju sak- arefna sé langt komin og muni lög- reglan í Reykjavík gefa út ákæru á hendur konunni og manninum fyrir ætluð brot þeirra sem nú séu til rann- sóknar. Þá hefur ríkissaksóknari ákveðið að áfrýja framangreindum dómi yfir konunni til Hæstaréttar. Í úrskurði héraðsdóms er vísað til kröfugerðar lögreglu þar sem segir að hafa beri í huga að konan sé vega- laus útlendingur sem hafi gefið mis- vísandi upplýsingar um það hver hún sé og hafi verið sakfelld fyrir að nota falsað vegabréf í því skyni að villa á sér heimildir. Ætla megi að konan muni reyna að komast úr landi eða leynast til að komast undan málsókn og fullnustu refsingar. Félagi hennar hafi viðurkennt að hafa komið hingað til lands á vegabréfi annars manns. Hann beri nú að hann sé með níger- ískt ríkisfang og hann hafi einnig tjáð lögreglu að konan sé frá Nígeríu. Rannsókn á því hver konan sé í raun og veru verði haldið áfram. Erlend kona í gæsluvarðhaldi vegna fjársvika HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra og Sigurjóna Sigurðardótt- ir eiginkona hans verða í opinberri heimsókn í Kanada dagana 28. júlí til 2. ágúst nk. Í heimsókninni mun forsætisráð- herra meðal annars funda með Paul Martin, forsætisráðherra Kanada, Gary Doer, forsætisráðherra Mani- tobafylkis, og heimsækja háskólann í Manitoba auk þess sem forsætisráð- herra mun taka þátt í og halda hátíð- arræðu á Íslendingadeginum í Gimli 1. ágúst. Þá mun forsætisráðherra jafn- framt heimsækja Íslendingabyggðir í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum meðan á heimsókninni stendur. Forsætisráðherra í opin- bera heimsókn til Kanada

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.