Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjálfsagt hafa flestirborgarbúar tekiðeftir miklum fjölda máva á höfuðborgarsvæð- inu að undanförnu. Menn eru ekki á einu máli um ágæti þessara hvítu sjó- fugla, t.a.m. hefur kvörtun- um til Meindýravarna Reykjavíkur fjölgað mikið og beinast þá helst að mávamergðinni á Tjörn- inni. Þá tekur fólk meira eftir þeim í kringum versl- unarkjarna þar sem æti er að finna eða við sorphauga. Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir þessa sókn máva í borgina vera tiltölulega nýtilkomna og hafa ekki þekkst fyrir 10–20 árum. Það kann að vera að fuglarnir séu nú meira áberandi en oft áður en það er ekki þar með sagt að þeim hafi fjölgað mikið milli ára. Á vorin, áður en varp hefst, safnast þeir oft saman í borginni og svo aftur um þetta leyti sumars þegar varpi lýkur og ungviðið er orðið fleygt. Sílamávar hafa verið hvað al- gengastir í borginni enda helstu varpstöðvar þeirra á suðvestur- horni landsins. Langstærsta varp sílamáva hér landi er á Miðnes- heiði en þar hefur þeim fjölgað gríðarlega á undanförnum árum. Árið 1974 voru þar eitt til tvö þús- und mávar, en nú eru þeir um 37.000 yfir sumartímann. Guðmundur Björnsson, for- stöðumaður meindýravarna Reykjavíkur, segir hins vegar að lítið sé af mávi á varpstöðvunum umhverfis borgina. „Helstu varp- stöðvarnar eru í eyjunum í kring- um borgina nema í Viðey, þar hafa mávar varla sést í nokkur ár. Einn- ig hefur verið töluvert varp í fjör- unni við Mosfellsbæ. Í ár eru allar þessar varpstöðvar í lágmarki. Í eyjunum er lítið um máva og nærri algjör dauði yfir varpstöðvunum í Mosfellsbæ.“ Það er því erfitt að segja til um hvort mávamergðin í höfuðborg- inni stafar af fjölgun máva eða hvort þeir einfaldlega sækja meir í borgina en áður. Guðmundur segir t.d. að svo virðist sem fæðuskortur í sjónum geri það að verkum að mávurinn sæki í auknum mæli til borgarinnar. Ævar Petersen segir þó erfitt að fullyrða að fæðuskortur sé ástæð- an fyrir veru fuglanna í borginni. „Þetta er árleg umræða sem kem- ur upp á þessum tíma þegar máv- urinn yfirgefur varpstöðvar sínar og verður áberandi í borginni. Það er hins vegar erfitt að meta ástand hans, eða hvort honum hafi fjölgað, út frá því sem manni sýnist ár frá ári. Sílamávur lifir t.d. ekki svo mikið á sandsíli, hann tekur það þegar það gefst, en hann hefur margar fæðulindir sem hann getur sótt í. Hann er mikið í fjörunni og við fiskibátana og fer upp í móa og tínir maðka ef því er að skipta.“ Sumir stækka, aðrir minnka Ævar Petersen segir ástand hinna ýmsu mávategunda vera mjög mismunandi. „Það er mikil- vægt að átta sig á því að mávur er ekki mávur. Það eru margar máva- tegundir umhverfis landið sem hafa ólík lífsskilyrði og hegða sér mjög mismundandi. Sílamávurinn hefur t.d. verið á mikilli uppleið en svartbakurinn hefur verið á niður- leið á undanförnum árum. Oft rugla menn þessum tegundum saman en þær eru hegða sér á mjög ólíkan hátt. Við höfum svo fylgst með mávi í Eyjafirði. Þar eru helstu varpstöðvar storm- mávsins og sá stofn hefur vaxið um 7–8% milli ára. Margir hafa horn í síðu hettumávsins og oft heyrir maður kvartað yfir því hve hratt sá stofn vex. Hann hefur hins vegar minnkað um 4% milli ára þó menn agnúist ekkert minna út í hann.“ Mávar sem vargar Í umræðunni um áhrif máva sem varga á aðra fuglategundir eru menn ekki allir á sama máli. Æðarbændur telja margir að máv- urinn geti haft mikil áhrif á stofn æðarinnar og hafa keppst við að halda honum í skefjum. Ævar seg- ir máva vissulega leggjast á aðrar fuglategundir en lítið sé vitað hvort það hafi teljandi áhrif á þá stofna. „Hettu- og sílamávurinn éta bæði egg og unga mófugla og hafa því kannski í sameiningu skaðað orðstír allra mávategund- anna. Svartbakurinn, sem er kannski alræmdasti vargurinn meðal máva, leggur hins vegar sárasjaldan mófugla sér til munns og ekki heldur silfurmávur og hvít- mávur. Allir þessir mávar taka hins veg- ar æðar- og andarunga þegar þeir ná til þeirra, en hvort þetta át hef- ur áhrif á viðkomandi stofna er annað mál og ýmislegt sem bendir til þess að svo sé ekki. Til dæmis finnst mörgum undarlegt að bæði endur og margir vaðfuglar leitast við að verpa innan um hettumáva og færa sig meira að segja oft til í þeim tilgangi. Skýringin á þessu er líklega sú að hettumávurinn er tal- vert stærri fugl en þessir og er áræðinn gegn enn stærri fuglum, eins og sílamávum, hröfnum og kjóum, sem eru að leita að eggjum þessara fugla.“ Fréttaskýring | Mávar sjást víða á höfuðborgarsvæðinu Mávarnir í Reykjavík Sílamáv fjölgar á Reykjanesi en lítið af máv er í vörpum höfuðborgarinnar Sílamávar á Tjörninni. Mávamergð í höfuðborg- inni og sitt sýnist hverjum  „Það virðist oft vera þannig að þegar dýrin koma nálægt mannabústöðum þá eru þau út- hrópuð sem meindýr,“ segir Sveinn Kári Valdimarsson, for- stöðumaður Náttúrustofu Reykjaness. „Svo er það afstætt hvaða dýr eru talin til óþurftar og hvaða dýr eru lofuð. Þannig skjóta menn æðarfugl annars staðar á Norðurlöndunum, en hér eru þingmenn settir í grjótið ef þeir skjóta æði.“ Kristján Torfi Einarsson kte@mbl.is ÞAÐ er ekki oft sem fólk sér tvö folöld fara undir sömu hryssuna og fá að sjúga hana. Þetta er þó stað- reynd á bænum Nesi í Fljótum í sumar. Þar tók hryssan Kolbrá að sér móðurlaust folald í fóstur og hefur algerlega gengið því í móð- urstað og hugsað um það jafnt og sitt eigið folald. Gunnlaugur Pálsson bóndi er eig- andi Kolbrár. Hann sagði að snemma í sumar þegar hryssurnar á bænum voru að kasta hefði ein hryssan drepist mjög skyndilega nokkrum klukkustundum eftir að hún fæddi fallegt merfolald. Sama dag kastaði svo Kolbrá og sagðist Gunnlaugur hafa afráðið að gera tilraun með hvort hún vildi taka móðurleysingjann að sér. Kolbrá var tekin inn í hús nýköstuð og það móðurlausa sett hjá henni og hjálp- að að sjúga í byrjun. Eftir þetta gekk allt vel og hryssan virtist strax tilbúin að taka að sér fóst- urbarn með sínu eigin afkvæmi. Gunnlaugur segir þetta í raun hafa gengið ótrúlega vel og folöldin dafnað ágætlega. Hann segist hafa heyrt að gripið hafi verið til svona ráðstafana áður þegar menn hafi staðið uppi með móðurlaust folald en á ýmsu gengið að fá hryssur til að samþykkja fósturbarnið. Þess má geta að Kolbrá, sem er fulltamin, var þarna að eignast sitt fjórða afkvæmi. Hún er róleg og sérlega geðgóð að sögn eigandans. Folöldin hennar eru bæði hryssur og eru hálfsystur, faðir þeirra er stóðhesturinn Kórall frá Enni í Við- víkursveit. Morgunblaðið/Örn Þórisson Gunnlaugur bóndi Pálsson á Nesi í Fljótum gefur Kolbrá brauð. Folöldin hennar virðast ekki hafa áhuga fyrir slíku góðgæti, en veturgamall foli sem er með þeim í hólfi fylgist greinilega með af áhuga. Hryssa nærir tvö folöld LÖGREGLAN í Kópavogi hefur þurft að fara að tívolíinu sem nú er við Smáralind á hverju kvöldi und- anfarna daga vegna óláta. Svo virðist sem kastast hafi í kekki á milli starfsmanna tívolísins og ís- lenskra ungmenna sem venja kom- ur sínar þangað. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar hafa íslensku ungmennin sýnt af sér undarlega hegðan en þau hafa grýtt hjólhýsi sem er íverustaður starfsmanna tívolísins og unnið önnur skemmdarverk á munum tí- volísins. Björgvin Björgvinsson, yfirmað- ur hjá rannsóknardeild lögregl- unnar í Kópavogi, segir að tvær kærur hafi verið lagðar fram í vik- unni sem tengjast ólátunum í tív- olíinu. Starfsfólk tívolísins lagði fram kæru vegna grjótkastsins og starfsmaður DV lagði fram kæru vegna þess að starfsmaður tívol- ísins sparkaði í bifreið hans. „Þetta er ekki stórvægilegt en það er hópamyndun eins og geng- ur og gerist. Stúlkurnar íslensku sýna starfsmönnum tívolísins áhuga og það virðist angra ís- lensku piltana,“ segir Björgvin en hann telur ástandið þó ekki eins al- varlegt og af hefur verið látið. Ólæti í tív- olíinu við Smáralind Morgunblaðið/Eggert „ÉG rak ferðaskrifstofu í yfir 20 ár og sumarið byrjaði aldrei fyrr en við höfðum heimsótt Hólminn og gist nokkrar nætur í maí,“ segir Böðvar Valgeirsson, en hann ásamt fjölskyldu sinni hefur byggt sex nýjar orlofsíbúðir í Stykkishólmi. Árið 2001 keyptu þau hjón íbúð í Stykkishólmi og hafa dvalið þar í frítímum. Þau segjast tengjast Hólminum alltaf traustari böndum og nú vilji þau taka þátt í uppbygg- ingu ferðamannaþjónustunnar hér í bæ. „Ég hef verið í ferðaþjónustu til fjölda ára og tel mig skynja þarfir ferðamanna. Stykkishólmur er ört vaxandi ferðamannastaður,“ segir Böðvar „Mikilvægasti kostur bæj- arins er þó ef til vill að bærinn er gamalgróinn, fallegur og þar hefur tekist að varðveita hið nýja viðmót og rósemd sem oft einkennir litla bæi úti á landi, sem er svo eft- irsóknarvert fyrir þreytta borgar- búa,“ bætir Böðvar við. Orlofsíbúðirnar eru í nýbyggðu og vönduðu húsi. Þær eru 65 fer- metrar á stærð og á tveimur hæð- um.Þetta er fremur litlar íbúðir, en með miklum þægindum eins og fólk óskar eftir í dag. Á efri hæð er eld- hús, stofa, svefnherbergi og vel af- girtar svalir með glæsilegum nudd- potti og útigrilli. Á neðri hæð eru tvö svefnherbergi og snyrting. Svefnaðstaða er fyrir sjö manns í íbúðunum og er barnarúm í hverri íbúð. Allar íbúðirnar eru leigðar út í sumar. Stéttarfélög hafa leigt fimm þeirra og fyrirtæki eina. Í vetur kemur í ljós áhuginn fyrir vetrar- leigu, en sá markaður er til staðar, það er bara að ná til hans segir Böðvar Valgeirsson og horfir björt- um augum á þennan nýja atvinnu- rekstur sinn. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Jónína Ebenezersdóttir og Böðvar Valgeirsson fyrir framan nýju orlofs- íbúðirnar sem þau hafa byggt í Stykkishólmi og leigja út. Nýjar orlofsíbúðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.