Morgunblaðið - 28.07.2005, Side 11

Morgunblaðið - 28.07.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 11 FRÉTTIR H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9 H V E R A F O L D 1 - 3 , G R A F A R V O G I • S Í M I 5 7 7 4 9 4 9 Ú T S A L A 50-70% A F S L Á T T U R YFIRSKATTANEFND hefur lokið umfjöllun sinni um kæru 365 ljós- vakamiðla, sem áður hét Íslenska útvarpsfélagið, vegna endurálagn- ingar ríkisskattsstjóra á félagið vegna áranna 1997 og 1998. Úr- skurður yfirskattanefndar felur í sér að 365 ljósvakamiðlar fái end- urgreidda úr ríkissjóði 136,1 millj- ón króna, sem félagið hafði áður greitt vegna endurálagningar rík- isskattsstjóra vegna þessara ára. Yfirskattanefnd féllst á kröfu 365 ljósvakamiðla um að félaginu hefði verið heimilt að nýta sér yfirfær- anlegt tap vegna rekstrar Íslenskr- ar margmiðlunar hf. að fullu og tap Sjónvarpsmarkaðarins ehf. að hluta. Yfirskattanefnd staðfesti hins vegar úrskurð ríkisskattstjóra varðandi yfirfæranlegt tap vegna Íslenska sjónvarpsins hf. og Nýja ís- lenska símafélagsins hf. 365 ljósvaka- miðlar fá endur- greiddan skatt FINNAR hófu um helgina tíma- bundið landamæraeftirlit á innri landamærum Finnlands að Scheng- en-ríkjunum. Eftirlitið nær til 14. ágúst nk. Er þetta gert til að tryggja öryggi vegna heimsmeist- aramótsins í frjálsum íþróttum sem fer fram í Helsinki dagana 6. til 14. ágúst. Smári Sigurðsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn hjá ríkislög- reglustjóraembættinu, segir að skv. Schengen- samningnum hafi aðild- arlönd heimild til að taka upp tíma- bundið landamæraeftirlit. „Þau þurfa [í slíkum tilvikum] að til- kynna það öðrum aðildarlöndum og útskýra hvers vegna það sé gert.“ Íslendingar gripu til þessara ráð- stafana í kringum Nato-fundinn í maí 2002. Í tilkynningu frá finnskum stjórnvöldum segir að landamæra- verðir muni ekki athuga hvern ein- asta ferðamann, heldur einn og einn, sem valinn verði af handahófi. Norrænir ríkisborgarar þurfi ekki vegabréf, en eigi þó að geta gert grein fyrir sér. Smári ráðleggur þó öllum íslenskum ferðamönnum að hafa með sér vegabréf, hvort sem þeir eru að fara til Finnlands eða annað. Finnar hefja landamæraeftirlit ÁSTÞÓR Magnússon Wium, for- svarsmaður Friðar 2000, hefur kært ritstjórn DV til lögreglunnar í Reykjavík fyrir brot á almennum hegningarlögum vegna meiðyrða. Í yfirlýsingu frá Ástþóri segir að frétt sem birtist í DV síðastliðinn þriðjudag undir fyrirsögninni „Blindfullur í miðbænum“ með til- vísun í grein inni í blaðinu sé byggð á algerum uppspuna blaðsins. „Í grein blaðsins var hins vegar ekki einu orði vikið að meintu ölv- unarástandi enda fyrrnefnd fyr- irsögn á forsíðu og greinin sjálf aft- ar í blaðinu byggð á hreinum skáldskap greinarhöfundar DV. […] Einnig er fullyrt að Ástþór sé kominn með einhverja nýja kær- ustu upp á arminn, sem einnig er ósatt,“ segir m.a. í yfirlýsingunni en þar er jafnframt tekið fram að Ástþór sé ennþá giftur Natalíu Wium og þau hjónin ráðgeri að rækta sitt hjónaband áfram. Þetta er í annað skipti sem Ást- þór kærir DV fyrir umfjöllun um sig. Fyrra málið var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur í vor og málflutningur verður í september. Ástþór kærir ritstjórn DV til lögreglu FÉLAGARNIR Þorvaldur Þórsson og Árni Tryggvason úr Reykjavík brugðu sér norður yfir heiðar um helgina og fóru saman í fjallgöngu. Það þykir í sjálfu sér ekki í frásögur færandi þótt menn gangi á fjöll sér til heilsubótar og skemmtunar en þeir félagar fóru lengri leiðina, eða eftir sýslumörkunum frá Öxnadals- heiði og norður Tröllaskaga. Þor- valdur gekk í tæpa 39 klukkutíma og kom niður Fljót og Árni fylgdi honum í um 30 klukkustundir en fór niður í Svarfaðardal af Heljardals- heiði, fæturnir búnir að fá nóg og hann kominn með slæm hælsæri. Aðstæður til göngu voru gríðarlega erfiðar, enda yfir stórgrýti að fara lengst af. Árni sagði að hann hefði viljað vera þremur vikum fyrr á ferðinni, því þá var meiri snjór þarna uppi, sem auðveldara er að ganga yfir. Þorvaldur og Árni lögðu upp frá sýslumörkum Skagafjarðar og Eyjafjarðar kl. 8.30 sl. laugardags- morgun. Þeir gengu á rúmlega 20 tinda á leiðinni og slepptu aðeins tveimur tindum á Leiðarhnjúkum af öryggisástæðum. Hæðarhækkunin var rúmir 6.000 metrar og vega- lengdin sem Þorvaldur gekk á þess- um 39 klst. var um 90 km en Árni gekk um 77 km. Veðrið var nokkuð gott í ferðinni, örlítill strekkingur á köflum en lengst af logn en skyggi oft lítið. Þeir Þorvaldur og Árni eru miklir reynsluboltar þegar kemur að fjallgöngu og í mjög góðu lík- amlegu formi, það er líka eins gott þegar ráðist er í svona ævintýri. Hafa þeir m.a. starfað með Hjálp- arsveit skáta í Reykjavík í áratugi. Gríðarlega ögrandi verkefni Árni sagði að þessi leið hefði aldr- ei verið farin áður svo vitað væri en ýmsir fjallamenn hafi gælt við hug- myndina án þess að leggja í hana. „Þetta er gríðarlega ögrandi verk- efni fyrir vaska göngumenn og þetta ævintýri okkar verður vonandi öðr- um hvatning til að reyna við leið- ina,“ sagði Árni. Þorvaldur sagðist hafa fengið hugmyndina að ganga norður Tröllaskaga fyrir um tveimur árum er hann gekk Glerárdalshringinn, sem hópur fólks endurtók nú ný- lega, þ.e. gekk á 24 tinda á um sólar- hring. Þeir voru með GPS-tæki í för og sagði Þorvaldur að skyggnið sem þeir fengu stóran hluta leiðinnar hefði verið það lítið að þeir hefðu aldrei komist á leiðarenda án tæk- isins, enda leiðin vandrötuð og á köflum óljós og hlykkjótt. Þeir fé- lagar notuðust við kort sem Hjalti Þórðarson á Hólum gerði en Bjarni Guðleifsson á Möðruvöllum sá um örnefni og merkti gönguleiðir inn á kortið. „Þegar þokan var sem þykk- ust um nóttina rötuðum við ein- göngu eftir GPS-tækinu og studd- umst jafnframt við greinargóðar upplýsingar um landslagið frá Bjarna Guðleifssyni.“ Gekk lengra en áætlað var Staðsetningartækið var orðið raf- hlöðulítið síðasta spöl Þorvaldar og alveg óvirkt síðustu klukkutímana. Hann náði því ekki að fylgja sýslu- mörkunum alveg eftir frá Svarf- aðardalsbotni og niður í Fljót og því varð vegalengdin sem hann gekk heldur lengri en upphaflega var áætlað. Eftir viðskilnaðinn við Árna í botni Svarfaðardals hélt Þorvaldur á Unadalsjökul, upp á Nónhyrnu og þaðan eftir fjallsrananum milli Móa- fellsdals og Tungudals. „Ég fór svo niður í Tungudal og fylgdi þar á í svartaþoku niður að Stífluvatni en frá vatninu gekk ég eftir slóða upp á þjóðveginn efst í Fljótunum. „Ég vissi af veginum yfir Lágheiði ein- hvern spöl í burtu en vegna þoku ákvað ég að fylgja ánni að Stíflu- vatni.“ Þorvaldur sagðist hafa verið orðinn mjög þreyttur síðasta spölinn en þrátt fyrir ýmsar hindranir fann hann þá aukaorku í líkamanum sem dugði til að komast á leiðarenda. Þorvaldur Þórsson og Árni Tryggvason héldu í fjallgöngu og fóru lengri leiðina Gengu eftir sýslumörkum um Tröllaskaga Þorvaldur gekk um 90 km á 39 tímum og Árni gekk um 77 km á 30 tímum. Hækkunin á leiðinni var um 6 km. Félagarnir Þorvaldur Þórsson og Árni Tryggvason hófu gönguna við sýslumörkin á Öxnadalsheiði. Báðir komu heim með brotna og eða bogna göngustafi eftir erfiðið og skór Þorvaldar voru nánast í henglum. Þorvaldur Þórsson hvílir lúin bein í einum af hliðardölum Svarfaðardals en alls gekk hann um 90 km. Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.