Morgunblaðið - 28.07.2005, Side 15

Morgunblaðið - 28.07.2005, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 15 ERLENT AURSKRIÐUR og flóð urðu að minnsta kosti 99 manns að bana í vesturhluta Indlands í gær. Um 100 manns urðu auk þess stranda- glópar en gríðarlegar rigningar hafa verið á svæðinu síðastliðna fjóra daga. Indverska veðurstofan segir að í borginniMumbai og svæðunum þar í kring hafi úrkoman mælst 944,2 millimetrar. Þetta er mesta úr- koma sem mælst hefur í sögu landsins og var fyrra met þar með slegið, en það var frá árinu 1910. Umferð var stöðvuð til og frá borginni annan daginn í röð, því spáð hefur verið frekari rigningu. Björgunaraðgerðir hafa verið mjög erfiðar því fjölmargir vegir eru lokaðir. „Björgunarsveitir lög- reglu eiga enn eftir að ná til þorpa sem hafa orðið illa úti í rigningunum. Það er bara ekki hægt að komast þangað vegna flóða,“ segir lögreglustjórinn Sunil Dareghan. Monsúnvindarnir herja á þetta svæði frá júní til september ár hvert og verða í hvert sinn um hundrað manns að bana. Síðan í júní í ár hafa 633 látið lífið í flóð- um og aurskriðum, 76.000 dýr hafa einnig farist og 7.000 hekt- arar af landi eyðilagst. Talið er að um 283.000 heimili séu skemmd eða eyðilögð. Innanríkisráðherra Indlands, Shivraj Patil, sagði tæp- ar sex milljónir manna í 131 hér- aði og 16.000 þorpum hafa orðið fyrir flóðunum en rigningar hafa verið gríðarlegar síðustu fjóra daga. Reuters Hundrað deyja í flóðum á Indlandi Teheran. AFP. | Íranar ætla að taka aftur til við að umbreyta úrangrýti en það er nauðsyn- legt til að unnt sé að auðga það. Mohammad Khatami, forseti Írans, tilkynnti þetta í gær og sagði að vonandi féllust vest- ræn ríki á þessa ákvörðun en á hinn bóginn skipti engu þótt þau gerðu það ekki. Khatami, sem lætur forsetaembættið af hendi til harðlínumannsins Mahmood Ahmadinejad snemma í ágúst, gaf í skyn að byrjað yrði á umbreytingu úr- angrýtis á næstu vikum en eftir eina eða tvær vikur ætla for- ysturíkin þrjú í Evrópusam- bandinu, Bretland, Frakkland og Þýskaland, að leggja fram tillögur um framtíðarskipan kjarnorkumála í Íran. Hafa rík- in lýst því yfir að hefji Íranar aftur að umbreyta úrangrýti eða að auðga úran, muni þau styðja kröfu Bandaríkjanna um að málið verði tekið fyrir í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna með refsiaðgerðir fyrir augum. Íranar ögra ESB- ríkjum Albany í New York. AP. | George Pataki, ríkisstjóri í New York, lýsti því í gær yfir að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri í rík- isstjórakosningum sem fara fram haustið 2006. Pataki hefur verið orðaður við forsetaframboð haustið 2008 og því hafa verið uppi vangaveltur um að hann myndi ekki gefa kost á sér áfram sem ríkisstjóri; að hann myndi vilja einbeita sér að því að tryggja sér útnefningu sem for- setaefni Repúblikanaflokksins. En Pataki vildi ekki staðfesta í gær að þetta væru áform hans. „Þá ákvörðun tek ég síðar. Ég útiloka ekkert en markmið mitt er að sinna starfi mínu sem ríkisstjóri eins vel og ég get næsta eina og hálfa árið,“ sagði hann. Pataki er sextugur og hefur ver- ið ríkisstjóri í New York síðan 1994, en þá bar hann sigurorð af sitjandi ríkisstjóra, demókratanum Mario Cuomo. Skoðanakannanir sýna að Pataki nýtur minna fylgis en Eliot Spitzer sem þykir líklegur til að verða frambjóðandi demó- krata í ríkisstjórakjörinu á næsta ári. George Pataki hættir 2006 Íhugar forsetaframboð 2008 George Pataki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.