Morgunblaðið - 28.07.2005, Side 19

Morgunblaðið - 28.07.2005, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 19 MINNSTAÐUR AKUREYRI Djass | Djassbandið Póstberarnir leikur á Heitum fimmtudegi í Deigl- unni í kvöld, fimmtudagskvöldið 28. júní, kl. 21.30. Bandið leikur fágæta húsganga, sem eru sjaldheyrðar djassperlur, í eigin útsetningum. Hljómsveitina skipa þeir Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Eyjólfur Þorleifsson á saxafón, Scott McLe- more á trommur og Ólafur Stolzen- wald á kontrabassa.    Sýning | Siggi P. (Sigurður Pétur Högnason) opnar sýningu í Deiglunni í dag, fimmtudaginn 28. júlí, kl. 17. Á sýningunni eru olíumálverk sem hann hefur málað í Hrísey. Sýningin stend- ur til 21. ágúst og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17.    Tónleikar | Hvanndalsbræður koma fram á tónleikum á Græna hattinum í kvöld, fimmtudags- kvöldið 28. júlí, og hefjast þeir kl. 21.30, en húsið verður opnað hálf- tíma fyrr. „Það er langt síðan við höfum leikið á Akureyri,“ sagði Valur Freyr Halldórsson, einn þeirra Hvanndalsbræðra. „Við höf- um reynt að vera sem mest í fríi í sumar, erum að vinna að nýrri plötu, þriðju plötunni okkar og það má segja að við höfum einbeitt okkur að þeirri vinnu undanfarið.“ Á tónleikunum kynna bræðurnir lög af nýju plötunni, en hún er væntanleg á markað nú á komandi hausti. „Svo spilum við líka eitt- hvað af eldri lögum, nokkur val- inkunn lög sem fólk þekkir,“ sagði Valur. „Þetta verður bara afslapp- að og skemmtilegt, við verðum með ýmsar óvæntar uppákomur, happ- drætti og förum að venju með gamanvísur.“ Sýningu lýkur | Síðasti sýningar- dagur á sýningu Steingríms Eyfjörð í Kunstraum Wohnraum á Akureyri er í dag, fimmtudaginn 28. júlí. Sýningin er í Ásabyggð 2 og er opin frá 15–17. Á sýningunni er fjöldi teikninga af tindátum og á gólfinu er stór kúla. ÞEIR voru að fá sér ís ferðalang- arnir þýsku á Ráðhústorgi í gær- dag. Annar frá Cuxhaven og hinn Bremerhaven, þeim ágætu hafnarborgum. Létu þeir vel af veðrinu, sól og blíða í gær og hitinn á hinum fræga mæli sýndi 22 stig. Raunar hafði áhugamaður um veðurfar séð töluna 25 aðeins fyrr um daginn. Útlitið framundan er bara ágætt, hæg suðvestanátt og léttskýjað. Gera má ráð fyrir að fólk fari að flykkjast í bæinn en hátíðin Ein með öllu hefst á morgun. Ís í sól og blíðu ÞAÐ hefur verið mikið líf á opnu svæði við Vestursíðu á Akureyri undanfarnar vikur en þar hefur framkvæmdadeild bæjarins staðið fyrir smíðanámskeiði fyrir börn á aldrinum 8-12 ára og er um fjórð- ungur þátttakenda stelpur. Fjöl- margir kofar hafa risið á svæðinu og hafa börnin farið heim með sína kofa að byggingu lokinni. Kári Eðvalds- son smiður er leiðbeinandi á nám- skeiðinu og hann sagði að bæði for- eldrar og systkini hefðu komið til að hjálpa börnum við smíðina. „Hér innan um eru smiðir framtíðarinnar og það heyrir til undantekninga ef krökkum finnst ekki gaman að smíða,“ sagði Kári. Morgunblaðið/Kristján Smiðir Stelpurnar báru sig fagmannlega að við smíðina líkt og strákarnir. Kofaborg Smiðir fram- tíðarinnar HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ S igurður R. Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar, vísar því al- gerlega á bug að kenna megi efnistöku Björg- unar um landbrot í Hvalfirði eins og haldið var fram í Morg- unblaðinu í gær. Almættið sé þarna ráðandi afl en ekki Björgun. Sigurður sagði að það væri ekki nýtt að landbrot ætti sér stað á Kjalarnesi eða í Hvalfirði. „Land- brot hefur átt sér stað í árhundr- uð á Kjalarnesi og á Hvalfjarð- arströnd. Þetta kemur skýrt fram í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árinu 1706. Þar segir t.d. um Saltvík, sem flestir höfuðborgarbúar þekkja vel, að þegar Árna bar að garði hafi stað- ið til að færa bæinn á Saltvík frá ágangi sjávar í fjórða sinn frá landnámi. Á fleiri bæjum við ströndina sem Árni heimsótti er kvartað undan ágangi sjávar. Nýlegra dæmi er frá Saurbæ á sunnanverðri Hvalfjarðarströnd. Þar er eini lóðrétti kirkjugarð- urinn á Íslandi. Þar hangir loðnu- nót utan á kirkjugarðinum og tek- ur við beinum sóknarbarna sem hrynja undan ágangi sjávar ofan í nótina. Fyrirtækið Björgun kemur hvergi þar við sögu og ekki heldur í Saltvík í árdaga. Það er hins vegar einfalt fyrir fólk sem lifir í núinu og sér dæluskip úti í hafs- auga að segja að þarna sé söku- dólgurinn,“ sagði Sigurður. Fengu vinnsluleyfi til 40 ára Samkvæmt lögum veitir iðn- aðarráðuneytið leyfi til dælingar í sjó utan netalagna, en þar er mið- að við u.þ.b. 120 metra frá landi. Björgun var fyrir um 25 árum veitt leyfi til dælingar í sjó í Hval- firði til 40 ára. Sigurður sagði að vissulega hefðu borist kvartanir vegna dælingar á vegum Björg- unar. Fyrir 10-12 árum hefðu nokkrir landeigendur í Hvalfirði kvartað við iðnaðarráðuneytið og þá hefði ráðuneytið óskað eftir að Orkustofnun rannsakaði áhrif dæl- ingar fyrirtækisins. Á þeim tíma hefði Björgun verið að dæla utan í eyri við bæinn Eyri í Hvalfirði. Steypustöðin hefði verið með efn- istöku úr eyrinni á árum áður en fyrir um 40 árum hefði Björgun gert námusamning við landeig- anda um námuréttindi gegn greiðslu. Eftir þá rannsókn hefði verið gert samkomulag um að sanddæluskip dældi ekki nærri landi við Eyri. Þar hefðu fyrst og fremst öryggissjónarmið ráðið ferðinni. Það samkomulag hefði verið haldið. Sigurður sagði að vissulega tæki Björgun mikið efni úr sjávarbotn- inum, en það væri ekki rétt að kenna Björgun um landbrot við ströndina. „Ég tel að almættið sé þarna ráðandi afl. Ég fæ ekki séð að við komum þar neins staðar að,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði aðspurður að það væri ekki rétt, sem Jón Gíslason, bóndi á Hálsi í Kjós, sagði í Morg- unblaðinu í gær, að sanddæluskip Björgunar hefðu verið við dælingu innan við 120 metra frá strönd- inni. Framkvæmdastjóri Björgunar hf. telur ekki að hægt sé að kenna fyrirtækinu um landbrot „Tel að almætt- ið sé þarna ráðandi afl“ Bærinn í Saltvík færður fjórum sinn- um frá landnámi vegna landbrots Morgunblaðið/Sigurður Jökull Sanddæluskip Björgunar dæla sandi og möl m.a. í Hvalfirði og á sundunum við Reykjavík. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur hafnað kröfu Tónskóla Hörp- unnar um að ráðuneytið ógildi ákvörðun Reykjavíkurborgar um fjárstyrk. Skólinn taldi að borgin hefði brotið jafnræðisreglu stjórn- sýslulaga með ákvörðun sinni. Í úrskurði ráðuneytisins segir að viss ágalli sé á stjórnsýslu og máls- meðferð Reykjavíkurborgar í þessu máli, en út frá gögnum máls- ins sé ekki hægt að fullyrða að um brot á lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, stjórn- sýslulögum, reglum Reykjavíkur- borgar eða meginreglum stjórn- sýsluréttar hafi verið að ræða. Bent er á að viðmiðun borgarinnar um heildarfjármagn til málaflokks- ins ráði því með hverjum hætti nýir skólar fá styrk og það geti almennt ekki talist andstætt jafnræðisreglu eða meginreglunni um málefna- lega málsmeðferð, enda fái nýir skólar sömu málsmeðferð innbyrð- is. Hafnaði kröfu Tón- skóla Hörpunnar M. Benz Benimar húsbíll Einn með öllu. Sjálfskiptur. Stór vél. Sem nýr. Ekinn aðeins 3.000 km. Upplýsingar í síma 899 5128.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.