Morgunblaðið - 28.07.2005, Side 22

Morgunblaðið - 28.07.2005, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AUSTURLAND M jög treglega hefur gengið að ráða ís- lenskt starfsfólk til Bechtel, en fyrir- tækið byggir álver fyrir Alcoa-Fjarðaál í Reyðarfirði. Björn S. Lárusson, upplýsinga- fulltrúi Bechtel, segir að vel gangi hins vegar að ráða starfsfólk í Pól- landi og að á næstu tveimur vikum komi 50-100 Pólverjar til Reyð- arfjarðar. Það stefni í að aðeins um 20% starfsmanna verði Íslending- ar. Nú eru um 450 menn að störfum á álverslóðinni í Reyðarfirði. Björn sagðist ekki hafa það á hreinu hve stór hluti starfsmanna væri Íslend- ingar. Hann sagði að Bechtel væri búið að auglýsa mjög mikið eftir starfsfólki hér heima. „Það hefur gengið mjög treglega að fá íslenskt starfsfólk til starfa. Að undanförnu hefur þetta nánast lognast út af. Það gengur hins vegar mjög vel úti í Póllandi.“ Bechtel er með eigin ráðninga- skrifstofu í Kraká í Póllandi. „Við erum ekki með neina milliliði í Pól- landi. Menn eru ráðnir til Bechtel og skráðir á Íslandi þar sem þeir greiða skatta og skyldur,“ sagði Björn. Björn sagði að þrátt fyrir að illa hefði gengið að fá Íslendinga til starfa væru ekki horfur á að vinn- an við byggingu álversins tefðist. Fyrirtækið myndi ráða fólk í Pól- landi í þau störf sem ekki næðist að manna hér á landi. Starfsmönn- um Bechtel verður fjölgað hratt á næstunni. Flestir verða starfs- mennirnir næsta sumar eða um 1.600. Starfsmönnum fækkar hins vegar hratt þegar kemur fram á árið 2007 en í lok þess árs er gert ráð fyrir að byggingu álversins verði lokið. Björn sagði að vinna við starfs- mannabúðirnar hefði gengið vel og nú væru um 1.000 herbergi á svæð- inu. Björn sagði að von væri á stáli frá Kína 3. ágúst og þegar það væri komið yrði byrjað að reisa ál- verið. Verið væri að byrja jarð- vinnu við síðasta fjórðung álversins og búið væri að steypa undirstöður undir um helming álversins. Vel gengur að ráða fólk til Fjarðaáls Vel hefur hins vegar gengið að ráða fólk í vinnu hjá Fjarðaáli að sögn Hrannar Pétursdóttur, starfs- manna- og kynningastjóra hjá Al- coa-Fjarðaáli. „Í hvert sinn sem við auglýsum fáum við bæði mikið af umsóknum og mikið af góðu fólki.“ Hrönn sagði að útlit væri fyrir að allt starfsfólk yrði íslenskt, eins og að var stefnt. „Þetta er fólk alls staðar að; frá Austurlandi, af höf- uðborgarsvæðinu og víðar af land- inu. Eins höfum við fengið um- sóknir frá Íslendingum sem búið hafa erlendis og sjá tækifæri til að koma heim.“ Hrönn sagði að búið væri að ráða átta starfsmenn til Fjarðaáls og búið væri að auglýsa 12 störf til viðbótar sem yrði ráðið í á næstu vikum. „Nú förum að ráða nánast mánaðarlega. Í lok þessa árs og í byrjun næsta förum við að auglýsa í stórum stíl. Þá erum við að ráða til okkar um 50 manns í hverjum mánuði.“ Hrönn sagði að fólk færi til að byrja með í starfsþjálfun. Sumir færu í 6-9 mánaða þjálfun en aðrir í 3-6 vikna þjálfun. Flestir yrðu í þjálfun hér á landi en nokkrir yrðu sendir utan og fengju m.a. það hlutverk að þjálfa nýja starfsmenn. Hrönn sagði að Fjarðaál fylgdist vel með hvort hægt verði að mæta húsnæðisþörf starfsmanna. „Við verðum með bráðabirgðaaðstöðu ef á því þarf að halda. Við erum núna að komast á það stig að vita hve- nær og hve marga aðflutta við þurfum að ráða. Við munum deila þessum upplýsingum með bygg- ingaverktökum á svæðinu. Það eru margir tilbúnir að byggja, en það er líka verið að byggja mikið núna.“ Gert er ráð fyrir að starfsmenn álversins verði um 400 þegar það er komið í fullan rekstur, en búist er við að álíka mörg ný störf verði til á svæðinu í þjónustu beint eða óbeint við álverið. Bechtel gengur illa að fá Íslendinga til starfa 50–100 Pólverjar koma til starfa á Reyðarfirði í byrjun ágúst Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Framkvæmdir ganga vel Byrjað verður að reisa grind álversins í byrjun ágúst, en von er á stáli frá Kína til landsins 3. ágúst. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is SEX manna hópur fann fyrr í mán- uðinum nokkrar perlur af „fjall- konunni“ sem fannst í fyrrasumar á Vestdalsheiði um 10-15 kílómetra frá Seyðisfirði. Hópurinn fékk leyfi til að fara á staðinn og leita að nýju að perlum og fundust fimm perlur, fjórar litlar og ein stærri. Í fyrrasumar fundu tveir Seyð- firðingar, Unnar Svanlaugsson og Ágúst Borgþórsson, tvær nælur frá tíundu öld á Vestdalsheiði. Við rannsókn sem Sigurður Berg- steinsson fornleifafræðingur stjórnaði fundust um 420 perlur til viðbótar, margar skrautlegar, og er þetta með stærstu skartgripa- fundum hérlendis. Skammt frá fannst beinagrind af ungri konu. Eitt af því óvenjulega við fundinn er að konan og perlurnar fundust á stað sem er í um 600 metra hæð yf- ir sjávarmáli. Kolbrún Erla Pétursdóttir frá Seyðisfirði, sem fór á svæðið fyrir skömmu, sagði að það væri gaman að leita að fornleifum, sérstaklega þegar leitin skilaði árangri. Hún sagðist telja nokkuð víst að fleiri perlur væru þarna á svæðinu. Perl- urnar sem hópurinn fann hafa ver- ið sameinaðar perlunum sem fund- ust í fyrra. Ljósmynd/Sólveig Sigurðardóttir Fundu perl- ur af „fjall- konunni“ LANDIÐ Hellissandur | Sú trú hefur verið ríkjandi á Hellissandi og víðar hér undir Jökli að trjágróður þrifist illa eða ekki á svæðinu. Einn og einn hefur þó gefið lítið fyrir þá skoðun og á síðustu árum hafa tré verið að teygja sig hér hærra og hærra í görðum húsa. Nú í vor út- hlutaði bæjarstjórn Snæfellsbæjar Skógræktar- og landverndarfélagi undir Jökli góðri landspildu í byggðinni á Hellissandi. Félagið undirbjó þennan reit og ákvað að planta þar 75 trjáplöntum til heið- urs Skógræktarfélagi Íslands á 75 ára afmæli þess. Um helgina komu 65 trjá- plöntur af fimm tegundum frá Gróðrarstöðinni á Lágafelli á Vegamótum. Skógræktarfélagið fékk svo Pál Sigurvinsson garð- yrkjumann til að koma plöntunum í moldina og hann lagði einnig til eina trjátegund, tíu plöntur af birki. Jón Geir Pétursson, skógfræð- ingur frá Skógræktarfélagi Ís- lands, staðsetti trjáplönturnar á svæðinu og voru grafnar verkleg- ar holur fyrir hverja plöntu og blandað húsdýraáburði við mold- ina. Félagar í skógræktarfélginu segjast vona að þessi afmæl- isgjörningur til Skógræktarfélags Íslands verði til þess að minnka vantrú manna á ræktun trjágróð- urs og efli hug hinna sem áhug- ann og trúna hafa. Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Trjárækt Páll Sigurvinsson garðyrkjumaður leggur síðustu hönd á niðursetningu plantnanna. Plöntuðu 75 trjáplöntum Djúpivogur | Það var notaleg stemmning í Löngubúð á Djúpa- vogi þegar Hera Hjartardóttir hélt tónleika þar í fyrrakvöld. Þetta eru fyrstu tónleikarnir sem hún heldur á Íslandi í langan tíma en hún er að hefja tónleika- ferð um landið. Þetta er í fjórða skiptið sem Hera kemur fram á Djúpavogi og segir það alltaf jafn gott að koma og spila og sofa við sjóinn. Dagskráin var fjölbreytt, ný lög í bland við þau gömlu, og það var greinilegt að Hera náði vel til gesta með ein- lægum flutningi sínum. Hera stefnir á útgáfutónleika 5. ágúst en þá kemur út ný plata sem hún hefur verið að vinna að undanfarið. Tónleikagestir voru á öllum aldri og á myndinni má sjá þann yngsta, Victor Örn Vict- orsson, sem verður tveggja ára í september. Hera skemmti í Löngubúð Yngsti aðdáandinn Hera heilsaði Victor Erni Victorssyni eftir tón- leikana, en hann er án efa einn yngsti aðdáandi söngkonunnar einlægu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.