Morgunblaðið - 28.07.2005, Page 30

Morgunblaðið - 28.07.2005, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN H vernig svarar mað- ur spurningu spurninganna „Hvað gerir þú?“ Þessi spurning, sem svo oft vill koma upp í hvaða samhengi sem er, innan um hvaða fólk sem er og sem ómögulega er hægt að svara með tignarlegri þögn án þess að fólk haldi að maður sé hrokafullur, er að verða fullþreytandi. Það getur verið ansi erfitt að forðast þessa spurningu í marg- menni. Reyndar þurfa ekki marg- ir að vera til staðar til að spurn- ingin illræmda láti í sér heyra. Aðeins einn annar einstaklingur getur dugað til að sprengjunni sé varpað. Það má alltaf eiga von á spurningunni, hvort sem verið er að hitta gamla bekkjarfélaga úr gaggó, farið er á blint stefnumót eða í næstu stórveislu fjölskyld- unnar. Spurningin virðist vera hinn fullkomni ísbrjótur, það er fyrir þann sem spyr hennar, en getur valdið miklum kvíða hjá svarandanum, sérstaklega ef svarið er ekki á reiðum höndum. Svo getur svarið verið of flott til að vera talið nokkuð annað en mont, verið of hallærislegt til þess að vera þess virði að minnast á eða einfaldlega ekki verið það svar sem spyrjandinn átti von á. „Hvað gerir þú?“ „Ég er öryrki vegna þess að ég er með geð- veilu“ gæti verið svar sem gæti kannski sett einhvern út af lag- inu. Mörg störf eru þess eðlis að ekki er hægt að útskýra þau með einfaldri setningu eða jafnvel skilgreina. Það getur dregið á eft- ir sér röð eftirspurninga eins og „Nú, hvað gerirðu þá?“ eða „Hvernig er hægt að nýta það?“ Þá hefst löng umræða um hvað starfið þitt sé spennandi og áhugavert af því að það er svo skrítið. Langar einhvern að ræða vinn- una sína í þaula eftir langan og erfiðan vinnudag? Ætli Gulli píp- ari nenni að gefa endalausar ráð- leggingar um hvernig eigi að koma í veg fyrir lekann á baðher- berginu þegar hann situr í mak- indum í sólinni og sötrar svalandi drykk? Eða getur verið að banka- maðurinn Bubbi muni allar töl- urnar á verðbréfamarkaðnum og sé til í að segja þér hvernig eigi að græða milljónir á nokkrum dögum þegar þú hittir hann á Laugaveginum? Það væri kannski meira hress- andi að segja frá því sem maður nýtir frítímann í eða hefur áhuga á. „Hvað gerir þú?“ „Ég bakaði súkkulaðiköku í gær og er þessa dagana að lesa Harry Potter.“ Væri það svo galið? Gæti það ekki alveg sagt jafnmikið um mig og það að ég skrifi orð á blað? Jafn- vel meira? Eða væri það kannski of persónulegt? Spyrjandinn gæti allt í einu vitað of mikið um mig og ekki kært sig um það. Hitt svarið, („Ég er blaðamaður“) sem er óneitanlega æskilegra, leyfir svigrúm til víðari skilnings og túlkunar. Það segir samt ekki mikið um mig. Ég er ekki endi- lega eins og manneskjan sem sit- ur við hliðina á mér. Hún gæti haft áhuga á ruðningsbolta og kvalalosta á meðan ég rækta blómin mín og prjóna í frítím- anum. Eða öfugt. Kannski er leik- urinn einmitt til þess gerður. Þó að fólk spyrji „hvað gerir þú?“ er ekki þar með sagt að það hafi áhuga á svarinu. Það getur verið erfitt að búa í samfélagi þar sem staða þín sem persóna er metin út frá starfinu sem þú gegnir. Starfsheitið þarf ekki að lýsa því hvernig þú ert. Sumir eru að prófa sig áfram og fara úr einu starfi í annað. „Nú já, ertu orðin fóstra? Síðast þegar ég hitti þig ætlaðir þú að verða lög- fræðingur.“ Það er líka allt í lagi að skipta um skoðun en helst ættu samt all- ir að stefna á að verða lögfræð- ingar, læknar eða viðskiptafræð- ingar. Ekki af því að áhuginn liggi í lögunum, að lækna sjúka eða að vinna með fjármuni heldur vegna þess að þessi störf gefa vænlegri arð en önnur. Í því kap- ítalistaþjóðfélagi sem við lifum í þá á alltaf að hafa það bak við eyrað að tilgangur starfsáranna er að safna eins miklum fjár- munum og hægt er. En eins og glögglega hefur verið bent á af öðrum en mér fer þriðjungur æv- innar hjá okkur flestum í að vera í vinnunni og þá skiptir áhuginn líka máli, ef starfskrafturinn á að duga í 40–50 ár. En kannski liggur vandinn í því að landinn er vinnusjúkur. Hann vinnur myrkranna á milli og fram eftir öllu. Vinnan er oftar en ekki í fyrsta sæti, þó að það hafi ekki verið ætlunin og lítill tími gefst til almennilegra tómstunda eða til að styrkja fjölskylduböndin. Það er engin tilviljun að sjálfshjálp- arbækur eins og „Móðir í hjá- verkum“, leiðarvísir hvernig skuli samræma móðurhlutverkið og mikla vinnu, ná vinsældum hér á landi. En það er engin töfralausn til og það er ekki hægt að fá aukasólarhring í vikunni eða bæta aukamánuði við árið þó margir vildu eflaust geta það. Norðmenn virðast vera með hlutina aðeins meira á hreinu en við Íslendingar. Þar ljúka flestir vinnunni klukkan 3 á daginn. Þá gefst tími til að gera eitthvað saman, hvort sem fólk fer á ströndina, undirbýr matarboð eða vinnur í garðinum. Launin eru svipað há og hér á landi. Þar skiptir ekki máli hvort það er unnið á leikskóla eða unnið er með hugbúnað. Ef svo mikill tími fer í vinnunna sem raun ber vitni, vilj- um við vera að eyða aukatím- anum í að tala um vinnuna og hvað það er sem við gerum í henni? Og þó að við séum í æð- islegri vinnu og viljum helst ekki tala um annað, þá er samt ekki ráðlegt að gera ráð fyrir því að Sigríður úti í bæ vilji endilega svara spurningunni „Og hvað gerir þú svo?“ Kannski gerir hún voða lítið, er sátt við það og vill frekar ræða um veðrið. Hvað gerir þú? Langar einhvern að ræða vinnuna sína í þaula eftir langan og erfiðan vinnudag? VIÐHORF Sara M. Kolka sara@mbl.is FYRIR áratugum gerðist það, að maður sagði opinberlega „Hvað varðar mig um þjóðarhag“. Á þetta var oft minnt um skeið þeg- ar þurfti að koma höggi á sjón- armið sem aðrir í svipuðum sporum höfðu uppi. En hvað eru þeir margir sem framkvæma það sem í orðunum felst? Þessi ummæli koma oft upp í huga minn þegar ég heyri og sé til athæfa sem falla undir það að mínu mati, að verið sé að brjóta lög og reglur eða gamlar og góðar hefðir sem styrkt hafa varnir gegn auk- inni neyslu áfengis, neyslu sem veikir þjóðarhag á ýmsa vegu. Nóatúnsmálið Markaðsmaður Nóatúns sagði í sjónvarpinu í tengslum við grill- málið að þeir myndu gæta þess vel að fólki undir lögaldri yrði ekki látið í té áfengt öl í versl- uninni. Er þetta trúverðugt þegar það liggur fyrir að þeir voru sjálf- ir að ögra löggjöf með þessu at- hæfi sínu að afhenda, láta í té eða veita áfengt öl? Ég segi nei. Ímynd auglýsingastofu Fyrrnefnt málefni tengist aug- lýsingatækni sem snertir bann við áfengisauglýsingum. Jafnframt má nefna auglýsingastofurnar sem hafa verið staðnar að því að taka þátt í að sniðganga fyrrnefnd lög með áfengisauglýsingum í blöðum, tímaritum og sjónvarpi. Í um- ræðuþætti nefndi kona ein frá slíku fyrirtæki að það væri fráleitt frá hennar sjónarmiði að auglýs- ingastofa gerði sig seka um að brjóta lög eða reglur því að góð ímynd stofunnar skipti öllu í þessu efni. Þetta er auðvitað hárrétt við- horf. En það verður hins vegar að segja það, að þetta virðist ekki vera haft í heiðri hjá öllum sem sinna slíkum verk- efnum. Hvað þá um fyrirtækin sem fram- leiða vöruna sem um er rætt. Hafa þau ekki hugleitt þessi sannindi að skapa góða ímynd í tengslum við sína út- breiðsluhætti og sölu- mennsku ? Maður þjóðkunnur, sem oft tjáir sig op- inberlega m.a. í ljós- vakamiðlum, sagði fyrir nokkru m.a. að sala á áfengu öli hefði orð- ið til góðs. Það sýndi reynslan án þess að hann rökstyddi það nánar. En hver hefur reynslan orðið? Í Morgunblaðinu í lok árs 2003 birt- ist fréttagrein þar sem frá því var greint að áfengisneyslan hefði tæplega fimmfaldast á seinustu 15 árum og þessi þróun hefur haldið áfram. Og þess ber og að geta, að magn hreins vínanda á hvern íbúa hefur meira en tvöfaldast á tíma- bilinu. „Rónarnir koma óorði á brennivínið“ Þessi setning heyrist stundum þegar rædd eru áfengismál og ræðumaður vill vera sniðugur. Málið er þar með afgreitt einfalt en slíkt getur ekki gerst þegar jafn stórfellt vandamál þjóðfélags- ins er á ferðinni. Nýlega lét pró- fessor þessi orð falla í útvarpinu. Þar hefði hann þurft að beita gæsalöppum því að þessi setning á sér eldri höfund. Gæti ekki verið að sá ágæti höf- undur hafi með þeim ummælum verið að hæðast að sjálfum sér og félögum sínum við drykkjuskál ? Á þeim tíma þegar fyrrgreind ummæli féllu fyrst var talað um drykkjumannahæli þar sem vand- inn væri leystur. En núna heitir þetta meðferð- arstofnun og ýmislegt annað í sambandi við þessi málefni hefur breyst mjög mikið, sumt til hins betra, eins og skilningur á vand- anum og úrræði við honum, en annað miður, eins og hin mikla aukning á neyslu áfengis sýnir. Víst má því af máli sumra aðdá- enda brennivínsins, sem hallmæla þeim sem höllustum fæti standa, álykta að allar þær þúsundir manna sem falla fyrir áfengisfíkn- inni og þurfa að leita sér aðstoðar og hjálpar komi óorði á brennivín- ið. Því eru „rónarnir“ prófessorsins mun fjölbreyttari hópur og úr öll- um þjóðfélagsstigum og aldurs- hópum. Þar er enginn undanskil- inn. Á hinn bóginn er sýnt að ef menn vilja horfa framhjá þessum mikla vanda þjóðfélagsins er auð- velt að vera „skemmtilegur“ og segja að rónarnir komi óorði á brennivínið. En þar sem hér er á ferðinni mál, sem snertir hagsæld og fram- tíð þjóðarinnar, þurfa allir að hug- leiða í alvöru þessi mál og taka til í sínum ranni, því þau varða alla, og stuðla þar með batnandi þjóð- lífi. Þjóðarhagur varðar alla Einar Hannesson fjallar um áfengismál ’…magn hreins vín-anda á hvern íbúa hefur meira en tvöfaldast á tímabilinu. ‘ Einar Hannesson Höfundur er félagi í fjölmiðlanefnd IOGT. HINN 14. júlí síðastliðinn var rætt við undirritaðan á morg- unvakt Ríkisútvarpsins um um- ferðarmál og hegðun ökumanna. Þar lét undirritaður þess getið að hegðun margra ökumanna mætti líkja við hryðjuverk og sumt í atferli þeirra væri í ætt við hegðun glæpa- og villimanna. Ljótt er en satt. Því miður er það svo að of margir hegða sér af fullkomnu hugs- unar- og kæruleysi. Engin skynsemi virð- ist búa þar að baki. Verst er þó að ungir ökumenn, sem nýlega hafa fengið ökupróf og skírteini því til sönnunar, skuli ekki kunna sér nokkurt hóf í akstri. Of langt er að telja upp öll tilvik síðan ofangreindum þætti var útvarpað, sem sanna það að þeir hafa lítið sem ekkert lært í ökukennslunni og varpa því miður rýrð á alla unga ökumenn, þótt þeir séu ef til vill aðeins örlítill hluti hópsins. Í hverri einustu ferð undirrit- aðs, hvort heldur í einkabíl eða lögreglubíl, um þjóðveg númer eitt milli Selfoss og Reykjavíkur sést til einhverra bílstjóra aka fram úr öðrum og aka yfir óbrotna línu á veginum, jafnvel tvöfalda óbrotna línu. Sú spurning vaknar hvort virkilega geti verið að ökumenn- irnir sem í hlut eiga horfi ekki á veginn eða viti jafnvel ekki hvað yfirborðsmerking á vegi þýðir og að eftir henni ber að fara eins og öðrum umferðarmerkjum. Það var ekki annað að sjá en að ungu mennirnir tveir í rauða fólks- bílnum sem þetta gerðu 20. júlí sl. í Svínahrauninu áður en kom að blindhæð og beygju á austurleið litu út fyrir að vera venjulegir drengir. Samt lá þeim svo mikið á að ekki var hægt að bíða þess að koma í brekkuna neð- an Hveradala þar sem einfalt og löglegt tækifæri gafst á því að fara fram úr, þótt á brattann væri að sækja. Að vísu hefðu þeir farið yfir há- markshraða. Það versnaði skömmu síðar. Þegar upp á háheiðina var komið snaraði sér fram úr sendibílstjóri á háum, hvítum sendiferðabíl, yfir tvöfalda óbrotna línu, og hvarf sjónum við Kambabrún. Þegar undirritaður var kominn á Kamba- brún var „Hvítur“ kominn lang- leiðina niður og skirrðist ekki við að taka fram úr bílum á niðurleið- inni. Hvað hefur farið úrskeiðis? Þessi dæmi eru ekki einstök, en til að unnt sé að ná til þessara öku- manna, sem haga sér líkt og brjál- æðingar í umferðinni, þarf að ná þeim á myndband á staðnum. Það er ekki aðalmálið að sekta viðkom- andi, heldur að koma í veg fyrir þessa hegðun sem skelfir flest venjulegt fólk í umferðinni. Hver kannast ekki við það að þurfa að snarhemla til þess að hleypa þessum ofsaökumönnum inn í röðina aftur af því að á móti þeim kemur bíll á réttum veg- arhelmingi? Skyldu þeir haga sér öðruvísi ef þeir vissu af móður sinni eða börnum sínum í bílunum á móti? Varðandi unga ökumenn er ljóst að hækka þarf ökuprófsaldur í 18 ár og láta hann fylgja sjálfræð- isaldri. Einnig þarf að takmarka heim- ila vélarstærð þeirra sem enn eru með bráðabirgðaskírteini. Hvað hina varðar er ljóst að sektir fyr- ir brot gegn ákvæðum umferð- arlaga virðast því miður of lágar til að hafa áhrif á atferli öku- manna. Þær þarf að hækka, þre- falda eða fjórfalda svo árangur náist. Að lokum er áréttað enn einu sinni að skilja þarf á milli akst- ursstefnu á þriggja akreina veg- um svo forðast megi árekstur bíla úr gagnstæðri átt. Er tekið undir með þeim sem lagt hafa þessu sjónarmiði lið. En bezt er og einfaldast að aka í samræmi við umferðarlög og hafa ávallt varann á. Akið var- lega og komið heil heim eftir skemmtun Verzlunarmannahelg- arinnar! Hryðjuverkamenn í umferðinni Ólafur Helgi Kjartansson fjallar um hegðun fólks í umferðinni ’Það er ekki aðalmáliðað sekta viðkomandi, heldur að koma í veg fyrir þessa hegðun sem skelfir flest venju- legt fólk í umferðinni.‘ Ólafur Helgi Kjartansson Höfundur er lögreglustjóri á Selfossi og áhugamaður um bætta umferð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.