Morgunblaðið - 28.07.2005, Page 34

Morgunblaðið - 28.07.2005, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BERTA BERGSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist mánudaginn 25. júlí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 3. ágúst kl. 14.00. Kristján Leó Pálsson, Kolbrún Kristjánsdóttir, John Haagensen, Svanhildur Kristjánsdóttir, Ellert Ingvarsson og ömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GUNNARSSON húsasmíðameistari, Dalbraut 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 15. júlí síðastliðinn og hefur útför hans farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag íslenskra hjartasjúklinga. Alda Jónsdóttir, Berglind Sigurðardóttir, Gunnar Sigurðsson, Kristín Hálfdánardóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Jan Philip Eikeland, Örn Sigurðsson, Fanney Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Guðrún Sigur-jónsdóttir fæddist á Tindum í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatns- sýslu 12. mars 1926. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 19. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- rún Erlendsdóttir frá Beinakeldu í Torfalækjarhreppi, f. 28. maí 1886, d. 1. júlí 1966, og Sigurjón Þorlák- ur Þorláksson frá Brenniborg í Skagafirði, f. 17. mars 1877, d. 27. apríl 1943. Guðrún var yngst af sjö systkinum en hin voru; a) Ástríður, f. 10. júlí 1908, d. 25. júní 1997, b) Erlendur, f. 12. september 1911, d. 17. apríl 1988, c) Kristín, f. 22. apríl 1915, d. 19. febrúar 1992, d) Þorlákur, f. 15. ágúst 1916, d. 17. apríl 1995, e) Sigrún, f. 25. janúar 1920, d. 2. september 1938, og f) Ingibjörg, f. 22. maí 1921, d. 19. júlí 1977. Hinn 30. desember 1946 giftist Guðrún manni sín- um, Sveini Magnússyni loft- skeytamanni á Veðurstofu Ís- lands, f. í Vestmannaeyjum 15. nóvember 1919, d. 1. febrúar 1989. Foreldrar hans voru Magn- ús Helgason frá Litlalandi í Ölf- usi og Magnína J. Sveinsdóttir frá Engidal í Skutulsfirði. Börn Herdís, f. 18. desember 1963, maki Kristján Gíslason, f. 1. júlí 1956. Börn hennar eru: a) Jón Ingi, maki Eygló Ýr Egilsdóttir, b) Hafdís Hödd. Börn Kristjáns eru Stefán, Eva Lind, Erla og Hanna. Guðrún ól Jón Inga upp að mestu leyti og var hann bú- settur hjá henni hin síðari ár. Barnabarnabörn Guðrúnar eru 20. Guðrún ólst upp í sveitinni, á Tindum í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu, í faðmi foreldra sinna og stórs systk- inahóps. Þar tók hún þátt í hefðbundn- um bústörfum ásamt því að ljúka barnaskólanámi í farskóla frá Tindum. Sautján ára gömul fer hún til Reykjavíkur til að læra kjólasaum og lauk klæðskera- námi frá Iðnskólanum í Reykja- vík árið 1947. Hún starfaði um tíma við iðn sína, meðal annars hjá Feldinum. Á námsárum sínum kynntist hún manni sínum, Sveini, og hófu þau búskap á Baugsvegi 3 í Skerjafirði. Í Skerjafirðinum starfaði hún hjá KRON við versl- unarstörf og vann þar með hléum til ársins 1957 þar til að þau hjónin byggja í Kópavog- inum. Þau voru ein af frum- byggjum Kópavogs. Sama ár og hún flytur í Kópavog hefur hún störf í versluninni Vogum við Víghólastíg og vann þar óslitið í tæp þrjátíu ár. Árið 1981 hóf hún störf við ræstingar hjá Landsvirkjun og vann þar til ársbyrjunar 2004. Guðrún verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Guðrúnar og Sveins eru: 1) Magnína, f. 24. október 1946, maki Sigurður Sig- urðsson, f. 10. ágúst 1941. Börn hennar eru: a) Magnús Helgi, maki Jóhanna Þ. Olsen, b) Sveinn, maki Halla Garðars- dóttir, og c) fóstur- dóttir Þorbjörg, maki Benedikt Þ. Kristjánsson. 2) Guðrún Ragna, f. 5. nóvember 1947, maki Eiríkur Sigfinnsson, f. 22. október 1942. Börn hennar eru: a) Verónika Guðrún, maki Björn Kristjánsson, b) Páll Grétar, maki Trine Ch. Andreasen, c) Þorbjörg, og d) Ingibjörg Lára. 3) Páll Ragnar, f. 6. maí 1952, maki María Ingvarsdóttir, f. 4. febrúar 1952. Börn hans eru: a) Bjarghildur, maki Eyjólfur J. Einarsson, b) Jóna Magnea, maki Sigurður Guðjónsson, og c) Jak- ob. Börn Maríu eru: Jenný, Jó- hannes, Kjartan og Halldór. 4) Sigrún Ragna, f. 14. apríl 1957, maki Kjartan Þórðarson, f. 9. desember 1953. Börn hennar eru: a) Guðrún Björg, látin, b) Ásta Kristín, maki Björgvin M. Pétursson, c) Guðmundur Páll, d) Sigrún Berglind, maki Ævar Valgeirsson, og e) Sigurjón Há- kon. Dætur Kjartans eru Tinna, Freyja og Sæunn. 5) Þuríður Elsku mamma, ég þakka þér fyrir allt og kveð þig með söknuð í hjarta, ég veit að pabbi og nafna þín hafa tekið vel á móti þér. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þín dóttir Sigrún. Með nokkrum orðum langar mig að minnast Guðrúnar föðursystur minnar. Gunna frænka var ein af sjö systkinum frá Tindum og þeirra yngst. Ég var mjög ung þegar ég kynntist Gunnu, fór að fara með Elsku mamma. Þín er saknað hér í hjarta mínu, tómarúm ríkir þar. Ég vil bara að þú vitir að ég er þér þakklát fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, þú gerðir mig að þeirri sem ég er í dag, þú kenndir mér svo mikið. Ég veit ekki hvort ég hafi náð að þakka þér nóg, hugur minn og hjarta eru full af söknuði til þín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég elska þig að eilífu, guð geymi þig, elsku mamma mín. Þín dóttir Þuríður. Við andlát Guðrúnar tengdamóð- ur og vinar hrannast upp minningar um góða konu sem reyndist öllum vel. Hún var með eindæmum sjálf- stæð kona og dugleg til allra verka sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hafði gaman af að prjóna og sauma og nutu vinir og vandamenn góðs af enda bjó hún yfir mikilli kunnáttu á því sviði. Garðyrkja var henni í blóð borin og bar stóri garðurinn hennar og Svenna á Víghólastígnum þess merki. Þau höfðu yndi af að ferðast um landið og var hálendið þeim hug- leikið enda ávallt á góðum bílum til slíkra ferða. Á seinni árum sem Svenni lifði tóku við utanlandsferðir, oft á óhefðbundnar slóðir. Einn af þeirra eftirlætisstöðum var Arizona og þar eignuðust þau góða vini. Jón Ingi dóttursonur þeirra dvaldi oft á tíðum á heimili þeirra hjóna og reyndist þeim ávallt góður og hjálp- samur. Í seinni tíð hafði hún fastan punkt í tilverunni með hlutastarfi hjá Landsvirkjun og vegna góðvild- ar og virðingar fékk hún að halda því starfi til 78 ára aldurs, þökk fyr- ir það. Guðrún dvaldi undir það síð- asta þó með hléum á Landspítalan- um þar sem hún naut hlýju og góðrar umönnunar af starfsfólki 14E. Á 50 ára afmæli Guðrúnar orti tengdamóðir hennar Magnína eftir- farandi sem lýsir henni vel. Hjartans Guðrún, heillaósk í kvöld: hjá þér megi gleðin hafa völd. Þú átt skilið hrós og allra hól, hamingjan þér lýsi eins og sól. Þegar eitthvað mikið á mér lá óðar fékk ég hjálpina þér frá. Að vera svona trygg við tengdamóður telja sumir anzi þungan róður. Saumakona ég sendi þér mitt hól, saumað hefur þú mér margan kjól. Handtök þín með hraði voru þá. Hjartans vina, þakka allt ég má. Gestrisni þín gleymast má nú ekki, get ég þar um dæmt og bezt ég þekki. Við Magnús Helgason með hlýju sinni hjartanlega þökkum gömul kynni. (Magnína Jóna Sveinsdóttir.) Að leiðarlokum þökkum við Ninna henni samfylgdina í gegnum árin, börn okkar og langömmubörn syrgja ömmu sem var þeim svo góð og ávallt með hugann hjá þeim. Minningin er góð og verður vel geymd í huga okkar allra. Guð blessi minningu Guðrúnar. Í guðsfriði, Sigurður Sigurðsson. Elsku amma mín, nú ertu farin, búin að kveðja þennan heim, eftir sitjum við og hugsum til þín. Allar stundirnar sem við áttum saman gegnum árin rifjast nú upp, þótt þær væru ekki margar síðustu árin er ég þakklát fyrir hverja einustu mínútu sem ég átti með þér. Minn- ingin um þig lifir í hjarta mínu. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Guð geymi þig, elsku amma mín. Þín Hafdís. Elsku amma, ég er að reyna koma orðum að því hvernig ég get kvatt þig. Það er erfitt þar sem ég er ekki tilbúin til þess. Þú áttir eftir að koma til mín til Danmerkur í sumar eins og við vorum búnar að tala um að gæti gerst ef þú værir hress. Ég GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR Örlög Hjartar urðu að deyja í umferðar- slysi. Það varð fjór- tánda banaslysið á árinu. Í upphafi 6. áratugarins var ég einn af sumardrengjunum í sveit að Brjánsstöðum hjá föðurbróður mín- um og föður hans, Jóni Þorkelssyni og konu hans, Guðrúnu Jóhannes- dóttur frá Eyvík. Systur hans, eft- irlifandi, eru Bryndís, Brjánsstöðum og Halldóra, Stærri-Bæ. A þeim árum var vélvæðing sveita rétt að byrja en hestar, orf og hrífa enn í notkun. Vinnudagarnir voru oft langir og strangir. Hjörtur stækkaði jörðina með kaupum á aðliggjandi jörð og bjó lengi með um 400 ær. Árið 1954 sótti hann unnustu í Þingvallasveit, Sonju G. Jónsdóttur HJÖRTUR JÓNSSON ✝ Hjörtur Jónssonfæddist á Brjánsstöðum í Grímsneshreppi 1. mars 1926. Hann lést af slysförum 4. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 14. júlí. (f. 1937). Þau giftust árið 1958. Hún varð hans mesta lífsgæfa og stoð og stytta, ekki síst í veikindum hans. Þau eignuðust sex börn sem komust upp á árunum 1955-68 og tók yngsti sonurinn, Sveinn, við kúabú- skapnum. Jón Þorkelsson dó 1962 og Guðrún móðir hans 1975. Frændi var fé- lagslyndur og hrókur alls fagnaðar meðal sveitunga sinna, auk þess að vera trúmaður og kirkju- rækinn. Í heimsóknum mínum kom fyrir að rætt var um trúmál og velt vöng- um yfir hvort til væri líf eftir dauð- ann. Hjörtur var að vonum stoltur af stóru framlagi til komandi kynslóða í börnum sínum. Hann hélt þá lífsreglu bestu, að lifa sáttur við Guð og menn í trú á Jesú Krist. Í því eilífðarljósi krist- innar trúar getum við treyst að „Drottinn gefi dánum ró en hinum líkn sem lifa“. Hörður Þorkell Ásbjörnsson. Afi minn er farinn. Sorgin er mikil en minningarnar eru margar og verða þær vel varðveittar. Ég og Bjarki gist- um af og til heima hjá afa og ömmu á Ásgarðinum. Okkur fannst alltaf jafn gaman að koma. Afi spurði alltaf hvað við vildum í matinn og hann eldaði eftir óskum okkar. Afi var frábær kokkur, enda vann hann sem kokkur á Dettifossi og fleiri skipum. Pylsurnar sem afi gerði voru sérstaklega góðar, þær voru soðnar en það tíðkaðist ekki heima hjá okkur. Ísblóm fengum við síðan í eftirrétt og það bara hjá afa og ömmu. Afi var ekta afi því alltaf lumaði hann á einhverju góðgæti í meðalaskápnum. Blátt opal átti hann alltaf. Afi setti alltaf spólu í tækið. Voru það þættirnir Fastir liðir eða gömul áramótaskaup sem hann hafði tekið upp. Tommi og Jenni voru líka í uppáhaldi. Í mörg ár vorum við alltaf í mat hjá afa og ömmu á fimmtudögum. Við Bjarki fengum alltaf að velja hvað yrði í kvöldmat, en fjölbreytileikinn hjá JÓN SÆMUNDSSON ✝ Jón Sæmunds-son fæddist í Hlíðarhúsi á Siglu- firði 3. júní 1923. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 17. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 25. júlí. okkur systkinum var nú ekki mikill og ósk- uðum við alltaf eftir kjötbollum í brúnni sósu með kartöflu- mús. Þetta eldaði afi af einskærri snilld. Afi vann sem bryti í mörg ár á millilanda- skipum. Þegar hann kom heim var hann alltaf hlaðinn gjöfum og ýmsu góðgæti handa barnabörnun- um. Fyrstu Barbie- dúkkuna mína fékk ég frá afa og hafði hann keypt hana í Ameríku. Þessa dúkku á ég enn þótt að ég sé orðin tuttugu og tveggja og flestar aðrar dúkkur hafi verið gefnar. Afa var alltaf annt um að ég mundi klára menntaskólann og verða stúdent. Þegar ég sagði honum fyrir skömmu að ég ætlaði aftur í skóla varð hann mjög stoltur en sagði líka: „Þú ert líka orðin svo gömul“. Afi og amma hafa spurt mig hvar hringurinn sé og hvenær ég ætli að gifta mig í rúm tvö ár. Afi spurði mig síðast að því þegar hann dvaldi á líknardeildinni í Kópavoginum, skömmu áður en hann dó. Mér þykir það leiðinlegt að hann skuli ekki geta verið viðstaddur giftingu mína. Afi er farinn frá okkur, en ég veit það að ég mun hitta hann aftur í paradís. Góði Guð, gef ömmu og fjölskyldunni allri styrk. Margrét Kristjana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.