Morgunblaðið - 28.07.2005, Síða 41

Morgunblaðið - 28.07.2005, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 41 Atvinnuauglýsingar Starf í tískuvöru- verslun óskast 32 ára gömul huggleg kona óskar eftir hálfs- dagsstarfi við afgreiðslu. Er mjög jákvæð, kurteis og samviskusöm. Hafið samband í síma 846 8949 frá kl. 13-17. Passamyndir Vantar starfskraft á passamyndastofu. Um er að ræða hlutastarf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Við leitum eftir áreiðanlegum starfskrafti sem ræður yfir tölvu- kunnáttu og hefur auga fyrir ljósmyndun. Upplýsingar sendist á: kristjan@skyggna.is, til augldeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „P — 17434“. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir 38. þing Sambands ungra sjálfstæðismanna kemur saman á Hótel Stykkishólmi kl. 18.30, föstudaginn 30. september 2005. Samkvæmt 8. grein laga SUS verður dagskráin sem hér segir: 1) Setning. 2) Kosning þingforseta, fundarritara, kjörbréfa- nefndar og kjörnefndar. 3) Skýrsla stjórnar fyrir liðið kjörtímabil. 4) Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar. 5) Umræður og afgreiðsla ályktana. 6) Lagabreytingar. 7) Kosning stjórnar, varastjórnar og tveggja endurskoðenda. 8) Önnur mál. 9) Þingslit. Málefnastarf fyrir þingið hefst í byrjun ágúst og verður auglýst nánar á vefsíðu Sambands ungra sjálfstæðismanna, www.sus.is. Jafnframt eru veittar frekari upplýsingar í síma 515 1700. Stjórn SUS. Uppboð Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Hraunalda 6, Rangárþing ytra, fnr. 198566, þingl. eig. Eikarás ehf., gerðarbeiðendur Rangárþing ytra og Útihurðir og gluggar ehf., þriðjudaginn 2. ágúst 2005 kl. 13:00. Kross 1a, lóð 186679, Rangárþing eystra, fnr. 224-2683, þingl. eig. Ingimundur Bjarnason, gerðarbeiðandi Rangárþing eystra, þriðjudag- inn 2. ágúst 2005 kl. 14:30. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 27. júlí 2005. Félagslíf Fimmtudagur 28. júlí 2005 Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, fellur niður. Minnum á mótið í Kirkjulækjar- koti, Fljótshlíð. Samhjálpar-sam- koma verður þar á laugardag 30. júlí kl. 15.00 Allir velkomnir. Frítt inn á svæðið. www.samhjalp.is. Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 Kær og góður vin- ur er horfinn yfir móðuna miklu. And- lát hans bar brátt að og kom mér mjög á óvart þar sem ég hafði nýlega heimsótt hann á hjúkrunarheimilið Víðines, þar sem hann hafði dvalið í nokkra mánuði, eftir að Alzheim- er-sjúkdómurinn gerði honum ókleift að búa heima lengur. Þegar ég hitti hann þar virtist honum líða nokkuð vel og var hress og skemmtilegur að vanda og kom mér síst til hugar að hann EIRÍKUR JÓNASSON ✝ Eiríkur Jónas-son fæddist á Akureyri 22. febr- úar 1923. Hann and- aðist á Landspítal- anum 10. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 15. júlí. ætti stutt eftir. Þótt skammtíma- minnið væri farið að gefa sig nutum við þess að rifja upp gamlar, góðar minn- ingar. Við höfðum átt mikið saman að sælda í meir en 40 ár allt frá fyrstu sumr- um Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum. Ei- ríkur gerðist fljótt einn af dyggustu stuðningsmönnum skíðaskólans sem alltaf voru reiðubúnir til þess að hjálpa til við byggingarfram- kvæmdir og ýmislegt sem til féll við uppbyggingu skólans. Stöndum við sem að skíðaskólanum stóðum í ævarandi þakkarskuld við Eirík og þá félaga. Minntist Eiríkur sérstaklega frá- gangs og vinnuferðanna á haustin með þeim Jónasi Hallgríms, Pétri Guðmunds, Garðari Hinriks, Ein- ari Eyfells, Magga Karls og fleiri góðum mönnum. Þessar ferðir voru einstaklega skemmtilegar og nutum við frásagnargáfu Eiríks í ríkum mæli. Máttu menn þó vara sig á því að taka ekki allt sem hann sagði allt of hátíðlega, því stutt var í spunann hjá Eiríki þegar stemn- ingin var í hámarki. Þegar farið var að leggja raf- magn í hús skíðaskólans var Eirík- ur fenginn til verksins. Sinnti hann rafmagnsmálum skíðaskólans með dyggri aðstoð Gunnars sonar síns á meðan skólinn starfaði. Það var ómetanlegt fyrir skíðaskólann að fá Eirík til starfa. Hann var fljótur að öllu því sem gera þurfti og var alltaf tilbúinn að skjótast upp eftir ef eitthvað bar út af. Eiríkur var afbragðs skíðamaður og hafði mikinn áhuga á allri lík- amsrækt og leikfimi. Ungur að ár- um hafði hann verið á íþrótta- og sundnámskeiðum hjá Sigurjóni Péturssyni á Álafossi sem reynd- ust honum gott veganesti. Und- anfarin þrjátíu ár eða svo hefur Ei- ríkur verið einn áhugasamasti þátttakandi í leikfimisflokki sem upprunalega var samansettur af skíðamönnum sem mest og best höfðu stutt við bakið á okkur Kerl- ingarfjallamönnum. Hópurinn stækkaði og breyttist í tímanna rás. Þar hafa menn tengst ævar- andi vináttuböndum. Kjarninn úr hópnum heldur saman ennþá í leik- fimi, heldur þorrablót og skemmt- anir með eiginkonunum, fer í gönguferðir o.s.frv. Þegar skíðaferðir í Alpana hóf- ust lá það beinast við að áhuga- sömustu skíðamennirnir úr leikfim- ishópnum tækju þátt í þeim. Eiríkur var einn þeirra og naut sín einkar vel í þessum ferðum og eignaðist þar nýja vini og kunn- ingja. Áttum við þar margar ógleymanlegar samverustundir í fjallanna fannhvítum hlíðum og við glaðværð og gullnar veigar að loknum góðum skíðadegi. Var þar oft hlegið dátt að orðheppni Eiríks og hnyttni í tilsvörum, enda var Eiríkur með skemmtilegustu mönnum. Eiríkur var einstaklega heilsu- hraustur allt þar til Alzheimer gerði vart við sig um áttrætt. Hann hélt líkamshreysti fram til þess síðasta og átti auðvelt með að gera ýmsar leikfimisæfingar sem yngri menn réðu ekki við. Mér fannst Eiríkur sáttur við líf- ið og tilveruna og tilbúinn að tak- ast á við hið ókomna og ekki gera sér mikla rellu út af því sem biði hans að þessu lífi loknu. Ég hef vissu fyrir því að hann hafi tekið dauða sínum af álíka æðruleysi og faðir hans, sem brást ókvæða við þegar móðir Eiríks bað hann að kalla til systkini sín til þess að þau gætu kvatt föður sinn hinstu kveðju, þar sem hann virtist rænu- laus orðinn. Heyrðist þá hnussa í Karli: „Og til hvers svo sem, og svo verður ekki neitt úr neinu“. Þessa sögu sagði Eiríkur mér og margar fleiri skemmtilegar sögur af samskiptum sínum við föður sinn, sem virtist ekki hafa verið neitt venjulegur maður frekar en Eiríkur sjálfur. Við vinir Eiríks og félagar úr leikfimi- og skíðahópunum minn- umst hans með mikilli þökk fyrir allar ógleymanlegu samverustund- irnar. Fyrir hönd okkar Kristínar og sona sendi ég fjölskyldu og ástvin- um Eiríks Jónassonar innilegustu samúðarkveðjur. Valdimar Örnólfsson. Góður vinur og vinnufélagi til margar ára er fallinn frá eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm sem hann tókst á við af mikilli karlmennsku og æðruleysi. Samstarf okkar hófst er hann varð trúnaðarmaður starfs- manna í kerskála í álverinu í Straumsvík, en Eyjólfur vann í ker- EYJÓLFUR SIG. BJARNASON ✝ Eyjólfur Sig-urður Bjarna- son fæddist á Suð- ureyri við Súgandafjörð 3. janúar 1929. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 21. júlí. skálunum og sáu vinnufélagar hans fljótt að þar fór mað- ur sem var fylginn sér enda skólaður úr verkalýðsmálum vest- an af fjörðum og kusu hann sem trúnaðar- mann sinn. Þann tíma sem Eyjólfur var trúnað- armaður var tekist mikið á í kjaramálum og réttindamálum starfsmanna í áliðju- verinu í Straumsvík og þurfti mikið áræði og festu til að takast á við þau mál og oftar en ekki var ekki bara tekist á við stjórnendur ÍSAL heldur var einnig við að etja samtvinnað afl atvinnu- rekenda og stjórnvalda. Trúnaðar- menn starfsmanna og formenn hlut- aðeigandi verkalýðsfélaga skipa trúnaðarráð sem hefur farið með samninga við ISAL og hafa borið gæfu til að standa saman sem ein órofa heild alla tíð við gerð kjara- samninga og orðið stefnumarkandi á flestum sviðum kjarasamninga hvað varðar laun, réttindi og aðbún- að. Það er ekki síst fyrir atorku og festu manna eins og Eyjólfs sem slíkt tekst, það fór ekki fram hjá neinum hverjar skoðanir Eyjólfur hafði á þeim málum sem hann hafði afskipti af, það fór heldur ekki fram hjá stjórnendum kerskála ef eitt- hvað var að, því hann fylgdi málum vel eftir og það var hlustað þegar Eyjólfur talaði og hans þungu at- hugasemdir voru teknar alvarlega. Það sýndi sig einnig að stjórnendur kunnu að meta Eyjólf því við stækkun kerskála var Eyjólfur fenginn til þess að flytja ávarp. Eyjólfur var traustur maður sem vann vel að réttindavörslu sinna fé- laga, það var gott að vinna með Eyjólfi, það var gott að fara að hans ráðum við úrlausn á vandmeðförn- um málum. Það lýsti Eyjólfi vel er ég heimsótti hann á heimili sínu í apríl sl. en þá var þessi sterki mað- ur kominn í hjólastól og sagði; ég er lélegur fyrir neðan mitti en höfuðið er í góðu lagi og vildi hann fá fréttir af vinnustaðnum, vinnufélögunum og hvernig kjaraviðræðurnar hefðu gengið fyrir sig og rifjuðum við upp mál frá liðinni tíð og er ég kvaddi hann bað hann mig fyrir góðar kveðjur og sagðist ég koma fljót- lega í heimsókn aftur og kom það því mér á óvart að kveðja þennan mæta mann svo fljótt. Ég vil fyrir hönd trúnaðarráðs verkalýðsfélaga starfsmanna í ál- verinu í Straumsvík votta Eyjólfi virðingu okkar og þakka fyrir hans mikla framlag til bættra kjara starfsmanna. Ég bið góðan guð að blessa minningu Eyjólfs Sig. Bjarnasonar. Elsku Guðfinna, ég votta þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu sam- úð. F.h. trúnaðarráðs, Gylfi Ingvarsson aðaltrúnaðarmaður. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðs- ins: mbl.is (smellt á reitinn Morg- unblaðið í fliparöndinni – þá birt- ist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.