Morgunblaðið - 28.07.2005, Page 52

Morgunblaðið - 28.07.2005, Page 52
52 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Létt og skemmtileg rómantísk gamanmynd með Óskarsverðlaunaleikkonunni, Kim Basinger og hinum kynþokkafulla John Corbett úr “Sex and the City þáttunum.” tt til r tí r r l l i i, i i r i f ll r tt r t it tt . Nýjasti teiknimyndasmellurinn frá höfundum og framleiðendum „Shrek“ og „Sharktale“ Ekki missa af einni skemmtilegustu mynd sumarsins.Sýnd með ensku tali. með ensku tali -KVIKMYNDIR.IS  DARK WATER kl. 5.50 - 8 og 10.15 b.i. 12 Madagascar enskt tal kl. 6 - 8 og 10 Elvis has left the building kl. 8 og 10 Batman Begins kl. 6 og 8.30 b.i. 12 Voksne Mennesker kl. 5.45 -S.V. Mbl.  -Steinunn/ Blaðið  MEÐ ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANUM JENNIFER CONNELLY MAGNAÐUR OG SÁLFRÆÐILEGUR DRAUGATRYLLIR FRÁ MEISTARALEIKSTJÓRANUM WALTER SALLES (MOTORCYCLE DIARIES) SUMAR RÁÐGÁTUR BORGAR SIG EKKI AÐ UPPLÝSA SUMA RÁÐGÁTUR BORGAR SIG EKKI AÐ UPPLÝSA -KVIKMYNDIR.IS      KRINGLAN MAGNAÐUR OG SÁLFRÆÐILEGUR DRAUGATRYLLIR FRÁ MEISTARALEIKSTJÓRANUM WALTER SALLES (MOTORCYCLE DIARIES) THE PERFECT MAN kl. 4.30 - 6.30 - 8.30 - 10.30 MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 4.30 - 6.30 ELVIS HAS LEFT THE BUILDING kl. 4.30 - 8.30 - 10.30 WHO´S YOUR DADDY kl. 6.30 - 8.30 - 10.30 B.i. 14 Sýningatímar 27. - 29. júlí Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna! Sýnd í Álfabakka • Akureyri • Keflavík Nýjasti teiknimyndasmellurinn frá höfundum og framleiðendum „Shrek“ og „Sharktale“ Ekki missa af einni skemmtilegustu mynd sumarsins. Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. Sýnd bæði með íslensku og ensku tali.   HÁDEGISBÍÓ 400 KR. MIÐAVERÐ Á ALLAR 30-31.JÚLÍ OG 1.ÁGÚST Í SAM Gamanleikarinn Will Ferrel skorar feitt og hressilega í myndinni. Ekki missa af fjölskyldugrínmynd sumarsins. HLJÓMSVEITIN Moving Cloud kemur frá Danmörku en sækir í írska tónlistarhefð í tónlist sinni. Liðsmenn sveitarinnar komu hingað til lands í dag og ætla að halda þrenna tónleika hér á landi, í kvöld á Gauk á Stöng og í Fossatúni í Borga- fjarðarsveit á föstudags- og laug- ardagskvöld. Morgunblaðið sló á dögunum á þráðinn til Svend Kjeldsen, bod- hránleikara Moving Cloud, sem var að undirbúa sig fyrir Íslandsferð. Segðu mér aðeins frá upphafi Moving Cloud, þið hafið spilað sam- an síðan árið 1988, ekki satt? Jú, það er satt. Það eru ekki nema tvær eða þrjár hljómsveitir hérna í Danmörku sem spila írska þjóðlaga- tónlist í fullu starfi og við erum ein þeirra. Árið 1983 byrjuðum við nokkrir saman með frjálst flæði („djamm-session“) með írskri tónlist á elstu kránni hér í Árósum, Ferju- kránni. Upp úr þessu varð hljóm- sveitin svo til.“ Það varð mikil aukning á áhuga á írskri þjóðlagatónlist á þessum árum í Danmörku og kannski víðar, ekki satt? „Jú, það var það. Það varð ein- hverskonar menningarleg sprenging þar sem fólk hafði sífellt meiri áhuga á þessari tónlist. Við vorum hópur háskólastúdenta sem fór að hafa áhuga af alvöru í kjölfarið. Það fluttu líka nokkrir Írar til Árósa svo það varð til lítið samfélag manna sem var mikið að spá í þessa tónlist.“ The Dubliners kveiktu áhugann Hvernig fékkst þú sjálfur fyrst áhuga á írskri þjóðlagatónlist? „Já, það skal ég segja þér. Kvöld eitt þegar ég var 16 ára vorum við fjölskyldan saman að horfa á sjón- varpið heima á þátt sem hét Musi- calske Venner (Tónelskir vinir) sem sýndur var í þá daga. Í þættinum kom fram hljómsveitin The Dubli- ners, en þetta var í fyrsta sinn sem hún kom til Danmerkur. Það sem heillaði mig var hljómurinn í hljóð- færunum þeirra, þessi leikandi írska tónlist. Eftir helgina fór ég því rak- leitt á bókasafnið og fann nótnabæk- ur með írskri tónlist og byrjaði að fikta við þetta sjálfur og eftir það var ekki aftur snúið.“ Af hverju heldurðu að írsk þjóð- lagatónlist hafi orðið eins vinsæl víða og raun ber vitni? „Þessi tónlist er orðin alþjóðleg tónlistarstefna á síðustu árum, líkt og djass og blús og annað. Ég held að ástæðan sé að vissu leyti sú að Ír- ar hafa á undanförnum árhundr- uðum flust víða um heim, til Eng- lands, Bandaríkjanna og Ástralíu meðal annars, í kjölfar kart- öflubrestsins eins og frægt er orðið. Þeir tóku að sjálfsögðu með sér sinn menningararf sem fólk hefur svo meðtekið svona vel.“ Nú hafið þið unnið með Donal Lunny, hvernig hefur það verið? „Já, nú þarf ég að finna stóru lýs- ingarorðin! Það hefur verið alveg frábært, stórfenglegt og ógleym- anlegt. Donal Lunny er auðvitað eitt af stærstu nöfnunum í þessum geira tónlistar. Hann hefur unnið með og tekið upp fyrir öll stærstu nöfnin á borð við Van Morrison, Sinead ÓConnor og U2.“ (Donal Lunny hélt einnig tónleika á Listahátíð hér á landi á síðasta ári svo hann ætti að vera einhverjum landsmönnum kunnur.) Hann hefur tekið upp tvær plötur fyrir ykkur, ekki satt? Jú, ég setti mig í samband við hann í upphafi og hann féllst á að vinna með okkur. Við ákváðum svo að halda samstarfinu áfram á nýj- ustu plötunni, Sweet Nyaa, sem kom út í október. Þá höfðum við reyndar aðeins annan háttinn á þar sem Lunny er búsettur í Japan. Við fór- um þangað með það sem við höfðum tekið upp hér heima og tókum upp afganginn hjá honum. Platan var því tekin upp bæði í Japan og í Árósum og svo var hún masteruð á Írlandi svo þetta var mjög alþjóðlegt hjá okkur.“ Og nú eruð þið á leið til Íslands. „Já, það er víst. Við hlökkum mik- ið til. Það eru auðvitað mikil forrétt- indi að fá að ferðast og spila tónlist- ina sína víða um heim. Það verður mjög gaman að koma til Íslands í fyrsta sinn sem er jú eitt af Norð- urlöndunum. Ég veit ekki hvað við ætlum að gera auk þess að spila á Ís- landi. Ég hefði að sjálfsögðu átt að vera búinn að undirbúa mig til að geta slegið um mig með einhverjum íslenskum staðarheitum. Goðafoss, Haukadalur og Gullfoss, það er svona það eina sem ég er búinn að kynna mér.“ Tónlist | Danska hljómsveitin Moving Cloud Írsk áhrif um heim allan John Pilkington, Louise Vangsgaard, Klavs Vester og Svend Kjeldsen eru Moving Cloud. Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Bandaríski leikarinn JohnnyDepp er sagður hafa lesið breska söngvaranum Pete Doherty pistilinn er hann hitti hann og kær- ustu hans Kate Moss í hádegismat nýlega en Moss er fyrr- um kærasta Depp. Depp, sem segist sjálfur vera ham- ingjusamur fjölskyldufaðir, mun hafa tekið Doherty afsíðis og hvatt hann til að láta af villtu líferni sínu og einbeita sér þess í stað að sam- bandinu við Moss og umönnun ungs sonar sem hann á með söngkonunni Lisu Moorish. Fólk folk@mbl.is HÉR REYNIR götusali í Bangla- desh að selja sjóræningjaeintak af nýjustu bókinni um Harry Potter, Harry Potter og blendingsprinsin- um. Eintak af bókinni kostar um 1.900 íslenskar krónur í verslunum en hægt er að nálgast eintak af bókinni hjá götusölum í Bangladesh á tæpar 400 krónur. Bera saman bækur sínar Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.