Morgunblaðið - 12.08.2005, Side 6

Morgunblaðið - 12.08.2005, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 2 91 02 08 /2 00 5 www.lyfja.is - Lifið heil FRESHMINT 105 STK. 2 MG FRESHMINT 105 STK. 4 MG Nicorette Ágústtilboð 10% afsláttur FÆST ÁN LYFSEÐILS Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklings- bundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingumumlyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. Bolungarvík | Flest bendir til að leki hafi komið að fiskibátnum Eyjólfi Ólafssyni GK 38 í fyrrinótt þegar hann sigldi á rekald í sjónum. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði ákvað skipstjórinn þá að sigla honum í strand til að forða honum frá því að sökkva. Rannsókn málsins er enn á frumstigi. Björgunarskipið Gunnar Friðriks- son frá Ísafirði kom með fiskibátinn Eyjólf Ólafsson til hafnar í Bolung- arvík um kl. 13 í gær en báturinn strandaði við Straumnes á fjórða tímanum í gærmorgun. Tveir menn voru í áhöfn bátsins og var þeim að sögn skipstjórans engin hætta búin. Að sögn Pálma Stefánssonar skip- stjóra á Gunnari Friðrikssyni barst þeim hjálparbeiðni um kl 3.30 í fyrri- nótt og voru þeir komir að strand- stað, sem var utarlega á Straumnes- inu, um kl. hálf sex. Áhöfnin á Eyjólfi var þá enn um borð enda engin hætta á ferð. Pálmi sagði að þeir hefðu byrjað á því að taka mennina um borð í björg- unarskipið og eftir að áhöfnin hefði komið fyrir belgjum og uppblásnum gúmbát í káetu bátsins hefðu þeir beðið um stund eftir meira aðfalli, og um kl. hálf níu hafi þeim tekist að draga bátinn á flot í fyrstu tilraun. Siglingin frá Aðalvík og til Bol- ungarvíkur tók rúma fjóra tíma og gekk að óskum enda gott í sjóinn. Eftir að báturinn hafði verið hífð- ur á þurrt mátti sjá að allnokkrar skemmdir eru á stefni hans. Skipstjórinn á Eyjólfi Ólafssyni vildi ekki tjá sig um tildrög óhapps- ins, en þeir voru á leið frá Suðureyri á miðin útaf Horni. Mb. Eyjólfur Ólafsson er hrað- fiskibátur af gerðinni Gáski 900. Bát- urinn er gerður út frá Sandgerði. Fiskibáturinn Eyjólfur Ólafsson strandaði við Straumnes Sigldi á rekald í sjónum Ljósmynd/Gunnar Hallsson Fiskibáturinn Eyjólfur Ólafsson er talsvert mikið skemmdur að framan. SKY-sjónvarpsstöðvarnar hafa ákveðið fyrir tilstuðlan SMÁÍS (Samtaka myndrétthafa á Ís- landi) að loka á öll íslensk kreditkort sem borga áskriftir að stöðvum þeirra. Talið er að á bilinu þrjú til fimm þúsund heimili hér á landi séu með SKY-áskrift án heimildar. Margir hafa keypt þessa þjónustu á síðustu árum. Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, bendir á að sala áskriftar að SKY- sjónvarpsstöðvunum hérlendis sé án allra heimilda og brot á lögum um höfundarrétt og útvarpslögum. Hann segir að þetta hafi áhrif á íslenskar sjónvarpsstöðvar hér sem hafa greitt hátt verð fyrir efnisréttindi frá SKY, s.s. kvik- myndir, þætti eða íþróttaefni eins og enska boltann. Þeir sem selja þjónustuna farnir að ganga mjög langt „Það hefur færst mjög í vöxt að aðilar hér á landi séu að selja og hafa milligöngu um sölu á SKY-sjónvarpsstöðvunum. Nú er svo komið að menn ganga lengra heldur en nokkurn tíma áð- ur. M.a. sjáum við það í formi heilsíðuauglýsinga sem hafa verið að birtast í blöðunum, þar sem m.a. er verið að auglýsa enska boltann,“ segir Hallgrímur. Hann segir málið snúa annars veg- ar að aðilum sem séu að selja gervihnattadiska og bjóða upp á áskrift í leiðinni og hins vegar fjölbýlishúsum sem séu að dreifa SKY í gegn- um kapalkerfi fjölbýlishúsanna. Að sögn Hall- gríms er talið að um þrjú til fimm þúsund heimili séu með áskrift að SKY-stöðvunum án heimilda. „Þetta eru kannski um 3–5% af íslenskum heimilum sem þarna fá SKY inn á borð til sín. Sá peningur rennur allur til útlanda og skil- ar sér ekki inn í íslenskt umhverfi. Eðlilega verða þeir sem hafa keypt réttinn af þessu er- lendis frá fyrir miklu tapi, bæði beinu og óbeinu,“ segir Hallgrímur og bætir því við að í framhaldi sé ekki útilokað að SMÁÍS fari í frekari aðgerðir gegn þeim aðilum hér á landi sem bjóða áskriftir til sölu að SKY eða öðrum stöðvum sem ekki leyfisveiting fyrir. Lokað fyrir íslenska áskrifendur að SKY-sjónvarpsstöðvunum Á bilinu 3–5 þúsund heimili talin vera með áskrift að SKY án heimilda Morgunblaðið/ÞÖK Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is MEÐAL þeirra aðila sem selja sérstakan SKY-móttökubúnað á Íslandi, þ.e. gervi- hnattadisk og afruglara, er verslunin Öreind. Kostar búnaðurinn nú um 50 þúsund kr. Bald- ur Þór Sveinsson, framkvæmdastjóri Öreind- ar, segir að þeir selji einvörðungu tækjabún- aðinn en ekki áskriftina. Aðspurður segir hann nokkra aðila hér- lendis útvega mönnum áskrift að SKY- stöðvunum. „Hvernig þeir gera það hef ég ekki hugmynd um og vil ekki vita það,“ segir Baldur og bætir því við að hann viti að sala áskriftar að SKY sé án allra heimilda. Varð- andi áskriftarkostnað segist Baldur hafa heyrt af því að þeir aðilar sem taki að sér að útvega áskrift hérlendis rukki um 1.400 kr. á mánuði. Síðan sé áskriftin greidd að auki til aðila í Bretlandi, sem sé á bilinu 13–40 pund. Hann segir menn annaðhvort greiða áskrift- ina mánaðarlega með kreditkorti eða þá í einni greiðslu, t.a.m. í upphafi árs. Ársgjaldið gæti því verið í kringum 80 þúsund kr. fyrir um og yfir 100 sjónvarpsrásir. Hann bendir á að þegar eingöngu sé litið á áskriftargjöldin sé SKY margfalt ódýrari en allt það sjónvarpsefni sem hægt er að kaupa á Íslandi, t.a.m. hjá Stöð 2. „Mér finnst því hreinlega ekkert óeðlilegt að fólk sé að gera þetta,“ segir Baldur. Hann telur það vera galla að ekki sé hægt að kaupa áskrift að SKY eins og hverja aðra vöru. „Þó að það væri ekki nema milli Norðurlandanna.“ Hann segir langt um liðið frá því að hann heyrði fyrst umræðuna um það að lokað yrði fyrir kreditkort þeirra sem séu með áskrift að SKY án heimilda. „Ég man ekki eftir neinu korti, sem ég hef heyrt um, sem hefur verið lokað enn sem komið er,“ segir Baldur og bætir því við að hann telji að aðgerðir SMÁÍS komi ekki til með að snerta fyrirtækið mikið. Öreind hafi ekki selt mikið af SKY-búnaði í gegnum tíðina, eða á milli 50–100 stykki. „Finnst hreinlega ekkert óeðlilegt að fólk sé að gera þetta“ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á þrítugs- aldri til að greiða manni sem hann réðst á í miðborg Reykjavíkur árið 1998 rúmar 9,3 milljónir krónur í skaðabætur auk vaxta. Stefndi hafði verið sakfelldur af ákæru um að hafa slegið brotaþola í andlitið með krepptum hnefa og við það hafi hann fallið afturábak og skollið í götuna, að því er virðist rænulaus. Varanleg örorka manns- ins var metin 75% í kjölfar árás- arinnar. Að auki var stefndi dæmd- ur til að greiða 1.737.489 krónur í málskostnað. Áður hafði hann greitt 3,1 milljón í bætur sem dróg- ust frá dæmdri bótaupphæð. Dómurinn leit til þess að brota- þolinn hefði átt nokkra sök á tjóni sínu með því að eiga upptök að því að líkamlegu ofbeldi var beitt í samskiptum aðila og hlaut hann fyrir það refsidóm. Var talið rétt að hann bæri tjón sitt að 1⁄3 hluta sjálf- ur. Dómurinn sýknaði félaga árás- armannsins af kröfum stefnanda. Allan V. Magnússon héraðsdóm- ari dæmdi málið. Sveinn Andri Sveinsson hrl. flutti málið fyrir stefnda og Tómas Jónsson hrl. fyrir þann er sýknaður var. Halldór H. Backman hrl. flutti málið fyrir stefnanda. 9,3 milljónir kr. í bætur fyrir líkamsárás GERT er ráð fyrir að aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn karl- manni sem ákærður er fyrir stór- fellda líkamsárás sem leiddi til dauða manns á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ í desember sl. hefjist í haust. Við fyrirtöku málsins var lögð fram beiðni af hálfu verjanda um að dómurinn kallaði til mats- og skoð- unarmenn til að gera nýja krufn- ingarskýrslu. Byggt er á heimild í lögum um meðferð opinberra mála. Forsendur beiðninnar eru þær m.a. að óhjákvæmilegt sé í jafn alvar- legu máli að gera nýja matsskýrslu. Ákærði heldur því fram að krufn- ingarskýrslan sem fyrir liggur sé hlutdræg. Beðið um nýja krufningar- skýrslu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.