Morgunblaðið - 12.08.2005, Qupperneq 11
Þetta snýst um að finnaákveðið jafnvægi milli full-trúalýðræðisins annarsvegar og hins vegar beins
lýðræðis,“ sagði Palle Svensson, pró-
fessor í stjórnmálafræði við háskól-
ann í Árósum, á fundinum í Odda í
gær.
Auk Svensson töluðu þau Maija
Setälä, lektor í stjórnmálafræði við
háskólann í Turku í Finnlandi og
Claes de Vreese, dósent við háskól-
ann í Amsterdam, á fundinum.
Svensson sagðist vera þeirrar
skoðunar að danskur almenningur
eigi að hafa möguleika á því að kjósa
um lagafrumvörp frá danska
þinginu. Í dag getur þriðjungur þing-
manna farið fram á slíka þjóðarat-
kvæðagreiðslu en ekki almenningur.
„Að veita almenningi slíkt vald
myndi vera mikið framlag til lýð-
ræðisvæðingar stjórnkerfisins,“
sagði Svensson og bætti því við að
þessi möguleiki myndi valda því að
ríkisstjórn og þingmenn tækju tillit
til fleiri sjónarmiða og reyndu frekar
að ná samstöðu um þau lagafrum-
vörp sem færu í gegnum þingið. Þar
að auki séu þjóðaratkvæðagreiðslur
til þess fallnar að auka upplýsinga-
flæði til almennings, enda þurfi þeir
hópar sem berjist í slíkum málum að
kynna sitt mál fyrir kjósendum.
Ekki taka upp ítölsku regluna!
Svensson sagðist hafa heyrt af því
að stjórnarskráin væri í endurskoð-
un hér á landi og hann gaf íslenskum
lagasmiðum ráð ef þeir ætluðu að
fara þá leið að auka vægi þjóðarat-
kvæðagreiðslna í stjórnarskránni.
„Ef þið hafið í huga að innleiða
þjóðaratkvæðagreiðslur hér á landi;
ekki nota ítölsku regluna,“ sagði
Svensson en þar er krafist 50% þátt-
töku til að atkvæðagreiðslan sé gild.
Svensson sagði að slík regla valdi því
að stjórnmálamenn reyni oftar en
ekki að fæla kjósendur frá því að
mæta á kjörstað. „Ekki nota þá
reglu. Ég mæli með dönsku regl-
unni,“ sagði Svensson, en í henni
felst að til þess að fella lagafrumvarp
úr gildi þurfa 30% kosningabærra
manna að hafa tekið þátt og meiri-
hluti þeirra sem kaus að hafa sagt
nei.
Fjórir aðrir möguleikar eru á að
knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu í
Danmörku, að sögn Svenssons.
Breytingar á stjórnarskrá, kosninga-
aldri og tilteknir alþjóðasamningar
þurfa að fara í þjóðaratkvæða-
greiðslu og sé fullveldi Dana að ein-
hverju leyti fært undir alþjóðastofn-
anir og minna en 5⁄6 þingmanna eru
samþykkir er efnt til þjóðaratkvæða-
greiðslu.
Danskir þingmenn hafa einungis
einu sinni nýtt sér heimild sína til að
setja mál í þjóðaratkvæði, en það
gerðist árið 1963. Þegar Svensson
var spurður á fundinum hvers vegna
heimildin hefði ekki verið nýtt oftar
sagði hann ýmsar ástæður vera fyrir
því. Í fyrsta lagi væri ákveðin hefð
fyrir því í Danmörku að löggjöf væri
samþykkt með nokkuð öruggum
meirihluta. Í öðru lagi benti Svens-
son á að þessi heimild væri tvíeggjað
sverð, því ef stjórnarandstaða tæki
upp á því að beita henni væri alltaf
hætt við því að þegar valdahlutföllin í
landinu breyttust og stjórnarand-
staðan kæmist til valda yrði þjóðar-
atkvæðagreiðslum beitt gegn henni í
staðinn.
Ólíkur aðdragandi
Marija Setälä benti á að þjóðarat-
kvæðagreiðslur gætu átt sér ólíkan
aðdraganda. Þær gætu t.d. komið til
vegna fyrirmæla í stjórnarskrá og
væri þá skylt að fara með málið í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig gætu
þær verið háðar ákvörðun ákveðinna
embættismanna eða ákveðins hluta
borgaranna. T.d. geti ríkisstjórnir í
sumum tilvikum ákveðið að efna til
atkvæðagreiðslu um tiltekið málefni,
eins og raunin sé í Finnlandi, Sví-
þjóð, Noregi og Bretlandi, eða þá að
ákveðinn fjöldi kjósenda fari fram á
slíka atkvæðagreiðslu. Þetta sé raun-
in í Sviss, þar geti t.d. 50.000 manns
farið fram á að greiða atkvæði um lög
sem hafa verið samþykkt og eins sé
hægt að leggja lagafrumvarp, sem
einhver kjósenda hefur samið, fyrir
þjóðaratkvæði ef 100.000 undir-
skriftum er safnað.
Setälä sagði að þótt stundum væri
gerður sá munur á atkvæða-
greiðslum að þær væru ráðgefandi
eða bindandi þá væri lítill munur þar
á í reynd. Stjórnmálamenn höguðu
sér alltaf í samræmi við niðurstöðu
atkvæðagreiðslunnar, jafnvel þótt
hún væri ráðgefandi að nafninu til.
Sviss sér á parti
Hún sagði að Sviss væri nokkuð
sér á parti hvað varðar fjölda at-
kvæðagreiðslna, en frá árinu 1940
hefur 395 sinnum verið gengið til
þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi og
til samanburðar má nefna að 19 önn-
ur Evrópulönd hafa samtals gengið
144 sinnum til þjóðaratkvæðis. Þetta
samsvarar því að 73% allra þjóðarat-
kvæðagreiðslna á þessu tímabili hef-
ur farið fram í Sviss. Næst algeng-
astar eru þjóðaratkvæðagreiðslur á
Ítalíu en þar hefur verið kosið 58
sinnum frá 1940 og þar á eftir kemur
Írland með 28 þjóðaratkvæða-
greiðslur á sama tímabili.
Að mati Setälä eru þjóðarat-
kvæðagreiðslur sem haldnar eru að
frumkvæði stjórnvalda ekki góður
kostur, enda eigi þær til að veikja
þingið og binda hendur þess.
„Það hafa ekki orðið neinar rót-
tækar breytingar á síðustu áratug-
um sem hafa aukið notkun þjóðarat-
kvæðagreiðslna verulega á
Vesturlöndum,“ sagði Setälä.Hins
vegar megi benda á að óháð fjölda
hafi þjóðaratkvæðagreiðslur áhrif á
málsmeðferð í þinginu og geti þrýst á
stjórnmálamenn að tryggja sér næg-
an meirihluta og taka þannig tillit til
fleiri sjónarmiða en ella.
„Eftir að hafa kynnt mér þjóðarat-
kvæðagreiðslur um lagafrumvörp í
nokkurn tíma held ég að þær séu, út
frá sjónarhóli lýðræðisins, frekar
hluti af löggjafarferlinu en að þær
séu tæki sem ríkisstjórnir noti sér.“
Önnur nálgun
Nálgun Claes de Vresse, dósents
við háskólann í Amsterdam, var
nokkuð önnur en hinna fyrirlesar-
anna. Hann hefur skoðað þjóðarat-
kvæðagreiðslur „að innan“ ef svo má
að orði komast; kannað áhrif fjöl-
miðla, kosningabaráttu og upplýs-
ingaflæðis til kjósenda í aðdraganda
atkvæðagreiðslu.
Í erindi sínu í gær fjallaði de
Vreese einkum um þjóðaratkvæða-
greiðslur sem tengjast Evrópusam-
bandinu og tók sérstaklega fyrir
þjóðaratkvæðagreiðslurnar í Frakk-
landi og Hollandi um stjórnarskrá
Evrópusambandsins nú í sumar, sem
hann sagði að hefðu um margt end-
urspeglað dæmigerðar þjóðarat-
kvæðagreiðslur. Hann sagði að ýms-
ar kenningar væru uppi um hvað geti
haft áhrif á niðurstöðuna í slíkum at-
kvæðagreiðslum, annað en bein af-
staða kjósenda til þess málefnis sem
kosið er um. Hann benti einkum á að
fylgi ríkisstjórna í landinu þegar
kosið er, staðan í hagkerfinu og þau
málefni sem efst eru á baugi á þeim
tíma, geti haft áhrif á atkvæði kjós-
enda.
„Þegar kosið var í sumar voru rík-
isstjórnirnar bæði í Frakklandi og
Hollandi óvinsælar, hagkerfin í báð-
um löndum voru að ná sér eftir
kreppu og málefni innflytjenda voru
ofarlega á baugi í báðum löndum,“
sagði de Vreese.
Hann benti á að í slíkum atkvæða-
greiðslum kæmist oft nokkuð rót á
hefðbundnar flokkslínur og ekki óal-
gengt að kjósendur kysu þvert á vilja
þess flokks sem þeir allajafna
styddu. „Það sem við höfum séð
varðandi málefni Evrópu er að lands-
lagið í stjórnmálum breytist tals-
vert,“ sagði hann og benti á að í raun
myndist nýr pólitískur ás, sem gangi
þvert á hægri og vinstri og horfi í
raun aðeins á kosti og galla þess mál-
efnis sem kosið er um.
Að mati de Vreese getur kosninga-
barátta og upplýsingaflæði til kjós-
enda skipt talsverðu máli varðandi
þátttöku og skoðanamyndun.
Lítil þekking algeng ástæða
þess að kjósa ekki
Hann benti t.d. á að langflestir
þeirra sem ekki kusu í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni um upptöku evr-
unnar í Danmörku árið 2000 hafi
kennt um lítilli þekkingu á málefn-
inu.
Hann sagði kosningabaráttuna
geta haft mikil áhrif. Með henni megi
hafa áhrif á þátttöku sem geti skipt
miklu máli ef t.d. ákveðin þátttöku-
skilyrði séu sett. „Hún getur fest í
sessi ákveðnar skoðanir hjá kjósend-
um eða breytt þeim,“ sagði hann og
bætti við að slík barátta geti enn-
fremur haft áhrif á það hvaða málefni
ráði niðurstöðum atkvæðagreiðsl-
unnar. Þannig megi til að mynda með
kosningabaráttu beina athygli kjós-
enda að ríkisstjórninni ef hún stend-
ur illa rétt fyrir atkvæðagreiðsluna.
Að lokum spurði de Vreese: „Eig-
um við að vera hrædd við að kjós-
endur skipti um skoðanir og séu sein-
ir að ákveða sig? Kannski ekki. Ég
held að aðalatriðið sé að þegar við
horfum til venjulegra kosninga sé
það ekki rétt ályktun að segja að
ákvarðanir kjósenda séu alltaf rök-
réttar. Þetta rót á kjósendum og það
að þeir byggja ákvarðanir sínar á
þáttum sem koma ekki málefninu
við, er innbyggt í lýðræðið.“
Snýst um að finna jafnvægi
arnihelgason@mbl.is
Á hádegisfundi um þjóð-
aratkvæðagreiðslur í
gær kom meðal annars
fram að kosningabar-
átta getur haft úrslita-
áhrif í þjóðaratkvæða-
greiðslum og að Sviss
hefur haldið 73% allra
þjóðaratkvæðagreiðslna
í Evrópu frá 1940. Árni
Helgason sat fundinn.
Morgunblaðið/Jim Smart
Palle Svensson, prófessor við Árósaháskóla, og Maija Setälä, lektor við
Turku-háskólann í Finnlandi, héldu erindi á fundinum í gær.
Nokkur fjöldi gesta mætti á fundinn. Fremst á myndinni má sjá Claes de
Vreese, dósent við háskólann í Amsterdam, sem hélt erindi á fundinum.
Hann sat meðal áhorfenda meðan hinir töluðu.
Hádegisfundur Stofnunar stjórnsýslufræða og Morgunblaðsins um þjóðaratkvæðagreiðslur
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 11
FRÉTTIR
Við flytjum í
bæinn...
Opnum nýja
Ralph Lauren
verslun að
Laugavegi 40
Full búð af glæsilegum
haustfatnaði
RALPH LAUREN
Laugavegi 40 - SÍMI 561 1690
CLAES de Vresse hefur kannað
afstöðu ólíkra hópa til þjóð-
aratkvæðagreiðslna og reynt
að finna mynstur. Hann sagði
að þó niðurstöðurnar væru ekki
hávísindalegar, gæfu þær
ákveðna mynd af afstöðu ein-
stakra hópa.
Meðal annars kemur þar
fram að menn eru líklegri til að
segja já en konur. Því betur
menntað sem fólk er, þeim mun
líklegra er það til að svara
játandi og sama gildir um fólk í
yfirmannastöðum.
Þá hafa ákveðin málefni
einnig verið könnuð, þ.e. hvaða
tegundir málefna séu líklegri
til að njóta stuðnings umfram
önnur. Í erindi sínu benti de
Vreese einnig á að málefni sem
feli sér jákvæðar breytingar í
hagkerfinu séu líkleg til að
njóta stuðnings en hins vegar
séu breytingar sem eru nei-
kvæðar fyrir innflytjendur síð-
ur líklegar til að njóta stuðn-
ings.
Karlmenn jákvæðari