Morgunblaðið - 12.08.2005, Page 26

Morgunblaðið - 12.08.2005, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á AÐ RÍFA MJÓLKUR- SAMLAGSHÚSIÐ? Ífrétt í Morgunblaðinu í fyrradagsagði m.a.:„Líklegt er að sótt verði um leyfi til að rífa gamla Mjólkursam- lagshúsið í Borgarbyggð í þessum mánuði ef enginn sýnir því áhuga að reka starfsemi í húsinu í framtíðinni. … Bærinn hefur lýst yfir vilja sínum til að rífa húsið til að rýma fyrir nýj- um húsum, en beðið var með þau áform til að kanna, hvort einhver áhugasamur aðili fyndist, sem gæti hugsað sér að reka þar starfsemi. Helga Halldórsdóttir, forseti bæjar- stjórnar, segir að einn aðili hafi feng- ið að skoða húsið og metið hvað þyrfti að lagfæra og gera upp áður en hægt sé að hefja þar starfsemi. Hún segir þó að enn hafi ekkert formlegt tilboð borizt í húsið og bæjarfélaginu ekki birtar neinar áætlanir um framtíð- arnýtingu. Á meðan ástandið sé þannig sé ekki annað að gera en að sækja um leyfi til að rífa það og það verður trúlega gert nú í ágústmán- uði.“ Í þessari frétt birtist slíkt metn- aðarleysi af hálfu bæjarstjórnar Borgarbyggðar að með ólíkindum er. Auðvitað á bæjarstjórnin ekki að bíða eftir því, að einhverjir gefi sig fram til þess að taka að sér þetta hús. Auðvitað eiga kjörnir forráðamenn bæjarfélagsins að hafa þann metnað að segja við sjálfa sig og aðra: Þetta hús er merkilegt tákn um lið- inn tíma. Þann tíma, þegar landbún- aðurinn var höfuðatvinnuvegur fólks í Borgarfirði og Borgarnes lifði á því að þjóna blómlegum landbúnaðar- héruðum. Gamla Mjólkursamlags- húsið var miðstöð þeirrar þjónustu. Þetta hús, sem setti svip sinn á Borg- arnes og gerir enn, er teiknað af ein- um fremsta arkitekt, sem íslenzka þjóðin hefur átt. Um allt land er unn- ið að því að vernda hús, sem Guðjón Samúelsson teiknaði. Við Borgfirð- ingar viljum gera það líka og eiga samstarf við aðra um að tryggja að þetta svipmikla hús setji svip sinn á Borgarnes og Borgarfjörð og því verði fundið hlutverk við hæfi. Svona eiga forráðamenn Borgar- byggðar að tala en ekki bíða aðgerð- arlausir eftir því, að einhverjir gefi sig fram til að vinna þau verk, sem þeir hafa verið kjörnir til. Í samtali sem birtist hér í blaðinu hinn 30. maí sl. sagði Sturla Böðv- arsson, samgönguráðherra og fyrsti þingmaður Norðvesturlands, m.a.: „Ég hef alltaf haft áhuga á því að varðveita menningararfinn og ekki sízt byggingararfinn og þegar um er að ræða svona merkilega byggingar- list eins og hús Guðjóns Samúelsson- ar eru undantekningarlaust hefði ég auðvitað mikinn áhuga á því ef hægt væri að endurreisa þetta hús og láta það falla inn í skipulagið þarna.“ Það eru til fordæmi fyrir því, hvernig hægt er að standa að end- urreisn merkra bygginga. Glæsilegt dæmi um það er gamla sjúkrahúsið á Ísafirði, sem Guðjón Samúelsson teiknaði líka og er nú á ný orðið bæj- arprýði á Ísafirði og hýsir umfangs- mikla menningarstarfsemi. Það er augljóst að einhverjir Borg- firðingar verða að taka forystu um að koma í veg fyrir að það skemmdar- verk verði framið í Borgarnesi að rífa gamla mjólkursamlagshúsið. Hér er kjörið verkefni fyrir há- skólana tvo, sem starfræktir eru í Borgarfirði, háskólann á Bifröst og landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Þessir tveir háskólar ættu nú að taka höndum saman um að koma í veg fyr- ir það óhappaverk, sem nú stendur til að fremja í Borgarnesi. Þessir tveir háskólar eiga að sýna að þeir hafi víð- tæku menningarhlutverki að gegna í sinni heimabyggð og slá skjaldborg um þessa byggingu. Af orðum Sturlu Böðvarssonar er ljóst, að bæði á Alþingi og í ríkis- stjórn má vænta stuðnings við end- urreisn gamla Mjólkursamlagshúss- ins. Aðrir þingmenn Norðvesturkjör- dæmis eiga að láta til sín heyra og lýsa afstöðu sinni til þessa máls. Það má ekki gerast að niðurrifs- menn hafi sigur í þessu máli. SKÍTUG BORG Í Velvakanda Morgunblaðsins ígær birtist bréf frá „konu í Aust- urbænum“, þar sem sagði m.a.: „Það er ekki gott útlit hjá kóngu- lónni, sem spann stóran og fallegan vef úti fyrir eldhúsglugganum mín- um snemma í sumar. Núna, þegar ég er að skrifa þessar línur, 21. júlí, get ég ekki betur séð en vefurinn glæsi- legi sé orðinn þakinn óhreinindum og borin von, að nokkur fluga álpist til að fljúga í þetta útbíaða net. Nið- urstaða: kóngulóin deyr sennilega úr sulti. Borgin mín er orðin svo yfirgengi- lega skítug að meira að segja kóngu- lær líða fyrir það. Þegar verst lætur t.d. á veturna segi ég stundum, þeg- ar illa liggur á mér, að ég eigi heima í Drulluvík.“ Svo vill til að daginn áður, þ.e. í fyrradag, birtist frásögn hér í blaðinu, sem bar yfirskriftina: Verzl- unarfólk tekur ruslið heim á kvöldin. Þar segir í upphafi: „Verzlunareigendur við Laugaveg- inn eru margir hverjir farnir að taka ruslið, sem leggst til frá verzlunum, heim með sér á kvöldin eftir að Reykjavíkurborg hætti að taka við sorpi frá fyrirtækjum um sl. áramót og víða safnast laust rusl aftan við verzlanir og við bakhús.“ Hildur Símonardóttir, sem rekur verzlun við Laugaveginn, segir í samtali við Morgunblaðið: „Ruslið safnast saman, sígarettustubbar liggja á víð og dreif og tyggjóklessur eru um allt á gangstéttunum.“ Lýsingar þessara tveggja kvenna fara saman við tilfinningu og upp- lifun margra borgarbúa. Reykjavík er á ný orðin skítug borg. Fólk um- gengst hana í samræmi við það. Nú má aftur sjá ungmenni henda alls kyns rusli út um glugga bíla, sem eru á ferð. Borgaryfirvöld hafa látið þetta gerast. Þau verða að reka af sér slyðruorðið og það strax. VIÐRÆÐUNEFND um framtíð R-listans náði ekki samkomulagi á fundi sínum í gær um áframhaldandi samstarf flokkanna þriggja, Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, í borgarstjórnarkosn- ingunum í vor. Fulltrúar flokkanna í nefnd- inni hafa því ákveðið að fara með málið aft- ur til síns baklands í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að Reykjavíkurfélög flokkanna hittist í næstu viku og taki endanlega afstöðu til sameiginlegs framboðs. Viðræðunefndin hóf fundinn kl. 17 í húsakynnum framsóknarmanna í Reykja- vík. Fundinum lauk rúmlega einum og hálfum tíma síðar. Páll Halldórsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, sagði við fréttamenn eftir fundinn að síð- asta orðið í svona málum hlyti að vera hjá fólkinu í flokkunum. „Viðræðunefndin vinnur eins og hún kemst en hún tekur ekki lokaákvörðun í svona málum.“ Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, tók undir þetta: „Við lítum svo á að viðræðunefndin hafi lokið sínum störfum og komist ekki lengra að svo stöddu.“ Hún sagði eðlilegt að flokks- félögin í Reykjavík tækju afstöðu til fram- haldsins. Tillaga frá Samfylkingunni Þorlákur Björnsson, fulltrúi Framsókn- arflokksins í nefndinni, talaði á sömu nót- um. „Við í samninganefndinni höfum ekki náð neinni niðurstöð við lokið okkar störfu Í upphafi fundarin Samfylkingarinnar f sjö liðum um hlut flo um framboðslista og bjóðendum. Tillagan haldið yrði prófkjör Viðræðunefnd R-listaflokkanna skilar u Koms um s Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Viðræðunefnd Sam „ÉG tel ábyrgð þeirra sem nú standa að slitum samstarfsins um Reykjavíkurlist- ann mikla, fulltrúar Fram- sóknarflokksins í viðræðunefnd flokkanna hafa lagt sig alla fram um að ná lausn sem allir gætu sætt sig við, án ár- angurs,“ segir Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokks íborg- arstjórn. Spurður hverjir það séu sem standa að slitum listans segist hann ekki vilja tjá sig um það á þessu stigi. „Miðað við þann mikla árangur sem Reykjavíkurlistinn hefur náð í borgarmálum á liðnum árum væru það mikil vonbrigði ef ekki yrði boð- ið fram í nafni listans í næstu borg- arstjórnarkosningum. Mikil kyrr- staða ríkti í borginni síðustu valdaár sjálfstæðismanna, m.a. í skóla- og dagvistarmálum og at- vinnumálum. Þessu hefur öllu verið snúið til betri vegar undir stjórn Reykjavíkurlistans,“ segir Alfreð. Hann segir óhjákvæmilegt að samstarf flokkanna sem mynda Reykjavíkurlistann verði erfitt það sem eftir er kjörtímabilsins ákveði þeir að bjóða ekki fram undir merkjum listans í næstu kosningum. „Þeir hljóta þá að leggja mismun- andi áherslur, hver fyrir sig, sem gerir stjórn borgarinnar óvissari en ef flokkarnir stæðu saman og næðu samkomulagi um ákvarðanir. Ég held að það liggi í augum uppi.“ Nýr meirihluti ekki á dagskrá Spurður hvort öruggt sé að sam- starf flokkana sem mynda Reykja- víkurlistann haldi í þá rúmu níu mánuði sem eru til kosninga segir Alfreð ekkert annað í spilunum, og myndun nýs meirihluta ekki á dag- skrá. „Ég spái ekki um framtíðina, en ég segi bara að þetta samstarf getur orðið með allt öðrum hætti ef þessar lyktir verða, að flokkarnir bjóða fram hver í sínu lagi.“ Alfreð segir að stjórnir fram- sóknarfélagana í Reykjavík muni hittast í dag eða um helgina til þess að fara yfir málin, og ræða tillögu sem Samfylkingin lagði fram í gær. „Ég hef ekki skoðað þessa tillögu í þaula, en mér sýnist hún vera að- gengileg.“ Alfreð Þorsteinsson Vonbrigði ef R-listinn býð- ur ekki fram INGIBJÖRG Sól- rún Gísladóttir vill ekki taka svo djúpt í árinni að samstarfi R- listans sé lokið með viðræðuslit- um samninga- nefndarinnar. „Viðræðuslitin auka manni ekki bjartsýni en eru til marks um það að samninganefndin komist ekki lengra og einhverjir þar telji sig ekki hafa umboð til þess að semja um niðurstöðu á þeim nót- um sem fyrir lágu. Þarna var reynt að auka aðkomu borgarbúa að því að velja fulltrúana og borgarstjór- ann en um það varð ekki sátt.“ Hvað varðar áhrif á samstarf flokkanna út kjörtímabilið segist Ingibjörg telja að þetta muni ekki koma til með að hafa áhrif á það. Hún líti svo á að Reykjavíkurlistinn muni freista þess að ljúka kjör- tímabilinu og minnir á að ekki sé út- séð um málið ennþá. Nú fari það fyr- ir félagsfundi hjá Reykjavíkurdeildum flokkanna, sem hún reiknar með að verði haldnir í næstu viku. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Eykur ekki á bjartsýni STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs, sagði í sam- tali við Morg- unblaðið í gær að það væri ekki sitt hlutverk að kveða upp úr um framtíð R-listans. „Málið er í höndum félaganna sjálfra í Reykjavík eða stofnana þeirra,“ sagði hann og bætti við: „En það væri óraunsæi annað en að horfast í augu við að bjartsýni manna á að samkomulags- grundvöllur náist minnkar við þessi tíðindi. Ég held að menn verði að horfast í augu við það og vinna út frá því. Ég ætla svo að vona að menn taki niðurstöðunni hver sem hún verður skynsamlega og af reisn.“ Jafnframt kvaðst hann vonast til þess að R-listinn kláraði kjör- tímabilið í góðum anda og „einnig vildi ég gjarnan sjá að menn stefndu á samstarf á þeim grunni, þ.e. þó flokkarnir bjóði fram hver í sínu lagi ættu þeir að starfa saman og halda völdum hér í borginni“. Hann ítrekaði þó að málið væri ekki endanlegt þótt viðræðu- nefndin hefði þurft að játa sig sigr- aða. Aðspurður kvaðst hann styðja þá stefnu sem fulltrúar Vinstri grænna hefðu tekið í R-listaviðræð- unum. Hann ítrekaði þó að sú stefna væri algjörlega á valdi fé- lagsins í Reykjavík. Hann blandaði sér ekki í það, í sjálfu sér. Hann sagði að R-listinn hefði byggst á kosningabandalagi á ákveðnum jafnræðisgrunni „og ég skil vel að menn vilji láta á það reyna hvort flötur sé fyrir því að það haldi áfram“. Steingrímur J. Sigfússon Vonar að menn taki nið- urstöðunni með reisn „ÉG hef að menn getað n an á vel unandi velli fyr aðila,“ s Árni Þó urðsson vinstri-g borgarstjórn. „Sjónarmið anna voru of ólík um það á grunni samstarfið ætti að ast, hvort það ætti að bygg áfram á þeim jafnréttisgru það hefur byggst á til þess hvort breyta eigi forsendu Árni segir að þrátt fyrir hefði gjarnan viljað að flok næðu saman hefði viðræðu flokksins metið það svo að hefði ekki umboð til þess a sig lengra í átt að samkom Því sé ekki um annað að ræ að fjalla um málið í félagi grænna í Reykjavík og tak stöðu til málsins þar hvort urinn geti teygt sig lengra ræðunefndin hafi talið sig gert. Hann segir að funda um málið á mánudaginn. Spurður hvert framhald ef ekkert verði af sameigi framboði R-listans í næstu arstjórnarkosningum segi „Reykjavíkurlistinn er hér hluta og hann hlýtur að st þá skuldbindingu sem han herðar í síðustu kosningum vart borgarbúum. Þetta er ugt fólk sem starfar á vett Reykjavíkurlistans, og ég og treysti að menn muni lj þessu kjörtímabili hvernig verður boðið fram í næstu ingum.“ „Mega ekki missa móði „Þó að við mörg sem hö starfað á vettvangi Reykja urlistans sjáum samstarfið Árni Þór Sigurðsson Sjónarmið flokkanna of ólík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.