Morgunblaðið - 12.08.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 27
ðu og þess vegna höfum
um.“
ns í gær lögðu fulltrúar
fram skriflega tillögu í
okkanna á sameiginleg-
g aðferð við val á fram-
n gekk m.a. út á það að
r sem yrði opið öllum
stuðningsmönnum Reykjavíkurlistans.
Frambjóðendur frá hverjum flokki yrðu að
lágmarki fimm og að hámarki átta. Sá sem
hlyti flest atkvæði yrði borgarstjóraefni
listans. Tryggt yrði að hver flokkur fengi
einn fulltrúa í fyrsta til þriðja sæti listans
og einn fulltrúa í fjórða til sjötta sætið. Í
sjöunda og áttunda sætið færu þeir sem
hlytu flest atkvæði í þau sæti. Í níunda og
tíunda sæti færu þeir sem næstir kæmu að
atkvæðatölum í heildina. Þó þyrfti að
tryggja að allir flokkarnir þrír fengju að
minnsta kosti þrjú af tíu efstu sætunum.
Páll Halldórsson sagði aðspurður við
fréttamenn eftir fundinn að samfylkingar-
menn teldu að þeir hefðu teygt sig ansi
langt með þessum tillögum og í raun lengra
en mörgum innan flokksins þætti gott.
Svandís Svavarsdóttir sagði hins vegar við
fréttamenn stuttu síðar að í tillögunni hefði
jafnræðisreglan ekki verið höfð í heiðri
„sem er sú grundvallarforsenda sem við
höfum lagt af stað með alveg frá fyrsta
fundi í apríl“, sagði hún. „Það ætti því ekki
að koma neinum á óvart þótt þetta hugnað-
ist okkur ekki sem leið til lausnar, eins og
þau kjósa að kalla það,“ sagði hún og vísaði
til þess að samfylkingarmenn hefðu talað
um tillögur sínar sem „hugmynd að lausn“.
Þegar hún var spurð á hverju viðræðurnar
hefðu strandað svaraði hún: „jafnræðis-
reglunni“. Aðspurð sagði hún ennfremur
að það hefði ekki verið tímabært á fund-
inum í gær að tala um prófkjör „þegar
menn eru ekki tilbúnir að handsala það að
flokkarnir eigi jafna aðkomu að framboð-
inu“.
Allt uppi á borðinu
Þegar Þorlákur Björnsson var spurður á
hverju viðræðurnar hefðu strandað sagði
hann að það hefði verið ágreiningur um það
hvað „jafnræði“ milli flokkanna þýddi.
Ennfremur hefði verið ágreiningur um það
hvernig menn skilgreindu opið prófkjör,
hverjir vildu opið prófkjör og hvernig. Að-
spurður sagði hann að framsóknarmenn
hefðu frá upphafi tekið vel í hugmyndir um
opið prófkjör um borgarstjóraefnið. „Það
er mjög sanngjörn krafa,“ sagði hann.
„Jafnframt viljum við sjá jafnræði milli
flokkanna.“ Hann sagði ennfremur að-
spurður að framsóknarmenn hefðu verið
jákvæðir í garð beggja þessara sjónarmiða
og skilið þau mætavel.
Fulltrúar Samfylkingarinnar í viðræðu-
nefndinni sendu fjölmiðlum í gærkvöldi
fyrrgreindar tillögur sínar og sögðu í texta
með þeim að allir flokkarnir hefðu sam-
þykkt að bera þær upp á félagsfundi hjá
sér. Þegar blaðamaður spurði Svandísi út í
það sagði hún að ekkert slíkt samkomulag
hefði verið handsalað á fundi viðræðu-
nefndarinnar. Hún sagði að allar tillögur
sem fram hefðu komið í viðræðunum yrðu
til umræðu á félagsfundi Vinstri grænna á
mánudag. „Við munum gera grein fyrir
stöðunni eins og hún er og allar tillögur
verða uppi á borðinu,“ sagði hún. „Það er
óraunsætt að halda því fram að næstu dag-
ar muni snúast um Samfylkinguna.“
Þorlákur sagðist hins vegar aðspurður í
gærkvöldi hafa samþykkt að bera um-
ræddar tillögur samfylkingarmanna upp á
félagsfundi framsóknarfélaganna í Reykja-
vík. Hann sagði að enn lægi ekki fyrir hve-
nær félagsfundurinn yrði haldinn, en
stjórnir félaga framsóknarmanna í Reykja-
vík yrðu kallaðar saman á allra næstu dög-
um.
Að sögn Páls verður fulltrúaráðsfundur
Samfylkingarinnar í Reykjavík haldinn á
miðvikudag í næstu viku. Verði niðurstaða
félags- og fulltrúaráðsfunda flokkanna
þriggja sú að bjóða ekki fram sameiginlega
undir merkjum R-listans má búast við því
að flokkarnir hefji fljótlega undirbúning að
sérframboði í Reykjavík.
umboði sínu til flokkanna án þess að leggja fram sameiginlega tillögu um framboð
st ekki að samkomulagi
sameiginlegt framboð
Morgunblaðið/Sverrir
mfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks náði ekki saman á síðasta formlega fundinum í gær.
„MÉR finnst
miður að við-
ræðunefndinni
hafi ekki tekist
að komast að
sameiginlegri
niðurstöðu um
að Reykjavík-
urlistinn bjóði
fram sameig-
inlega áfram,“ segir Steinunn
Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri.
Hún vill ekki afskrifa R-listann
þrátt fyrir þessa niðurstöðu.
„Mér myndi finnast það svik
við kjósendur að afskrifa R-
listann á þessari stundu. Það segi
ég sem borgarstjóri og sem R-
lista manneskja. [...] Ég sjálf hef
verið R-lista manneskja í húð og
hár frá árinu 1994, og ég held að
á næstu sólarhringum reyni á
okkur sem trúum á Reykjavík-
urlistann og viljum hafa hann
áfram, að koma fram með ein-
hverja lausn sem viðræðunefndin
kom ekki auga á.“
Spurð hvert framhaldið verði,
verði það niðurstaðan að R-listinn
bjóði ekki fram næsta vor, segir
Steinunn: „Reykjavíkurlistinn
fékk umboð kjósenda í síðustu
kosningum til vors 2006, og auð-
vitað klárum við það og stöndum
heilshugar á bak við það. En ég
held að stuðningsfólk og kjós-
endur Reykjavíkurlistans treysti
okkur til þess að leysa þetta
þannig að tekið verði tillit til
hagsmuna allra í þessum efnum.
Ég vil ekki trúa því að þetta sé
búið fyrr en það er búið.“
Steinunn Valdís vildi í gær
ekki segja til um hvort hún teldi
það betra eða verra fyrir Sam-
fylkinguna í Reykjavík að bjóða
fram undir eigin merkjum eða
merkjum Reykjavíkurlistans.
„Mér finnst aðalatriðið vera
Reykjavíkurlistinn, það er verið
að tala um sameiginlegt framboð
þessara flokka. Ég er sameig-
inlegur borgarstjóri flokkanna,
og lít fyrst og fremst á mig sem
Reykjavíkurlistamanneskju, og ég
vil ekki nálgast þetta viðfangs-
efni út frá flokkunum. Þó að ég
sé í Samfylkingunni er R-listinn
svo miklu meira en flokkarnir
þrír. Þetta snýst ekki síst um
fólkið sem hefur kosið Reykjavík-
urlistann án þess að vera í þess-
um þremur flokkum.“
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir
Afskrifar ekki
R-listann
„SVO virðist
sem verið sé að
taka R-listann úr
öndunarvélinni,
og ef það verður
niðurstaðan
kemur það fæst-
um á óvart,“
segir Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson,
oddviti Sjálfstæðisflokks í borg-
arstjórn, um niðurstöðu viðræðu-
nefndar um framtíð R-listans.
Hann segir að sjálfstæðismenn
muni ekki hafa að því frumkvæði
að mynda nýjan borgarstjórn-
armeirihluta á því kjörtímabili
sem nú er að líða, enda líklegt að
flokkarnir sem mynda R-listann
reyni að halda samstarfinu áfram
út kjörtímabilið þótt R-listinn
hverfi af sjónarsviðinu.
„Við sjálfstæðismenn stefnum
að meirihluta og teljum að borg-
arbúar eigi að gera kröfu til þess
að eitt ábyrgt stjórnmálaafl
stjórni. En Sjálfstæðisflokkurinn
er að sjálfsögðu tilbúinn til þess að
taka þátt í stjórn borgarinnar með
öðrum stjórnmálaöflum, ef slíkar
aðstæður kæmu upp, og þá útiloka
ég engan,“ segir Vilhjálmur.
Stjórnleysi fram að kosningum
„Það hefur verið dapurlegt að
horfa upp á þessar viðræður flokk-
anna í R-listanum á undanförnum
mánuðum, þar sem allt hefur snú-
ist um titlatog, en málefnin sitja á
hakanum. R-listinn er búinn að
klúðra þannig málunum í Reykja-
vík að eina undankomuleiðin er að
leggja R-listann niður. Svo munu
flokkarnir sem að honum standa
sverja af sér óstjórnina. Nú blasir
við stjórnleysi næstu tíu mánuði,
sem hlýtur að vera öllum borg-
arbúum mikið áhyggjuefni. Í borg-
arstjórnarkosningunum í maí
næstkomandi breytum við þessu
ástandi,“ segir Vilhjálmur.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Mun ekki eiga
frumkvæði
að nýjum
meirihluta
HALLDÓR Ás-
grímsson, for-
maður Fram-
sóknarflokksins,
segir að fram-
sóknarmenn
hafi í viðræðun-
um gengið langt
til að viðhalda R-
listanum. Hann
segir að R-listasamstarfið hafi frá
upphafi byggst á jafnræði milli
flokkanna. „Margir hafa gleymt
því að í fyrstu alþingiskosning-
unum eftir að þetta samstarf
komst á var Framsóknarflokk-
urinn næststærsti flokkurinn hér í
borginni, á eftir Sjálfstæð-
isflokknum. Við höfum lagt
áherslu á að því jafnræði sem var
lagt upp með í þessu samstarfi
verði viðhaldið, þó lögðu fulltrúar
Framsóknarflokksins það til að
Framsóknarflokkurinn hefði
minnstu hlutdeild í þessari upp-
stillingu. Þar með sýndu menn
vilja til að halda þessu samstarfi
áfram.“
Halldór segir að fulltrúar Fram-
sóknarflokksins í viðræðunum um
framtíð R-listans séu heldur svart-
sýnir á framhaldið. „Það er ljóst
að Samfylkingin telur að það eigi
ekki að vera áfram það jafnræði
sem farið var af stað með þegar til
samstarfsins var stofnað. En fé-
lagsmenn í flokkunum verða að
taka afstöðu til þess.“ Hann ítrek-
ar að Framsóknarflokkurinn hafi
gengið mjög langt til að ná þessu
saman „en ég vil ekkert um það
fullyrða hvernig það getur endað
á þessu stigi“.
Inntur eftir því hvort hann hafi
orðið fyrir vonbrigðum segir
hann: „Samstarfið hefur gengið
vel í þessi ár og ég tel að það hafi
verið borgarbúum til góðs. Fram-
sóknarflokkurinn er hins vegar al-
veg tilbúinn til að takast á við það
verkefni að bjóða fram á nýjan
leik.“
Halldór Ásgrímsson
Sýndum vilja
til að halda
samstarfinu
áfram
DAGUR B. Egg-
ertsson segir að
oft hafi gengið á
ýmsu hjá
Reykjavíkurlist-
anum og hann
hafi átt það
sameiginlegt
með mörgum
stuðnings-
mönnum listans að vera bjartsýnn
á að næðist saman enda væri það
eina rökrétta niðurstaðan. Hann
sé hins vegar svartsýnni á það
núna.
„Heildarhagsmunir þessara fé-
lagshyggjuafla hafa fram til þessa
verið hafðir að leiðarljósi þegar
niðurstöðu hefur verið endanlega
náð. En núna hef ég áhyggjur af því
að inni í þessum viðræðum hafi,
ólíkt því sem hefur verið áður, ver-
ið togast á milli flokka frekar en að
leita lausna til að tryggja þessum
viðfangsefnum, verkefnum og hug-
sjónum framgang í næstu kosn-
ingum.“
Dagur segir mestu máli skipta að
Reykjavíkurlistinn endurnýi sig og
sæki umboðið og stuðninginn þang-
að sem Reykjavíkurlistinn hafi orð-
ið til, sem hafi verið í hreyfingu
borgarbúa sem vildu öðruvísi borg.
Aðgangur almennra
stuðningsmanna
„Þess vegna á umræðan ekki að
snúast um hvort það verði opinn að-
gangur almennra stuðningsmanna
að stefnumótun í aðdraganda kosn-
inga og uppröðunar á listann, held-
ur hvernig. Það kemur mér á óvart
að þetta trúnaðarsamband við þá
sem við erum að vinna fyrir sé ekki
lykilatriði. Heldur frekar einhver
valdahlutföll á milli flokka,“ segir
Dagur en áréttar að vissulega geti
það skipt máli upp á hvort listinn
verði sigurstranglegur. Það sé þó
ekki meginatriði þess sem Reykja-
víkurlistinn hefur staðið fyrir.
„Reykjavíkurlistinn hefur staðið
fyrir að endurspegla allt borg-
arsamfélagið og þá breidd sem í því
felst. Annars vegar með því að vera
samstarf ólíkra flokka, sem hefur
verið styrkur, og hins vegar þess
stóra hóps sem ef til vill hefur ekki
fundið sér farveg innan flokka en
deilir þessum hugsjónum “
Hættur ef flokkarnir bjóða
fram hver um sig
Dagur gerir ekki ráð fyrir að
fara í framboð í næstu kosningum
ef flokkarnir bjóða fram hver í sínu
lagi. Segist hann þá munu hætta af-
skiptum af stjórnmálum, að
minnsta kosti að sinni. „Ég, eins og
aðrir sem kosnir voru til verka fyr-
ir R-listann, fékk umboð mitt frá
þessum breiða hópi borgarbúa. Mér
er efst í huga að vinna að þeim
verkefnum af heilindum næsta árið
í því umboði. Ég hef reynt að ganga
rösklega til verks en ætli ég verði
ekki heldur að slá í klárinn ef eitt-
hvað er.“
Dagur B. Eggertsson
Hættur ef
R-listinn býður
ekki fram
fði kosið
n hefðu
náð sam-
l við-
grund-
rir alla
segir
ór Sig-
n, oddviti
grænna í
flokk-
á hvaða
byggj-
gjast
unni sem
sa, eða
unum.“
r að hann
kkarnir
unefnd
ð hún
að teygja
mulagi.
æða en
vinstri-
ka af-
t flokk-
a en við-
g geta
að verði
dið verði
nlegu
u sveit-
ir Árni:
r í meiri-
tanda við
nn tókst á
m gagn-
r allt öfl-
tvangi
trúi því
júka
g svo sem
u kosn-
inn“
öfum
avík-
ð gjarn-
an fyrir okkur áfram, þá er þetta
ekki upphaf og endir alls í stjórn-
málum, og menn mega ekki missa
móðinn. Ég lít svo á að þessir
flokkar eigi möguleika á því að
starfa áfram saman sem meirihluti
í Reykjavík og fá umboð kjósenda
til þess,“ segir Árni.
n