Morgunblaðið - 22.08.2005, Síða 1
STOFNAÐ 1913 225. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Framtíð
Evrópu björt
Vaclav Klaus varar við
samevrópskri stjórnarskrá 15
Fasteignir | Hús með sál við Sólvallagötu Lóðir
eftirsóttar í Árborg Íþróttir | Handboltalið Víkinga í
vandræðum Heppnismark Drogba réð úrslitum
Íraska
þingið
sent heim?
HUGSANLEGT er að fulltrúar stríðandi
fylkinga í Írak fari fram á lengri frest til
að ljúka gerð stjórnarskrár fyrir landið en
hann rennur út í dag. Höfðu fulltrúar sjíta,
súnníta og Kúrda í gær enn ekki náð sam-
an um nokkur helstu ágreiningsefnin og
óvíst var hvort samkomulag næðist í tæka
tíð.
Leith Kubba, talsmaður Ibrahims al-Ja-
afari forsætisráðherra, sagði tvo kosti í
stöðunni ef ekki næðist samkomulag; ann-
að hvort að fara fram á lengri frest, en
stjórnarskrárnefndin átti upphaflega að
skila af sér fyrir viku, eða leysa upp þingið
og þá myndi núverandi ríkisstjórn sitja
áfram til bráðabirgða.
Segir í frétt BBC að menn virðist hins
vegar lítinn áhuga hafa á því að efna til
nýrra kosninga – en Írakar gengu að kjör-
borðinu í janúar – og því sé líklegra að
frestur sá sem stjórnarskrárnefndin hafði
verði framlengdur.
Helstu deilumál meðlima nefndarinnar,
sem falið var að semja stjórnarskrá fyrir
Írak, víkja að kröfu Kúrda um réttinn til
fullveldis í eigin málum, hlutverki íslams í
lögum landsins og hvernig þjóðarauðnum
verður skipt milli þjóðarbrotanna. Stefnt
hefur verið að því að stjórnarskrárdrög
fyrrgreindrar nefndar verði lögð í dóm
kjósenda í október.
Ágreiningur um stjórn-
arskrána enn óleystur
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
ALDREI hafa verið fleiri gestir
á fyrri hluta dags Menning-
arnætur sem var nú haldin í 10.
sinn á laugardag. Talið er að 30-
40 þúsund manns hafi verið í
bænum um miðjan daginn, en
alls tóku um 90 þúsund manns
þátt í hátíðinni í ár.
Var engu líkara en að veð-
urguðirnir hefðu gert sam-
komulag við skipuleggjendur
hátíðarinnar því þrátt fyrir smá
skúrir yfir daginn byrjaði ekki
að rigna fyrr en nokkrar mín-
útur voru eftir af hátíðahöld-
unum í miðbæ Reykjavíkur.
Hefð hefur skapast fyrir því
að Reykjavíkurmaraþonið sé
upphafspunktur hátíðarinnar en
það var ræst kl. 11 og í fram-
haldinu hófst formleg dagskrá.
Metþátttaka var í ár og hlupu yf-
ir sjö þúsund manns ýmsar vega-
lengdir.
Gestum og gangandi stóð heil-
margt til boða í ár líkt og und-
anfarin ár. Ómögulegt væri að
gera öllu því sem í boði var skil
en ljóst að eitthvað var að finna
fyrir alla.
Þó má nefna tónleika, mann-
tafl, ljóðasmíð og heilsteikt naut
sem dæmi um fjölbreytileikann.
Hátíðinni lauk svo að vanda með
glæsilegri flugeldasýningu á Mið-
bakkanum. | 10
Morgunblaðið/Jim Smart
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Í sveiflu á Menningarnótt
Um þriðjungur þjóðarinnar
skemmti sér saman í Reykjavík
FH-ingar tryggðu sér Íslands-
meistaratitilinn í knattspyrnu
annað árið í röð þegar þeir báru
sigurorð af Valsmönnum, 2:0, á
heimavelli sínum í Kaplakrika. Á
fjórða þúsund manns mætti til að
fylgjast með leik tveggja efstu
liðanna og í leikslok braust út
mikill fögnuður í herbúðum FH-
liðsins. FH-ingar hafa unnið alla
fimmtán leiki sína í Landsbanka-
deildinni og þegar þrjár umferðir
eru eftir hefur liðið fjórtán stiga
forskot á Val.
„Við erum með frábært lið,
góða umgjörð í alla staði og eig-
um fullt af ungum og efnilegum
strákum sem farnir eru að banka
fast á dyrnar. Við höfum því alla
möguleika og burði til að halda
áfram á þeirri braut sem við höf-
um verið á undanfarin ár og það
er stefnan að gera það,“ sagði
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH-
inga, við Morgunblaðið eftir leik-
inn.
FH-ingar hafa leikið 31 deild-
arleik í röð án taps og eiga góða
möguleika á að slá stigametið í
deildinni. ÍA og Fram eiga metið,
49 stig, en FH er með 45 stig og
enn eru níu stig eftir í pottinum.
Morgunblaðið/Jim Smart
FH Íslandsmeist-
ari annað árið í röð
Íþróttir
♦♦♦
Lissabon. AFP. |
Jorge Sampaio, for-
seti Portúgals,
hvatti landa sína í
gær til að sýna sam-
stöðu á erfiðleika-
tímum en miklir
eldar leika Portúgal
nú afar grátt. Hafði
Jose Socrates for-
sætisráðherra áður
viðurkennt að
stjórnvöld réðu ekki
lengur við vandann og fór hann fram á
neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu af
þessum sökum.
Sumarið hefur einkennst af mestu þurrk-
um í manna minnum í Portúgal sem stuðlað
hefur að því að á um fjörutíu stöðum í land-
inu geisa miklir eldar, sem illa gengur að
slökkva. 3.200 slökkviliðsmenn hafa unnið
yfirvinnu síðustu daga, með aðstoð 30 flug-
véla og bæði hers og lögreglu. En allt kem-
ur fyrir ekki. „Þetta er afar erfiður tími fyr-
ir Portúgal,“ sagði Sampaio.
Talið er að eldarnir hafi eyðilagt meira en
140.000 hektara skóglendis og ræktarlands.
Þá hafa ellefu slökkviliðsmenn og fjórir aðr-
ir dáið í baráttunni við eldana.
Fara fram á
aðstoð ann-
arra ríkja
Fasteignir og Íþróttir í dag