Morgunblaðið - 22.08.2005, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNINGARNÓTT
ÞRÁTT FYRIR talsverða eftirvænt-
ingu eftir hinum ýmsu atburðum
Menningarnætur var greinarhöf-
undur ekki árrisulli en svo að fyrsta
sýn dagsins voru rennsveittir mara-
þonhlauparar sem hlupu eftir Sæ-
brautinni. Menningarnótt var sem sé
formlega hafin og ekki eftir neinu
að bíða með að bregða sér í bæinn
og taka þátt í gleðinni.
Áður en lengra er haldið er þó
vert að vekja athygli á nafngiftinni
Menningarnótt sem er heldur und-
arlegt nafn á dagskrá sem stendur
frá klukkan 11 til 23. En nóg um
það, hér skal drepið á því helsta sem
blaðamaður og ljósmyndarar Morg-
unblaðsins urðu vitni að þennan um-
rædda dag.
Draugagangur í Trygginga-
miðstöðinni var ofarlega á óskalist-
anum yfir það sem blaðamann lang-
aði að sjá. Það kom í ljós að flestir
gestir Menningarnætur höfðu í fór-
um sínum samskonar óskalista þar
sem röðin við Aðalstrætið var
feiknalöng og minnkaði ekkert á
þeim tíma sem sýningin var opin, frá
klukkan 13 til 21.
Fjöldi fólks stóð og hvatti hlaupa-
garpa Reykjavíkurmaraþonsins síð-
ustu metrana. Hlauparar voru að
tínast í mark fram eftir degi enda
hljóp hver á sínum hraða. Einn veg-
farenda, sem sjálfur hafði ekki
hlaupið, heyrðist hvísla í hæðnistón
að félaga sínum; „Þarna koma þeir
síðustu loksins í mark.“
Hljómsveitin Todmobile var eitt af
stóru númerum kvöldsins en tók
smá forskot á sæluna um miðjan
daginn, líklega til æfingar og gæða-
prófunar á hljóðkerfinu. Örfár
hræður fylgdust með sveitinni taka
nokkur lög, enda atburðurinn ekki
hluti af auglýstri dagskrá.
Einhver frumlegasti atburður
Menningarnætur var tónlistar-
manntafl sem att var á útitaflinu við
Lækjargötu. Liðsmenn í Lúðrasveit
Reykjavíkur voru í hlutverkum tafl-
manna og léku á hljóðfæri sín eftir
því hvernig leikurinn þróaðist. Bráð-
fyndin hljóð bárust til dæmis úr blást-
urshljóðfærunum þegar einhver tafl-
mannanna var drepinn. Skákin var
svo knúin áfram af namibískum skák-
manni og Grænlandsmeistaranum í
íþróttinni.
Einhver skapandi sumarhópa Hins
hússins hafði komið sér fyrir á horni
Pósthússtrætis og Austurstrætis þar
sem þátttakendur dilluðu sér í takt
við tónlist sem þeir einir heyrðu. Út á
götu bárust svo hressilegir tónar
hljómsveitarinnar Llama sem lék fyr-
ir viðstadda.
Aðstandendur vefsíðunnar ljod.is
leyfðu gestum og gangandi að
spreyta sig í ljóðagerð á Lækjarorgi
en þátttakendur máttu nota þau orð
sem fyrir koma í íslenska þjóð-
söngnum til að búa til ný ljóð.
Næst lá leiðin í húsnæði KB banka
við Austurstræti þar sem ísskúlptúr-
ar með merki bankans máttu muna
sinn fífil fegri vegna sólskinsins. Inni
í mannhafinu í bankanum léku hinir
spilaglöðu South River Band á alls
oddi og komu þess á milli með til-
kynningar um ágæti lánakjara KB
banka.
Metal-hljómsveitin Amor e Morte
frá Akureyri lék fyrir hóp fólks við
Laugarveg 46 og virtust ungir sem
aldnir kunna að meta tónlistina. Ung
stúlka, á að giska fjögurra ára,
hnykkti til höfðinu í takt við hávaða-
samt rokkið.
Samkomulag
við veðurguðina
Landsbankinn bauð upp á fjöl-
breytta tónleikadagskrá í tilefni
dagsins. Vegna mannmergðar var
það ekki á allra færi að komast inn
fyrir til að hlýða á fagra tóna og því
var vel til fundið að útvarpa þeim í há-
tölurum út á Austurstrætið svo gang-
andi vegfarendur gætu notið þeirra
líka.
Margt var um manninn í Ljós-
myndasafni Reykjavíkur þar sem
stendur yfir sýning átta suður-afrískra
ljósmyndara. Alseny and the African
Voices fluttu stórskemmtilega tónlist á
bongótrommur og fengu misfeimin
börn til að dansa í takt við trumbuslátt-
inn. Í Ljósmyndasafninu var jafnframt
hægt að klæða sig upp í ýmsa skemmti-
lega búninga og láta smella af sér einni
mynd, tilvalið í jólakortin!
Auk áðurtalinna atburða var jafn-
framt hægt að gera góð kaup á úti-
markaði í porti Sirkuss, keyra einn
hring á mótorhjóli ásamt einhverjum
úr Sniglunum, smakka á heilsteiktu
nauti við Vesturgötu 1, kaupa listaverk
á uppboði undir stjórn Þorsteins Guð-
mundssonar, fræðast um sýningu Die-
ters Roths í Listasafni Reykjavíkur
undir leiðsögn Björns, sonar lista-
mannsins, og er þá langt því frá allt
upptalið. Það er kosturinn við hátíða-
höld af þessu tagi að klisjan um að „all-
ir geti fundið eitthvað við sitt hæfi“ á
vel við. Maður verður bara að gera sér
grein fyrir því í upphafi að það er ekki
möguleiki að ná að sjá allt sem í boði er
til að þjást ekki af valkvíða.
Tugþúsundir manna komu svo sam-
an á Miðbakkanum en þar fóru fram
stórtónleikar Rásar 2 og Rauða kross-
ins þar sem fram komu Hjálmar, Í
svörtum fötum, KK og Maggi Eiríks og
Todmobile. Menningarnótt lauk svo
með flugeldasýningu að vanda. Var
engu líkara en að veðurguðirnir hefur
gert samkomulag við skipuleggjendur
hátíðarinnar því þrátt fyrir smá skúrir
yfir daginn byrjaði ekki að rigna fyrr
en nokkrar mínútur voru eftir af há-
tíðahöldunum í miðbæ Reykjavíkur.
Mikið var um ólæti og ölvun í bænum
eftir að dagskránni lauk en fram að því
voru hátíðahöldin til fyrirmyndar, að
sögn lögreglu.
Manntafl, ljóðasmíð
og heilsteikt naut
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
Mikill áhugi var á draugasýningunni. Fólk þurfti að bíða lengi í biðröð, en á meðan var hægt að horfa á línudansara á Ingólfstorgi. Þessi kona sýndi listir sínar í indverskum Bollywood-dansi í
Jónsi söng með Lögreglukórnum og hljómsveit sinni, Í svörtum fötum, á Mið
South River Band lék af miklum móð í húsakynnum KB banka.