Morgunblaðið - 22.08.2005, Page 24

Morgunblaðið - 22.08.2005, Page 24
24 MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Á SÍÐUSTU misserum hefur mikil umfjöllun verið um störf lögreglu. Svo virðist sem allir hafi skoðanir á störfum hennar og er það vel. Mikið aðhald felst í þeim áhuga almenn- ings og ætti í venjulegu árferði að reynast lögreglu vel. Hins vegar hef- ur meira borið á því undanfarið að störf lögreglu hafi verið metin með ómaklegum og illa rökstuddum hætti. Ýmsir einstaklingar úr fjöl- mörgum stéttum, lögmenn, rithöf- undar, blaðamenn og aðrir hafa farið mikinn í að draga ályktanir og viðra skoðanir sínar á verulega flóknum lögregluaðgerðum og lögreglurann- sóknum. Í flestum tilvikum er um einsleita umfjöllun að ræða þar sem þessir aðilar virðast byggja skoðanir sínar á einstaklega takmörkuðum og ómarkvissum upplýsingum sem bera keim af pólitískum skoðunum viðkomandi. Lögregla vinnur iðu- lega með viðkvæmar persónu- upplýsingar einstaklinga og getur því sjaldnast gert grein fyrir sinni hlið mála eða svarað gagnrýni í ein- stökum tilvikum enda gilda um slíkt strangar lagareglur. Ljóst er að þegar liprir pennar fjalla um verk- efni lögreglu af fágætri vanþekkingu og fáfræði getur niðurstaðan verið alvarleg fyrir ímynd lögreglu þrátt fyrir að aðgerðir hennar hafi á hverjum tíma verið í einu og öllu í samræmi við lög, vegna þess að við- komandi rannsóknarmanni eða yf- irmanni í lögreglu er óheimilt að tjá sig um málið. Þeir aðilar er hafa áhyggjur af spillingu og annarri óáran í lögreglu skulu ekki gleyma að lögregla býr við mikið aðhald margra aðila sem vissulega tryggir fagleg og óháð vinnubrögð lögreglu. Er þar átt við yfirmenn í lögreglu, ríkissaksóknara er gegnir lögum samkvæmt mik- ilvægu eftirlitshlutverki með störf- um lögreglu, dómstóla landsins sem sjá til þess að lögregla fari í einu og öllu eftir réttarfars-, refsi- og öðrum lagaákvæðum, og ýmsar eftirlits- stofnanir innan sem utanlands, auk vökuls auga fjölmiðla. Um leið og því er haldið fram á opinberum vett- vangi að annarleg sjónarmið, t.d. pólitísk inngrip ráðamanna, ráði för við rannsóknir sakamála eru þeir sem það gera að draga upp mynd af spillingu í lögreglunni og í raun rétt- arvörslukerfinu öllu og hljóta að þurfa að rökstyðja slíkar fullyrð- ingar. Lögreglumenn kannast í það minnsta ekki við slík ólögleg afskipti af rannsóknum sakamála og frábiðja sér slíka umræðu. Undirritaður starfaði sem lög- fræðingur í mörg ár innan opinberr- ar stjórnsýslu á sviði fangelsismála auk starfa í löggæslu en er nú starf- andi hjá Landssambandi lögreglu- manna. Á þeim tíma hafa margoft komið upp mál sem talist hafa frétt- næm hjá fjölmiðlum landsins og við- brögð almennings verið sterk. Eðli máls samkvæmt hefur undirritaður oft þekkt málin vel, aðdraganda, or- sakir og afleiðingar. Í sannleika sagt hefur það oftar en ekki verið hrein- lega vandræðalegt að lesa frétta- flutning og enn fremur viðbrögð pennaglaðra borgara sem tjá sig fjálglega um hin og þessi viðfangs- efni ríkisvaldsins án þess að hafa til þess nokkrar forsendur. Þrátt fyrir að aðhald almennings sé afar þýðingarmikið fyrir hand- hafa ríkisvaldsins er það jafn þýð- ingarmikið að slík umræða og um- fjöllun sé ávallt byggð á málefnalegum forsendum og að ein- staklingar kynni sér málin til hlítar, dragi ekki órökstuddar ályktanir og kasti ekki fram ósönnum dylgjum um viðkomandi embættismenn rík- isins. Slíkt getur haft í för með sér óbætanlegt tjón fyrir embætti og stéttir manna og dregið úr trúverð- ugleika þeirra sem á endanum getur komið niður á almenningi í landinu. Fyrir hönd Landssambands lögreglumanna, PÁLL E. WINKEL framkvæmdastjóri Ímynd lögreglu – umtal almennings Frá Landssambandi lögreglumanna: HAUSTIÐ 2003 þegar umhverf- isráðherra hafði að tillögu Nátt- úrufræðistofnunar bannað rjúpna- veiðar birti Morgunblaðið svolitla frétt varðandi gæsaveiðar þar sem sagt var að aðeins örlaði á agaleysi meðal skotmanna á gæsaveiðum. Sagt var að menn hefðu orðið varir við særða fugla í slóð skotmanna. Blaðið fylgdi fréttinni ekkert eftir að því er séð varð enda munu við- brögð byssumanna hafa verið hörð. Þeir voru æfir vegna veiðibanns á rjúpu sem þeir höfðu engan skilning á og þverneituðu þeirri staðreynd sem var öllum fuglaskoðurum ljós að rjúpnastofninn var hruninn og ekki annað til bragðs að taka en banna rjúpnaveiðar. Undanfarin ár hef ég varið miklu af frítíma mínum til fuglaskoðunar. Ég bý á Kópaskeri og fer reglulega um svæðið frá Kelduhverfi og aust- ur á Raufarhöfn. Og einmitt þetta haust, 2003, varð ég eftirminnilega var við það hvernig gæsaveiðimenn gengu fram í reiði sinni yfir rjúpna- veiðibanni. Víðsvegar á mínu skoð- unarsvæði sá ég særðar gæsir og frétti af þeim á mörgum stöðum til viðbótar. Vængbrotnar, fótbrotnar, sumar ófleygar þótt ekki sæi á þeim í fljótu bragði o.s.frv. Sláturleyf- ishafi, sem færi með sláturdýr líkt og skotmenn fóru að gæsum þetta haust, myndi tafarlaust missa slát- urleyfið og sæta almennri fordæm- ingu að auki. Lögsóttur þar á ofan. En allir þögðu nema þá Morg- unblaðið sem rak upp eitt smábofs. Af hverju í ósköpunum hafa menn reist slíka hljóðmön um framferði byssumanna á gæsaveiðum að það er eins og að nefna snöru í hengds manns húsi að taka málið upp? Á Náttúrufræðistofnun virðast menn mýldir af prófgráðum sínum og inn- byrðis ágreiningi og Fuglavernd nötrar af hlutleysi í málinu en all- margir hófsamir skotveiðimenn eru félagar þar og eiga að sínu leyti vissulega þátt í fuglavernd. Ástæða er til að taka sérstaklega fram að margir þeirra sem hafa leyfi til skotveiða á fuglum fara aldrei til gæsaveiða eða stunda þær veiðar af gætni og hófsemi. Allstór hópur veiðir lítið eða ekkert annað en nokkrar rjúpur. Það, hvort menn hafa veiðileyfi, er ekki mælikvarði á manngildi eða siðgæði. En skot- veiðimenn verða að hreinsa til í sín- um hópi. En eitt munu þó allir skot- veiðimenn eiga sameiginlegt. Þeir eru allir blindir á það hvernig skot- veiðar koma á og viðhalda algjörum trúnaðarbresti milli manna og ann- arra vitsmunavera í náttúrunni. At- kvæðin, sem fuglar og ferfætlingar greiða með vængjum og fótum hve- nær sem maðurinn birtist, falla öll á einn veg. Maðurinn er fordæmdur hvar sem hann kemur. Með honum er ekki hægt að vera. Menning allra viti borinna dýra er gegnsýrð af ótt- anum við hinn skjótandi mann. Í hvert einasta skipti sem ég fer út til fuglaskoðunar blasir við mér trún- aðarbresturinn sem skotveiðar valda. GUÐMUNDUR ÖRN BENE- DIKTSSON, Kópaskeri. Skotveiði á gæsum Frá Guðmundi Erni Benediktssyni: MANNVONSKA, blint siðferði eða bara heimska? „Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld“ var sagt hér áður fyrr en nú hefur það snúist í andhverfu sína. Við búum svo illa að öldruðum að nánast er um mannrétt- indabrot að ræða í mörgum tilfellum. Ólafur Örn Arnarson skrifar í Morgunblaðið 16. ágúst: „Frá mann- legu sjónarmiði er nánast um mann- vonsku að ræða að neita öldruðum um sjálfsagðan rétt sem þeir ótvírætt eiga.“ Ég tel að um óvitaskap sé að ræða eða jafnvel siðleysi sem tröllríður þjóðfélaginu. Ég trúi ekki að um mannvonsku sé að ræða. Við, sem greiðum með glöðu geði í framkvæmdasjóð aldraðra og teljum að þeim peningum sé varið til upp- byggingar á hjúkrunarheimilum, vöð- um í villu og svíma. Eins og Ólafur Örn skrifar; „að kröfu fjármálaráðu- neytisins bætt við heimild til að nota peningana til rekstrar“. Það er ótrúleg skammsýni að nota þetta fé til rekstrar, já þvílík heimska. Við greiðum jú skatta til rekstrar á þeim úrræðum sem við höfum. En forgangsröðunin er út úr korti. Það er erfitt að skilja hvað ráðamenn eru að hugsa. Menn vilja byggja hátæknisjúkrahús en hafa ekki efni á að reka þau hjúkr- unarheimili sem við höfum. Hver á að tryggja rekstur sjúkrahúsa? Kannski við hækkum bara skattinn á fram- kvæmdasjóð aldraðra svo við getum rekið hátæknisjúkrahúsið, annars lokum við því bara svona sex mánuði á ári. Er enginn ábyrgur fyrir þessu klúðri? Öll gætum við þurft á hjúkrun að halda, svo rísum upp á afturlappirnar og útrýmum heimsku, siðleysi og mannvonsku hjá hinu opinbera. EMMA K. HOLM Ljósuvík, 112 Reykjavík. Meira um skort á hjúkrunarheimilum Frá Emmu K. Holm: UNDANFARIN tvö og hálft ár hafa þróast lífleg samskipti milli Suzuki-deildar og strengjasveita Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar í Reykjavík og MacPhail Center for Music í Minneapolis í Minnesotaríki í BNA. Strengjasveit frá Tónskólanum fór um miðan júní sl. í vikulanga heimsókn til Minneapolis ásamt kennurum og fylgdarfólki úr hópi foreldra. Ferðin var farin til að endurgjalda heimsókn Suzuki- hljómsveitar MacPhail í júní 2004. Nemendurnir gistu á heimilum bandarískra nemenda og styrktu góð tengsl og vináttu sem stofnað var til milli fjölskyldna vegna sama fyrirkomulags í Íslandsheimsókn- inni í fyrra. Æfingar, hóptímar og tónleikar voru tekin föstum tökum á hverjum degi, en einnig var ætlaður rúmur tími fyrir samveru með gestgjöfum og kynnisferðir. Hljómsveitirnar léku bæði sam- eiginlega efnisskrá og sjálfstæð verkefni. Íslenska hljómsveitin lagði áherslu á að flytja og kynna íslenska tónlist, allt frá þjóðlagaút- setningum Jóns Leifs til nýjustu Stuðmannalaga. Sérstakur heiður var að fá að taka þátt í þjóðhátíðarfagnaði Ís- lendinga í Minnesota, og að spila í Orchestra Hall, sem er aðal- tónleikasalur Minneapolis og aðset- ur Minnesota Symphony Orchestra. Á Suzuki-nótum austan hafs og vestan Frá Jóni Ragnarssyni: Þessi samskipti komust á vegna vetrarlangs náms tveggja nemenda TSDK við MacPhail veturinn 2002– 2003 og vegna áhuga yfirkennara og foreldrafélags Suzukideildar MacPhail á því að efna til sam- skipta við sambærilegt starf í öðru landi. Áhuginn reyndist gagnkvæmur hjá forráðamönnum TSDK og for- eldrum nemenda þar. Einnig má þakka öflugu mark- aðsstarfi Icelandair og elju ræð- Hópurinn sem fór í heimsókn til Minneapolis ásamt kennurum og fylgd- arfólki úr hópi foreldra. ismanna Íslands við að vekja já- kvæða athygli á Íslandi vestra. Gildi samskipta af þessum toga er margvíslegt í skólastarfi, fyrst og fremst fyrir nemendurna, fram- farir þeirra í námi og almennan þroska. Það víkkar sjónleild- arhringinn og er ekki síður eflandi fyrir foreldrastarfið og tengsl skól- anna og svo er þetta gaman. JÓN RAGNARSSON, Bröttuhlíð 5, Hveragerði. MORGUNBLAÐIÐ birti á miðopnu 30. júlí sl. ágæta grein Sigurðar Kára Kristjánssonar um hversu úrelt birt- ingarákvæði skattalaganna sé. Ég hef engin viðbrögð séð við greininni, en þakka Sigurði fyrir við- leitni hans til úrbóta og hvet hann til að vinna að ítarlegri breytingu á öllu skattakerfinu. Að gera það atvinnu- hvetjandi með þeim hætti að tekju- skattur, sem á þessu ári færir rík- issjóði 15 milljarða fleiri krónur en árið 2004 (aukning u.þ.b. 11%), verði föst prósenta af öllum tekjum, óháð hversu háar þær eru. Skattleys- ismörk einstaklinga eiga að vera sama krónutala og kostar mann að lifa, samkvæmt hlutlausum útreikn- ingi þjóðhagskerfisins. Að gera þegn- um skylt eins og nú að greiða tekju- skatt af tekjum, sem eru langt undir framfærslukostnaði, er algjörlega ósamboðið einni elstu lýðræðisþjóð jarðar. Allt skattakerfið þarfnast upp- stokkunar og einföldunar. Ég hvet Sigurð Kára að vinna þar vel, fjár- magnstekjuskatt þarf að færa í sömu prósentu og skatt af tekjum sem aflað er í sveita síns andlits. Lækka þarf núverandi okurgjöld vegna skráningar skipa og flugvéla ásamt þinglýsingargjaldi. Þar er lán- takendum gert að greiða 1,5% af heildarlánsfjárhæð, oft hundruð þús- unda, fyrir vinnu sem tekur minna en 10 mínútur. Íslendingar eru samt lánsamir að góður drengur stjórnar fjár- málaráðuneytinu. Ég treysti því að hann leggi Sigurði Kára lið við lag- færingar á okkar úrelta skattakerfi. Þar eiga sjálfstæðismenn að vinna samhuga og takist þeim það þarf flokkurinn ekki að óttast næstu kosn- ingar. Þjóðin metur það sem vel er gert, ekkert síður þó framkvæmdin feli í sér atvinnuleysi hjá skattrannsak- endum. Vilji er allt sem þarf svo verkin fái að tala. Forsendan er að menn séu sáttir og ánægðir með lögin, þá greiða allri glaðir sín gjöld. Með von um umræður og úrbætur. PÁLMI JÓNSSON, Sauðárkróki. Úrelt og óþörf lög Frá Pálma Jónssyni: ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.