Morgunblaðið - 22.08.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 22.08.2005, Síða 28
28 MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Raðauglýsingar 569 1100 Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á um- hverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum: Virkjun Fjarðarár í Seyðisfirði, Seyðis- fjarðarkaupstað Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einn- ig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar, www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 19. september 2005. Skipulagsstofnun FRÉTTIR Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, fimmtud. 18.8. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Jón Hallgrímss. - Björn Pétursson 244 Ægir Ferdinandsson - Geir Guðmss. 242 Oliver Kristófss. - Sæmundur Björnss. 242 Árangur A-V Ólafur Ingvarss. - Jóhann Lúthersson 282 Einar Einarsson - Lilja Kristjánsd. 250 Oddur Jónsson - Kári Sigurjónsson 248 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 19. ágúst var spilað á sjö borðum og urðu úrslitin þessi í N/S: Sveinn Jensson – Jóna Kristinsdóttir 200 Jón Pálmason – Sverrir Jónsson 179 Sverrir Gunnarss. – Sigurður Hallgríms. 178 A/V Ingimundur Jónsson – Helgi Einarsson 185 Sófus Berthelsen – Kristján Þorláksson 177 Guðm. Árnason – Maddý Guðmundsd. 174 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson XXIV. Evrópumót kylfinga 55 ára og eldri fór fram dagana 10.–12. ágúst sl. á völlum golfklúbbsins Frilford Heath í Abington í ná- grenni Oxford í Englandi í góðu veðri á skemmtilegum völlum. Það var 21 Evrópuþjóð, sem sendi lið til keppninnar, sem er sveita- keppni. Hver þjóð sendir tvær 6 manna sveitir og keppir önnur þeirra án forgjafar, en hin með forgjöf. Leiknir eru þrír hringir og telja fjórir bestu í hverju liði í hverjum hring. Meðal keppenda mátti finna marga góða kylfinga og má m.a. geta þess, að einn keppandi, Breti var með +2.8 í forgjöf og annar með +1.5 í forgjöf og nokkrir við 0 í forgjöf. Íslendingar hafa verið með í þessari keppni sl. 20 ár og liðið sem keppir án forgjafar náði að þessu sinni mjög góðum árangri og hafnaði í 9. sæti og lék á sam- tals 992 höggum. Sveitina skipuðu þeir Þorsteinn Geirharðsson, GS, Bjarni Jónsson, GR, Friðgeir Guðnason, GR, Gunnsteinn Skúla- son, GR, Jón Ólafsson, GKG og Jó- hann Reynisson, NK. Liðsstjóri var Jón Ólafur Jónsson, GS. – Ítalir sigruðu með yfirburðum og léku á 915 höggum. Finnar urðu í 2. sæti á 940 höggum og Spánverjar í 3. sæti á 941 höggum. Í keppni með forgjöf hefur Ís- lendingum oft gengið betur en að þessu sinni, en þeir höfnuðu nú í 16. sæti á 911 höggum, en sveitina skipuðu þeir Steinar Sigtryggsson, GS, Ingvar Ingvarsson, GS, Einar Guðberg, GS, Björn Karlsson, GK, Friðþjófur Einarsson, GSE og Björn Eysteinsson, GSE. Liðsstjóri var Helgi Daníelsson, GR. – Spánn sigraði í þessum flokki á 837 högg- um. Austurríki varð í 2. sæti á 839 höggum og Finnland í 3. sæti á 842 höggum. Vegna mistaka fyrsta daginn mættu Bretar, að hluta til, of seint á teig fyrsta daginn og var sveit- um þeirra vísað úr sveitakeppn- inni, en þeir voru trúlega með bestu sveitina í keppni án for- gjafar. Ríkarður Pálsson forseti sat fund forseta Evrópusambanda, sem jafnan er haldinn í tengslum við mótið. Næsta EM karla 55 ára og eldri verður haldið í Frakklandi um miðjan júlí árið 2006. Eldri kylf- ingar í Evr- ópukeppni í Englandi MORGUNBLAÐINU hefur borist athugasemd frá Ragnheiði M. Ólafsdóttur hdl. vegna fréttar sem birtist í Morgunblaðinu laugardag- inn 13. ágúst sl. Í þeirri frétt er að finna athugasemdir eiganda heild- verslunarinnar Arnarvíkur vegna umfjöllunar um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. júlí sl. í máli fé- lagsins vegna sölu þess á vörunni Life Extension. „Með ofangreindum dómi var Arnarvík dæmd til greiðslu skaða- bóta vegna brota á vörumerkjarétti félagsins Celsus, og staðfest var lögbann það sem lagt hafði verið á Arnarvík við því að félagið seldi vöruna Life Extension í þeim um- búðum og með því útliti sem að hún hafði verið seld í. Nauðsynlegt er að koma að leiðréttingum og skýring- um vegna þessara athugasemda þar sem vegið er að heiðri Celsus sem hefur um árabil selt umrædda vöru undir vörumerki sínu við góðan orðstír. Málið snerist um brot Arnarvíkur á vörumerkjarétti Celsus sem fólst í því að umrædd vara var flutt inn í eins umbúðum og með útliti sem augljóslega var eftirlíking af útliti vöruumbúða Celsus. Útlit um- búðanna var augljóslega til þess fallið að neytendur rugluðust á vör- unum, eins og Héraðsdómur Reykjavíkur staðfestir með þeim orðum að ekki verði „hjá því komist að sjá hvað merkin eru lík“ og að telja verði „að veruleg ruglings- hætta sé fyrir hendi“. Mál þetta snerist alls ekki um það að koma í veg fyrir heilbrigða samkeppni á markaði eins og ýjað er að í athugasemdum Arnarvíkur. Málið snerist einmitt um það að fá viðurkenningu með dómi um að samkeppni á markaði eigi að vera heilbrigð og rétt, henni sé ekki komið á með brögðum þar sem til- gangurinn er vísvitandi að láta neytendur ruglast á vörum og hagn- ast þannig á áralöngu markaðsstarfi þeirra sem fyrstir voru til. Arnarvík var dæmd til greiðslu skaðabóta vegna þessa athæfis. Það kallast ekki heilbrigð samkeppni þegar að- ili kemur með vöru á markað undir heiti og útliti sem líkist vörumerki annars aðila sem hefur eytt miklum tíma og fjármunum í að byggja upp vörumerki sitt og kynna. Þess vegna er staðinn vörður um vöru- merkjarétt aðila og mikilsvert að fá staðfestingu á þýðingu vörumerkja- verndar með dómum eins og þess- um. Í ofangreindu máli var ekki deilt um vöruna sjálfa eða innihald henn- ar eins og eigandi Arnarvíkur lætur liggja að, heldur eingöngu um vöru- merkið og útlit umbúða þeirra sem varan var seld í. Eigandi Arnarvíkur lýkur at- hugasemdum sínum með því að auglýsa að vara hans muni verða fá- anleg á ný „með nýjum límmiðum“. Við vonum að um frumlegri útgáfu umbúða verði að ræða í þetta skipt- ið – heilbrigð samkeppni er góð.“ Life Extension – heilbrigð samkeppni Jónas eru margar, ljóslifandi og góð- ar. Með þessum brotum úr þeim kveð ég Margréti Ólafsdóttur með þökk og virðingu. Ég færi Sólveigu Helgu og Ásgeiri og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Mikil sómakona er gengin. Ég minnist hennar með hlýhug. Kristján L. Möller. Þegar við fréttum af andláti Möggu í Hlíð eins og hún var alltaf í okkar huga hrönnuðust upp minningar um hana og Jónas sem voru okkar næstu nágrannar á Hlíðarveginum í nokkur ár, og okkur fannst að við yrðum að minnast hennar með nokkrum orðum. Þegar við byggðum húsið okkar á Hlíðarveginum 1961 og hófum að fylla það af börnum, voru næstu nágrann- ar okkar Magga og Jónas sem bjuggu í Hlíð. Hjá þeim var þá Sigfús Ólafs- son, afi Möggu, og börnin þeirra Sól- veig og Ásgeir. Mikill samgangur var á milli heim- ilanna og voru þau Magga og Jónas bæði töluvert upptekin af að fylgjast með hvernig okkur tækist uppeldi barnanna. Fylgdust þau vel með börnum okkar og voru miklir vinir þeirra. Við Jónas áttum það til að fara saman í bíó ef frí gafst og oft stóð hann á götunni og var að fara á taug- um yfir hve seinn ég var að taka mig til. Kom þá Magga oft yfir til Auðar og þær náðu góðu spjalli þegar við vorum hvergi nærri, en í kringum Jónas var aldrei nein lognmolla. Hann var landsfrægur skíða- og íþrótta- maður sem borið hafði nafn Siglu- fjarðar á erlendri grundu og kunni að segja þannig frá að menn veltust um af hlátri. Þegar við lítum til baka er þessi tími svo ótrúlega stuttur, því Jónas hættir með verslunina Ásgeir sem hann rak í nokkur ár og flytur til Reykjavíkur 1967 eða 1968, þegar síldin yfirgaf Siglufjörð. Ég hafði þá tekið við starfi rafveitu- stjóra og vann Magga hjá okkur á raf- veituskrifstofunni í a.m.k. tvö ár eftir að Jónas fór suður. Bæði var það að hún var mikill Siglfirðingur og vildi búa hér og einnig fannst henni erfitt að taka sig upp og flytja til Reykjavíkur. Ég minnist þess tíma með ánægju, því Magga var einstaklega ljúf og elskuleg í framkomu og átti hug okk- ar allra sem unnum hjá Rafveitu Siglufjarðar á þeim tíma svo og við- skiptavina sem við vorum í samskipt- um við. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur áttu þau þar svo sannarlega góð ár, en samverustundirnar við þau urðu allt of fáar, en við reyndum þó að hitta þau eins oft og tök voru á. Við kveðjum Möggu með þökk fyr- ir áralöng kynni og margar ánægju- stundir sem við áttum með þeim á heimili þeirra Hlíð á Siglufirði og í Reykjavík þar sem hjartahlýja og gestrisni voru í fyrirrúmi. Aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Auður og Sverrir. MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR Elsku mamma. Mín mesta huggun er að við töluðum oft um að ævi hvers manns væri fyr- irfram ákveðin og þegar við ættum að fara þá yrði ekkert við því gert og þetta lægi fyrir okkur öllum. Það er svo margs að sakna, þessara litlu hversdagslegu hluta sem voru svo sjálfsagðir. En það er ekkert sjálf- sagt í þessu lífi. Hvert augnablik svo dýrmætt. Ég sakna þess að sitja með þér að horfa á vini okkar í sjón- varpinu í hádeginu. Ég sakna litlu ferðanna sem við fórum svo oft. Hvort sem það var að kaupa litlar hirslur, sækja rúmið hennar Snæ- dísar eða fara í Garðheima. Svo margar ferðir sem virtust svo litlar en eru mér svo kærar núna. Mér eru sérstaklega kær jólin 2002 sem við héldum í Vík. Allar stundirnar í Lautinni, í Ullukotinu. Ég mun sakna þess að sjá þig þegar komandi minningar verða til en ég veit að þú verður hjá okkur. Það var alltaf hægt að stóla á stuðning frá þér þegar eitthvað bjátaði á og engin vandamál voru óyfirstíganleg. Ég man þegar Snædís kom í heiminn hvað þú ljómaðir. Það leið ekki á ÞÓRHALLA EGGERTSDÓTTIR ✝ Þórhalla Egg-ertsdóttir fædd- íst í Hraungerði í Álftaveri í V-Skaft. 29. janúar 1948. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 12. ágúst. löngu þangað til þið voruð orðnar nánast óaðskiljanlegar enda finnur góður alltaf góðan. Hún hefði ekki getað eignast betri ömmu eða betri félaga og mun hún bera þess merki alla sína ævi að hafa fengið að alast upp þessi ár undir væng þínum og eru allir hennar bestu kostir tilkomnir vegna handleiðslu þinnar. Ég veit ekki hvernig er best að þakka þér fyrir allt það sem þú gafst okkur. Nema að halda áfram á þeim vegi sem þú sýndir okkur. Sönn hamingja felst ekki í veraldlegum hlutum. Heldur í þeim hug sem maður ber til annarra. Mig langar að lokum að kveðja þig með því sem ég kalla Móðurást- in: Frá fyrsta slagi, til síðasta and- artaks. Ég mun hvetja þig áfram, þegar á móti blæs. Ég mun hjúkra þér, sama hvað fallið er hátt. Ég er tárið í auga þér, brosið á vörum þér og stoltið í hjarta þér, þegar þú lítur fyrst í augun þín. Með fyrsta slagi kom ég, með síðasta andartaki fer ég með þér. En við lifum saman að eilífu, í augunum þínum. Árni Eggert. Elsku amma mín. Ég elska þig svo mikið. Þú ert núna engill hjá Guði og brosir alltaf til mín með sólinni. Þú varst alltaf svo góð og ég sakna þín svo mikið. Bless amma, Snædís Birna Árnadóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/ afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir há- degi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í To- ols/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.