Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á morgun Á gægjum  Sókn raun- veruleika- sjónvarpsins HJARTAVERND verður með opið hús á hjartadaginn sem er á morgun 25. september en hjartadagurinn er alþjóðlegur upplýsinga- og forvarna- dagur sem haldinn er víða um heim. Að honum standa samtökin World Heart Federation m.a. í samvinnu við Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unina. Læknar Hjartaverndar bjóða upp á fyrirlestra og kynnt verður áhættureiknivél Hjartaverndar sem gefur vísbendingar um í hversu mik- illi áhættu menn eru fyrir því að fá hjartasjúkdóma á næstu tíu árum. Fyrirlestrar og fræðsla Aðalstöðvar Hjartaverndar eru í Holtasmára 1 í Kópavogi og þar verður opið hús á vegum Hjarta- rannsókna, sem er forvarnadeild Hjartaverndar, milli kl. 11 og 15 sunnudaginn 25. september. Þema dagsins fjallar um kjörþyngd og form, þ.e. í hvernig líkamlegu formi menn eru en Hjartavernd hefur að undanförnu unnið að ýmsum for- vörnum á þessu sviði. „Við höfum til dæmis gefið út bæklinginn Hreyfðu þig fyrir hjartað og áður hefur Hjartavernd gefið út fræðslubækl- inga um offitu, kólesteról og fleira,“ segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Hjarta- vernd, í samtali við Morgunblaðið. „Dagskrá opna hússins verður ann- ars vegar fyrirlestrar lækna Hjarta- rannsóknar um áhættuþætti hjarta- sjúkdóma og áhættumat sem gert er hjá Hjartarannsókn og síðan almenn upplýsingagjöf,“ segir Guðrún Jóna ennfremur og kemur þar áhættu- reiknivélin til sögunnar. „Þetta er nýjung sem við tókum í notkun á þessu ári og hjálpar okkur til að meta hversu mikil hætta er á því að menn fái kransæðasjúk- dóma,“ segir Bolli Þórsson, sérfræð- ingur í lyflækningum hjá Hjarta- vernd. Með kransæðasjúkdómum er átt við að menn fái kransæðastíflu, þurfi að fara í kransæðaútvíkkun eða hjartaaðgerð. „Sérfræðingar Hjartaverndar hafa þróað þessa reiknivél og við hönnun reiknilíkans- ins voru notaðar mælinganiðurstöð- ur úr hóprannsókn Hjartaverndar sem staðið hefur í áratugi. Við vitum hvað er meðal áhættuþátta fyrir hjartasjúkdómum, til dæmis aldur, ættarsaga, blóðþrýstingur, þyngd, reykingar og hvort menn stunda hreyfingu, svo nokkrir séu nefndir. Með því að setja þessar upplýsingar saman í svona reiknivél geta menn borið sig saman við meðalmanninn miðað við ákveðnar forsendur sem settar eru í reiknivélina.“ Er leiðbeining en ekki sjúkdómsgreining Skoða má reiknivélina á vefsíðu Hjartaverndar, hjarta.is, en Bolli vekur athygli á því að vélin er ekki sjúkdómsgreining heldur aðeins leiðbeining eða vísbending um hvort menn eru í meiri eða minni hættu en meðalmaðurinn í viðmiðunarhópi. Bolli segir að mælingarniðurstöð- urnar úr hóprannsókninni hafi safn- ast upp á löngum tíma og séu vís- bending um hvað hafi verið áhættu- þættir og því verði að halda áfram rannsóknum á því hvort þessir þætt- ir taki breytingum. „Við vitum ýmis- legt um áhættuþættina en það sem breytist kannski gegnum tíðina er hversu þeir vega þungt og þar gæti til dæmis þyngdin verið vaxandi þáttur eftir því sem hærra hlutfall þjóðarinnar er of þungt. Stórir áhættuþættir og þeir sem við ráðum engu um eru aldurinn og ættarsaga um hjartasjúkdóma en annað getum við tekið í okkar hendur eins og þyngd, hreyfingu, reykingar og fleira slíkt og þetta bendum við mönnum á þegar fólk leitar til okk- ar,“ segir Bolli. „Áhættureiknivélin getur því verið læknum leiðbeining um næstu skref í meðferð og rann- sóknum. Það hefur komið fyrir hjá mér að telja mann ekki vera í mjög mikilli áhættu en síðan bendir áhættureiknivélin til annars þegar hún er mötuð á viðkomandi forsend- um. Þannig hafa ábendingar vélar- innar einstaka sinnum komið manni á óvart – og það hefur reyndar verið í báðar áttir.“ Guðrún Jóna segir að auk hóp- rannsókna og útgáfustarfsemi standi Hjartavernd að margs konar öðrum einstökum verkefnum í því skyni að miðla til almennings fróð- leik um heilsufar og sjúkdóma og bendir á að margs konar fróðleik sé að finna á vefsíðu Hjartaverndar. Opið hús verður hjá Hjartavernd á alþjóðlegum hjartadegi á morgun Hægt að meta líkur á hjarta- sjúkdómum með reikniforriti Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur og Bolli Þórsson læknir. FORMANNAFUNDUR Lands- sambands lögreglumanna, sem hald- inn var í gær, hefur sent frá sér ályktun vegna gagnrýni á störf efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra í Baugsmálinu. Ályktunin er eftirfar- andi: „Formannafundur Landssam- bands lögreglumanna tekur heils- hugar undir yfirlýsingu starfsmanna efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóraembættisins í tilefni alvarlegra ásakana ýmissa aðila í samfélaginu um misbeitingu valds innan lög- reglukerfisins. Telur fundurinn hreint með ólík- indum hvernig ákveðnir einstakling- ar hafa tjáð sig með órökstuddum hætti og látið liggja að undirlægju- hætti og misbeitingu valds innan lög- reglunnar og í raun í réttarkerfinu öllu. Að mati fundarins er það með öllu óþolandi að lögreglumenn þurfi ítrekað að þola staðhæfingar sem al- gerlega eru úr lausu lofti gripnar um ómálefnaleg og ólögleg vinnubrögð sín. Bent er á að lögreglumönnum er skylt að vinna í samræmi við lög og reglur og hafa hlotið víðtæka og viðamikla menntun þannig að tryggt sé í einu og öllu að störf lögreglu séu unnin á faglegan og málefnalegan hátt. Ekkert er hæft í því að lögreglu- menn séu viljalaus verkfæri í hönd- um utanaðkomandi aðila og ásakanir þess efnis eru í raun ásakanir um al- varleg hegningarlagabrot fjölda lög- reglumanna. Slíkur málflutningur er rakalaus og ekki samboðinn einstak- lingum sem ætlast til að orð þeirra séu tekin trúanleg. Landssamband lögreglumanna hvetur til þess að þeir aðilar sem fjalla vilja um lögreglumálefni geri það með málefnalegum hætti.“ Ályktun formannafundar Landssambands lögreglumanna Lögreglumenn ekki viljalaus verkfæri utanaðkomandi aðila STARFSMENN efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra hafa sent frá sér áréttingu vegna yfirlýsingar sinnar um ummæli Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, formanns Sam- fylkingarinnar, um Baugsmálið. Áréttingin er svohljóðandi. „Í fréttum Ríkisútvarpsins þann 21. september sl. sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, að Baugsmálið ætti rætur sínar að rekja til þess að þeir sem fóru með völd í samfélaginu hafi gefið veiðileyfi á einstaklinga og fyr- irtæki. Í tilkynningu frá starfmönnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjórans í gær er þess krafist að Ingibjörg Sólrún skýri nákvæmlega hvað hún eigi við með þessum orð- um. Hún hefur ekki svarað því hvaða veiðileyfi var gefið út eða á hvern hátt rannsóknin hófst með útgáfu þess. Hún hefur hins vegar sagt að Baugsmálið hafi orðið til í ákveðnu andrúmslofti sem enginn væri ónæmur fyrir og því hanga hinar al- varlegu ásakanir enn í lausu lofti að okkar mati. Við fullyrðum öll að „veiðileyfi“ eða „andrúmsloft“ hafði engin áhrif á að ákvörðun var tekin um að hefja opinbera rannsókn á málefnum stjórnenda Baugs eða rannsóknar- vinnu okkar í þessu máli. Málið hófst, sem kunnugt er, með því að kæra var lögð fram ásamt gögnum þar sem settar voru fram ásakanir um saknæmt athæfi. Lögreglu ber skylda til þess að bregðast við slíku, óháð vilja ráðamanna eða pólitísku ástandi sem kann að ríkja. Við munum ekki fjalla um mál þetta frekar á opinberum vettvangi en hvetjum alla sem fjalla um lög- reglumál til að gera það af ábyrgð.“ Starfsmenn efnahagsbrotadeildar Ásakanir Ingibjargar hanga enn í lausu lofti HÆSTARÉTTI barst síðast liðinn fimmtudag kæra ríkis- lögreglustjóra á frávísunarúr- skurði héraðsdóms vegna ákæru í Baugsmálinu. Málið tekið til skoðunar eftir helgina Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Hæstaréttar er verið að skila greinargerðum vegna málsins og er búist við að það verði tekið til skoðunar eftir helgina. Kæra ríkislögreglustjóra er lokað plagg en dóms er að vænta fyrir 13. október. Héraðsdómur vísaði málinu frá á þeim forsendum m.a. að skilgreina hefði þurft nánar í hverju hin meintu brot fælust, hvernig sakborningar hefðu auðgast og hvaða tjón hefði orðið. Kæran komin til Hæstaréttar HÆSTBJÓÐENDUR í sérleyfi á Reykjanesi og þar með talið í flugrút- una, Hópferðamiðstöðin - Vestfjarða- leið og Bílar og fólk, hafa dregið til- boð sín til baka og hefur Vegagerðin fallist á skýringar þeirra á gerðum reikningsskekkjum. Vegagerðin reiknaði með að borga 1,3 milljónir króna með leyfinu til næstu þriggja ára. Þingvallaleið bauð 0 krónur í sérleyfið, Hópbíla- leigan 23 milljónir, Kynnisferðir 27 milljónir, Iceland Excursion og Allrahanda 103 milljónir, Bílar og fólk 439 milljónir og Hópferðamið- stöðin – Vestfjarðaleið 469 milljónir króna. Fara yfir 4 tilboð og liggja niðurstöður fyrir á næstu vikum Kynnisferðir hafa haft sérleyfi, eða sérleyfisígildi, á flugrútunni frá 1979. Flugrútan flytur um 225 þúsund far- þega á ári og veltan á þessari sérleið er um 200 milljónir króna á ári eða um 600 milljónir á samningstíman- um. Stjórnarformaður Hópferðamið- stöðvarinnar – Vestfjarðaleiðar sagði við Morgunblaðið sl. þriðjudag að forráðamenn fyrirtækisins væru að leita að vitleysum í eigin tilboði og þeir hafa nú fundið skekkjur í út- reikningunum. Gunnar Gunnarsson, aðstoðarvegamálastjóri, segir að fall- ist hafi verið á skýringar talsmanna fyrirtækjanna og þeim send bréf þess efnis í gær. Hins vegar sé enn verið að fara yfir hin fjögur tilboðin og niðurstöður liggi fyrir á næstu vikum. Drógu tilboð í flugrútuna til baka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.